Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. mars 1993 - DAGUR - 5 Tónlist______________________ Rökkurkórinn í Skagafirði Laugardaginn 13. mars efndi Rökkurkórinn í Skagafirði til söngskemmtunar í Miðgarði. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason en undirleikari á píanó er Thomas Higgerson. í tveim lögum lék Metta Kari Worum með kórnum á saxafón. Söngskrá Rökkurkórsins var fjölbreytt. Á henni voru sextán lög. Að flutningi þeirra loknum flutti kórinn tvö aukalög. Leikið var undir í þeim öllum, nema í síðara aukalaginu, sem var Nú lifnar yfir lundunum eftir Jón Björnsson. Þetta lag söng kórinn best alls þess, sem hann flutti á þessum tónleikum. í túlkun þess kom fram næmleiki og ljúfleiki, sem iðulega skorti í öðrum lögum. Byrjanir laga og innkomur radda voru að jafnaði í góðu lagi. Hljómur var einnig hreinn í flest- um tilfellum. Út af þessu hvoru tveggja brá þó í nokkur skipti. Einnig voru lokahljómar nokkuð oft ekki hreinir einkum í kvenna- röddum og þá sérlega sópran. Þá henti, að einstakar raddir skáru sig úr einkum á háum tónum og í lokahljómum. Þetta var líka mest áberandi í kvennaröddum en kom einnig einstaka sinnum fyrir í karlaröddum. Kvennaraddir áttu nokkra góða hluta einkum á miðju radd- sviði raddanna. Þar var tónninn yfirleitt allþéttur og áferðargóð- ur. Hins vegar vildi hann þynnast veruiega, þegar til átakakafla kom og á hærra raddsviði. Karla- raddir voru verulegu þéttari og jafnari í áferð. Þó brá út af til dæmis í sólóhluta tenórs í Brostu vinan, lagasyrpu úr Kátu ekkj- unni eftir F. Lehar við texta Egils Bjarnasonar. Tenórinn átti hins vegar góðan sólóhluta í Shubert- syrpu úr söngleiknum Meyja- skemmunni. Kórinn sýndi iðulega, að hann hefur tök á jafnt ljúfum söng sem styrkum. Hann var til dæmis góð- ur í bakröddum með einsöng og gat einnig náð umtalsverðum styrk. Hins vegar var túlkun hans heldur áherslulítil og og því ekki svo blæbrigðarík, sem tilefni áttu að gefast til. Af þessu leiddi nokkrum sinnum, að fjörleg lög, svo sem Wunderbar eftir Cole Porter við texta eftir Egil Bjarna- son, náðu ekki því flugi, sem við hæfi hefði verið. Einsöngvarar með Rökkur- kórnum voru Sigurlaug Marons- dóttir, sem söng Átthagaljóð Inga T. Lárussonar við ljóð Sigurðar Arngrímssonar, Drífa Árnadóttir og Lára Angantýs- dóttir, sem sungu Tvísöng í lag- inu Kvæðið til konunnar minnar eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við ljóð Jóns frá Ljárskógum, Hjalti Jóhannsson sem söng lagið Um sumardag eftir Franz Abt við texta Benedikts Gröndals, og Val- geir Þorvaldsson, sem söng í rökk- ursölum sefur eftir F. Möhring við texta í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar. Undirleikur Thomasar Higgins var öruggur og ætíð við hæfi. Saxafónleikur Mette Kari Worums skapaði skemmtileg hrif, en enn betra hefði verið hefði hún tekið sjálfstæðar stróf- ur í stað þess að leika laglínu með öðrum flytjendum. Rökkurkórinn sýndi það í nokkur skipti, að hann er í eðli sínu gott hljóðfæri og fær um það, að flytja kóratónlist vel. Hann er greinilega skipaður góðu söngfólki, en hann skortir nokk- uð á pússun og ögun. í þessu felst meðal annars natin hlustun kór- félaga hver á annan jafnt hvað snertir tón, styrk eða blæ. Kórinn hefur efnið til þess að ná lengra en hann nú er kominn. Vonandi tekst honum það bæði kórfélag- anna sjálfra vegna og ekki síður þeirra, sem hafa unun af góðum, blönduðum kórsöng. Haukur Ágústsson. Leiklist I sal hans hátígnar“ 55 Föstudaginn 5. mars frumsýndi Leikfélag Þórshafnar uppsetn- ingu sína á samsettri dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar. Tónlist í uppsetningunni er eftir Jón Múla Árnason og fleiri. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Undirritaður sá uppsetninguna í félagsheimilinu á Raufarhöfn 12. mars. Leikfélag Þórshafnar hefur því miður ekki verið ýkja athafna- mikið síðari árin. Það setti síðast upp sýningu fyrir um það bil sjö árum, en þá var á fjölunum á Þórshöfn „Saumastofan“ eftir Kjartan Ragnarsson. Víst er það mikið átak í ekki margmennri byggð að setja upp leiksýningu af hvaða tagi sem hún er, en þá ekki minna, þegar ráðist er í sýningu jafn viðamikla og fjölmenna og „í sal hans há- tignar“. Samkvæmt leikskrá eru flytjendur tuttugu og þrír að tölu, en auk þeirra tveir hljóðfæra- leikarar og kynnir. Enn bætast við fleiri, sem koma við sögu í ýmsum þáttum undirbúnings og baksviðsverka. Leikfélag, sem ræðst í slíkt fyrirtæki, getur ekki talist dautt úr öllum æðum, svo að vonandi er þessi uppsetning einungis upphitun fyrir blómlegt starf á komandi árum. Það yrði miklu of langt mál að ætla sér að rekja hlut einstakra flytjenda í uppsetningu Leikfé- lags Þórshafnar á dagskránni „í sal hans hátignar“. í heild tekið stóðu þeir sig vel langflestir. Vit- anlega var nokkur byrjendabrag- ur á sviðsframkomu ýmissa, en við slíku má búast, þegar af stað er farið eftir langt hlé. Reynslan sýnir líka, að sviðsframkoma og leikur er nokkuð, sem lærist af því að hafa þessi atriði um hönd og njóta leiðsagnar góðra manna. í þessari uppsetningu er reynd- ar ljóst, að góður maður hefur verið í verki tilsegjandans, þar sem er Sigurgeir Scheving leik- stjóri. Honum hefur víða tekist vel að skapa lipurlega framrás, svo sem í „Átökum Kadettsins við demóninn“ og í atriðinu „í sal hans hátignar“ úr „Þið munið hann Jörund". Ekki síst eru það þó hópatriðin, sem takast vel. Þar á kórinn stóran hlut, en sviðsframkoma hans var að jafn- aði lífleg og við hæfi. Sérstaka athygli vöktu til dæmis uppsetn- ing flutningsins á Bíum, bíum, bambaló úr „Þið munið hann Jörund“, Lögreglusöngur úr „Rjúkandi ráð“ og líflegur flutn- ingur á Við heimtum aukavinnu úr „Járnhausnum“. Tónlistarflutningur er kapítuli fyrir sig í uppsetningu sem þeirri, sem „I sal hans hátignar" er. Hann tókst yfirleitt vel þolanlega og upp í vel. Einnig hér er vert að minnast sérstaklega á kórinn. Hann söng almennt af miklu fjöri og áheyrilega. í þessu sambandi er vert að geta undirleikaranna, sem gættu þess ævinlega að láta ekki undirleikinn verða of hávær- an fyrir ómagnaðan flutning þeirra, sem á sviði voru hverju sinni. Þegar á heild er litið er upp- setning Leikfélags Þórshafnar góð skemmtun. Vissulega mætti ýmislegt til tína í aðfinnslutón, en verður látið ógert. Hitt skiptir miklu meira máli, að leikfélagið á Þórshöfn er tekið til starfa á ný og vonandi til einhverrar fram- tíðar. Haukur Ágústsson. Samkomum Billy Graham sjónvarpað til íslands - verða sýndar í Glerárkirkju frá 17. til 21. mars Hinn þekkti bandaríski prédikari, Billy Graham, talar á samkomum sem haldnar verða í Essen í Þýskalandi í þessari viku og verð- ur samkomumum sjónvarpað um gervihnött til margra landa. Samkomunum verður þar á með- al varpað til íslands og verða þær sýndar í beinni útsendingu í Glerárkirkju. Móttaka þessara sjónvarps- sendinga hingað til lands er sam- kirkjulegt verkefni og hefjast útsendingar klukkan 20.00 á hverju kvöldi að íslenskum tíma. Fyrsta samkoman verður mið- vikudagskvöldið 16. mars en hin síðasta sunnudagskvöldið 21. mars. Það er íslenska þjóðkirkjan, Hvítasunnusöfnuðurinn, Hjálp- ræðisherinn, Sjónarhæðarsöfn- uðurinn og KFUM og KFUK á Akureyri sem standa að móttöku sjónvarpssendinganna í Glerár- kirkju frá 17. til 21. þessa mánað- ar og segir í fréttatilkynningu frá aðstendendum að fólki gefist þarna einstakt tækifæri til þess að hlýða á fagnaðarerindið. Auk sýninganna í Glerárkirkju verða prédikanir Billy Grahams sýndar á fjórum stöðum í Reykjavík auk fjögurra staða á landsbyggðinni. Fréttatilkynning „Diet-ís“ á markaðinn - frá Emmess-ísgerðinni Nýlega hóf Emmess ísgerðin framleiðslu á Léttum Djass - diet ís sem framleiddur er án viðbætts sykurs. Þess í stað er notað sætu- efnið aspartam (Nutra Sweet). Það efni er notað í margar teg- undir matvara t.a.m. diet gos- drykki og ættu þeir sem geta neytt þeirra vara einnig að geta notið Létts Djass. „Þetta er í fyrsta skipti sem sykurlaus ís kemur á borð ís- lenskra neytenda og ekki er að efa að fjölmargir munu taka þess- ari nýjung opnum örmum,“ segir m.a. í frétt frá framleiðanda. Léttur Djass er ekki einvörð- ungu án viðbætts sykurs, heldur einnig með færri hitaeiningum. Fituinnihald er einungis 3% - en 11% fita er ekki óalgeng í venju- legum ís. „Léttur Djass er fáanlegur í hentugum heimilisumbúðum. Hann kemur í fallegum plastbik- urum sem fara vel á borði. Fjórir bikarar eru í hverjum pakka og vegur hver um sig 65 grömm. Nú þegar er búið að dreifa Léttum Djass um allt land og er hann því fáanlegur í öllum helstu verslun- um,“ segir ennfremur í fréttatil- kynningu frá Emmess-ísgerðinni. Aðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni, veröur haldinn að Bjargi (félagssal), miövikudaginn 24. mars, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætum vel. Stjórnin. íT "X Aðalsafnaðar- fundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaöarheimili Akureyrarkirkju eftir guös- þjónustu sunnudaginn 21. mars nk. Fundurinn hefst kl. 15.15. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. V J) Munið námskeið Náttúrulækningafélags Akureyrar fimmtudaginn 18. mars kl. 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ingvar Teitsson og Kristín Aðalsteinsdóttir: MATARÆÐI Tengsl sjúkdóma og mataræðis. Einhæft fæði og næringarskortur. Mikilvægi trefjaefna. Þátttökugjald er kr. 300,- s4ttOi velÁ&UMOi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.