Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 17. apríl 1993 Popp Magnús Geir Guðmundsson Velvet Underground: Endurkoma staðfest lifði í gömlum glæðum þeirra á milli. Sú er sem sagt raunin að sögn Tucker og því sé tónleika- ferð á dagskránni í sumar. „Endurkoman á sér stað einfaldlega vegna þess að við viljum spila saman aftur. Jafnvel þó það yrði aðeins um þessa einu ferð að ræða og ekkert meir, þá er það þess virði fyrir okkur," segir Tucker ennfremur. Þar af leiðandi hefur því engin ákvörð- un verið tekin um framhaldið, hvort ný plata með þeim komi út o.s.frv. Möguleikinn er vissulega fyrir hendi aö gera plötu, því áhuginn er fyrir henni bæði hjá hljómsveitinni sjálfri og útgefend- um. Tíminn mun aftur á móti í náinni framtíð einn leiða það í Ijós hvort af gerð hennar verður. Stuttur en áhrifamikill ferill Velvet Underground varð upp- haflega til i þeirri mynd sem hún er í nú árið 1966, en hún varð til upp úr tveimur öðrum sveitum sem kölluðust Warlocks og Primitives. Komu þau Morrison, Cale og Tucker eitt af öðru til liðs við Reed gegnum þá hljómsveit. Samstarf þeirra þá entist aðeins í um þrjú ár, en á þeim tíma sköp- uðu þau þó öll helstu verk Velvet Underground, sem enn í dag, rúmum tuttugu árum síðar, teljast ein hin áhrifamestu í bandarísku rokki. Voru þetta Menningarhátíð í Eyjafjarðarsveit dagana 17.-25. apríl 1993 1 7. apríl — laugardagur. Kl. 13.30 Setning hátíðarinnar í Blómaskálanum Vín. Ávarp: Leifur Guðmundsson form. menningarmálan. Eyjafjarðarsveitar. Tónlist: Ingvi Vaclav og Dórotea Tómasdóttir. Kl. 13.30 Opnun myndlistar- og listiðnaðarsýninga í Vín og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Samsýning eyfirskra listamanna. Kl. 21.00 Tónleikar í Laugarborg. Kórar Eyjafjarðarsveitar og Karlakórinn Heimir. Harmonikudansleikur. 18. apríl — sunnudagur. Kl. 14.00 Dagur barnanna í íþróttahúsinu Hrafnagili. Lúðrasveit Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Helgistund. Veitingar. Leikir í umsjá ungmennafélaga. Kl. 22.00 Blús-tónleikar í Blómaskálanum Vín. Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson og félagar. 19. apríl — mánudagur. Kl. 21.00 Ljóðakvöld í Blómaskálanum Vín. Höfundar Ijóða og upplesarar: Angantýr Hjörvar Hjálm- arsson, Hjalti Finnsson, Helgi Þórsson, Ingibjörg Bjarna- dóttir, Gunnar Thorsteinsson, Brynjólfur Ingvarsson og Benedikt Ingimarsson. Tónlist: Þuríður Baldursdóttir og Guðjón Pálsson. Kristján Hjartarson og Galgopar. 20. apríl — þriðjudagur. Kl. 21.00 Leiklist, tónlist og upplestur í Freyvangi. Unglingar, Félag aldraðra og Freyvangsleikhúsið. Yolande Carter og Guðjón Pálsson. Hulda Garðarsdóttir og Þórdís Karlsdóttir. Myndlistar- og listiðnaöarsýningar verða opnar í Vín alla daga frá kl. 11-22 og á skrifstofu Eyjafjarð- arsveitar virka daga kl. 9-16 og um helgar 14-18. Endurreisn hinnar frægu banda- rísku nýbylgjurokkhljómsveitar, The Velvet Underground, sem fjallað var um hér í Poppi fyrir nokkru að væri í bigerð, hefur nú endanlega verið staðfest. Eins og þá kom fram höfðu þau fjögur sem skipuðu hljómsveitina upp- haflega, Lou Reed söngvari og gítarleikari, John Cale bassa- og fiðluleikari, Sterling Morrison gítarleikari og Maureen „Moe“ Tucker trommuleikari, um skeið verið að æfa saman eftir langt hlé með það í huga að byrja hugsanlega aftur ef vel gengi. Skömmu fyrir páska var það svo staðfest að um endurkomu yrði að ræða í formi tónleikaferð- ar m.a. um Bretland í byrjun júní. Segir Moe Tucker í viðtali í tilefni endurkomunnar að hugmyndin um að byrja aftur hafi komið upþ í desember síðastliðnum. „Við hittumst þá öll fjögur á fundi viðskiptalegs eðlis þar sem mjög vel fór á með okkur og vina- bönd treystust á ný á milli okkar. Var það Lou (Reed) sem sló því þar fram í gríni að við skyldum byrja aftur með því að halda tón- leika í Madison Square Garden í New York og þiggja fyrir milljón dollara," segir Tucker um hvernig endurfundum þeirra fjögra bar saman. Að grfninu sleþþtu fannst þeim þetta hins vegar góð hugmynd og ákváðu í kjölfarið að koma saman til æfinga og láta reyna á hvort enn Velvet Underground hefur hafið störf plöturnar The Velvet Underground & Nico, White Light White Heat, The Velvet Under- ground og svo tónleikaplatan tvöfalda 1969, Live, sem reyndar kom ekki út fyrr en 1974. (Var Cale reyndar að hverfa á braut þegar að útkomu VU plötunnar kom.) Komst losarabragur á hljómsveitina eftir þetta og hætti hún fljótlega í byrjun áttunda áratugarins. Auk áðurtaldra platna komu út undir nafni Velvet Underground á ný í sinni sterkustu mynd. þrjár aðrar þlötur Leaded, önnur tónleikaplata, sem ekki var beint kræsileg og Squeeze, sem varð svanasöngurinn í það skiptið. (Kom hún út árið 1972 og voru þau þá öll fjögur horfin á braut.) Síðan leiðir skildu, árið 1969, fór ekki of mikið fyrir þeim Morrison, Cale og Tucker, en þeim mun meira fyrir Reed, sem eins og kunnugt er hefur sent frá sér mörg glæsiverkin í gegnum árin undir eigin nafni. Var samgangur á milli þeirra fjögurra lítill eftir þetta, nema ef vera skyldi milli Reeds og Cale, eða allt þangað til árið 1990 og þau samþykktu að koma fram á minningarsamkomu í Frakklandi um vin þeirra og félaga, hinn fræga popplistamann Andy Warhol. (Átti Warhol stóran þátt í að koma hljómsveitinni á fram- færi og er á vissan hátt Guðfaðir hennar. Hannaði hann m.a. frægt „bananaumslag", sem margir telja hið merkasta allra plötuumslaga.) Má með nokkrum sanni segja að athöfnin í Frakk- landi hafi kveikt neistann, sem nú hefur leitttil þess að hljómsveitin er byrjuð á ný. Að lokum er rétt að minna aftur á að í sumar er von á tveimur safnútgáfum með verkum Velvet Underground. Annars vegar eru það þrjár fyrstu plöturnar sem verða gefnar út saman í pakka og hins vegar ýmislegt sem áður hefur komið út, en með ólögleg- um hætti. Verður þar væntanlega einnig eitthvaö sem ekki hefur heyrst áður. Ur ýmsum áttum að virðist alltaf annað slagið þurfa að henda poppara og rokkara að vandræði komi upp á tónleikum þeirra og eru sumir þar óheppnari en aðrir í þeim efnum. Rokksveitin þunga Metallica er ein af þeim sem ekki hefur farið varahluta af slíku og það í nokkr- um mæli. Nú síðast varð hljóm- sveitin óbeint fyrir barðinu á óánægðum aðdáendum sínum í Indónesíu, þar sem hún hélt tón- leika kringum páskana. Var nán- ar tiltekið um að ræða ólæti sem brutust út meðal fjölda Metallica- aðdáenda, sem ekki fengu að- gang að tónleikum hljómsveitar- innar vegna takmarkaðs að- göngumiðafjölda. Urðu töluverð meiðsl í ólátunum og varð að handtaka marga af óláta- seggjunum. Er þetta reyndar ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist í tengslum við tónleika í Indónesíu, því álíka vandræði komu einnig upp er Mick „Rollingur" Jagger var þar á ferð fyrir allnokkru. Virðist því skipulagning tónleika ekki vera upp á marga fiska þar austur frá. Það er annars á jákvæðari nót- um af Metallica að frétta að á tónleikunum á Milton Keynes í Bretlandi í sumar, sem hópferð héðan frá íslandi er fyrirhuguð á, mun Megadeth ásamt öðrum stíga á svið með þeim. Þykir þetta stórfrétt í rokkinu, vegna þess að leiðtogi Megadeth, Dave Mustaine, var uþphaflega í Met- allica, en var rekinn úr henni með skömm fyrir ellefu árum. Hafa Ragga Gísla lék eitt aðalhlutverkið í myndinni Karlakórinn Hekla. Plata með lögunum úr henni er nú komin út. Dave Mustaine og hljómsveit hans Megadeth verða gestir Metallica á Milton Keynes. ■ Rob Halford verður ekki áfram söngvari Judas Priest. síðan litlir kærleikar verið með Mustaine og Metallicamönnum, eða þar til nú að ákveðið hefur verið að Mustaine og félagar verði gestir Metallica á Milton Keynes. Islensk útgáfa er nú smám saman að taka við sér og virð- ist ætla að verða hin sæmileg- asta á komandi vikum og mánuð- um. Nú á síðustu vikum hafa tvær nýjar þlötur litið dagsins Ijós, sem eiga það sameiginlegt að tengjast leiklistinni með þó sitt hvorum hætti. Er þar annars veg- ar um að ræða plötu með lögum úr barnaleikritinu Ronju ræn- ingjadóttur, sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir hjá Borgar- leikhúsinu í Reykjavík og hjá Leikfélagi Húsavíkur á þessu leikári. Er tónlistin eftir hinn góð- kunna Dana Sebastian, en ieikritið er eins og kunnugt er eftir hina sænskættuðu Astrid Lindgren. Hins vegar er um að ræða plötu með lögum úr hinni bráð- skemmtilegu mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Karlakórinn Hekla, sem fékk góðar viðtökur landsmanna á síðasta ári. Spila þar stóra rullu líkt og í myndinni sjálfri þau Egill Ólafsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Garðar Cortes og svo auðvitað kórinn sjálfur Fóstbræðra í líki Karlakórsins Heklu. Það er síðan rétt að minna á að það styttist í útgáfu hjá fólki eins og Björk Sykurmola með sína fyrstu einherjaplötu, Debut, nýja plötu GCD o.fl. en reikna má með þeim í maí. Verð- ur nánar fjallað um þessa útgáfu þegar enn nær dregur. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka um margra mán- aða skeið virðist nú Ijóst að Rob Halford muni ekki snúa aftur sem söngvari Judas Priest, þunga- rokkshljómsveitarinnar frægu, sem hann hefur verið í um tutt- ugu ára skeið. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá öðrum meðlimum Judas Priest og segja þeir þar ennfremur að möguleikinn á að Halford snéri aftur eftir að hafa sinnt nýju hljómsveitinni sinni Fight, hefði í raun aldrei veriö fyr- ir hendi hjá Halford þó hann hefði haldið því fram. Hann hefði aðeins áhuga á því nú að gera hlutina á eigin forsendum með Fight. Þeir Glenn Tipton, KK Dowing og lan Hill, sem eftir standa í Judas Priest, ætla að halda ótrauðir áfram og hyggjast nú finna nýjan söngvara sem og trommuleikara fyrir sveitina, en Scott Travis sem síðast sat við settið hjá henni fylgdi Halford yfir í Fight. í næstu viku kemur út safn með helstu lögum Judas Priest frá 1972 til 1992 og má segja að það marki vissan endi en um leið nýtt skeið á ferli þessarar ágætu hljómsveitar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.