Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 12
Eyj afj ar ð arfeijumálið: Sæfari fór á söluskrá vegna misskilrmigs Byggingu nýs íþróttahúss í Ólafsfírði miðar vel en iðnaðarmenn vinna nú að frágangi innanhúss en nýlokið er við að renna í gólf. AUar áætlanir varðandi verklok í apríl 1994 standa svo kannski verður hægt að berja stórviðburði á íþróttasviðinu augum í Ólafsfírði að ári. Mynd: GG Atvinnuástand í Húnaþingi: Svipað og áður en ekki bjart framundan - telja formenn verkalýðsfélaganna Gert var ráð fyrir að fulltrúar Hríseyjarhrepps hittu í gær forsvarsmenn Vegagerðar ríkisins og kynntu fyrir þeim gögn varðandi sjóflutninga á Eyjafirði, en eins og kunnugt er hefur verið mikil óánægja meðal margra í Hrísey og Grímsey að ganga til samninga við Eystein Þ. Yngvason um þessa flutninga, en hann hyggst nota skip sitt Arnes (gamla Breiðafjarðarferjan Baldur). Björn Ólafsson, yfirmaður þjónustudeildar Vegagerðarinn- ar, sagði að forsvarsmenn Vega- gerðarinnar myndu að sjálfsögðu skoða allar hliðar þessa máls. „Við bíðum eftir að sjá þessi gögn og munum að sjálfsögðu skoða þau,“ sagði Björn. Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra áttu í fyrradag lang- an fund í Reykjavík með fulltrú- um Hríseyjarhrepps og Gríms- eyjarhrepps þar sem farið var yfir þetta mál. Þann fund sátu einnig Helgi Hallgrímsson, vegamála- í fjárhagsáætlun Eyjafjarðar- sveitar, sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjóm í síðustu viku, er gert ráð fyrir að skatttekjur sveitarfélagsins verði um 98 milljónir, sem er heldur Iægri tala en í fyrra. Ljóst er að fjárhagsáætlunin mun taka miklum breytingum miili umræðna, einkum er lýt- ur að framkvæmdahliðinni. Síðari umræða er áætluð 1. aprfl nk. Pétur Þór Jónasson, sveitar- stjóri í Eyjafjarðarsveit, segir tvær ástæður fyrir því að skatt- tekjur séu áætlaðar lægri í ár en í fyrra. Önnur sé afnám aðstöðu- gjaldsins og hin almennur sam- dráttur í þjóðfélaginu, sem menn búist við að komi niður á tekjum sveitarfélagsins. Skipting fjármuna í einstakar framkvæmdir á vegum sveitar- félagsins verður ekki ákveðin fyrr en við síðari umræðu, en Pétur Þór sagði þó ljóst að nokkrar framkvæmdir yrðu útgjaldafrek- ari en aðrar. Þannig rynnu tölu- verðir fjármunir til frágangs kjallara íþróttahússins á Hrafna- gili, en þar voru innréttaðar © VEÐRIÐ Búist er við stormi á djúpmið- um fyrir norðan land í nótt og á morgun og éljagangi síð- degis. Á Norðurlandi vestra mun verða vaxandi noröan og norðvestan átt með éljagangi er líður á daginn og allhvasst á annesjum. Á Norðaustur- landi verður vaxandi norðvest- anátt er líður tekur á daginn en úrkomulítið. stjóri, og Björn Ólafsson. Samkvæmt upplýsingum Dags kom fram á fundinum að menn væru á eitt sáttir um að um þetta mál yrði að nást friður og sam- staða. í máli bæði fulltrúa Hrís- eyinga og Grímseyinga á fundin- um kom fram að eyjaskeggjar myndu sjá mikið eftir Sæfara. Fulltrúar Hríseyinga töldu að ekki yrði sátt um málið ef Vega- gerðin ætlaði að halda fast við þá ákvörðun að taka tilboði Ey- steins Þ. Yngvasonar, sem gerði ráð fyrir að nota Árnesið í sjó- flutninga á Eyjafirði. Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, sagði að misskilningur hafi orðið til þess að Sæfari var settur á söluskrá í Noregi. Vegagerð ríkisins hafi aldrei óskað eftir að skipið væri sett á söluskrá. „Þarna virðist hafa verið einhver misskilningur á ferðinni. Á ein- hverju stigi var athugað verðmæti skipsins, en sú athugun hefur endað þannig að það fór á sölu- skrá. Það var aldrei ætlun Vega- gerðarinnar og þetta hefur þegar verið leiðrétt," sagði Helgi. óþh kennslustofur í fyrrasumar. Með- al annars verður gengið frá loft- ræstingu og frárennsli í sumar. Þá sagði Pétur að umtalsverðir fjár- munir færu í viðhald félags- heimilanna í sveitarfélaginu, Laugarborgar, Freyvangs og Sólgarðs. Af öðrum fjárfrekum framkvæmdum nefndi Pétur frá- gang holræsikerfis í Hrafnagils- hverfinu. óþh Vorhugur er kominn í for- svarsmenn Húsgulls og þeir blása til stórfundar á Hótel Húsavík þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Fundurinn er hald- inn í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Húsavíkurbæ. Þrjár stórar ráðstefnur hafa verið haldnar um landvernd og uppgræðslu- mál á Húsavík á síðustu árum, sú fyrsta vorið 1989 þegar Húsgull var stofnað. Húsgull eru húsvísk samtök um gróðurvernd, umhverfi, land- græðslu og landvernd. Samtökin eru ekta grasrótarhreyfing án stjórnar, en hefur á að skipa áhugasömum forsvarsmönnum. Má í þeim flokki nefna: Sigurjón Benediktsson, tannlækni, Árna Sigurbjamarson, skólastjóra Tónlistarskólans og Sigurjón Atvinnuástandið í Húnavatns- sýslum er svipað og verið hefur, eða ekki gott. Á atvinnuleysisskrá hjá Verka- lýðsfélagi A-Hún. eru 50-60 manns á skrá, sem er svipuð tala og undanfarið. Hjá Verka- lýðsfélaginu Hvöt á Hvamms- tanga eru heldur færri á skrá en verið hefur. Formönnum verkalýðsfélaganna þykir ástandið þó ekki gefa tilefni til bjartsýni. Að sögn Valdimars Guð- mannssonar formanns Verka- lýðsfélags A-Hún. er útlitið ekk- ert of gott. „Þetta virðist vera fast hjá okkur 50-60 manns, það Jóhannesson, fyrrverandi skóla- stjóra. Húsgull hefur m.a. séð um átak landgræðsluskóga og komið á samstarfi félaga, áhugahópa, vinnustaða, fyrirtækja og bæjar- yfirvalda um framgang verkefna á sviði landgræðslu og skógrækt- ar. Um 500 þúsund trjáplöntur hafa verið gróðursettar í Húsa- víkurlandi á síðustu fjórum árum og stór hluti landsins friðaður fyr- ir beit. Melar og auðnir hafa ver- ið grædd upp í nánu samstarfi við Landgræðslu og Skógrækt ríkis- ins. Verksvið félagsins takmark- ast ekki við Húsavík heldur áhuga þess fólks sem mætir til leiks. Sex erindi verða flutt á fundin- um á þriðjudagskvöldið: Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra fjallar um stofnun útibús Land- græðslu og Skógræktar á rokkar reyndar aðeins til“, sagði Valdimar. Hann segir t.d. ekkert framundan í byggingariðnaði svo vitað sé. Bygging brimvarnar- garðar er ekki mannfrek fram- kvæmd að sögn Valdimars, þótt það taki eitthvað af skránni. Hann segir skiptinguna nokkuð jafna milli kynja, en meira sé af yngra fólki en áður. Atvinnulaus- ir eru hlutfalislega flestir úr bygg- ingariðnaðinum. Félagið tekur til allrar austursýslunnar nema Skagastrandar. Hólmfríður Bjarnadóttir for- maður Verkalýðsfélagsins Hvat- ar sagði atvinnuleysisdögum hafa fækkað um þriðjung frá janúar til febrúar. í febrúar voru 986 dagar Norðurlandi. Jón Loftson skóg- ræktarstjóri um framtíð skóg- ræktar og rannsókna. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um verkefnin framundan. Þröstur Eysteinsson skógfræðingur um hlutverk héraðsmiðstöðvar Skóg- ræktar og Landgræðslu. Atli Vig- fússon bóndi á Laxamýri ræðir um tengsl þéttbýlis og dreifbýlis í landgræðslu og skógrækt og Ein- ar Njálsson bæjarstjóri um þátt bæjarfélaga í endurheimt land- gæða. í lok fundarins verður opinn blaðamannafundur, þár sem fréttamönnum gefst kostur á að spyrja frummælendur og Hús- gullsmenn um allt milli himins og jarðar. Fundurinn er öllum opinn og allir boðnir velkomnir til þátt- töku, því eins og Húsgullsmenn segja: „Húsgull er ekkert annað en við sjálf. Styrkjum okkur og verum með.“ IM skráðir, eða um 50 störf, en skráðir dagar voru 1502 í janúar. Nálægt 70 manns voru á skránni í febrúar, en einhverjir munu komnir í vinnu, að sögn Hólm- fríðar. M.a. hefur Meleyri hf. verið að taka inn fólk. Verst sé að fólk afneiti ástandinu og hafi mönnum brugðið í brún á fundi með atvinnurekendum nýverið, þegar hún fór í gegnum atvinnuleysistölur. Menn telji atvinnuleysið árstíðabundið, en í ljós hafi komið að svo var ekki á síðasta ári. „Við erum að horfa á viðvarandi atvinnuleysi, 15-20 störf á síðasta ári, svo stórversn- aði þetta í nóvember. Ég veit ekki hvort sú sveifla heldur áfram, ég þori bara ekki að hugsa um það“, sagði Hólmfríður. Hólmfríður segir það fyrst og fremst fólk „á góðum vinnualdri“ sem sé án atvinnu, en ekki ungl- ingar og eldra fólk eins og margir telji. Af ungu fólki eru fleiri karl- menn atvinnulausir en konur og útskýrir Hólmfríður það m.a. með hefðbundinni verkaskiptingu í fiskiðnaði. Hún segist ekki bjartsýn á sumarið, þá komi skólafólkið heim og fái líklega enga vinnu. sþ Seppi laus úr prísundinni: Er úr Hofshreppi Colly-hundurinn sem sagt frá í gær og sagður hafa gist „hótel“ lögreglunnar á Dalvík var raunar vistaður hjá lögreglunni í Ólafsflrði. í gær hafði eig- andinn, sem býr að Háleggs- stöðum skammt frá Hofsósi, samband við Ólafsfjarðarlög- regluna og tilkynnti henni eignarrétt sinn á seppagreyinu. Seppa var búið að verða vart í Ólafsfirði um hálfs mánaðar skeið og þar áður í Fljótum þann- ig að hann hefur komið um Lág- heiði. Frá Háleggsstöðum til Ólafsfjarðar eru um 70 km. GG Fjárhagsáætlun EyjaQarðarsveitar: Gert ráð fyrir tekjusamdrætti Húsgull á Húsavík: Hálf milljón tijáplantna gróður- settar á flórum sumrum - uppgræðslu- og umhverfismál til umræðu á opnum fundi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.