Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 15

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. mars 1993 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson íslendingar leika um 7. sætið á HM í Svíþjóð: Iiðið sýndi allar sínar bestu hliðar - Danir áttu aldrei möguleika gegn baráttuglöðum Islendingum íslendingar munu leika um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á morgun kl. 11. Það varð Ijóst eftir stórkostlegan sigur á Dönum í gær. Danir áttu aldrei möguleika í leikn- um. íslendingar sýndu allar sínar bestu hliðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við skoruð- um 8 mörk úr hraðaupphlaup- um. Loksins í þessum leik virt- ist allt smella saman og rétta hugarfarið vera til staðar. Lokatölur urðu 27:22. íslendingar byrjuðu mjög vel og skoruðu 3 fyrstu mörkin. Héð- inn Gilsson fór á kostum og réðu Danir einfaldlega ekkert við hann. Héðinn skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og var einn besti maður liðsins. í leikhléi var stað- an 13:7 fyrir ísland. Yfirburðir íslendinga voru ekki alveg eins miklir í síðari hálfleik. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og náðu snemma 8 marka forskoti sem hélst nær all- Blak, 2. deild karla: Snörtur í úrslit Snörtur frá Kópaskeri er kom- inn í úrslitakeppni 2. deildar í blaki karla. Strákarnir töpuðu Glíma: Meistaramót og gruimskólamót Meistaramót Íslands/Lands- flokkaglíman verður haldin að Laugarbakka í Miðfirði á sunnudaginn og hefst kl. 10. A morgun verður grunnskóalmót GLI haldið að Laugarbakka og þar er búist við um 150 kepp- endum. Glímuiðkun hefur breist út að undanförnu og er starf GLÍ í þeim efnum nú að skija sér. Á meistaramótinu verður keppt í þrem aldursflokkum og fullorðinsflokki kvenna og 5 aldursflokkum og 5 þyngdar- flokkum karla. Reiknað er með um 100 keppendum sem er met- þátttaka. A grunnskólamótinu verður keppt í 4.-10. bekk grunn- skóla bæði hjá strákum og stelpum, 14 flokkum alls. Glímt verður á þrem völlum samtímis á báðum mótum. ekki leik í deildinni í vetur og munu nú keppa um 1. deildar sæti ásamt 2 öðrum liðum. Það var í raun um síðustu helgi sem Snartarstrákar voru búnir að tryggja sig í úrslit en þá unnu þeir Skauta á Akureyri, en þessi lið kepptu um efsta sæti Norður- landsriðils. Á þriðjudagskvöld kepptu síðan Völsungur og Snörtur á Húsavík. Góð stemmn- ing var á leiknum enda fylgdi 40 manna stuðningsmannahópur sínum mönnum að austan. Snört- ur vann 1. hrinuna 15:4 en Völs- ungar þá næstu 15:8. Síðan var aft- ur komið að Snerti sem vann 15:6 og 4. hrinan var æsispennandi. Að lokum hafði Snörtur sigur 15:13 og vann þar með sigur í leiknum 3:1. í úrslitakeppninni munu mæt- ast efsta lið Suðurlandsriðils, sem er Fram, efsta lið Norðurlands- riðils og neðsta lið 1. deildar, en það verður Þróttur Neskaupstað. Reglum samkvæmt á að leika heima og heiman en slíkt er mjög kostnaðarsamt þar sem liðin eru sitt á hverju landshorninu. Því er jafnvel verið að ræða um að safna liðunum saman eina helgi og fá fram úrslit. an hálfleikinn. Danir minnkuðu muninn í 5 mörk með því að skora 3 mörk í röð en sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu. Geir Sveinsson hefur staðið sig best allra i maður í fremstu röð. keppninni og sýnt að hann er línu- Besti maður liðsins var fyrirlið- inn Geir Sveinsson. Geir hefur staðið sig vel í öllum leikjum keppninnar og sýnt það og sann- að að hann er leikmaður í heims- klassa. Hann var markahæstur íslendinga með 7 mörk. Héðinn Gilsson lék vel í fyrri hálfleik og Guðmundur Hrafnkelsson átti stóran þátt í sigrinum með glæsi- legri markvörslu. Þegar blaðið fór í prentun var ekki að fullu Ijóst hverjir and- stæðingar okkar verða. Það velt- ur á leik Spánverja og Sviss en bæði þessi lið, ásamt Rúmenum og Tékkum gætu leikið um 7. sætið. Tapi Sviss verða þeir and- stæðingar okkar, nema munurinn verði mikill, þá fáum við Rúmena. Vinni Sviss með litlum mun eða geri jafntefli leikum við gegn Tékkum og stórsigur Svisslend- inga mundi færa okkur Spán- verja. Mörk Islunds: Geir Sveinsson 7, Héðinn Gilsson 6, Bjarki Sigurðsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Sigurður Sveinsson 2 og Einar Gunnars Sigurðsson 1. Blak, 1. deild karla og kvenna: Deildarkeppnin klárast um helgina Deildarkeppnin í blaki karla og kvenna klárast um helgina. Þegar er Ijóst hvaða lið komast í úrslit í karlaflokki en línurnar eru ekki eins skýrar hjá stelp- unum. Þá hafa HK-strákar og Víkingsstelpur þegar tryggt sér sigur í deildinni. Karlalið KA leikur við Stjörn- una og ÍS og varða helst að vinna ÍS 3:0 til að komast upp fyrir þá í deildinni. Bæði lið eiga eftir 2 leiki en ÍS hefur 3 stig í forskot. KA-stelpur leika þrívegis, gegn ÍS, Víkingi og HK. Stelp- urnar meiga heita öruggar í úrslit. Þær eru í 3. sæti deildar- innar sem stendur og þyrftu helst Akureyrarmót í handknattleik: Verður KA eða Þór Akureyrarmeistari - meistaraflokkar félaganna eigast við í kvöld og yngri flokkarnir á sunnudag Síðari umferð Akureyrarmóts- ins í handbolta verður leikin um helgina. Leikið verður í íþróttahöllinni og hefst keppni í kvöld með keppni í old boys- og meistaraflokki. Ahorfendur ættu að fjölmenna í Höllina þar sem þetta er síðasta inn- byrðisviðureign KA og Þórs í meistaraflokki á þessum veri. Old boys leikurinn hefst kl. 19.15 og meistaraflokkur kl. 20.30 KA vann fyrri leikinn með 1 marki, þ.e. Þórsarar þurfa að Þessir kappar verða i kljást. eldlínunni i kvöld þegar meistaraflokkar Þórs og KA Mynd: Robyn vinna með 2. Liðin áttust við í Kjarnafæðisbikarnum um síðustu helgi og þá unnu Þórsarar. Þann leik ætla þeir sér að endurtaka og tryggja Þór langþráðan Akureyr- armeistaratitil í meistaraflokki. Varla þarf að taka fram að þar eru KA-menn alls ekki sammála. Á sunnudaginn verður leikið í yngri flokkum að 2. og 3. flokki klarla og 3. flokki kvenna undan- skyldum. KA-stelpur og Þórs- strákar í 3. flokki þurfa bæði að leika oddaleiki um sæti í úrslita- keppni íslandsmótsins. Leik- skipulag á sunnudaginn verður þannig: Kl. 10.00 Kl. 10.30 Kl. 11.00 Kl. 11.30 Kl. 12.10 Kl. 12.50 Kl. 13.30 Kl. 14.00 Kl. 14.50 Kl. 15.40 Kl. 16.20 6. fl. karla A-lið 6. fl. karla B-lið 6. fl. karla C-lið 5. fl. karla A-lið 5. fl. karla B-lið 5. fl. karla C-lið 5. fl. kvenna 4. fl. karla A-lið 4. fl. karla B-lið 4. fl. kvenna A-lið 4. fl. kvenna B-lið að halda því sæti. Urslitakeppnin hjá báðum kynjum hefst á mið- vikudag og 2. umferð verður á föstudag. KA-strákar munu Ieika gegn Þrótti eða HK og stelpurnar gegn ÍS eða Víkingi. Aðalfundur KA: Sigmundur endurkjöriim fonnaður Aðalfundur KA var haldinn í KA-heimilinu sl. miðvikudags- kvöld. Kjörin var ný stjórn og íþróttir helgarinnar GLÍMA: Meistaramót íslands og grunnskóla- mót aö Laugarbakka laugardag og sunnudag. HANDBOLTI: Akureyrarmót í Höllinni, Þór-KA: Föstudagur: Old boys kl. 19.15 Meistaraflokkur kl. 20.30 ÍSHOKKÍ: Laugurdagur og sunnudagur: SA-SR kl. 16 SKIÐI: Þórsmót í göngu á sunnudag kl. 13. var Sigmundur Þórisson endurkjörinn formaður félags- ins. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsl- ur stjórnar voru lagðar fram og ræddar og reikningar aðalstjórn- ar samþykktir. Rekstur félagsins gekk þokkalega á síðasta ári en engar stórframkvæmdir eru fyrir- hugaðar á næstunni, enda félagið nýlega búið að reisa íþróttahús. í stjórn með Sigmundi voru kjörin: Bragi Sigurðsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Björgúlfur Jóhannsson, Halldór Jóhanns- son, Gunnar Garðarsson og Rafn Sveinsson. í varastjórn voru kjörin Geir Guðsteinsson, Ingi- björg Ragnarsdóttir og Friðjón Jónsson. Ný stjórn hefur ekki skipt með sér verkum en formað- ur er kosinn beint. Skíði: Siglufj arðarmót í stórsvigi Siglufjaröarmótið í stórsvigi var lialdið í Siglufjarðarskarði um síðustu helgi. Keppt var í flokkum 8-16 ára hjá báðum kynjum og gekk keppni vel. Hér koma úrslit úr mótinu, en röð þriggja efstu í hverjum flokki var eftirfarandi: 7-8 ára: 1. Ásdís J. Sigurjónsdóttir 1:21,68 2. Tinna Mark Antonsdóttir 1:32,05 3. Ester Torfadóttir 1:32,16 1. Logi Þórðarson 1:16,31 2. Rögnvaldur Egilsson 1:22,78 3. Einar Ingvi Andrésson 1:23,62 9-10 ára: 1. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir 1:13,28 2. Ásta M. Sigurðardóttir 1:13,87 3. Elín Kjartansdóttir 1:14,89 1. Ingvar Steinarsson 1:10,95 2. EinarH. Hjálmarsson 1:11,90 3. Brynjar Harðarson 1:12,06 11-12 ára: 1. Rakel Jónsdóttir 1:41,87 2. Kolbrún María Passaró 1:43,10 3. Bára Skúladóttir 1:44,47 1. Helgi S. Andrésson 1:31,28 2. Bjarni S. Kristjánsson 1:42,13 3. Heimir Sverrisson 1:43,63 13-14 ára: 1. Unnur G. Rögnvaldsdóttir 1:34,65 2. Ása G. Sverrisdóttir 1:34,93 3. Hafdís Heiða Hall 1:39,90 1. Jóhann G. Möller 1:29,53 2. Börkur Þórðarson 1:33,29 3. Tryggvi Jónsson 1:34,18 15-16 ára: 1. Valdís Guðbrandsdóttir 1:31,86

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.