Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 23
I UPPÁHALDI Laugardagur 17. apríl 1993 - DAGUR - 23 „Lifi bara eins og guð lofar“ Skúli Pálsson er lands- frægur vídeó- og sjón- varpskóngur í Ólafs- firði. Lengi vel var hann með bflaverkstæði samhliða myndbandaleigunni en það hef- ur nú vikið fyrir nýjasta fram- taki hans sem er Siscobar, krá og veitingastaður sem leit dags- ins ljós upp úr áramótum. Þar er einnig komin bensínstöð. Staðurinn hefur líkað vel og Skúli er hress að vanda og á kafí í vinnu sem fyrri daginn. Hann gaf sér þó tíma til að svara hinum stöðluðu spuming- um okkar um áhugamál og hugðarefni. Hvað geriröu heht ífrístundum? „Þær em engar. Ég hvfli mig þegar færi gefst, svo einfalt er það.“ HvaÖa matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er skötuselur í orly, þ.e. djúpsteiktur skötuselur.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ætli það sé ekki hið gamla og sívinsæla kók. Ég drekk það af stút eins og f gamla daga.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heim- ilinu? „Ég læt konuna alveg um það. Ég bý helst um hjónarúmið en aðrar frægðarsögur af heimilis- verkum get ég varla sagt.“ SpáirÖu mikiÖ í heiisusamlegt Ifferni? „Ég spái ekkert í það, lifi bara - segir Skúli Pálsson Skúli Pálsson. eins og guð lofar.“ HvaÖa blöö og tímarit kaupiröu? „Dag og Dagblaðið. Svo kaupi ég sjónvarpsvísi fyrir erlendar stöðvar og þá held ég að það sé upptalið." HvaÖa bók er á náttboröinu hjá þér? „Það er reyndar bók á náttborð- inu, einhver ferðasaga sem ég man ekki hvað heitir. Ég var mikill bókaormur en nú er eng- inn tími til neins.“ Hvaöa hljómsveitltónlistarmaöur er í mestu uppáhaidi hjá þér? „Þorvaldur Halldórsson er uppáhaldssöngvarinn. Mér finnst hann alltaf frábær og Á sjó er sígilt. Ég er af gamla skólanum." UppáhaidsíþróttamaÖur? „Ætli það sé ekki Bjöm Þór Ól- afsson, stökk- og skíðagöngu- garpurinn eitilharði.“ HvaÖ horfiröu helst á í sjónvarpi? „Ég reyni að sleppa ekki frétt- um, annars er það tilfallandi hverju sinni. Ég horfí nánast einungis á Stöð 2.“ Á hvaöa stjórnmálamanni hefuröu mestálit? „Þorsteini Pálssyni.“ Hvar á landinu vildiröu helst búa fyrir utan heimahagana? „Á Dalvík. Ég bjó þar á sínum tíma og líkaði frábærlega vel þar.“ Hvaöa hlutlfasteign langar þig mest til aö eignast um þessar mundir? „Mig langar helst til að koma upp kláf upp á Múlakollu til að þjónusta ferðamenn út af mið- nætursólinni. Þama er líka frá- bært skíðaland frá þvf í sept- ember og langt fram á sumar og útsýnið stórkostlegt. Þetta þurf- um við að gera.“ Hvemig myndiröu eyöa þriggja vikna vetrarfríi? „Ég hef aldrei um dagana feng- ið slfkt frí. Ef ég fengi það þá hugsa ég að ég myndi skreppa með konunni til Flórída.“ Hvaö œtlaröu áö gera um helgina? „Vinna. Því er fljótsvarað og sjálfsagt engu við að bæta.“ SS Efst í huga Þóröur Ingimarsson Eignarhaldstengslin eflast enn Sú var tíðin að Samband íslenskra samvinnufélaga og dótturfyritæki þess voru þyrnir í augum margra. Andstæð- ingar samvinnustarfsins töldu að með sameiginlegu og margvíslegu sam- starfi þessara fyrirtækja myndu umsvif og völd í viðskiptaheiminum safnast á færri hendur en æskilegt væri. Ýmsir töluðu um auðhring í þessu sambandi og samvinnumenn lágu undir stöðugri gagnrýni vegna þeirrar þróunar er átt hafði séð stað innan samvinnuhreyf- ingarinnar að þessu leyti. Einn harðasti boðberi frjálsrar viðskiptahyggju, Morgunblaðið, fór oft á undan í þessari umfjöllun en aðrir fylgdu á eftir. Nú hefur starfsemi Sambandsins verið hætt að mestu og samvinnu- starfið í landinu er með öðrum hætti en þegar ásakanir um auðhringamyndun þess voru hvað ákafastar. Miðað við umræður fyrri ára mætti því álíta að tengsl á borð við þau sem samvinnu- menn voru ásakaðir um heyrðu nú sögunni til. Því er þó alls ekki að heilsa. í viðskiptablaði Morgunblaðsins á skírdag mátti fræðast um margvísleg tengsl á milli sjö af stærstu almenn- ingshlutafélögum landsins. Þessi fyrir- tæki eru Eimskipafélagið, Flugleiðir, íslandsbanki, Skeljungur, Sjóvá- Almennar, Grandi og Sameinaðir verk- takar. Samkvæmt upplýsingum við- skiptablaðsins eru tengsl þessara fyrir- tækja líkust flóknum frumskógi þar sem hvert félag á stóra hluti í öðrum og sömu menn sitja að meira og minna leyti í stjórnum hlutafélaganna. For- ráðamenn þessara félaga hafa verið að auka samtengingu þeirra á undan- förnum árum með innbyrðis kaupum á hlutabréfum. Kveður svo rammt að þessari þróun að heitið „Kolkrabbinn" hefur nú orðið fast við þennan hring í íslensku athafnalífi. Hvað sem hugmyndaauðgi þess aðila, sem fann kolkrabbanafnið upp líður, er sú þróun er hér hefur verið drepið á í mikilli andstöðu við hug- myndir um aukið frelsi í atvinnurekstri og samkeppni í viðskiptalífinu. Nú stunda aðstandendur þessara hluta- félaga þá sömu iðju og þeir töldu sig sjá í veruleika samvinnustarfsins — en aðeins af mun meiri ákafa en nokkurn tíma áður hefur þekkst hér á landi. Rit- stjórum Morgunblaðsins ofbýður nú og finna sig knúna til að mæla gegn þess- ari þróun í forystugrein í fyrradag. Blaðið er þannig samkvæmt sjálfu sér frá fyrri tíð þótt það verði nú að ráðast á nálægari túngarð en áður. Úttekt Morgunblaðsins á frumskógi eignar- haldstengslanna í íslensku atvinnulífi er mér efst í huga nú í vikulokin. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir. Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi Akureyrar Apóteks. Dánarbú fráfarandi lyfsala óskar eftir því að viðtakandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. ágúst 1993. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 10. maí nk. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 14. apríl 1993. / HáskóHnn xíss&ssí a Jkkureym Laus er til umsóknar staða lektors í eðlis- og stærðfræði við Háskólann á Akureyri. Kennsla væntanlegs lektors skiptist á milli kenn- aradeildar og rekstrardeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil sinn og störf. Upplýsingar um starfið gefa forstöðumaður rekstrar- deildar, sérfræðingur við kennaradeild eða rektor í síma 96-11770. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 15. maí nk. Meinatæknar Meinatæknir óskast í 50% stöðu deiidarmeina- tæknis, einnig vantar meinatækni til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefa: Kristín í símum 96-41333 og 96- 41847 og framkvæmdastjóri í síma 96-41333. Jmm HEILSUGÆSLUSTÖÐIN A AKUBEYRI Læknaritara (ritara) vantar til sumarafleysinga við Heilsugæslustöðina á Akureyri. Umsóknir berist í síðasta lagi 21. apríl. Upplýsingar gefur Erla Hallgrímsdóttir læknafulltrúi eða Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri í síma 22311. Leiðsögumenn Leiðsögumenn, með réttindi, óskast til starfa í júní, júlí og ágúst 1993. Tungumál enska og þýska. Upplýsingar í síma 96-23510. p.U.qI sérleyfisbílar akureyrar hf. □ IjCU akureyri bus company

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.