Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 19. mars 1993 Dillidagar Framhaldsskólans á Húsavík: „Það var rosalega gaman“ - segir Bergþóra Höskuldsdóttir, formaður NEF - Birkir Bárðarson greinilega hæfasti nemandinn Dillidagar eru orðnir hefð við Framhaldsskólann á Húsavík og voru haldnir í þriðja sinn á dögunum, en þetta er sjötta starfsár skólans. Á dillidögum fá nemendur tilbreytingu frá hinu hefðbundna skólastarfi, en ýmislegt er þó gert bæði til fróðleiks og skemmtunar. For- maður Nemendaráðs Fram- haldsskólans, skammstafað NEF, er Bergþóra Höskulds- dóttir, tvítugur nemandi á hagfræðibraut sem hyggst ljúka stúdentsprófinu í vor. Dagur ræddi við Bergþóru um dagskrá dillidaganna, hvernig til hefði tekist, og um félagslíf- ið í skólanum almennt. - Dillidagarnir hófust með því að nemendur fengu ekki þá kyn- lífsfræðslu sem til stóð. „Við áttum von á fyrirlesara að sunnan, en kvöldið áður hringdi hún og sagðist ekki komast þar sem flugið hentaði henni ekki, þó var flogið hingað bæði um morg- uninn og kvöldið. Okkur fannst of skammur fyrirvari til að fá staðgengil." - Eru nemendur þá mjög illa upplýstir um kynferðismál? Bergþóra Höskuldsdóttir, formaður NEF. Myndir: IM „Nei, það eru svo góðir for- eldrar hér á Húsavík. Eg held að þeir ræði þessi mál við börnin sín. En KK-band mætti og það var rosalegt fjör fyrsta kvöldið á tón- leikum, það komu 150-160 manns í Samkomuhúsið sem var alveg stútfullt. Það hefði verið hægt að halda aðra tónleika nema vegna þess að hljómsveitin var bókuð á Akureyri. Það kom mér á óvart hvað margir sóttu fyrirlestur hjá Veg- inum næsta dag. Ég reiknaði með að það yrðu fordómar í gangi gagnvart þessu, fólk áliti að þarna væri í gangi einhver heila- þvottur þó það hefði ekki hug- mynd um hvað Vegurinn stæði fyrir eða stefnuna hjá þessu fólki. Þarna var ágæt þátttaka og erind- ið vakti skemmtilegar umræður um trúmál, en slíkar umræður eru yfirleitt ekki í gangi hjá ungl- ingum. Ég held að það hafi kom- ið fólki á óvart hvað þetta er líkt þjóðkirkjunni okkar, nema hvað fólkið er virkara og tjáir sig meira. Við vorum með bíósýningu, sýndum myndina Nafn rósarinn- ar. Briddsmenn rótburstuðu kennarana - Er það satt að nemendur hafi sigrað kennara í briddskeppni? „Já, þeir rótburstuðu kennar- ana alveg hreint. Við erum með mjög gott lið og það er starfandi briddsklúbbur í skólanum." - Síðan var á dagskrá hjá ykk- ur „Aðeins eitt líf“, fyrirlestur og opnar umræður frá samstarfshópi gegn sjálfsvígum ungmenna. „Já, Soroptimistar á Húsavík höfðu samband við okkur í febrúar og ætluðu að fá sam- starfshópinn á almennan fund. Þær spurðu hvort við vildum ekki nýta okkur tækifærið til að fá fund með forvarnarhópnum. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og allir mjög ánægðir með hann. Þetta eru hlutir sem ekki er svo mikið talað um, en svona hugsun er kannski algengari en við höldum. Mér fannst mjög gott að fá þetta fólk hingað, og er á þeirri skoðun að það þyrfti að vera sál- fræðingur við skólann. Þó að sál- fræðingur kæmi ekki nema einu sinni í mánuði og talaði jafnvel við krakkana í hóp, en þetta þarf að vera sjálfsagt mál að geta leit- að til sálfræðings. Ásta Ólafsdóttir flutti einnig fyrirlestur um fíkla og aðstand- endur þeirra. Það var haldin ræðukeppni kennara og nemenda. Kennarar unnu og Þórir Aðalsteinsson var valinn ræðumaður dagsins. Það var erfitt að fá lið í ræðukeppnina og ekki langur fyrirvari sem þau höfðu til undirbúnings. Nemend- ur eru ákaflega lítið fyrir að standa upp og segja sína skoðun á málunum og ekkert málfunda- félag er starfandi. Bæjarstjórinn sagði draugasögur Það var haldin kvöldvaka með húsvískum skemmtiatriðum. Einar Njálsson bæjarstjóri las fyrir okkur draugasögur, Val- gerður Gunnarsdóttir og Ingi- mundur Jónsson lásu uppáhalds ljóðin sín, leikklúbbur skólans var með atriði og söngkvartett skemmti. Þetta var vel lukkað kvöld. Það er greinilegt að Birkir Bárðarson er hæfasti nemandi skólans, því hann vann dillibikar- inn bæði í ár og í fyrra. Það er keppt í hinum ýmsu námsgrein- um og hárgreiðslu, íþróttum, kappáti, kappdrykkju, blöðrur eru sprengdar og nemendur þurfa að sýna sínar bestu hliðar. Keppt var í reiptogi yfir sund- Björgvin Leifsson tekur við bikar fyrir hönd kennara. Keppt um dillidagsbikarinn með kókdrykkju, sippi og kappáti. Kennarar og nemendur keppa í blaki. Áhorfendur skemmtu sér hið besta. Ræðulið kennara: Þórir Aðalsteinsson, Vilhjálmur Pálsson, Björgvin Leifs- son liðsstjóri og Guðrún Kristinsdóttir. Ræðulið nemenda: Heimir Harðarson, Jónas Pálsson, Heimir Týr Svavars- son liðsstjóri og Ásta Eir Eymundsdóttir. laugina og síðan fórum við í fata- sund og fengum að hafa laugina nánast eins lengi og við vildum. Það var rosalega gaman og farið að nálgast miðnætti þegar síðasta fólkið fór heim. Það var keppt við kennara í blaki og handbolta og að lokum var árshátíð. Krakkarnir sem komu fram stóðu sig mjög vel, þátttaka var góð og ég held að þetta hafi gengið mjög vel. Á eft- ir var þrusuball með Sálinni og ég held það hafi heppnast ágætlega. Gerist ekkert nema við höfum frumkvæði - Er líflegt félagsstarf við skólann? „Það er að aukast. Leiklistar- félagið starfar af miklum krafti og svo er briddsklúbbur, íþrótta- klúbbur og ljósmyndaklúbbur. Útvarpsklúbbur starfrækir útvarpsstöð, það er útvarpað fastri dagskrá fimm sinnum í viku. Ég held að hún sé nokkuð vinsæl en hef heyrt á sumum að þeim finnist tónlistin dálítið í þyngri kantinum. Ég held að þetta geti orðið mjög skemmti- legt og haft góð áhrif á félags- starfið.“ - Hvernig er með afþreyingar- mál nemenda Framhaldsskólans? „Það byggist allt á að krakk- arnir geri eitthvað sjálfir. Það er náttúrlega ekki eins mikið af til- búinni afþreyingu og á Akureyri eða í Reykjavík. Það gerist ekk- ert nema við gerum eitthvað í því sjálf að hafa gaman og hafa eitthvað að gera. Mér finnst gott að vera hérna, því ef þú vilt eitthvað gera þá eru nóg tækifæri til þess. Það er hægt að starfa í klúbbunum og stunda íþróttir af ýmsum toga. Félagslífið hefur í raun mikið byggst upp á þátttöku í íþróttum. Það er öllum frjálst að stofna sína klúbba við skólann, það þarf ekkert nema hafa samband við Nemendaráð og fá styrk til að gera eitthvað. Mér finnst krakkarnir ekki nógu duglegir við það, það vantar framtakssemi en aðstaða er fyrir hendi.“ - Hvernig líkar ungum Húsvíkingum lífið og hvað hygg- ist þið fyrir í framtíðinni? „Mér líkar lífið ágætlega, svona flestar stundir. Framtíðin er ekki mjög skipulögð og ég lifi svolítið fyrir daginn í dag. Við verðum vör við að það er orðið offramboð af háskólamenntuðu fólki. Það er mikið talað um tak- markanir inn í skóla og okkur finnst við þurfa að vera mjög klár og að vita vel hvað við viljum í sambandi við framhaldsnám. Ég er að verða 21 árs og veit ekki enn hvað ég vil gera í framtíð- inni.“ - Hver eru lokaorðin, Berg- þóra? „Ég vil þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við dagskrá dillidaganna. Ég er ánægð með þátttökuna og vona að nemendur séu ánægðir.“ 1M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.