Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur • Miðvikudagur 17. mars 1993 • 52. tölublað Fermingarklæðnaður Lcikfélag Akureyrar æfír nú óperettuna Leðurblökuna af fullum krafti en frumsýning verður föstudaginn 26. mars nk. Þessi mynd var tekin á æfingu í vikunni en í helstu hlutverkum eru Jón Þorsteinsson, Ingibjörg Marteinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Steinþór Þráinsson og Michael J. Clarke, sem hér sjást, og Aðalsteinn Bergdal, Þuríður Bald- ursdóttir, Már Magnússon, Sigurþór Albert Heimisson, Bryndís Petra Bragadóttir og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og hljómsveitarstjóri Roar Kvam. Mynd: Robyn Hólanes hf. á Skagaströnd: Næg virma næstu mánuði - flestir starfsmenn endurráðnir Nóg er að gera í frystihúsi Hólaness hf. á Skagaströnd og horfur á nægri vinnu næstu mánuðina, að sögn Lárusar Ægis Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra. Flestir starfs- manna Hólaness, sem sagt var upp um áramót, voru endur- ráðnir þegar vinnsla hófst á ný. Vinnsla í frystihúsinu hófst á ný í byrjun febrúar eftir að samn- ingar tókust við Sigurð Ágústs- son á Hellissandi um hráefnisöfl- un. Hólanes fékk úthlutað 500 tonna þorskígildiskvóta frá Skag- strendingi hf. og með því að semja um „tonn á móti tonni“ verður hægt að treina þennan kvóta í nokkra mánuði. Að sögn Lárusar Ægis gengur allt vel í frystihúsinu og rækjunni og hann kveðst sjá fram á næga vinnu næstu mánuði. Hann kvað flesta starfsmennina hafa verið endur- ráðna, en þeim var öllum sagt upp störfum þegar frystihúsið lokaði. sþ Sauðárkrókur: Atvinnuástandið svipað - heldur fækkað á skránni í bili Halldór Jónsson, bæjarstjóri og stjórnarmaður í ÚA: Ákvörðun án vitundar meirihluta stjórnarmanna Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri og stjórnarmaður í Útgerðarfélagi Akureyringa hf., upplýsti á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær að sú ákvörðun að Útgerðarfélag Akureyringa hf. tæki ekki þátt í stofnun rekstrarfélags um leigu á þrotabúi Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar á Akureyri, hafi verið tekin án þess að meirihluti stjórnar- manna í fyrirtækinu vissi af því. Fram kom í máli Halldórs að hann hafi ekki vitað um stöðu þessa máls fyrr en um kvöld- matarleytið á sunnudagskvöldið, en í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 19 það kvöld var haft eftir Gunn- ari Ragnars, framkvæmdastjóra Útgerðarfélagsins, að félagið tæki ekki þátt í stofnun nefnds rekstrarfélags. Bæjarstjóri upplýsti þetta á Bæjarstjórn Akureyrar sam þykkti samhljóða á fundi sín- um í gær að auka hlutafé bæjarins í Krossanesi hf. um 100 milljónir króna. Hlutafjár- aukningin verður framkvæmd í gegnum Framkvæmdasjóðs með yfirtöku Akureyrarbæjar á hluta af erlendu láni sem Akur- eyrarbær er ábyrgur fyrir. Eftirstöðvar lánsins, um 91 milljón króna, verður skuld- breytt til 15 ára, afborgunar- laust næstu tvö ár. Sigurður J. Sigurðsson (D) sagði fundi bæjarstjórnar í gær að beiðni Úlfhildar Rögnvaldsdótt- ur (B). Hún sagði að margir hafi undrast hvernig að þessu máli hafi verið staðið og taldi eðlilegt í ljósi þess að Akureyrarbær eigi meirihluta í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. að þetta mál verði rætt frekar á næsta fundi bæjarráðs. Málefni K.Jónssonar voru rædd vegna umræðu um slæmt atvinnuástand á Akureyri um þessar mundir, en aldrei áður hafa jafn margir verið á atvinnu- leysisskrá. Úlfhildur Rögnvalds- dóttir sagði ástandið hræðilegt og undir það tók Heimir Ingimars- son (G), formaður atvinnumála- nefndar. Hann sagði atvinnu- málanefnd standa ráðþrota gagn- vart þessu hrikalega ástandi og því miður væru engin teikn á lofti um bjartari tíð alveg á næstunni. Heimir nefndi að lítið væri um að vandi Krossanesverksmiðj- unnar væri af margvíslegum toga. Hann sagði að ekki hafi tekist að selja tæki í eigu fyrirtækisins að upphæð 90 milljónir króna. Þar á meðal er þurrkari sem reynt er að selja úti í Noregi. Sigurður sagði að það kostaði verksmiðjuna 4 milljónir á ári að eiga þurrkarann. Hann sagði einnig að kostnaður við uppbyggingu verksmiðjunnar hafi verið um 26 milljónum króna meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Fram kom í máli Sigurðar að á síðasta ári hafi Krossanesverk- verkefni hjá tveim stærstu járn- iðnarfyrirtækjum bæjarins og í Slippstöðinni-Odda hf. væru starfsmenn að hluta til á atvinnu- leysisbótum. óþh Til greina kemur að stofna upplýsingaskrifstofu fyrir ferðafólk á Akureyri og hefur verið rætt um að hún hefji starfsemi í haust. Að undanförnu hafa komið á borð bæjaryfirvalda á Akureyri erindi frá nokkrum aðilum sem lúta að ferðamálum og stefnu- mótun á því sviði. Þetta eru erindi frá Bifreiðastöð Norður- lands, Ljósmyndavörum hf., smiðjan skilað á milli 10 og 20 milljónum króna í bæjarsjóð og til stofnana bæjarins. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) sagði að saga Krossanesverk- smiðjunnar hafi verið ein sam- felld erfiðleikasaga, en ekki væri um annað að ræða en að Akur- eyrarbær tæki á þessu máli. í sama streng tóku bæði Gísli Bragi Hjartarson (A) og Björn Jósef Arnviðarson (D). Björn Jósef sagði að Akureyrarbær væri ábyrgur fyrir skuldum verksmiðj- unnar og því yrði að fara þessa leið. óþh Á atvinnuleysisskrá á Sauðár- króki og fímm hreppum í Skagafírði eru nú 56 manns. Að sögn Matthíasar Viktors- sonar, félagsmálastjóra á Sauðárkróki, hefur fækkað á skránni frá því í janúar. Atvinnuástandið á Sauðár- króki hefur ekki versnað og er jafnvel ívið skárra en verið hefur. Það fækkaði á skránni um mán- aðarmót jan.-feb. og hefur hald- ist svipað síðan. Þar kemur ýmis- legt til, m.a. fjölgun starfsfólks í Fiskiðjunni og Skildi. Að sögn skýrsla um stefnumótun í ferða- málurn unnin á vegum atvinnu- málanefndar, skýrsla og niður- stöður starfshóps um ferðamál unnin af starfsmönnum Akureyr- arbæjar, erindi frá Ráðstefnu- skrifstofunni um hlutdeild Ak- ureyrarbæjar í henni og hug- myndir Reynis Adolfssonar um ferðaskrifstofu. Bæjarráð Akureyrar ræddi um þessi mál á fundi sínum 25. febrúar sl. og samþykkti að atvinnumálanefnd tæki þátt í mótun nýs verkefnis á sviði ferðamála. Verkefnið verði að fá fleiri ferðamenn til að heimsækja þennan landshluta og til að dvelja lengur í senn og á fleiri árstíðum. Það verði unnið í sam- vinnu við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, héraðsnefnd Eyja- fjarðar og hagsmunaaðila. Á fundi atvinnumálanefndar Akureyrar 2. mars sl. urðu mikl- ar umræður um þessi mál og var samþykkt að fela Heimi Ingim- arssyni, formanni nefndarinnar, og Jóni Gauta Jónssyni, atvinnu- málafulltrúa, að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum. Meðal annars kom fram að nauðsynlegt væri að koma upp einni öflugri óháðri upplýsinga- þjónustu fyrir ferðafólk. Þar geti ferðafólk fengið sem bestar upp- lýsingar um allt sem því stendur Matthíasar er þó lítið um að fólk fari í hópum af skránni, fremur einn og einn. Nú eru 56 manns á skrá og eru vörubílstjórar fjölmennasti hóp- urinn, að sögn Matthíasar. Hlut- fallið milli kynja er svipað. Af atvinnulausum körlum eru flestir á aldrinum 50-59 ára, en konur langflestar á aldrinum 60-69 ára. Að sögn Matthíasar hefur starfsemin hjá Saumastofunni Vöku gengið upp og ofan og því hafa konur sem þar starfa ýmist verið úti eða inni á skránni. sþ til boða á Akureyri og Eyjafjarð- arsvæðinu. Meginmarkmiðið með slíkri upplýsingaþjónustu væri að lengja dvöl ferðafólks á svæðinu. óþh Endurprmögnunin hjá Svarthamri á Húsavík: Niðurstaða ekki fengiii Framhaldsaðalfundur fískeld- isfyrirtækisins Svarthamars var haldinn sl. mánudag. Einar Njálsson, stjórnarformaður, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. í stað hans var Guð- mundur A. Jónsson kjörinn í stjórnina en Tryggvi Finnsson kjörinn stjórnarformaður. Sig- urgeir Aðalgeirsson var einnig kjörinn í aðalstjórn. Vigfús Sigurðsson var kjörinn í vara- stjórn og Jón Gestsson endur- kjörinn. Þorvaldur Vestmann Magnús- son, framkvæmdastjóri Svart- hamars, sagði að niðurstaða lægi ekki enn fyrir varðandi endur- fjármögnun fyrirtækisins. Óskað hefur verið eftir niðurfellingu kröfuhafa á 90% af skuldum. Þorvaldur á að sögn von á niður- stöðunni mjög fljótlega, eða á næstu dögum. IM Bæjarstjórn Akureyrar: Hlutafé í Krossanesi hf. aukið um 100 milljónir Akureyri: Upplýsingaskrifstofa fyrir ferdamenn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.