Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 17.03.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. mars 1993 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Rússar voru of sterkir - unnu íslendinga örugglega Sigurður Sveinsson var markahæstur íslendinga ásamt Patreki Jóhannessyni með 5 mörk. Skíðagöngumót í Ólafsfirði: Daníel vann bikarmótið - Tröllaskagamótið haldið á sunnudag íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði er Jþeir mættu Rúss- um í 2. Ieik Islendinga í milli- riðli á HM í Svíþjóð í gær. íslendingar spiluðu mun betur en gegn Þjóðverjum og áttu ágætis leikkafla en það var ein- faldlega ekki nóg. Rússar voru of sterkir og eru að margra mati með besta lið keppninn- ar. Þeir virðast svo snnarlega kunna þá Iist að vera á toppn- um á réttum tíma. Eins og greint var frá á íþróttasíðum Dags í gær þá var Akureyrarmótið í badminton haldið um helgina og keppni í yngri flokkum fór fram á föstu- dag. Það sem helst vakti athygli við úrslitin í unglinga- flokkunum var að allir þeir sem sigruðu í einliðaleik urðu þrefaldir Akureyrarmeistarar, m.ö.o. sigruðu líka í tvfliða og tvenndarleik. í hnokka- og tátuflokki unnu Valdimar Pálsson og Kristrún Ýr Gylfadóttir bæði örugga sigra. Þau unnu síðan sameiginlegan sigur í tvenndarleik á Daða Frey Einarssyni og Söndru Jónsdóttur 15:11 og 15:7. Valdimar og Daði kepptu saman í tvíliðaleik og unnu Einar Má Garðarsson og Benedikt Emilsson 15:9 og 15:7. Kristrún og Aldís Sigurjónsdóttir unnu sigur á Söndru Jónsdóttur og Önnu E. Eiríksdóttur í tví- liðaleik. Leikar fóru 15:17, 15:6 og 15:3. Kristján Pétur Hilmarsson og Rússar byrjuðu vel, komust í 2:0 og voru með yfirhöndina all- an fyrri hálfleikinn. Staðan var jöfn 5:5 þegar leiðir skyldu og tvívegis eftir það skoruðu Rússar 3 mörk í röð. Þetta nægði þeim til að hafa yfir 12:9 í leikhléi. íslendingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 1 mark, 11:12, en þá kom mjög slæmur kafli þar sem Rússar skoruðu 6 mörk í röð. Þá náðu íslendingar sér aft- ur á strik og voru um tíma betri Dagbjört Kristinsdóttir unnu ein- liðaleikina í sveina- og meyja- flokki og í tvenndarleik unnu þau Heiðar Örn Ómarsson og Dag- nýu Gunnarsdóttur 15:2 og 15:4. Dagný og Dagbjört kepptu sam- an í tvíliðaleik og sigruðu Rakel Vilhjálmsdóttur og Katrínu Sig- urðardóttur 15:6 og 15:8. Sama má segja um Kristján og Heiðar sem unnu Óðinn Snæ Björnsson og Heiðar Hallgrímsson í úrslita- leik 15:10 og 15:3. Sigurður Tómas Þórisson vann fjórfaldan sigur um helgina. Hann vann einliðaleikinn í drengjaflokki, tvíliðaleikinn með Sigurði Ringsted og tvenndar- leikinn með Ólöfu G. Ólafsdótt- ur. Einnig vann hann sigur í ein- liðaleik í B-flokki fullorðinna. Ólöf vann Berglindi Kristinsdóttur í úrslitum einliðaleiks telpna- flokks, 11:6 og 11:5 og þær tóku höndum saman í tvíliðaleik og unnu Kristínu Guðmundsdóttur og Helgu S. Erlingsdóttur 15:0 og 15:2. 27:19 aðilinn á vellinum og skoraði Patrekur þá 5 mörk fyrir íslend- inga. En munurinn varð aldrei minni en 4 mörk og síðustu 4 mörk leiksins skoruðu Rússar og unnu 27:19. Þar með eru íslendingar í næst neðsta sæti riðilsins og verða að vinna Dani til að geta spilað um 7. sætið. í hinum riðlinum bar það helst til tíðinda að Frakkar unnu Spánverja Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 5, Sigurður Sveinsson 5/3, Geir Sveinsson 3, Valdimar Grímsson 2, Gunnar Gunn- arsson 2, Hóðinn Gilsson 1 og Júlíus Jón- asson 1. Körfubolti: Lokastaðan í úrvalsdeild Stólarnir þurfa að leika um sæti í deildinni Staðan: A-riðill: ÍBK 26 23 3 2661:2295 46 Haukar 26 17 9 2339:2172 34 Njarðvík 26 13 13 2421:2407 26 Tindastóll 26 10 16 2204:2359 20 UBK 26 3 23 2301:2648 6 B-riðill Grindavík 26 14 12 2196:2080 28 Skallagr. 26 14 12 2128:2124 28 Snæfell 26 14 12 2183:2316 28 Valur 26 12 14 2165:2115 24 KR 26 10 16 2116:2198 20 Tindastóll þarf að leika um sæti sitt í deildinni við það lið sem verður í 2. sæti í 1. deild, ÍR eða ÍA. leikurinn fer fram að aflokinni úrslitakeppni í 1. deild, að öllum líkindum kringum 25 mars. Mikiö var um að vera á Olafs- flrði um síðustu helgi þegar þar fóru fram 2 skíðagöngumót. A laugardag var bikarmót í skíða- göngu, svokallað Kristinsmót og þar voru flestir bestu skíða- menn landsins meðal kepp- enda. Á sunnudaginn var síðan Tröllaskagamótið haldið í ann- að sinn en það er punktamót. Mótshaldið tókst vel. Nokkuð þungt færi var á laugardeginum en daginn eftir voru aðstæður eins og best verður á kosið. Þátt- takendur voru um 50. Á bikarmótinu var gengið með frjálsri aðferð en hefðbundinni á sunnudaginn. ísfirðingurinn Daníel Jakobsson kom til lands- ins til að taka þátt í bikarmótinu og hafði sigur, gekk 15 km á tímanum 49:00,2. Hér á eftir koma úrslit úr báðum mótunum og bikarmótið fyrst. BIKARMÓT: Stúlkur 13-15 ára, 2,5 km: 1. Sigríður Hafliðad., Sigl. 11:41,2 2. Svava Jónsdóttir, Ól. 11:44,9 3. Heiðbjört Gunnólfsd., Ól. 11:50,7 Drengir 13-14 ára, 5 km: 1. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 18:36,9 2. Hafliði Hafliðason, Sigl. 19:09,4 3. Helgi Jóhannesson, Ak. 19:34,9 Dreneir 15-16 ára, 7,5 km: 1. Amar Pálsson, ís. 24:33,1 2. Albert Arason, Ól. 25:45,2 3. Hlynur Guðmundsson, fs. 26:08,4 Karlar 17-19 ára, 10 km: 1. Gísli E. Árnason, ís. 35:10,5 2. Ámi F. Elíasson, fs. 35:42,0 3. Tryggvi Sigurðsson, Ól. 37:41,6 Karlar 20 ára o.e., 15 km: 1. Daníel Jakobsson, ís. 49:00,2 2. Haukur Eiríksson, Ak. 50:01,2 3. Sigurgeir Svavarsson, Ól. 50:28,5 TRÖLLASKAGAMÓT: 7 ára o.y. drengir og stúlkur 8 ára o.y.: 1. Hjörvar Maronsson, Ól. 4:21,5 2. Guðni Guðmundsson, Ak. 6:23,7 3. Brynja Guðmundsd., Ak. 7:45,9 Drengir 8 ára: 1. Andri Steindórsson, Ak. 3:41,4 2. Páll Ingvarsson, Ak. 3:53,1 3. Bjarni Árdal, Ak. 4:15,5 Drengir 9-10 ára: 1. Björri Blöndal, Ak. 6:39,6 2. Jón Þór Guðmundsson, Ak. 7:20,4 3. Einar Egilsson, Ak. 8:15,3 Akureyrarmót í badminton: Úrslit yngri flokka - Sigurður Tómas sigraði flórfalt íslandsmót fatlaðra: Norðlendingar áttu bocciakeppnina íslandsmót íþróttasambands fatalaðra í boccia, bogfimi, borðtennis, lyftingum og sundi fór fram í Hafnarfirði nú um helgina. Það var íþróttafólk úr íþróttafélaginu Akri á Akur- eyri sem stal senunni og kom heim með Qölmarga verðlauna- peninga og bikara og keppend- ur frá fleiri félögum af Norðurlandi voru einnig í fremstu röð. Akur sigraði í sveitakeppni í boccia í 1. deild og í einstaklings- keppninni urðu bræðurnir Stefán og Elvar Thorarensen í 1. og 2. sæti. Þeir bræður létu einnig að sér kveða í borðtennis. í einstakl- ingskeppnni krækti Elvar í 2 gull og Stefán í 1 gull og 1 brons. Síð- an unnu þeir tvíliðaleikinn í sam- einingu. Sigurrós Karlsdóttir frá Akri var með Stefáni og Elvari í sigursveitinni í boccia. Hún vann einnig til tveggja gullverðlauna og eins silfurs í borðtennis. í raun má segja að Norðlend- ingar hafi átt bocciakeppnina eins og hún lagði sig því í sveita- keppninni unnu Völsungar 2. deildina og C-lið Akurs varð í 3. sæti og í U-flokki vann Gróska frá Sauðárkróki sigur, Akur-b varð í 2. sæti og Gróska-b í því 3. í einstaklingskeppni í U-flokki var einnig þrefaldur norðlenskur sigur. Margrét Kristjánsdóttir Akri varð í 1. sæti, Jóhann Jóns- son frá Grósku 2. og Þorsteinn Vilhjálmsson Akri 3. í 2. deild náði Margeir Vernharðsson Eik 2. sæti og Völsungar voru sterkir í 3. deild þar sem Hörður ívars- son náði 1. sæti og Olgeir Egils- son 3. sæti. í 4. deild krækti Matthías Ingimundarson frá Eik í bronsverðlaun. Þá var í 1. skipti keppt í flokki mikið fatlaðra þar sem keppendur nota sérstaka rennu sem hjálpartæki. Þar sigr- aði Aðalheiður B. Steinsdóttir Grósku. Akursfólk hafði ástæðu til að vera ánægt við heimkomuna til Akureyrar, enda bættust mörg verðlaun í safnið. Mynd: Robyn Akursfólk lét einnig að sér kveða á fleiri sviðum. í bogfimi varð Gunnlaugur Björnsson ann- ar í opnum flokki og Jón Stefáns- son annar í lyftingum í flokki hreyfihamlaðra. Sundkonan Rut Sverrisdóttir Óðni vann sigur í 100 m skriðsundi og 200 m fjór- sundi. Stúlkur 11-12 ára: 1. Lísebet Hauksdóttir, Ól. 7:56,4 2. Arna Pálsdóttir, Ak. 9:25,8 Drengir 11-12 ára: 1. Árni G. Gunnarsson, Ól. 6:45,0 2. Ragnar Pálsson, Ól. 7:57,0 3. Rögnvaldur Bjömsson, Ak. 8:08,0 Stúlkur 13-15 ára, 2 km: 1. Sigríður Hafliðadóttir, Sigl. 7:14,5 2. Svava Jónsdóttir, Ól. 7:15,1 3. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ól. 7:23,2 Drengir 13-14 ára, 3,5 km: 1. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 10:43,6 2. Jón G. Steingrímsson, Sigl. 11:26,2 3. Hafliði Hafliðason, Sigl. 11:31,4 Drengir 15-16 ára, 5 km: 1. Hlynur Guðmundsson, ís. 14:10,2 2. Arnar Pálsson, ís. 14:29,7 3. Bjarni F. Jóhannesson, Sigl. 14:36,1 Karlar, 17-19 ára, 8 km: 1. Gísli E. Árnason, ís. 27:26,1 2. Árni F. Elíasson, ís. 27:45,7 3. Tryggvi Sigurðsson, Ól. 28:59,9 Karlar 20 ára o.e., 8 km: 1. Haukur Eiríksson, Ak. 26:52,8 2. Sigurgeir Svavarsson, Ól. 27:20,2 3. Dan Hellström, Ak. 30:16,8 Heiðursflokkur, 8 km: 1. Jóhannes Kárason, Ak. 34:03,7 2. Björn Þ. Ólafsson, Ól. 34:11,5 Aðalfundur KA Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í kvöld. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn verð- ur haldinn í Félagsheimili KA við Dalsbraut og hefst klukkan hálf níu. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.