Dagur - 09.03.1993, Qupperneq 16
Prentum myndina þína á bol
^Feáíomyndir?
Skipagata 16 - 600 Akureyri - Sími 96 - 23520
Bjami Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA og skipverjar hans komu með rúm 770 tonn af loðnu í Krossanes á föstu-
dag. Mynd: KK
Heildarloðnuveiði nálgast 600 þúsund tonn:
Norðlensku verksmiðjumar
hafa fengið 213 þúsuud tonn
Liðlega 20 þúsund tonn veidd-
ust af loðnu frá sl. föstudegi til
mánudags og voru flestir bát-
arnir á Breiðafirðinum en
nokkrir fengu ágætan afla vest-
ur af Patreksljarðarflóa og
hefur loðna sjaldan veiðst svo
norðarlega á þessum árstíma.
Afli fékkst einnig á Selvogs-
banka og austur við Stokksnes
en í miklu minna mæli.
Hákon ÞH-250 frá Grenivík
landaði rúmum 825 tonnum á
Siglufirði á sunnudag, en aflann
fékk báturinn vestur á Patreks-
fjarðarflóa. Ágætis veður var þar
í gær en engin veiði. „Loðnan er
komin nokkuð langt í hrygningu,
svolítið farið að losna í henni
hrognin en það geta verið ein-
hverjir dagar enn í það. Loðnan
hefur alltaf verið að þoka sér
norðureftir en óvíst hvað hún
veiðist þarna lengi en það er
mjög óvanalegt að hún finnist
svona norðarlega á þessum
árstíma,“ sagði Björgvin Birgis-
son stýrimaður á Hákoni ÞH.
Tæplega 41 þúsund tonnum af
loðnu hefur verið landað á Siglu-
firði, 2 þúsund tonnum á Ólafs-
firði, 10 þúsund tonnum í Krossa-
nesi, 28 þúsund tonnum á Rauf-
arhöfn, 14 þúsund tonnum á
Þórshöfn og 10 þúsund tonnum á
Vopnafirði, en mestu magni hef-
ur verið landað í Vestmannaeyj-
um, 57 þúsund tonnum, er þar
eru starfræktar tvær verksmiðjur,
ísfélag Vestmannaeyja og
VEÐRIÐ
Frost verður fram eftir morgni
en síðan fer að hlýna, fyrst
vestanlands. Vestan og síðan
norðvestanátt verður á
Norðurlandi, og sums staðar
allhvöss með éljagangi en
síðan lægir smám saman og
dregur úr úrkomu norðan-
lands. Hægviðri og léttskýjað
víðast hvar þegar líður á
daginn.
Vinnslustöðin. Skammt á eftir
kemur svo Seyðisfjörður með 56
þúsund tonn, en þar eru einnig
starfræktar tvær loðnubræðslur,
Hafsilfur og Síldarverksmiðjur
ríkisins. Sé hins vegar litið bæði
til haust- og vetrarvertíðar er
Siglufjörður hæsta löndunarhöfn-
in með 82 þúsund tonn, en til
Sfcyðisfjarðar hafa komið 81 þús-
und tonn. Heildarlandanir hjá
öðrum norðlenskum loðnuverk-
smiðjum eru 58 þúsund á Raufar-
höfn, 30 þúsund tonn á Þórshöfn,
28 þúsund tonn í Krossanesi og
13 þúsund tonn á Vopnafirði en
engin löndun var í Ólafsfirði á
haustvertíð.
Heildarveiði á haust- og
vetrarvertíð er 598 þúsund tonn
og eru eftirstöðvar loðnukvóta
því 222 þúsund tonn. GG
Kornrækt:
Eyjafjörður kemur
vel til greina
- að áliti Jónatans Hermannssonar hjá RALA
Möguleikar til kornræktar í
Eyjafirði eru síst verri en á
mörgum stöðum á Suður- og
Vesturlandi. Þetta kom meðal
annars fram í erindi Jónatans
Hermannssonar hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
á fræðslufundi um kornrækt
sem átaksverkefnið Vaki stóð
fyrir á Akureyri síðastliðinn
föstudag. Jónatan sagði að
draga mætti kornræktarlínuna
um nyrðri hluta Hörgárdals
eða Möðruvallapláss. Norðan
þess væri varhugavert að
treysta á kornuppskeru vegna
þess hversu snjór liggur oft
lengi frameftir á vorin og frost
fer seint úr jörðu.
Jónatan sagði að frumskilyrði
til kornræktar væru þau að unnt
væri að sá snemma - helst ekki
síðar en viku af maí til að kornið
fengi nægilega langan vaxtar-
tíma. Þá væri aðalhættan að
haustinu fólgin í næturfrosti og
gætu frostnætur í ágúst hæglega
skemmt eða jafnvel eyðilagt
kornuppskeru. Slíkt hefði raunar
gerst á Suðurlandi á síðastliðnu
sumri og uppskera orðið langt
undir því sem hún er í meðalári
eða allt niður fyrir 10 tunnur á
hektara. Korn í Eyjafirði fraus
ekki í fyrra og var uppskera
þeirra bænda sem stunda korn-
rækt í Miðgerði í Eyjafjarðar-
sveit um 16 tunnur á hektara.
Jónatan benti á að flestir bæir í
Eyjafirði væru neðan 100 metra
frá sjávarmáli og því nýttist hæsti
meðalhiti til ræktunarinnar.
Hann sýndi niðurstöður mælinga
sem gerðar höfðu verið á
Norðurlandi og sýndu 9,3 gráðu
meðalhita á Akureyri í júlí. Sam-
bærilegur meðalhiti í Torfufelli í
Eyjafirði, sem er um 215 metrum
fyrir ofan sjávarmál var 8,7 gráð-
ur og 7,6 gráður norður á Siglu-
nesi. Jónatan kvað hitann skipta
miklu máli fyrir kornræktina en
þar sem meðalhiti í júlí nái þeim
meðaltalsmörkum sem mælst hafa
í Eyjafirði þá séu skilyrði til
kornræktar ekki verri en víða á
Suður- og Vesturlandi.
Kornrækt er eitt af því sem
hugað hefur verið að á vegum
átaksverkefnisins Vaka, sem
stendur yfir í Eyjafjarðarsveit og
á Svalbarðsströnd. Nokkrir
bændur í Eyjafjarðarsveit hafa
ræktað korn á undanförnum
árum með allgóðum árangri og
telja þeir bændur sem nýtt hafa
korn til fóðrunar búpenings að
um verulega búbót geti verið að
ræða. ÞI
Vegna samflots verður ekki um verkfall að ræða hjá BSRB:
Ekkert norðlensku aðildarfélaganna
samþykkti verkfallsboðun
Hjá 23 af 34 aðildarfélögum
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja (BSRB) fór fram atkvæða-
greiðsla dagana 3. og 4. mars
sl. og varð heildarniðurstaðan
sú að af 12.659 á kjörskrá kusu
8.717 eða 68,86%. Já sögðu
3.607 eða 41,38%, nei sögðu
4.865 eða 55,81% en auðir og
ógldir seðlar voru 245 eða
2,81%. Hjá 7 aðildarféiögum
var boðun verkfalls samþykkt
en vegna samflots aðildar-
félaga var samþykkt að boða
ekki verkfall hjá þeim sem þó
höfðu aflað sér verkfalls-
heimildar vegna þess að í þessa
atkvæðagreiðslu var farið sam-
eiginlega og vegna heildarnið-
urstöðu verður hvergi um verk-
fall að ræða hjá aðildarfélög-
um BSRB. Ekkert norðlenskra
aðildarfélaga samþykkti
verkfall.
Hjá flestum aðildarfélögum
var atkvæðagreiðslan í tvennu
lagi, þ.e. annars vegar bæjar-
starfsmenn og hins vegar ríkis-
starfsmenn. Hjá Starfsmanna-
félagi Akureyrarbæjar (STAK)
var þátttaka bæjarstarfsmanna
56%, 87 sögðu já eða 48,3%, nei
sögðu 79 eða 43,8% en 14 seðlar
voru auðir eða 7,9%. Hjá kenn-
urum Tónlistaskóla Akureyrar
sögðu 7 já, 6 nei og 5 seðlar voru
auðir. Hjá ríkisstarfsmönnum
sögðu 90 já eða 48,1%, nei sögðu
82 eða 43,8% og auðir og ógildir
voru 15 eða 8,1%. Þar sem fjöldi
þeirra sem sögðu já náði ekki
50% (var 47,8% gegn 43,4%
þeirra sem sögðu nei) af heildar-
atkvæðamagninu var heimild til
verkfallsboðunar ekki samþykkt
og þannig var einnig með fleiri
félög.
Hjá Dalvíkurbæ eru bæjar-
starfsmenn 80, og af þeim
greiddu 63 atkvæði eða 78,7%.
28 sögðu já eða 44,5%, nei sögðu
27 eða 42,8% og auðir og ógildir
voru 8 eða 12,7%. Á Dalvík eru
5 ríkisstarfsmenn og greiddu allir
atkvæði, 3 sögðu já en 2 sögðu
nei.
Á Ólafsfirði voru 62 á kjörskrá
og þar af 58 bæjarstarfsmenn. 20
sögðu já, 19 sögðu nei og 1 seðill
var auður. 4 ríkisstarfsmenn
greiddu atkvæði og sögðu allir
nei. Heildarniðurstaða er því sú
að 45,5% sögðu já en 52,3% nei.
Á Siglufirði voru 20 bæjar-
starfsmenn á kjörskrá, 16 kusu
og sögðu 8 já og 8 nei, en 10
ríkisstarfsmenn voru á kjörskrá
og kusu 5, 3 sögðu já en tveir
sögðu nei. Bæjarstarfsmenn
felldu því að veita heimild en
heildarniðurstaða þar er því sú
að 52,4% samþykkti verkfalls-
boðun en 47,6% var á móti.
Hjá Starfsmannafélagi Sauðár-
króks greiddu 55,14% félags-
manna atkvæði, já sögðu 26 eða
34,7%, nei sögðu 47 eða 62,7%,
tveir seðlar voru auðir.
Hjá tveimur landsfélögum
voru greidd atkvæði, Fóstrufélag
íslands samþykkti verkfallsboð-
un (60,7%) en Póstmannafélag
íslands felldi (40,6%). Engin
atkvæðagreiðsla fór fram á Húsa-
vík en áætlað er að hún fari fram
síðar. GG
Akureyri:
Aðstoðarmeim
á ftmdi stjómar
veitostoftiana
í svokallaðri hvítbók ríkis-
stjórnarinnar er ákvæði þess
efnis að ná skuli meiri jöfn-
uði í orkukostnaði lands-
manna. í því sambandi er
m.a. horft til dýrustu hita-
vcitna landsins, en Hitaveita
Akureyrar er í þeim hópi.
Á fundi veítustjórnar Akur-
eyrar í liðinni viku var þetta
mál á dagskrá og voru gestir
fundarins þeir Steingrímur Ari
Arason, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra, og Sigfús
Jónsson, aðstoðarmaður iðn-
aðarráðherra.
„Við fórum yfir þessi mál
með þeim og enn er stefnt að
því að síðar í þesssum mánuði
verði tilbúnar einhverjar til-
lögur um hvernig hægt sé að
ná niður orkuverði hjá dýrustu
orkuveitum í Iandinu,“ sagði
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður veitustjórnar. óþh
Lögreglan:
Brotist inn á rakarastofu
Lögreglan á Akureyri hafði í
ýmsu að snúast um helgina.
Brotist var inn á rakarastofuna
við Strandgötu 6 og litlu stolið
en því meira skemmt. Rúða
var brotin í verslun í miðbæn-
um en sökudólgurinn gaf sig
síðar fram við lögregluna.
Ekið var utan í þrjá bíla um
helgina og í öllum tilfellum hvarf
sá sem tjóninu olli burtu án þess
að gefa sig fram. Þrír voru teknir
ölvaðir við akstur, þrír minni
háttar árekstrar voru tilkynntir,
fjórir teknir fyrir hraðakstur og
númer klippt af 13 bílum.
Nokkrar skemmdir urðu á
bifreið sem ók utan í vegg Ólafs-
fjarðarganga til þess að forða
árekstri við bíl úr gagnstæðri átt.
GG