Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 19.03.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. mars 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Sjávarútvegsráðherra sambands- sflórnar Þýskalands til Akureyrar Dr. Feiter, sjávarútvegsráð- herra þýsku sambandsstjórnar- innar, ásamt fríðu föruneyti, er væntanlegur í heimsókn til Akureyrar í dag í boði sjávar- útvegsráðuneytisins. í för með sjávarútvegsráðherr- anum verða væntanlega Martin Brick, landbúnaðarráðherra Mecklenburg Vorpommern, dr. Wendish, ráðuneytisstjóri í Bonn, herr Roeloffs, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra Mecklenburg Vorpommern, dr. Von Geldern, þingmaður í Bonn, Werner, borgarfulltrúi í Rostock, Wolter, einn aðalsamn- ingamaður vegna kaupa ÚA og þriggja aðila í Þýskalandi á útgerðarfyrirtækinu Mecklen- burger Hochseefisherei, Secand- er, hafnarstjóri í Rostock, Piper, framkvæmdastjóri Mecklenburger Hochseefisherei, og dr. Gustavs, túlkur. Hinir þýsku gestir eru væntan- legir til Akureyrar um kl. 12.30, en af flugvellinum halda þeir rak- leitt út í húsakynni ÚA, þar sem snæddur verður hádegisverður. Að honum loknum verður gest- unum kynnt starfsemi og fram- leiðsla ÚA. Því næst, eða um kl. 16, verður skoðunarferð um Akureyri þar sem m.a. er ætlunin að koma við í húsakynnum Hita- veitu Akureyrar og Verkmennta- skólanum. Klukkan 19.30 verður síðan boðið til kvöldverðar á Hótel KEA í boði sjávarútvegs- ráðuneytisins. Klukkan 9 í fyrramálið er áætl- uð skoðunarferð í Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalteyri og síðan verður hádegisverður á Hótel KEA í boði bæjarstjórnar Akur- ieyrar. Heimsókninni lýkur kl. 13.30 á morgun þegar gestirnir stíga upp í flugvél sem flytur þá til Vestmannaeyja. Þessi heimsókn til Akureyrar tengist ekki síst kaupum Útgerð- arfélags Akureyringa á 60% í útgerðarfélaginu Mecklenburger Hochseefisherei, sem endanlega var gengið frá í Þýskalandi sl. miðvikudagskvöld. Samkvæmt kaupsamningnum taka hinir nýju eignaraðilar við félaginu þann 1. apríl nk. óþh Vanskil vegna virðisaukaskatts og staðgreiðslu aukast: Sýslumaimsembættið veitir greiðslufrest til 26. mars nk. Allflestir þeirra 123 aðila sem fengu bréflega aðvörun í lok febrúarmánaðar frá Sýslu- mannsembættinu á Akureyri um lokun vegna vanskila á virðisaukaskatti hafa gert skil en alls voru kröfurnar að upp- hæð 45 milljónir króna. Af þessum fjölda voru um 40 fyrirtæki og hafa nokkur þeirra fengið úrslitafrest fram til nk. mánudags og verða þá innsigl- uð hafí greiðsla ekki borist fyr- ir lok skrifstofutíma í dag. Björn Rögnvaldsson fulltrúi taldi líkur á að rekstur a.m.k. tveggja fyrirtækja mundi þá stöðvast vegna lokunaraðgerð- anna. Embættið hefur fengið nýja áætlun um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda og verður því farið af stað fljótlega með nýjan lokunarlista, en í vik- unni fóru út bréf til þeirra sem ekki höfðu gert skil á virðisauka- Jónas Stefánsson, kennari í málmiðnaðardeild VMA leiðbeinir nemendum sínum við rennibekkinn. Mynd: Robyn Opið hús í VMA: Starfsemin kynnt og kaffi veitt Á laugardaginn kl. 13-16 verð- ur opið hús í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Kynntar verða málsmíðadeild, raf- magnsdeild og vélstjórnardeild svo og aðstaða til bóklegs náms í dagskóla og öldunga- deild í húsakynnum skólans á Eyrarlandsholti og einnig Hússtjórnarsvið við Þórunnar- stræti. Að sögn Bernharðs Haralds- sonar, skólameistara, verða nemendur við störf í deildunum og gefst almenningi kostur á að kynnast starfseminni og fræðast um námsbrautirnar. Þá er gestum er boðið í kaffi. Kynningardagar sem þessi hafa áður verið haldnir í VMA og hafa líkað vel. Leikklúbbur VMA, LOCOS, frumsýndi nýverið leikritið Fyrir austan mána og var gerður góður rómur að sýningunni. Næstu sýn- ingar verða í Gryfjunni á sunnu- dag, mánudag og .þriðjudag. SS skatti og fá þeir aðilar greiðslu- frest til 26. mars nk. og í næstu viku fara út bréf vegna vanskila á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna janúar og febrúarmánaða. Fjöldi þeirra sem nú fá aðvarnir um lokun vegna vanskila er tölu- vert meiri því mikið er áætlað á þá sem eru með reiknuð laun í staðgreiðslu en færri sem hafa fengið áætlun í virðisaukaskattin- um en þó fleiri en oftast áður en þar er um að ræða desembermán- uð 1992 sem standa átti skil á 5. febrúar sl. GG Frumsýnum um helgina kl. 14.00-18.00 laugardag og sunnudag NISSAN MICRA BILL ARSINS 1993 16 ventla Twin Cam med aflstýri. Upphituð sæti. Einnig fáanlegir með sjálfskiptingu. Verð frá kr. 799 þúsundum. ★ Einnig verður sýndur Nissan Sunny og Subaru. BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri ÚR KJÖTBORÐI HRISALUNDUR ÚR ÁVAXTABORÐI ÚR BRAUÐBORÐI Blandað hakk 599 kr. kg Nautagúllas Nautasnitsel 2. fl. 998 kr. kg Nautaframfillet 1630 kr. kg Stór rauð epli 89 kr. kg Kiwi 98 kr. kg Rauð og græn paprika 399 kr. kg Ný brauð daglega Fjallabrauð 59 kr. Nýtts Hvítlauksbrauð frosin 138 kr. Lambakótilettur 549 kr. kg á meðan blrgðir endast rkað sve rð i ■■■■■ VISA Miiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.