Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. mars 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Hjá Hagkaup á Akureyri hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða við- skipavinuni með ungbörn upp á sér- merkt bflastæði nálægt aðalinngangin- um í verslunina og segir Sigurður Markússon, verslunarstjóri, að versl- unin á Akureyri sé fyrst til að sér- merkja bílastæði þannig. Þá hefur einnig verið komið fyrir barnastólum ofan á kerrurnar inni í versiuninni, þar sem hægt er að binda börnin föst. Á myndinni sést hvernig bflastæðin eru merkt og á innfelldu myndinni er móð- ir með barn sitt í barnastól að versla. Myndir: KK Bæjarráð Akureyrar um erindi frá Úrvinnslunni hf.: Hluti húsnæðis við Réttarhvanun verði lagður fram sem hlutafé Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að leggja tii við bæjarstjórn að Akureyrarbær verði þátttak- andi í fyrirtækinu Úrvinnslan hf. með því að leggja fram hluta af húseign bæjarins við Réttarhvamm, þar sem Tré- smiðjan Tak er nú til húsa og svínabú var áður, sem hlutafé í fyrirtækið. Halldóri Jónssyni, bæjarstjóra, var falið á fundinum að taka upp viðræður við málsaðila á grund- velli hugmynda sem hann lagði fram á fundinum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka upp við- ræður við forsvarsmenn Endur- vinnslunnar hf. um hugsanleg afnot hennar af hluta húsnæðis- ins. Til greina kemur að Úrvinnslan hf. taki yfir allt húsið, kaupi hluta þess og endurleigi síðan Endurvinnslunni hf. „Meginmálið er það að við vilj- um sjá bæði starfsemi Úrvinnsl- unnar hf. og Endurvinnslunnar hf. á sama stað og var bæjarstjóra falið að móta tillögur og ganga frá samningum þar að lútandi," sagði Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs. Ekki liggur fyrir mat á húsinu við Réttarhvamm og því sagði Sigurður ekki hægt að segja til um hversu mikla fjármuni menn væru í raun að tala um. Eins og fram hefur komið hafa Úrbótamenn hf., þeir Hólm- steinn Hólmsteinsson, Sveinn Heiðar Jónsson og Þórarinn Kristjánsson, unnið að undirbún- ingi að stofnun Úrvinnslunnar hf. ásamt Valdimari Gunnarssyni, umbúðatæknifræðingi. Áætlanir miðast við að starfsemi fyrir- tækisins hefjist í júní nk. og er í fyrstu fyrirhugað að vinna úr plastefnum og pappír. Ætlunin er að safna úrgangsefnum saman sem víðast, jafnvel af öllu land- inu, og horfa aðstandendur fyrir- tækisins ekki síst til heyrúllu- umbúða í því sambandi. Stofn- kostnaður Úrvinnslunnar hf. er áætlaður 22 milljónir króna, þar af er áætlað að kaupverð vélbún- aðar frá Þýskalandi verði 18 milljónir króna. óþh Sauðárkrókur: Míkil gróska í félagsM skólanna - leiksýningar í Gaggó og Fjölbraut Mikil gróska er í félagslífi skól- anna á Sauðárkróki um þessar mundir. í lok febrúar var opin vika í Fjölbrautaskólanum og var m.a. boðið upp á viða- mikla leiksýningu. Gagnfræða- skólinn lætur ekki sitt eftir liggja og sl. miðvikudag stóðu krakkar í 6. og 7. bekk fyrir sýningu í félagsheimilinu Bifröst, sem þau kalla árs- hátíð. Svipuð hátíð verður haldin á vegum 8., 9. og 10. bekkjar 24. mars nk. og í báð- um tilfellum er um fjáröflun vegna ferðalaga að ræða. Á mánudag heimsótti Þorgrímur Þráinsson Gagnfræðaskólann í tengslum við lestrarátakið. Áður hefur verið greint frá opnum dögum Fjölbrautaskól- ans. Kenndi þar margra grasa. M.a. var leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson sýnd í leikstjórn Jóns Ormars Ormsson- ar. í sýningunni komu fram níu leikarar, þar af sex stúlkur, auk þeirra sem stóðu að tónlistar- flutningi. Byrjað var að æfa um 20. janúar og æft stíft fram að sýningum. Gerðu áhorfendur góðan róm að frammistöðu leikaranna. Krakkarnir í bekkjadeildum 6. og 7. bekkjar Gagnfræðaskólans fluttu stutta leikþætti, brandara, dansatriði o.fl. Margt af því var bæði frumlegt og skemmtilegt og ekki síst fyrir þá sök að allir voru með. Að sögn skólastjórans, Björns Sigurbjörnssonar, er um að ræða fjáröflun vegna vorferð- ar 7. bekkjar. 24. mars standa 8., 9. og 10. bekkur fyrir svipaðri sýningu, en þar mun söngurinn skipa öndvegi, að sögn Björns. Þar er einnig um að ræða fjár- öflun, vegna ferðalags 10. bekkj- ar til Vestmannaeyja. Nú stendur jafnframt yfir lestr- arátak í skólanum, eins og víðar á landinu og á mánudag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í skólann og spjallaði við krakk- ana, en bækur hans njóta mikilla vinsælda hjá unglingum. sþ Akureyri: Parakeppni nk. mánudag Næstkomandi mánudag verður haldin parakeppni í bridds í sal KEA í Sunnuhlíð á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Jónínu í síma 25974 eða Unu í síma 24744 því skráð verður fyrirfram. Næst- komandi laugardagur verður síð- asti skráningadagur. Pör verða dregin saman á mótsstað. Briddsáhugafólk er hvatt til að mæta. Takmarkið er að fólk hafi ánægju af spilamennskunni. Hótel KEA: Meira umleikis í skemmtaiiahaldi en á sama tíma í fyrra - bókanir svipaðar en gott útlit næstu vikur Töluverð ásókn er í gistingu á Hótel KEA um þessar mundir og einnig í mat og þá stendur árshátíðavertíðin sem hæst. Að sögn Gunnars Karlssonar, hótelstjóra, eru salir ágætlega bókaðir fyrir skemmtanahald og einnig hefur verið nokkuð um fundi og smærri ráðstefn- ur. Þá sagði Gunnar að dans- leikir á laugardagskvöldum væru vel sóttir og iðulega margir matargestir. „Sunnudagstilboðin okkar á Súlnabergi hafa fengið góðan hljómgrunn en þau hljóða upp á súpu og salatbar, góðan aðalrétt og fjölbreytt deserthlaðborð. Fjölskyldufólk kann vel að meta þetta, enda verðið sanngjarnt,“ sagði Gunnar. Súlnaberg fékk andlitslyftingu í upphafi ársins og þar fara fram listkynningar í samvinnu við Menningarsamtök Norðlend- inga. Staðurinn hefur verið ágæt- ur mælikvarði á umferð ferða- manna á Akureyri og í ljósi þess sagði Gunnar að það hefði ekki verið mikið um viðkomur ferða- manna í bænum á síðustu vikum en margt benti til þess að það ætti eftir að breytast. „Það er mikið um fyrirspurnir og bókanir á hótelinu frá því í lok mars og fram í maí og það er greinilegt að þessar bókanir tengjast margar væntanlegum sýningum Leikfélags Akureyrar á Leðurblökunni. Margir hópar Rafmagnsveitur ríkisins á Norðurlandi eystra: Tryggvi Þór Har- aldsson ráðinn umdæmisstjóri Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsverk- fræðingur, hef- ur verið ráðinn umdæmisstjóri Rafmagns- veitna ríkisins á Norðurlandi eystra. Tryggvi lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 og verkfræði- prófí frá Háskóla Islands 1980. Tryggvi hóf störf á áætlana- deild Rafmagnsveitna ríksins 1980 og sem deildarstjóri fram- kvæmdaáætlanadeildar 1984. Hann tók síðan við starfi deildar- stjóra rafeindadeildar 1985 og hefur starfað sem yfirverkfræð- ingur rafeinda- og mæladeildar síðan 1990. Tryggvi tekur við af núverandi umdæmisstjóra, Ingólfi Árna- syni, þann 1. júlí nk. en Ingólfur er fyrsti umdæmisstjóri þessa svæðis og hefur starfað sem slík- ur undanfarin 39 ár og áður sem tæknifræðingur hjá Rafmagns- veitunum. Ingólfur mun starfa áfram hjá Rafmagnsveitum ríks- ins til næstu áramóta. Tryggvi Þór Haraldsson er kvæntur Guðrúnu S. Jónsdóttur og eiga þau þrjár dætur. ætla að koma í bæinn, til dæmis mjög margir Húsvíkingar. Síðan er Akureyrarátakið í gangi og það skilar sér í helgarferðunum,“ sagði Gunnar. Þegar á heildina er litið sagði Gunnar að það sem af væri árinu hefðu bókanir á hótelinu verið svipaðar og í fyrra en meira umleikis í skemmtana- og ráð- stefnuhaldi og útlitið gott. SS Nýtt lyfjafrumvarp: Dreifing dýralyfla tekin úr höndum dýralækna - getur þýtt að þjónustan versni Veröi frumvarp til lyfjalaga sem heilbrigöisráðuneytið hef- ur kynnt að lögum verður dreifíng dýralyfja tekin úr höndum dýralækna og fengin apótekum í hendur. Með þess- ari breytingu óttast dýralæknar að þjónusta við bændur - eink- um þá sem fjær þéttbýli búa muni versna. „Eins og þetta liggur fyrir núna þá óttumst við í stjórn Dýralæknafélags íslands að dreifíng dýralyfja verði erfíðari, sérstaklega í dreifbýlinu,“ sagði Rögnvald- ur Ingólfsson, formaður Dýra- læknafélags Islands í samtali við Dag um hið nýja frumvarp. Rögnvaldur sagði að sam- kvæmt lögum um dýralækna bæri þeim að sjá um dreifingu á dýra- lyfjum. Lyfjadreifingin hafi því víða verið bein og milliliðalaus á milli dýralækna og bænda. Það form hafi tryggt þjónustu í hinum dreifðu byggðum hvað dýralyf varðar. Dreifing dýralyfja fari fram með nokuð öðrum hætti en dreifing á mannalyfjum. Notkun þeirra er í mörgum tilfellum mjög árstíðabundin auk þess sem þörf fyrir sum bætiefni sé ólík eft- ir hinum ýmsu stöðum. Til þess að geta haft lyfjadreifinguna í lagi - til dæmis á sauðburði þá byrji dýralæknar oft að gera áætl- anir um innkaup sín á lyfjum og tala við innflutningsaðila í mars og apríl til þess hreinlega að tryggja að nægjanlegt magn af þessum efnum sé til í landinu. Þessi dreifing geti því orðið erfið- ari ef dýralyfin fara að öllu leyti inn í apótekin. Rögnvaldur kvaðst hinsvegar vera hissa á hvað farið sé að ræða þetta frumvarp mikið þar sem það hafi ekki enn verið lagt fram á Alþingi heldur aðeins kynnt og formaður þingflokks annars stjórnarflokksins þegar lýst því yfir að það verði ekki samþykkt óbreytt. Hann sagði að stjórn Dýralæknafélags Islands muni koma saman þegar frumvarpið hafi verið lagt fram, fjalla um innihald þess og móta ákveðna stefnu í málinu. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.