Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. mars 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, tax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauóárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 Stefiian mótuð í umhverfismálum Á tímum vaxandi mengunar og umhverfisslysa af ýmsum toga er mönnum smám saman að verða ljóst að skeytingarleysi um verndun umhverfisins getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. íslendingar hafa allt of lengi sýnt umhverfismálum hálfgert tómlæti. Ef til vill staf- ar þetta andvaraleysi okkar af þeim misskilningi að mengun sé svo til óþekkt fyrirbrigði hér á landi og fyrst og fremst vandamál annarra þjóða. En við erum smám saman að vakna upp við vondan draum. Að vísu er það rétt að hér á landi er mengun minni en í mörgum öðrum löndum en ástæðan er fyrst og fremst sú að landið er stórt og þjóðin fámenn. ísland er enn sem komið er víðsfjarri því að vera fyrirmyndarríki á sviði umhverfisverndar. Við íslendingar erum almennt fremur fáfróðir um umhverfisvernd og í raun mörgum árum á eftir öðrum þjóðum Evrópu á því sviði. Það segir sína sögu um stöðu mála hér að einungis þrjú ár eru liðin frá því frumvarp um stofnun sérstaks ráðuneytis umhverfismála varð að lögum á Alþingi. Bágt ástand frárennslis- og sorphirðu- mála talar einnig sínu máli um stöðu okkar á sviði umhverfisverndar - og ekki síður sú stað- reynd að hér á landi er endurvinnsla sorps lítið sem ekkert stunduð. Ljóst er að ríkisvaldið og sveitarstjórnir hafa ekki staðið sig sem skyldi í að móta stefnuna, setja strangari reglur og fylgja þeim eftir. Það er því engan veginn sanngjarnt að skella skuldinni á almenning þegar rætt er um slæma stöðu umhverfismála. Það er til dæmis borin von að hver og einn taki það upp hjá sjálfum sér að flokka sorp í heimahúsum í þeim tilgangi að draga úr umhverfismengun. Frumkvæðið verður að koma frá stjórnvöldum. Það er því ánægju- legt að ríkisstjórnin hefur nú samþykkt að láta gera ítarlega framkvæmdaáætlun sem taki til helstu þátta þessa víðfeðma og mikilvæga mála- flokks. Áætlunin á að ná allt til aldamóta og á gerð hennar að vera lokið um mitt næsta ár. Markmiðið er að taka ýmsa þætti, er snúa að umhverfisvernd, mun fastari tökum en nú er gert og hvetja alla aðilja í þjóðfélaginu til dáða á því sviði. Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi, því orð eru til alls fyrst. Við þurfum svo sannarlega að reka af okkur slyðruorðið. Ef við ætlum að gera ísland að fyrirmyndarlandi á sviði umhverfisverndar verðum við að láta hendur standa fram úr ermum. Markviss stefnumótun stjórnvalda til langs tíma er stórt skref í rétta átt. BB. Lesendahornið______________ Níu tillögur - um hvernig beri að standa að málefnum atvinnulausra á Akureyri Sá sem þetta ritar er einn af þeim fjölmörgu sem nú eru atvinnu- lausir á Akureyri. Ég er ekki sátt- ur við hvernig haldið er á málefn- um atvinnulausra í bænum og vil því koma eftirfarandi tillögum á framfæri hér í blaðinu. 1. Atvinnuleysingjar á Akur- eyri ættu að standa að stofnun sjálfshjálparsamtaka innan sinna raða og kjósa nefnd í því skyni. 2. Gefa ætti atvinnulausum tækifæri til að taka hæfileikapróf (á ensku vocational guidance test) en þannig mætti komast að raun um hvernig atvinna hæfði best hverjum og einum. 3. Eftir að hafa tekið slík próf ætti að bjóða fólki upp á t.d. eins árs námskeið hjá VMA, til endurhæfingar þessa fólks fyrir vinnumarkaðinn og gera það bet- ur fært um að nýta hæfileika sína. Námskeiðin myndu rúmast innan annars reglulegs náms skólans. 4. Skylda ætti alla atvinnu- lausa til að fylla út eyðublað þar sem fram kæmi menntun hvers og eins og starfsreynsla. Gefa ætti fólki tækifæri til að koma þessum upplýsingum á framfæri við sjálfshjálparhópinn, sem nefndur er í fyrsta lið hér að ofan. 5. Akureyrarbær ætti að út- vega samtökum atvirinulausra ókeypis skrifstofuaðstöðu og tæki til að vinna að málefnum og hug- myndum sem myndast innan raða atvinnulausra. 6. Meðal þeirra nokkur hundruð aðila, sem nú ganga atvinnulausir á Akureyri, er margt fólk með dýrmæta reynslu úr atvinnulífinu og sumt líka með langskólanám að baki. Hvers vegna ekki að reyna að nýta þessa krafta? 7. Akureyrarbær ætti að koma á fót starfshópi í því skyni að kanna þær hugmyndir sem kæmu frá samtökum atvinnulausra í bænum, eða nota núverandi bæj- arstofnanir til slíkra kannana. 8. Peim peningum, sem koma frá bænum og Atvinnuleysis- tryggingasjóði og varið er til tímabundinna verkefna fyrir til- tölulega fáa, væri miklu betur varið til að mennta/endurmennta atvinnulaust fólk, og til að finna hæfileika einstaklinganna, sbr. 2. lið hér að framan. 9. Besta leiðin til að komast úr þjóðfélagslegri kreppu er að lækka tekjuskattinn. í þeim að- stæðum, sem nú ríkja á íslandi, er rangt að hækka skatta, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Með því að lækka skatta getur fólk velt meiri fjármunum út í viðskiptalífið, sem þá fer að dafna á ný. Peningarnir koma hvort sem er aftur til ríkisins í virðisaukaskattinum. Rétta leið- in er að létta skattbyrði einstakl- inganna, svo þeir geti stofnað til eigin rekstrar eða sameinast um ný atvinnutækifæri, t.d. á sam- vinnugrundvelli. Bæði stjórnvöld, þ.e. ríkið, og ekki síður bæjarfélögin, verða að gera sér grein fyrir að einstakl- ingarnir búa yfir þekkingu og reynslu til að skapa ný atvinnu- tækifæri. Hæfileiki þjóðanna og verðmæti þeirra felast í hæfni einstaklinganna sem mynda þær. Atvinnulaus Akureyringur. Vegagerð á villigötum? Undanfarið hafa birst athygl- isverðar greinar í Degi eftir Brynjólf Brynjólfsson. Hann viU kippa ýmsu í þjóðfélaginu í lag. Síðast 9. mars og er þá í helgreipum lögmanna. Gott hjá þér B.B! Haltu áfram í svipuðum dúr! En það sem kom mér til að stinga niður penna var vegurinn suður. Norðan við Pelamerkur- skóla eru þrjár krappar beygjur og ein þeirra er stórhættuleg. Ekki nóg með það, heldur er lát- inn halda sér melhóll einn, sem byrgir allt útsýni framundan. Þessum hól væri auðvelt að ryðja burtu á skömmum tíma. En svo- leiðis „stórframkvæmdir“ rúmast ekki í heiiabúum þessara ágætu manna sem bæla stólasetur á skrifstofum Vegagerðarinnar, heldur er sjálfsagt að bíða eftir að þarna verði banaslys. Kannski veldur fjárskortur. Greinarhöfundur er nýkominn úr höfuðborgarreisu. Ég dáðist mjög að vegunum víðast hvar. Það hefur orðið stökkbreyting á vegakerfinu. En hvergi sjást eins skrýtnar framkvæmdir og í Öxna- dal. í framanverðum dalnum (einhver myndi segja innanverð- um) blasa við sjónum margir breiðir vegir, flestir malbikaðir, Torlesin leiðabók Strætísvagna Akureyrar Mér hefur ekki gengið neitt allt of vel að ferðast með strætó eftir að ég flutti til Akureyrar. Ég hef til dæmis misst af fjór- um vögnum. Þeim fyrsta vegna þess að ég var að reyna að finna út hvenær vagninn kæmi, þeim næsta vegna þess að honum var flýtt um 10 mínútur og þeim þriðja vegna þess að honum var flýtt um 13 mínútur. Þá ákvað ég að labba af stað og þá keyrði sá fjórði fram hjá mér. Nú hef ég gert lista, sem ég er fljótari að lesa en leiðabókina. Þar sem ég hef heyrt að ég sé ekki sú eina, sem er lengi að lesa leiðabókina, býð ég öðrum afnot af þessum þó ófullkomna lista yfir áætlaða komutíma strætis- vagnanna að Sunnuhlíð. Vandamálið er að ég skil ekki alveg hina svonefndu „appelsínu- gulu leið“ samkvæmt leiðabók- inni. Þar stendur: „Ekið frá Þór- unnarstræti á klukkustundarfresti mánudaga til föstudaga, frá kl. 7.40-10.40 og 18.40-23.40. í ferð kl. 12.40 er ekki ekið um Odd- eyri í bakaleið." (!) Með von uin betri leiðabók, Hadda. klst. mín. 6 47. 7 15. 39. 8 05. 39. 9 05. 25. 10 05. 25. 11 05. 20., 25., 52. 12 20. 25., 42. 13 07. 25., 52. 14 20. 25., 52. 15 20. 25., 52. 16 20. 25., 52. 17 20. 25., 52. 18 20. 25. 19 05. 25. 20 05. 25. 21 05. 25. 22 05. 25. 23 05., 25. 24 05., 25. Áætlaður anna að „leiðabók“ komutími Sunnuhlíð, bréfritara. strætisvagn- samkvæmt hlið við hlið. Þá eru ótaldar allar brýrnar, sem una sér vel í félags- skap stallsystra sinna, því fjöldi brúa er á ánum með fárra metra millibili. Ég ann Öxndælingum alls hins besta, en hvaða tilgangi þjóna allir þessir vegir og allar þessar brýr, sem eru að fylla dal- inn fagra, sem eitt sinn var ort um „Þar sem háir hólar". í dag mætti segja „Þar sem breiðir veg- ir hálfan dalinn fylla" o.s.frv. Nú eru allt í einu til nógir peningar. Mér virðist að í framkvæmdum þessum hafi gætt ótrúlegrar skammsýni. Vegur er byggður á snarvitlausum stað. Eftir 2-3 ár er hann talinn óviðunandi og nýr byggður. Brýr eru byggðar, stjóm- laust, og standa nú eins og hrá- viði út um alla sanda. Aldrei er hugsað lengra en til næsta árs. Er þetta að fara vel með fé skatt-i borgara ísienska ríkisins? Spyr sá sem ekki veit. Hvenær skyldu opnast augu vegagerðarmanna til að sjá lengra en niður fyrir nafl- ann á sjálfum sér? 101024-2109 Hver orti? Hér með er óskað eftir upplýs- ingum um hvaða skáld orti ljóðið, sem endar á eftirfarandi línum: Hér verð ég við heiminn sáttur, hjartað slær í þakkargjörð, þar sem góðra guða máttur gekk á land við Eyjafjörð. Hvað heitir ljóðið og hvernig er það í heild? Með fyrirfram þökk fyrir svörin, sem ég bið lesendur að senda mér bréflega eða símleiðis, Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli, nú Hörg Sval- barðseyri, sími 96-25217. Pennaviiiir óskast Ég er 23 ára að aldri, nemandi í félagsfræði og landafræði við Parísarháskóla. Heillaður er ég af íslandi og óska því eftir penna- vini á Akureyri, helst konu á aldrinum 18 til 30 ára, sem getur frætt mig um daglegt líf á landinu í norðri. Alain Lutic, 6 Rue René Sahors, 92170 Banves, France

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.