Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. apríl 1993
Fréttir
Kjaraviðræðurnar í hnút í fyrrinótt: ,
Yfirlýsing Davíðs Oddssonar stóð í ASI
I fyrrínótt slitnadi upp úr viö-
ræðum aðila vinnumarkaðar-
ins eftir að forysta Alþýðu-
sambandsins hafnaði „Yfírlýs-
ingu rflcisstjórnar í tengslum
við gerð kjarasamninga“ sem
grunni að kjarasamningum.
Vinnuveitendur voru hins veg-
ar tilbúnir að fallast á yfirlýs-
inguna sem grunn að kjara-
samningum. Ovíst er um fram-
haidið og vart er við því að
búast að neitt markvert gerist
fyrr en í næstu viku.
Alþýðusambandsforystunni
fannst sem undirstöður ýmissa
liða í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar væru heldur veikar og suma
liði taldi hún vera innihaldsrýra,
t.d. þann er lýtur að kostnaði
vegna lyfja og læknishjálpar.
En hvað fólst í stórum dráttum
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?
* Tekið er fram að áfram verði
stuðlað að lækkun vaxta, m.a.
með útgáfu ríkisverðbréfa í
erlendri mynt á innlendum mark-
aði.
* Útgjöld til atvinnuskapandi
aðgerða, einkum fjárfestingar og
viðhalds, verði aukin um 1000
milljónir króna frá því sem áður
hefur verið ákveðið.
* Einum milljarði króna verði
varið í sérstök verkefni á árinu
1994, nýframkvæmdir og
viðhald.
* Endurskoðað verði skipulag
og kynning á íslenskum vörum og
þjónustu á erlendum vettvangi.
* Framkomnar tillögur "m frí-
svæði nái fram að ganga.
* Greitt verði fyrir fjárfestingu
íslenskra fyrirtækja í erlendum
sjávarútvegi.
* Rannsóknir í fiskeldi verði
efldar.
* Rannsókna- og þróunarstarf
verði eflt, m.a. með ýmsum skipu-
lagsbreytingum.
* Markvisst verði unnið að því
að greiða fyrir viðskiptum við
erlend skip þannig að Island geti
orðið þjónustumiðstöð í Norður-
Atlantshafi.
* Allra leiða verði leitað til að
auka sölu innlendrar orku til að
nýta þá umframorku sem nú er
fyrir hendi í raforkukerfi lands-
manna.
* Tímabundnar niðurgreiðslur
á tilteknum búvörum, sem nú
bera 24,5% vsk, þannig að það
jafngildi lækkun vsk í 14%.
Lækkun á þeim kjötvörum sem
um ræðir taki gildi 1. maí nk. en
lækkun á viðkomandi mjólkur-
afurðum 1. október nk. Lækkun
á viðkomandi kjötvörum yrði
3,5-5% en 8,4% á mjólkurvör-
um.
* Virðisaukaskattur á matvæl-
um verði lækkaður í 14% frá 1.
janúar 1994. Til að fjármagna
þessa lækkun að hluta verði lagð-
ur á 10% fjármagnstekjuskattur
frá 1. janúar 1994.
* Vörugjald á sementi, steypu
og ýmsum öðrum byggingavörum
verði fellt niður nú þegar.
* Tryggingagjald á útflutnings-
greinar verði fellt niður til árs-
loka 1993.
* Óseldum aflaheimildum
Hagræðingarsjóðs verði úthlutað
án endurgjalds.
* Beitt verði tilvísanakerfi
vegna sérfræðingalæknishjálpar
þar sem það á við og greiðslur
sjúklinga lækkaðar frá því sem
nú er. Varðandi lyfjakostnað
verði komið sérstaklega til móts
við vanda sjúklinga sem haldnir
eru langvinnum sjúkdómum og
þurfa mikið á lyfjum og læknis-
hjálp að halda. Opnuð verði leið
til að endurgreiða útgjöld vegna
lyfja og læknishjálpar með hlið-
sjón af greiðslugetu fólks og
aðstæðum.
* Ríkisstjórnin beiti sér fyrir
að stjórnarfrumvarp um atvinnu-
leysistryggingar hljóti lagagildi
á þessu þingi.
* Hið nýja embætti skattrann-
sóknarstjóra verði eflt til að
styrkj a og efla skattaeftirlit. óþh
Bílaleiga
Akureyri — Reykjavík.
★★★ Við gerum þér betra tilboð ★★★
GOÐAFOSS HF. BÍLALEIGA - GLERÁREYRUM.
Sími 96-11175, fax 96-12171.
FJÓRDUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Nýtt
símanúmer
Frá og með 17. apríl er nýtt símanúmer
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
96-30100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
AKUREYRARB/tR
Akureyrarbær auglýsir
tillögu að deiliskipulagi
4. áfanga Giljahverfis
í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir 40 ein-
býlishúsalóðum og lóðum fyrir 117 íbúðir í rað-
og parhúsum.
Deiliskipulagstillagan, uppdrættir og greinargerð,
liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulags-
deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð,
næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar,
þ.e. til föstudagsins 14. maí 1993, þannig að þeir
sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við
hana athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulags-
reglugerð. Þeir sem telja sig verða fyrir bóta-
skyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar er bent á
að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella
teljast þeir samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps:
Þátttaka í útgerð og smíði íþrótta-
húss stærstu útgjaldaliðimir
Sveitarstjórn Grýtubakka-
hrepps hefur gengið frá fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1993 og
eru stærstu útgjaldaliðirnir
hlutafjárkaup í nýju útgerðar-
félagi, Sænesi hf., að upphæð
15 niilljónir króna, og 15 millj-
ónir til að gera íþróttahúss-
byggingu fokhelda. Auk þess
koma 3 milljónir frá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga til þess
verks þannig að nettóútgjöld
sveitarsjóðs eru 12 milijónir
króna.
Þaö er Vélsmiðjan Vík hf. sem
sér um smíði stálgrindarinnar en
síðan verður auglýst lokaútboð á
klæðningu hússins og þakinu.
Þessir útgjaldaliðir þrengja mjög
kost Grýtubakkahrepps til ann-
arra framkvæmda en þó er fyrir-
hugað að girða af land Grýtu-
bakkahrepps á Þengilshöfða í
sumar en landið er orðið mjög
uppblásið og hrjóstugt m.a.
vegna ágangs búfjár. Fyrirhugað
er að græða landið upp þegar
girðingu er lokið og stuðla þannig
að notkun landsins sem útivistar-
svæðis. Komið er bundið slitlag á
um 85% af gatnakerfinu á Greni-
vík og eru engar frekari fram-
kvæmdir á því sviði fyrirhugaðar
í sumar en skipta þarf um jarðveg
í þeim götum sem ekki eru enn
með bundnu slitlagi. Sama má
segja um höfnina. Sumarið 1991
var rekið niður 30 metra stálþil
og þekjan síðan steypt í fyrra en
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
segir að varnargarðurinn norðan
á hafnargarðinum sé orðinn mjög
rýr en í slæmu brimi í vetur lét
hann talsvert á sjá. Engar hafn-
arframkvæmdir eru á fram-
kvæmdaskrá Hafnamálastofn-
unar og því alls óvíst hvenær
hægt verður að styrkja varnar-
garðinn.
„Það minnkar alltaf það fjár-
magn sem sveitarfélagið hefur til
ráðstöfunar og tekjurnar voru
lægri árið 1992 en 1991 og gert er
ráð fyrir frekari tekjurýrnun á
þessu ári. Það vegur þyngst að
við fáum aðeins 80% af aðstöðu-
gjaldinu og eins hafa útsvarstekj-
ur minnkað vegna þverrandi
tekna hjá almenningi,“ sagði
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.
GG
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis:
íslandsbankamálið leyst
Vilhjálmur Ingi tekur hattinn ofan
Islandsbankamálið svokallaða
hefur nú verið til lykta leitt. í
fréttatilkynningu frá Neyt-
endafélagi Akureyrar og ná-
grennis kemur fram að farsæl
lausn hefur náðst í málum
þeirra sem áttu viðskiptareikn-
inga sem bankastarfsmenn
höfðu tekið fé út af án leyfis
eigenda.
„Eftir að Bankaeftirlit Seðla-
banka íslands gaf frá sér skýrar
leiðbeiningar um millifærslur,
leiðréttingar og úttektir af reikn-
ingum, hefur náðst að leiðrétta
mál allra þeirra sem sneru sér til
Neytendasamtakanna vegna
slíkra mála.
Það mál sem hratt atburðarás-
inni af stað, og mest hefur borið á
í fjölmiðlum, var vegna reiknings
í íslandsbanka. Má segja að
Björn Eysteinsson, bankastjóri
íslandsbanka, hafi orðið að taka
á sig og sitja opinberlega undir
ákúrum vegna allra hinna banka-
mannanna sem aldrei komu fram
í sviðsljósið, þó líkt væri á með
komið. Það er virðingarvert að
Björn, þrátt fyrir þau þungu orð
og ásakanir sem í hita baráttunn-
ar hrutu í hans garð af minni
hálfu, skuli hafa gengið í það
persónulega, að koma á sáttum
milli bankans og viðskiptavinar-
ins,“ segir í tilkynningu frá Vil-
hjálmi Inga Árnasyni, formanni
Neytendafélags Akureyrar og
nágrennis.
Ennfremur segir í tilkynningu
Vilhjálms Inga: „Á sama hátt og
ég leitast við að benda á það sem
mér finnst miður fara, er mér
jafn skylt að geta þess sem vel er
gert og úr bætt, því sá sem færir
til betri vegar, er sá sem vert er
að taka hattinn ofan fyrir.“ SS
Bæjarstjórn Siglufjarðar bauð liðsniönnum sveitar Sparisjóðs Siglufjarðar, nýkrýndum íslandsmeisturum í sveita-
keppni í bridds, í kaffisamsæti á þriðjudag og færði þeim m.a. 100 þúsund króna peningagjöf fyrir glæstan árangur
við spilaborðið. Þá hefur Sparisjóður Siglufjarðar boðið sveitinni í kafHsamsæti nk. miðvikudag. A myndinni eru
f.v. Björn Jónasson, sparisjóðsstjóri, þá liðsmenn sveitarinnar, bræðurnir Steinar og Ólafur Jónssynir og bræðurn-
ir» Anton, Bogi, Jón og Asgrímur Sigurgrímssynir og Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar.