Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. mars 1993 Hvað er að gerast? Parakeppni í Sunnuhlíð Næstkomandi mánudag, 22. mars, verður haldið paramót á vegum kvennabridds á Akureyri. Spilað verður í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð og er mæting kl. 19. Skráning er hjá Jónínu í síma 25974 og Unu í síma 24744 og lýkur henni á sunnudag. Pör verða dregin saman, en sérstakar óskir verða teknar til greina. Allir eru velkomnir. Sýning blaða- ljósmyndara Um helgina stendur Áhugaljós- myndaklúbbur Akureyrar í sam- vinnu við Blaðamannafélag Is- lands og Blaðaljósmyndarafélagið fyrir sýningu íslenskra blaðaljós- myndara í anddyri íþróttahallar- innar á Akureyri. Þetta er sama sýningin og hefur verið uppi í Reykjavík að undanfömu. Sýning- in verður opin aðeins á morgun, laugardag, kl. 13-21 og á sunnu- dagkl. 13-19. Stórbingó Hlífarkvenna Konur í Kvenfélaginu Hlíf á Akureyri standa fyrir stórbingói í Húsi aldraðra á Akureyri nk. sunnudag kl. 15. Ágóðinn af bingó- inu rennur til bamadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, en Hlífarkonur hafa gefið tæki og afl- að fjár til kaupa á tækjum fyrir bamadeildina á undanfömum ár- um. Fullyrða má að þessi tæki hafa bjargað lífi bama og stuðlað að öryggi á deildinni. Kvenfélags- konur í Hlíf leita nú eftir stuðningi bæjarbúa og em þeir því hvattir til að fjölmenna á bingóið í Húsi aldr- aðra á sunnudag. Margir glæsileg- ir vinningar eru í boði, sem fyrir- tæki á Akureyri hafa gefið. Þar á meðal er flugfar og matvörur. Dansleikur hjá f /ÍM pt II • Liti og íjon Skemmtiklúbburinn Líf og fjör heldur dansleik í Alþýðuhúsinu á Akureyri í kvöld, föstudag, kl. 22- 03. Jóna Einarsdóttir leikur fyrir gesti milli kl. 24 og 01. Allir em velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um álfa Næstkomandi sunnudag stendur Guðspekifélagið á Akureyri fyrir fyrirlestri í húsi félagsins að Gler- árgötu 32, 4. hæð, gengið inn að austan. Fyrirlesari verður Erla Stefánsdóttir og mun hún fjalla um álfa. Erla er löngu landsþekkt fyrir skyggnigáfu sína og oft hefur hún verið kölluð skyggnasta kona á íslandi. Hún hefur lýst álfa- og huldufólksbyggðum víða á íslandi og lýst högum þeirra og háttum. Hún hefur einnig haldið námskeið til að hjálpa fólki að auka næmi og innsæi í lögmál náttúmnnar. Kaffihlaðborð í KA-heimilinu Næstkomandi sunnudag kl. 15-17 stendur Foreldrafélag KA fyrir kaffihlaðborði í KA-heimilinu á Akureyri. Ágóðinn rennur til starfs yngri flokka félagsins. Verð kr. 400 fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm. Minningartónleikar um Pál ísólfsson á Sauðárkróki Næstkomandi sunnudag kl. 16 halda Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran, Þorgeir J. Andrésson, ten- ór og Lára S. Rafnsdóttir, píanó, tónleika í sal Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Á efnisskránni verða 22 sönglög og þrjú stutt píanóverk eftir dr. Pál Isólfsson. Tónleikam- ir eru haldnir í tilefni þess að á þessu ári em 100 ár liðin frá fæð- ingu tónskáldsins, en hann fæddist 12. október 1893. Bergmál í Sjallanum Sjallinn verður lokaður í kvöld vegna einkasamkvæmis. Annað kvöld verður sýning á söngleikn- um Evítu eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Miðaverð á sýningu með kvöldverði og dans- leik er kr. 3.900. Miðaverð á dans- leik er kr. 1000. Að sýningu lok- inni leikur hljómsveitin Bergmál fyrir dansi. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson spilar og syngur í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Bólumarkaðurinn opinn á morgun Bólumarkaðurinn Eiðsvallagötu 6 á Akureyri verður opinn að venju á morgun, laugardag, kl. 11-15. Meðal þess sem verður á boðstól- um að þessu sinni er brauð, lax, fatnaður, plötur, kartöflur og kjöt, auk þess sem safnarar geta gert góð kaup. Á Bólumarkaðnum gefst einstaklingum og félagasam- tökum tækifæri til að koma vömm sínum á framfæri. Aðal áhersla verður lögð á norðlenska fram- leiðslu. Flóamarkaður í Kjarnalundi Náttúrulækningafélag Akureyrar heldur flóamarkað í Kjamalundi á morgun, laugardag, kl. 14-17. Á boðstólum verður fatnaður, bækur og ýmsir munir svo og brauð, pönnukökur og annað góðgæti. Heitt kaffi verður á könnunni. Opið hús í Verk- menntaskólanum Á morgun, laugardag, verður opið hús í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Eyrarlandsholti kl. 13- 16. Þar verða til sýnis málm- smíðadeild, rafmagnsdeild og vél- stjómardeild svo og aðstaða til bóklegs náms í dagskóla og öld- ungadeild. Einnig verður kynnt nám á hússtjómarsviði í Hús- stjómarskólanum við Þómnnar- stræti. Félagsvist í Skeifunni Kvennadeild Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri stendur fyrir fé- lagsvist í Skeifunni í kvöld, föstu- dag, og hefst hún kl. 21. Opið hús verður á eftir með léttum veiting- um og ljúfum harmonikuleik Jóns Höskuldssonar. Öllum er heimil þátttaka á meðan húsrúm leyfir. Aðalsafnaðar- fundur Akureyrar- sóknar Aðalsafnaðarfundur Akureyrar- sóknar verður haldinn í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju eftir guðsþjónustu nk. sunnudag. Fund- urinn hefst kl. 15.15. Á dagskrá fundarins em venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Húsgullsfundur á Húsavík Húsgull á Húsavík stendur fyrir opnum fundi á Hótel Húsavík nk. þriðjudag kl. 20.30. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Húsavíkurbæ og verða þar til um- ræðu uppgræðslu- og umhverfis- mál. Sex erindi verða flutt. Hall- dór Blöndal, landbúnaðarráðherra, fjallar um stofnun útibús Land- græðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins á Norðurlandi, Jón Lofts- son, skógræktarstjóri, um framtíð skógræktar og rannsókna, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, um verkefnin framundan, Þröstur Ey- steinsson, skógfræðingur, um hlutverk héraðsmiðstöðvar Skóg- ræktar og Landgræðslu, Atli Vig- fússon, bóndi á Laxamýri, um tengsl þéttbýlis og dreifbýlis í landgræðslu og skógrækt og Einar Njálsson, bæjarstjóri, um þátt bæj- arfélaga í endurheimt landgæða. Namm í Sæluhúsinu Hljómsveitin Namm frá Akureyri leikur fyrir dansi í Sæluhúsinu á Dalvík í kvöld, föstudagskvöld. Hljómsveitina skipa Júlíus Guð- mundsson, söngur, Viðar Garðars- son, bassi, Karl Pedersen, tromm- ur, Hlynur Guðmundsson, gítar og Ingólfur Jóhannsson, hljómborð. Þeir félagamir munu halda uppi dúndrandi sveitaballastemmningu, en þeim til aðstoðar verður trúba- dúrinn Amar Guðmundsson, sem kemur fram með gítarinn og kitlar væntanlega söngkirtla viðstaddra. Helför um Norðurland í dag, föstudag, hefst tónleikaferð um Norðurland er nefnist Helför. Að henni standa hljómsveitimar Tombstone, Baphomet og Skurk. Fyrstu tónleikamir verða í kvöld kl. 21 í Keldunni á Húsavík. Aldurstakmark 14 ár. Gestahljóm- sveit í kvöld verður kvennahljóm- sveitin Hexía. Annað kvöld, laug- ardag, verða tónleikar kl. 21 í Dynheimum á Akureyri. Ekkert aldurstakmark. Miðaverð á báða tónleikana er kr. 500. Ronja á Húsavík Leikfélag Húsavíkur verður með þrjár sýningar um helgina á leik- ritinu um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Sýningar verða í kvöld kl. 20.30, á morgun kl. 15 og á sunnudag kl. 15. Sýn- ingum fer að fækka. Miðasala í Samkomuhúsinu í síma 41129. Stálblóm á Skagaströnd Leikfélag Skagastrandar frumsýn- ir annað kvöld, laugardagskvöld, leikritið Stálblóm eftir Robert Har- ling í leikstjóm Jónasar Jónasson- ar. Sex leikarar taka þátt í sýning- unni, allt konur. Auk sýninga á Skagaströnd er fyrirhugað að sýna Stálblóm á Blönduósi, Hvamms- tanga og í Hafnarfirði. Lifandi skógar á Húsavík Nemendur í sjöunda bekk Borgar- hólsskóla á Húsavík sýna kl. 20.30 í kvöld norska söngleikinn Lifandi skóga, sem Emelía Bald- ursdóttir þýddi sérstaklega fyrir krakkana. Gmnnþema verksins er umhverfisvemd. Leikstjóri er Guðrún Kristín Jóhannsdóttir og söngstjóri Line Wemer. Sýning á Nissan Micra Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar á Akureyri sýnir um helgina, á morgun og sunnudag, kl. 14-18 báða dagana, Nissan Micra árg. 1993, sem var útnefnd- ur bíll ársins. Einnig verður sýnd- ur Nissan Sunny og Subam. Sýning á Ford Ranger BSA hf. á Akureyri verður á morg- un, laugardag, kl. 13-15, með sýn- ingu og reynsluakstur á Ford Ranger. Einnig verður bifreiðin sýnd nk. mánudag til fimmtudags frákl. 9-18. Fríða og dýrið í Borgarbíói Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21 hina vinsælu teiknimynd Fríða og dýrið, sem kemur úr smiðju Disney-samsteypunnar. Á sama tíma verður sýnd myndin Leik- maðurinn, sem fékk tvær viður- kenningar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á sl. ári. Klukkan 23 verða sýndar myndir- nar Rauði þráðurinn með James Belushi, Lorraine Bracco og Tony Goldwyn í aðalhlutverkum og Þmmuhjarta með Val Kilmer, Sam Shepard, Fred Ward, Graham Greene og Sheila Tousey í aðal- hlutverkum. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndimar Fríða og dýrið og Tommi og Jenni. Karakter á Hótel KEA Hljómsveitin Karakter leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Innifalið í laugardagstilboði Hótels KEA er freyðandi spergil- kálssúpa, T-bone steik að ame- rískum hætti og innbakaðar ferskj- ur. Verð kr. 2.950. Hassið hennar mömmu á Króknum Sæluvika Skagfirðinga hefst nk. sunnudag kl. 21 með frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sjö leikarar taka Jrátt í sýningunni, Elsa Jónsdóttir, Ásgrímur Ingi Ás- grímsson, Stefán Steinþórsson, Katrín M. Andrésdóttir, Ámi Bene- diktsson, Steinn Friðriksson og Pálmi Ragnarsson, en leikstjóri er Jón Júlíusson. Næstu sýningar verða 22., 25. og 27. mars nk. - I ■ I J u DAGBIAÐIÐ A I.ANDSBYGGÐINNI KRIFT • AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN AKUREYRI, SÍMI 96-24222 HÚSAVÍK, SÍMI 96-41585 SAUÐÁRKRÓKUR, SÍMI 95-35960

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.