Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 19. mars 1993 -*.-v '^ÉÉt , .L.;■ ■ y->^V Múlaberg við bryggju eftir rallítúrinn. Mynd: GG Sauðárkróksbær: Þriggja ára áætlun í fyrsta sinn - íþróttahús stærsti framkvæmdaliðurinn Þriggja ára áætlun Sauöár- króksbæjar var lögð fram til fyrstu umræðu ásamt fjárhags- áætlun nýverið. Er það í fyrsta sinn sem slík áætlun er gerð. í áætluninni er m.a. gert ráð fyr- ir byggingu leikskóla og að lokið verði við íþróttahús. Einnig er gert ráð fyrir að skuldir bæjarins minnki um 42 milljónir á þremur árum. Kostnaður við yfirstjórn sveit- arfélagsins hækkar úr rúmlega hálfri milljón árið 1993 í 2 millj. árið 1994 og 1995, skv. áætlun- inni. Ástæðan er sú að nauðsyn- Mikið af ársgömlum þorski í „rallíaflanum“: Nýtílegur afli minnkar frá ári til árs Svokallað „togararall“ hefur farið fram að undanförnu hringinn í kringum landið þar sem kannaðar eru fiskgöngur, afli pr. togstund og samsetning afla en tekin er viss holafjöldi til rannsóknar. Togarinn Múlaberg ÓF frá Ólafsfirði var á svæðinu frá Snæfellsnesi og norður að Djúpi undir leiðang- ursstjórn Ólafs Karvels Páls- sonar, Raufarhafnartogarinn Rauðinúpur ÞH fyrir Norð- vesturlandi, vestur á Hala og í Djúpál með Björu Ævar Stein- arsson sem leiðangursstjóra og Norðfjarðartogarinn Bjartur norðaustur af landinu. „Þetta er nú bara viss rútína sem farin er árlega og togað á sömu stöðunum ár eftir ár og borið saman en nýtilegur afli minnkar frá ári til árs og mér finnst ekki mjög bjart yfir þessu eftir þennan túr. Fyrstu árin gerðu skipin ágætis túra, ríflega 100 tonna afla, en nú eru þetta örfá tonn og t.d. lönduðum við aðeins rúmum 20 tonnum eftir 10 daga úr 117 togum,“ sagði Þórar- inn Stefánsson skipstjóri á Rauðanúpi. „Það var 25% meira af árs- gömlum þorski á því svæði sem við toguðum á heldur en var í fyrra sem táknar að eftir 4 til 5 ár kann að verða eitthvað bjartara yfir þorskveiðunum því helst vilj- um við veiða 5 ára fisk og eldri,“ sagði Þorbjörn Sigurðsson skip- stjóri á Múlabergi en landað var Norðurland vestra: Átaksverkefiii í atviimu- málum hætta starfsemi - óvíst um hvort eitthvað kemur í staðinn Framtak, átaksverkefni í atvinnumálum í A-Hún. og tveimur hreppum í Skagafirði, mun að öllum líkindum hætta starfsemi sinni 1. apríl n.k. Finnig er til umræðu að Átak hf. átaksverkefni á Sauðár- króki leggi niður sína starfsemi í vor. Rætt var um starfslok Fram- taks á bæjarstjórnarfundi á Blönduósi s.l. þriðjudag. Virðast menn ásáttir við að starfsemi þess leggist af 1. apríl nk. Verkefnið tók til A-Hún. ásamt Lýtings- staða- og Seyluhrepps í Skaga- firði. Það hófst árið 1991 og var síðan framlengt til ársins 1993. Það er því skv. áætlun að það hætti starfsemi sinni nú. Óvíst er hvort eitthvað kemur í staðinn. Skýrsla Baldurs Valgeirssonar framkvæmdastjóra Framtaks um starfsemina þessi tvö ár er ný- útkomin og verður nánar sagt frá henni síðar. Átak hf., átaksverkefnið á Sauðárkróki, mun sömuleiðis hætta starfsemi sinni í vor, nema annað verði ákveðið. Haldinn var hluthafafundur á miðviku- dag, en engar ákvarðanir teknar um framtíð verkefnisins. Þess er fremur að vænta eftir aðalfund félagsins, sem haldinn verður á næstunni. Skýrsla um starfsemina er væntanleg í apríl, að sögn Jóns Ásmundssonar framkvæmda- stjóra. Rætt var um fyrirhuguð starfs- lok Átaks hf. á bæjarstjórnar- fundi nýverið og létu sumir bæjarfulltrúar í ljósi áhyggjur vegna þessa. Atvinnumálanefnd bæjarins beindi þeim tilmælum til bæjarstjórnarinnar að fundin verði leið til að halda starfsem- inni áfram. sþ 27 tonnum eftir rallið sem fór til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar. Múlaberg fór á veiðar í gær en allgóð ufsaveiði hefur ver- ið á Eldeyjarbanka og nokkur þorskveiði á Látragrunni en ekki ljóst hvort haldið yrði á þau mið. GG legt er að endurnýja tölvubúnað- inn, að sögn Snorra Björns Sig- urðssonar bæjarstjóra. Um 30 millj. ganga til félagsmála 1994-5 og er það vegna byggingar nýs leikskóla, um 300 fermetra hús- næði, auk frágangs á aðkomu annars leikskólans sem fyrir er. Gert er ráð fyrir 17 millj. á ári til fræðslumála og eru 15 þeirra, alls 45 millj. vegna bóknámshúss Fjölbrautaskólans, en 6 millj. alls renna til grunnskólanna, m.a. með frágang á lóðum í huga. Til æskulýðs- og íþróttamála renna 75 millj. 1994-6, eða 25 millj. á ári. Áætlað er að ljúka við bygg- ingu íþróttahússins og sagði Snorri Björn að ef vel til tækist yrði hægt „að koma því í not“ fyrir þessa upphæð. Til gatna- gerðar renna rúmar 50 millj. á þessum þremur árum. Þ. á m. er gert ráð fyrir 10 millj. vegna brú- ar yfir Sauðá og ræsis. Nýjar lán- tökur fara minnkandi skv. áætl- uninni og skuldir bæjarins minnka úr 275 millj. í 233 frá 1994-6, eða um 42 milljónir. sþ Aðalfundur Náttúrulækningafélags Akureyrar: Stjóra falið að semja við NLFÍ um eignaraðild að Kjaraalundi - húseignin verði þinglýst eign NLFA og NLFÍ Á aðalfundi Náttúrulækninga- stefnunnar á félagssvæði Náttúru- félags Akureyrar síöastliðið lækningafélags Akureyrar eins og miðvikudagskvöld var sam- best þykir á hverjum tíma,“ segir þykkt tillaga frá Vilhjálmi Inga Arnasyni um að veita stjórn félagsins heimild til að ganga frá samningi við stjórn Náttúru- lækningafélags íslands þar sem húseignin Kjarnalundur verði þinglýst eign Náttúrulækninga- félags íslands og Náttúru- lækningafélags Akureyrar. „Jafnframt verði það tryggt með þessum samningi, að þeir fjármunir sem áskotnast hafa til uppbyggingar Kjarnalundar, frá einstaklingum og félagasamtök- um, verði áfram iátnir þjóna hagsmunum náttúrulækninga- orðrétt í tillögunni sem var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum. Áður hafði verið borin upp og felld tillaga frá Jóni Kristinssyni um að Kjarnalundur yrði að fullu eign Náttúrulækningafélags íslands, en félagsmönnum þótti rétt í ljósi uppbyggingarstarfsins fyrir norðan að Kjarnalundur yrði eign beggja, NLFA og NLFÍ. Umræður um eignaraðild að Kjarnalundi voru helsta mál fundarins og að sögn Vilhjálms Inga töluvert tilfinningamál því starf NLFA hefur snúist um það að safna fé til að byggja upp þetta fjöregg félagsins. Af þeim sökum vildu menn slá ákveðinn varnagla þó svo að NLFA sé aðili að NLFÍ og samvinna stjórna félaganna góð, eftir nokkuð stormasama fortíð. Vilhjálmur minnti líka á að stjórn NLFÍ hefði sýnt vilja sinn í verki og látið tugi milljóna renna norður. Stjórn Náttúrulækningafélags Akureyrar var endurkjörin á aðalfundinum. Áslaug Kristjáns- dóttir var einróma endurkjörin formaður og aðrir í stjórn eru Vilhjálmur Ingi Árnason, Jón Kristinsson, Elín Antonsdóttir og Ásdís Árnadóttir. SS ÞA-Smiðjan með greiðslustöðvun til 1. apríl nk.: Sameiningarumræður í gangi Jársmíðafyrirtækið ÞA-Smiðj- an á Akureyri hefur fengið greiðslustöðvun til 1. apríl nk. en unnið er að því að selja eignir, semja við lánadrottna og sameinast öðru fyrirtæki, Vélsmiðju Akureyrar hf. Verkefnastaða fyrirtækisins hefur verið mjög góð en vegna gjaldþrota ýmissa fyrirtækja hafa tapast umtalsverðir fjár- munir þar sem ÞA-Smiðjan hefur verið undirverktaki. Auðunn Þorsteinsson, einn eigenda ÞA-Smiðjunnar, segir að þessi stutti tími fram til næstu mánaðamóta verði notaður til viðræðna við Vélsmiðju Akur- eyrar með sameiningu í huga en umtalsverðir fjármunir, taldir í milljónum, hafa tapast og stefnir í rekstrarstöðvun ef ekki tekst að leysa aðsteðjandi fjárhagsvanda. Þar eru stærst gjaldþrot og greiðslustöðvanir hjá Hagvirki- Klett, SH-verktökum og Fjölnis- mönnum á Akureyri. Verkefnastaða fyrirtækisins er eru mjög góð en fyrirliggjandi verkefni upp á 7-8 milljónir króna sem með óbreyttum mann- skap dugir fram að mánaðamót- um júní/júli en stærstu verkefnin eru fyrir ístak í Kringlunni í Reykjavfk og handrið fyrir hús aldraðra við Lindargötu í Reykjavík sem Ármannsfell byggir. Velta fyrirtækisins á síð- asta ári með sicatti var 33 millj- ónir króna og um 85% af því voru verkefni utan Akureyrar, aðallega í Reykjavík. GG LeikhústiIboð Smiöjunnar vegna Leðurblökunnar „ V í n a r d ú e 11" Marineraður skelfiskur á íssalati m. ristuðu brauði „Dónártónar" Nauta- og grísalund m. bakaðri kartöflu og rauðvínssósu Kaffi og konfekt Verð kr. 2100 Hópar 10 og fleiri kr. 1900 Erum byrjaðir að taka niður pantanir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.