Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 1
Ósdekk á Blönduósi: Kaupa málmiðnaðar- f\TÍrtækið Léttitæki hf. - tekur til starfa undir vorið Fyrirtækið Ósdekk hf. á Blönduósi hefur nú keypt nýja atvinnustarfsemi frá Reykja- vík. Það er málmiðnaðarfyrir- tækið Léttitæki hf. á Bílds- höfða sem hefur verið starf- rækt í tæp fjögur ár. Það fram- leiðir léttitæki á hjólum og einnig fylgir umboð fyrir raf- magnslyftara. Skv. heimildum blaðsins er hér um að ræða sama fyrirtæki og heyrst hefur í fjölmiðlum að kaupa ætti til Akureyrar. Dekkjaverkstæðið Ósdekk hf. á Blönduósi er rekið af þeim Jakobi Jónssyni og Halli Hilm- arssyni sem jafnframt eru með rúturekstur. Nú á miðvikudag var gengið frá kaupum Ósdekks á fyrirtækinu Léttitæki hf. í Reykjavík. Fyrirtækið framleiðir vagna, borð og lagervagna á hjólum, sem notuð eru t.d. á sjúkrahúsum, frystihúsum og víðar. Verða framleiddir sér- smíðaðir hlutir, auk þess sem til verður á lager, að sögn Jakobs. Hann sagði þetta vera eina fyrir- tækið með framleiðslu af þessu tagi hér á landi og innflutningur tiltölulega lítill. Jakob sagði erfitt að spá um markaðsmöguleikana, en lét þó vel af horfunum. Auk framleiðslunnar er um að ræða umboð fyrir hjól undir áðurnefnd tæki, svo og umboð fyrir rafmagnslyftara. Jakob kvaðst reikna með að fjórir menn fái starf hjá hinu nýja fyrirtæki til að byrja með og stefnt sé að því að framleiðsla hefjist fyrir 1. maí n.k.. Starfsemin verður rekin í húsnæði Ósdekks að Efstubraut 2 á Blönduósi. Jakob kvaðst ekkert vilja gefa upp um kaupverðið. sþ I dagsins önn. Mynd: Robyn Rækjunni mokað upp fyrir öllu Norðurlandi: „Hafrannsóknastofiiun hefur ekkí glóru um það hve rækjustofiiinn er stór“ segir Brynjólfur Oddsson skipstjóri á Náttfara Póstur og sími: Samið við Halldór í gær var gengið frá samning- um Pósts og síma við Halldór Gunnlaugsson, Þorsteinsstöð- um í Svarfaðardal, um póst- flutninga í Svarfaðardal og á Árskógsströnd frá og með 1. maí nk. til næstu tveggja ára. Ellefu tilboð bárust í póstflutn- ingana og var Jón Þórarinsson, Hæringsstöðum í Svarfaðardal, með lægsta tilboðið. Hann féll hins vegar frá tilboðinu og var þá gengið til samninga við Halldór, sem átti næstlægsta tilboðið, 3,643 milljónir króna. Kostnað- aráætlun Pósts og síma hljóðaði upp á 3,666 milljónir. óþh Þrotabú Uppans: Kröfur nema um 37 milljómim Heildarkröfur í þrotabú Upp- ans hf. á Akureyri eru um 37 milljónir króna. Forgangskröfur í þrotabúið, fyrst og fremst launa- og lífeyris- sjóðsgreiðslur, eru 8,121 milljón- ir króna. Kröfur utan skulda- raðar eru 600 þúsund krónur. Almennar kröfur eru 28,639 milljónir króna. Stærstu kröfu- hafarnir eru íslandsbanki með 10,6 milljóna kröfu, embætti sýslumannsins á Akureyri með um 9 milljóna kröfu og Akureyr- arbær með um 4 milljóna kröfu. Fyrsti skiptafundur í þrotabúi Uppans verður á Akureyri 2. apríl nk. Skiptastjóri er Brynjólf- ur Kjartansson hrl. óþh Þeir bátar og togarar sem hafa verið á djúprækjuveiðum að undanförnu norður af landinu hafa aflað mjög vel og einnig hefur fengist mjög góður rækjuafli út af sunnanverðum Austfjörðum og hefur rækjan yfirleitt flokkast vel en þó hef- ur einnig verið að fást mjög smá rækja. Náttfari HF frá Dalvík, 208 tonna stálbátur, Einn angi gjaldþrotamáls Kaupfélags Svalbarðseyrar velkist enn í dómskerfínu og er nú beðið úrskurðar Hæstarétt- ar áður en dómur getur fallið í héraðsdómi. Um er að ræða mál sem Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi, höfðaði gegn Tryggva Stefánssyni, bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Sveini Sigurbjörnssyni í Ártúni í Grýtubakkahreppi, Jóhanni Benediktssyni, Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit og Sigurði Stefánssyni, Fornhólum í Fnjóskadal. Málið snýst um það að Eiríkur stefndi skuldurum á skuldabréfi, útgefnu 1. apríl 1987, þeim Tryggva og Sveini, en Jóhann og Sigurður voru sjálfs- ábyrgðarmenn. Skuldabréfið var stílað á Sparisjóð Glæsibæjar- hrepps, sem framseldi Eiríki Sig- fússyni það. Skuldabréfið var útbúið í framhaldi af tryggingar- víxli vegna viðskipta Eiríks við Kaupfélag Svalbarðseyrar, en landaði 33 tonnum á Dalvík sl. þriðjudag eftir fjögurra daga veiði en í gær var báturinn staddur norður af Skjálfanda en þar var norðaustan fárviðri og ísing. Brynjólfur Oddsson, skipstjóri á Náttfara, segir að í túrnum þar á undan hafi fengist 34 tonn í 10 holum, sem venjulega er um þriggja sólarhringa veiði. Á síð- Tryggvi Stefánsson var þar stjórnarformaður og Sveinn Sig- urbjörnsson endurskoðandi. Lögfræðingur bændanna, Tómas Gunnarsson, krafðist þess að forsvarsmenn Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps bæru vitni í þessu máli og var málflutningur vegna þeirrar kröfu í Héraðs- dómi Norðurlands eystra á Akur- eyri á föstudag í fyrri viku. Lög- maður Sparisjóðsins hafnaði kröfunni og vísaði til banka- leyndar. Ásgeir Pétur Ásgeirs- son, héraðsdómari, kvað síðan upp úrskurð um kröfuna sl. mánudag og hafnaði henni. í framhaldi af því vísaði lög- fræðingur bændanna málinu til Hæstaréttar. Þess er að vænta að þar verði málið tekið fljótlega fyrir. Að fenginni þeirri niður- stöðu, á hvorn veginn sem málið fer, verður fyrst hægt að halda áfram málflutningi fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra í máli Eírks Sigfússonar gegn áður- nefndum fjórum bændum. óþh asta almanaksári voru veidd 42 þúsund tonn af rækju, en þegar úthafsrækjuveiðarnar voru að hefjast var ársaflinn um 8 þúsund tonn þannig að sóknin hefur auk- ist gríðarlega á síðustu árum og ekki virðist það skaða stofninn að mati Brynjólfs. „Ég er ekki viss um að það sé meira magn á ferðinni í hafinu nú en oft áður á þessum tíma, en í mars- og aprílmánuði aflast yfir- leitt best á rækjunni og það verð- ur einnig að hafa í huga að veið- arfærin hafa stækkað, tæknin við veiðarnar hefur aukist og þekk- ing manna hvar hún heldur sig hefur líka farið vaxandi. Ég veit hins vegar að Hafrannsókna- stofnun hefur ekki glóru um það hvað rækjustofninn er stór og all- ar mælingar á þeirra vegum hafa verið fálm út í loftið. Ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir mætti allur flotinn liggja í rækju allt árið því að í okkar bestu þorskveiðiárum hefur rækjuafl- inn verið rýrari að sama skapi. Þá hefur þorskurinn étið allt upp í 20 þúsund tonn á mánuði og þá sjáum við hvað þessi 42 þúsund tonna ársafli skiptir litlu máli. Nú er mjög treg þorskveiði og þá eykst rækjuveiðin. í síðustu viku landaði Helga 43 tonnum hjá rækjuverksmiðju Ingimundar hf. á Siglufirði eftir 6 daga veiðiferð og Ögmundur landaði 30 tonnum, einnig eftir 6 daga. Hér er um að ræða mjög góða rækju sem hefur flokkast mjög vel. Aflann fengu bátarnir djúpt vestur af Skagagrunni og virðist vera mokveiði á öllum hefðbundum rækjuslóðum. Verk- efnastaða er því mjög góð hjá Ingimundi hf. og er unnið alla daga vikunnar að undanskildum sunnudeginum, allt að 10 tíma á dag. Von er á löndun strax upp úr næstu helgi. GG Þormóður rammi: 45 milljóna rekstrartap Rekstraruppgjör ársins 1992 fyrir útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Þormóð ramma á Siglufírði liggur nú fyrir. Tap varð á rekstrinum sem nam 45 milljónum króna. Samkvæmt ársreikningi voru rekstrartekjur 1.026 milljónir króna, sem var 15% aukning frá fyrra ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 189 milljónir króna, eða 18% af rekstrartekjum. Að teknu tilliti til afskrifta, fjár- magnsliða og óreglulegra tekna og gjalda var hins vegar tap á rekstrinum upp á 45 milljónir króna. Að sögn forsvarsmanna Þormóðs ramma má rekja reikn- ingslegt tap beint til hækkunar skulda við gengisfellinguna í nóvember á síðasta ári, sem nam 70 milljónum króna. í árslok 1992 voru heildareign- ir Þormóðs ramma 1.540 milljón- ir króna. Þar af voru veltufjár- munir 287 milljónir. Langtíma- skuldir voru 928 milljónir króna og eigið fé 444 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var því 29% um síðustu áramót og veltufjárhlut- fall 1.72. Á síðasta ári voru tekin til vinnslu hjá fyrirtækinu samtals 6.386 tonn af fiski og rækju. Að jafnaði störfuðu um 200 manns hjá því á síðasta ári. Hluthafar í Þormóði ramma eru 198 talsins. óþh Angi gjaldþrotamáls Kaupfélags Svalb.eyrar: Úrskurði héraðsdómara vísað til Hæstaréttar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.