Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 19. mars 1993 Kynning á stofnun HéraðsmiðstöÖvar Landgræðslu og Skógræktar á Norðurlandi á Hótel Húsavík þriðjudagskvöld 23. mars nk. kl. 20.30 Fundarefni: 7. Stofnun útibús Landgræðslu og Skógræktar á Norður- landi - Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. 2. Framtíð skógræktar og rannsókna - Jón Loftsson skógrækt- arstjóri. 3. Verkefnin framundan - Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. 4. Hlutverk héraðsmiðstöðvar Skógræktar og Landgræðslu á Húsavík - Þröstur Eysteinsson skógfræðingur. 5. Tengsl þéttbýlis og dreifbýlis í landgræðslu og skógrækt - Atli Vigfússon bóndi Laxamýri. 6. Þáttur bæjarfélaga í endurheimt landgæða - Einar Njálsson bæjarstjóri Húsavíkurkaupstaðar. Fundarstjóri: Sigurjón Jóhannesson frá Húsgull. Og nú mæta allir! Hvaö segja þeir sem í dreifbýli búa? Hvaö segja þeir sem í þéttbýli búa? Er þetta aöeins byrjunin? Hvaö næst? HvaÖ finnst Akureyringum? Hvaö finnst Eyfiröingum? En Þingeyingum? [húsgull Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIB Sundlaug Akureyrar Vekjum athygli á breyttum opnunartíma á sunnudögum, nú er opið frá kl. 08.00-16.00. Aðra daga er opið eins og venjulega frá kl. 07.00- 20.00, laugardaga frá kl. 08.00-16.00. Takið eftir! Leigjum innisundlaugina fyrir krakka- afmæli. Einnig geta foreldrafélög, dagheimili og leik- skólar fengið laugina leigða. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 12532 eða 12531. Sundlaug Akureyrar. Ðlaðaljósmyndir 1992 Ljósmyndasýning Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélags íslands í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri helgina 20.-21. mars 1993. Opið laugardag kl. 13-21 og sunnudag kl. 13-19. Ath! Aðeins þessa tvo daga. Aðgangseyrir kr. 200. ÁLKA Áhugaljö&mjndarakliibbur Akurejrar BLÍ Blaðamannalelsg Islands ÍÞRÓTTIR___________________________________ Þorvaldur Örlygsson: Framhaldið algerlega óráðið - hefur leikið vel að undanfórnu en vill helst komast frá Forest Lið Þorvaldar Örlygssonar, Nottingham Forest, hefur átt heldur erfítt uppdráttar í vetur og lengstum vermt botnsætið. Þorvaldur hefur einnig átt í erfíðleikum með að festa sig í liðinu, en nú kann að vera að verða breyting á því. Hann hefur verið þar í tveimur síð- ustu leikjum en gengi Iiðsins hefur samt sem áður verið afleitt og á miðvikudagskvöld stcinlá Forest fyrir Norwich, 3:0. Þrátt fyrir að útlendingamir séu oftast nær þeir fyrstu sem detta út, bjóst Þorvaldur frek- ar við að haida sæti sínu. „Það er athyglisvert að bera saman leiki okkar að undanförnu og fyrr í vetur. Fyrir jól vorum við að spila vel en tapa, síðan eft- ir jól vorum við að spila illa og vinna en nú erum við að spila illa og tapa, þannig að ef maður reynir að greina þetta aðeins þá er það sjálfstraustið sem er að hverfa frá okkur. Auðvitað er mikil pressa á félaginu að þurfa að berjast við fall. Vonandi náum við að hífa okkur upp en leikjun- um fer fækkandi og einnig stigun- um í pottinum. Það má því ekki seinna vera að fara að gera eitthvað.“ Þorvaldur nefndi einnig að mikil meiðsl hefðu hrjáð liðið og leikbönn eins og vill verða síðari hluta tímabils og auðvitað eru slíkir hlutir erfiðir í harðri fall- barátiu. Ljóst er að pressan á leikmenn er mikil frá aðdáendum og stjórnarmönnum Forest og þegar illa gengur er hætt við að andrúmsloftið verði þrúgað. Fær góða dóma Þorvaldur hefur fengið ágætis dóma fyrir frammistöðu sína þeg- ar hann hefur fengið tækifæri. „Ég er presónulega sæmilega sáttur við mína frammistöðu en það er bara ekki nóg þegar liðið tapar. Oft fær maður líka betri dóma þegar maður á slakan leik en liðið vinnur.“ Hann sagði ógerlegt að spá í framtíð sína hjá Forest. „Ég er á svokölluðum vikusamningi sem er uppsegjanlegur vikulega af beggja hálfu. Auðvitað ræðst framhaldið mikið af framhaldinu hjá Forest. Maður reynir að berj- ast áfram og bjarga Forest frá falli og síðan verður maður að sjá til.“ Hann sagðist þó ekki geta neitað því að hann væri sífellt að horfa í kringum sig. „í minni stöðu þá verðurðu að gera það. Forest var að ræða við mig fyrir þrem vikum um nýja samning en ég var ekki tilbúinn til þess þá og er ekki tilbúinn núna og því í raun ekkert annað hægt að gera en að bíða og sjá hvert framhald- ið verður. Mér hefur líkað vel á Englandi og hef ekkert frekar áhuga á að fara þaðan. Ég gæti allt eins orðið áfram hjá Forest en vona þó satt best að segja ekki.“ Þorvaldur Örlygsson er nú farinn að leika með aðalliði Forest af fullum krafti. íslandsmótið í íshokkí: Ráðast úrslitin um helgina? - SA-menn ætla sér að halda titlinum Nú um helgina gætu úrslitin ráöist á íslandsmótinu í íshokkí. Úrsiitakeppnin hófst um síðustu helgi en það eru sem kunnugt er SA og SR sem Ieika til úrslita. Það Iið sem fyrr vinnur 3 leiki verður Islandsmeistari. SA vann fyrsta Ieikinn sem fór fram í Reykjavík um síðustu helgi en nú er komið að SR-ingum að koma norður og ieika tvívegis við Akureyringa. Fyrri leikur- inn er á morgun og sá seinni á sunnudag og hefjast báðir kl. 16. Mikill hugur er í Akureyring- um fyrir leikinn og ætla þeir að verja íslandsmeistaratitil sinn. Reykvíkingar eru hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. SR-ingar hafa þegar sigrað Akureyringa einu sinni í vetur og þætti án efa ekki verra að ná að sigra SA á Akur- eyri og knýja þar með fram 4. leikinn fyrir sunnan. Því má búast við hörku leik. Mörgum, sem sjá íshokkí í fyrsta skipti hérlendis, kemur á óvart hversu góðir leikirnir eru og bæði lið hafa mjög sterka leik- menn innan sinna raða. Finnarnir Pekka Santanen og Patrik Virt- anen hjá SA hafa yfir ótrúlegri tækni að ráða og er enginn svik- inn af að fylgjast með þeim í leik. Markvörður SR er mjög snjall og var maðurinn á bakvið sigur SR á SA fyrr í vetur og þá eru ótaldir íslensku leikmennirnir. Fáar íþróttagreinar eru skemmtilegri fyrir áhorfendur en íshokkí, enda nýtur íþróttin mikilla vinsælda erlendis. Frægt varð þegar Svíar léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn í hand- knattleik fyrir 4 árum. Þá tók sænska sjónvarpið beina útsend- ingu á deildarleik í íshokkí fram- yfir HM leikinn og sýndi hand- boltann að loknum kvöldfréttum. Sjálfsagt er fyrir fólk að fjöl- menna að svellinu í Innbænum um helgina, þar sem þetta gæti verið síðasta tækifærið í vetur til að sjá íshokkíleik. Akureyringar geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn um helgina er þeir leika tvívegis VÍð SR. Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.