Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. apríl 1993 - DAGUR - 5 Fréttir Róleg byrjun á grásleppunni á Kópaskeri: Fimm bátar frá Lefrhöfli og sex á Kópaskeri hafa byijað veiðar Grásleppuveiðin hjá bátum á Kópaskeri og við Leirhöfn á Melrakkasléttu byrjar fremur rólega og virðist allt vera seinna á ferðinni nú en venju- lega. Rauðmaginn kom mjög seint í vor og þá er grásleppan þeim mun seinna á ferðinni, en á undanförnum árum hefur oft ekki verið byrjað að Ieggja netin fyrr en um miðjan aprfl- mánuð. Fimm bátar eru gerðir út á grásleppuna frá Leirhöfn og sex frá Kópaskeri en hrognin eru öll verkuð á Kópaskeri. Nokkrir aðilar stofnuðu fyrirtæki um verkun og söltun grásleppu- hrogna, Hrogn sf., og einnig eru Vilhelm Steinarsson og Eyþór Margeirsson með verkun sem áður var staðsett í Leirhöfn og Auðun Benediktsson hefur einnig vinnsluleyfi. Leirhafnarbátarnir landa þar við bryggjustúf sem haldið hefur verið við og er hrognunum síðan ekið til Kópa- skers til verkunar. Leyfisveiting- ar til verkunar grásleppuhrogna eru nú veittar af Fiskistofu en Ríkismat sjávarafurða var lagt niður um sl. áramót og munu sér- stakar skoðunarstofur taka að mestu við hlutverki Ríkismatsins og vera Fiskistofu ráðgefandi gagnvart leyfisveitingum til allra frystihúsa og fiskverkenda í land- inu. Þórður Friðgeirsson, forstöðu- maður gæðastjómunar Fiskistofu, segir að reglugerð um meðferð afla, hreinlæti, búnað og holl- ustuhætti taki gildi á næstu dögum. Til þess að öðlast vinnsluleyfi til grásleppuhrogna- verkunar þarf samning við skoð- unarstofu og tekur stofan þá út hreinlæti, búnað og innra eftirlit fyrirtækisins og tilkynnir Fiski- stofu þegar öll skilyrði hafa verið uppfyllt og mælir með vinnsluleyfi. Þetta vor hafa grá- sleppuhrognasaltendur hins veg- ar verið á vissri undanþágu gagn- vart vinnsluleyfum þar sem frest- ur til að gera samning við skoð- unarstofu rennur ekki út fyrr en 1. maí nk. en átti upphaflega að renna út 1. apríl sl. en var fram- lengdur þar sem reglugerðin var ekki komin út. Fyrir vertíðina 1994 verða þeir að uppfylla sömu kröfur og aðrir fiskverkendur. Sex skoðunarstofur hafa fengið starfsleyfi, Skoðunarstofa Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Skoðunarstofa íslenskra sjávar- afurða, Nýja skoðunarstofan hf., Skoðunarstofa Suðurnesja, Tæknimið hf. og Rýni hf. Einn af rækjubátunum á Kópa- skeri lagði grásleppunetin áður en rækjuvertíðinni á Öxarfirði lauk og var send kæra til Sjávar- útvegsráðuneytisins vegna máls- ins en þar var henni vísað frá sem órökstuddri og að ekki væri verið að brjóta nein lög. GG Frá Ólafsfirði. FréttapistiU frá Ólafsfirði Tvö ný fyrirtæki tóku til starfa hér í Ólafsfirði kringum síð- ustu mánaðamót, Þvottahúsið Nýmann og kven- og barna- fataverslunin Hornið. Það er alltaf gaman þegar ný fyrirtæki eru sett í gang og lýsir það líka því að ekki er allur dugur far- inn úr fólki og jafnframt að það hefur trú á staðnum. Loðnubáturinn Guðmundur Ólafur hefur lokið loðnuvertíð- inni og fór hann síðan á rækju og hefur aflað þokkalega af henni það sem af er. Afli togaranna hefur verið sæmilegur frá ára- mótum, bæði ísfisktogara og frystitogara, en veður hefur oft hamlað veiðum. Afli minni báta hefur verið frekar tregur, aðal- lega vegna rysjóttar tíðar. Grásleppuvertíðin er hafin hjá trillunum og fer hún frekar hægt af stað en gott verð er á grá- sleppuhrognum núna. Afli Lísu Maríu og Asgeirs Frímanns hefur verið svona vel í meðallagi miðað við afla hjá öðrum útilegulínu- bátum. Atvinnuástandið hefur verið nokkuð gott hér frá ára- mótum. Leikfélagið hefur sýnt hér sex sýningar á barnaleikritinu Fróði og allir hinir grislingarnir við góðar undirtektir. Það má geta þess að meirihluti af leikendum eru krakkar sem aldrei hafa kom- ið áður á leiksvið og skiluðu þeir sínum hlutverkum mjög vel. Þá kom hér blandaður kór frá Blönduósi og hélt söngskemmtun í Tjarnarborg. Hefði hún mátt vera betur sótt. Hinum árlegu skólaskemmtunum er lokið. Ýmsar uppákomur hafa verið á hótelinu og hjá Siscobar og hafa þær verið vel sóttar, svo af þessu má sjá að menningarlífinu eru gerð hér nokkuð góð skil. Gerðar hafa verið tilraunir til að framleiða hér snjó í fjallinu fyrir ofan bæinn fyrir skíðafólk með tæki sem fengið var frá Dalvík. Reyndist það held ég nokkuð vel, en vantar lengri tíma til að sjá hvort það er grundvöllur fyrir því að keppa við veðurguð- ina um slíka framleiðslu. Hefði einhverjum látið sér detta í hug að láta það út úr sér fyrir nokkr- um árum að okkur hér í Ólafs- firði vantaði vél til að framleiða snjó hér í fjallinu á veturna, þá held ég að flestir sem það hefðu heyrt segðu að sá hinn sami væri það truflaður að hann ætti hvergi heima nema á hæli og hann ætti litla von um bata. Svona geta hlutirnir breyst á skömmum tíma. Sveinn. Samband íslenskra rafVeitna 50 ára: Opið hús hjá RaíVeitu Akureyrar 24. apríi - sagan rakin og skoðunarferðir um bæinn Samband íslenskra rafveitna fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Það var stofnað 24. ágúst 1943 af 15 rafveitum. Meðlimir sambandsins minn- Aðveitustöð 2 á Rangárvöllum. ast afmælisins á ýmsan hátt, meðal annars með því að hafa fyrirtæki sín opin almenningi 24. aprfl næstkomandi og kynna starfsemi sína og einnig með afmælisþingi sem haldið verður 16.-17. október í Há- skólabíói. Ríkur þáttur í þessu tvennu, kynningu og afmælisþingi, verður æskulýðsstefna undir kjörorðun- um: Æska-orka-framtíð. Grunn- skólanemendum, í þeim bekkj- um þar sem kennsla um rafmagn fer fram, hefur verið falið að gera verkefni í anda þessara kjörorða. Þessi verkefni unglinganna verða til sýnis hjá rafveitunum 24. apríl og þau bestu verða þá valin til kynningar á afmælisþinginu í Reykjavík í október. Rafveita Akureyrar hefur opið hús þennan dag, laugardaginn 24. apríl, að Þórsstíg 4 frá kl. 13 til 18. Fyrirtækjum á Akureyri verður boðið að kynna fram- leiðslu sína og þjónustu í húsa- kynnum Rafveitunnar á þessum tíma, annars vegar á sviði raf- verktakastarfsemi og rafbúnaðar og hins vegar á sviði matvæla- framleiðslu og matvælasölu. Æskilegt væri að fyrirtæki sem ekki hefur verið haft samband við, en hefðu áhuga á að kynna vöru sína eða þjónustu, hefðu samband við Rafveituna sem fyrst, segir í fréttatilkynningu frá Rafveitu Akureyrar. Kynningu á Rafveitu Akureyr- ar verður þannig háttað að húsa- kynni fyrirtækisins að Þórsstíg 4 verða öllum opin og hægt verður að skoða skrifstofur, verkstæði, lager og aðra aðstöðu. í anddyri Höfuðstöðvar Rafveitu Akureyrar að Þórsstíg 4. Þar verður opið hús og sögusýning í anddyrinu og þaðan verður farið í skoðunarferðir um bæinn. Aðveitustöð 1 (garnla spennistöðin) við Þingvallastræti. Þar hefur verið ráð- ist í miklar endurbætur. hefur verið komið fyrir sýningu þar sem saga Rafveitunnar er rakin í máli og myndum, frá upp- hafi fram á þennan dag. Ferðir verða með klukkutíma millibili frá Þórsstíg 4 og farið verður um bæinn og helstu raforkuvirki skoðuð. SS JSL Iðjufélagar W athugið! Útleiga á orlofshúsum félagsins sumarið 1993. Sækja þarf skriflega um dvöl í orlofshúsi eða íbúð á þar til gerðum eyðublöðum, sem eru fáanleg hjá trúnaðarmönnum félagsins og á skrifstofunni Skipa- götu 14. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1993 og ber að skila umsóknum til skrifstofu félagsins. Þau orlofshús sem eru í boði, eru á eftirtöldum stöðum: Svignaskarð, Borgarfirði, lllugastaðir, Fnjóskadal, íbúð í Reykjavík, Ölfusborgir við Hveragerði, Miðdalur við Laugavatn. Vikuleiga í orlofshúsi er kr. 8.000,00. Vikuleiga í íbúð í Reykjavík er kr. 9.000,00. Njótið sumarsins! Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.