Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 17.04.1993, Blaðsíða 24
OÍíubíll frá Olís að þjónusta þýska togarann Dorado í gærmorgun eftir að löndun hófst. Á innfelldu myndinni er Wilfried Schulz, framleiðslustjóri á Dorado. Mynd: Robyn Þýski togarinn Dorado með 300 tonn af heilfrystum karfa: Sjö Mecklenburger-togarar á úthafs- karfaveiðum suðvestur af Reykjanesi Á fundi bæjarráðs Akureyr- ar sl. fimmtudag var sam- þykkt að ganga til samninga við verktakafyrirtækið Ýtuna hf. á grundvelli til- boðs þess um gatnagerð og lagnir í þriðja áfanga Gilja- hverfís á Akureyri. Kostnaðaráætlun var 9,73 milljónir króna, en tilboð Ýtunnar hf. hljóðaði upp á 7,9 milljónir króna. Auk Ytunnar hf. buðu fjórir verktakar í þetta verk. Því á að vera lokið 29. maí nk. óþh Samið við Gísla ogPálumhöim- unnýsleikskóla Bæjarráð samþykkti á sama fundi að ganga til samninga við Arkitektastofuna í Gróf- argili um hönnun nýs Ieik- skóla fyrir Akureyrarbæ í Giljahverfi. Félagsmálaráð hafði áður samþykkt að ganga til samn- inga við Arkitektastofuna í Grófargili á grundvélli verð- hugmynda hennar í hönnun leikskólans. Gert er ráð fyrir að hönnun taki þrjá mánuði og verkið verði tilbúið til útboðs síðla sumars. Um er að ræða 650 fermetra byggingu og miðað við tvær hálfsdags- og tvær heilsdags- deildir kemur skólinn til með að rúma um 120 börn. óþh Listasafn Akureyrar: Samið við Blikk- og tækmþjónustuna um innréttíngu Þá samþykkti bæjarráð að ganga til samninga við Blikk- og tækniþjónustuna á Akureyri um innréttingu Listasafns Akureyrar á ann- arri hæð i gamla Mjólkur- samlagshúsinu í Grófargili. Kostnaaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 27 milljónir króna, en tilboð Blikk- og tækniþjónustunnar, sem var eitt þriggja aðaltilboða, var 23,96 milljónir króna. Um er að ræða frágang innanhúss, m.a. múrverk, tréverk, máln- ingu, lagnir o.fl. óþh O HELGARVEÐRIÐ „Nú fáið þið dæmigert vorhret," sagði Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Islands um veður- horfur í dag, laugardag. Búist er við norðanátt, frosti og snjókomu á öllu Norðuriandi í dag. Veðrið verður verst fyrri- part dags en gengur niður með kvöldinu. Á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir að stytti upp með björtu veðri inn til landsins og hita í kringum frostmark. Þýski togarinn Dorado, eign þýska útgerðarfyrirtækisins Mecklenburger Hochseefis- herei, sem Útgerðarfélag Akureyringa hefúr keypt meiri- hluta í, landaði I gær um 300 tonnum af heilfrystum karfa sem skipið fékk á úthafskarfa- miðunum djúpt suðvestur af Reykjanesi en þeir togarar sem þar hafa verið að undan- förnu hafa verið að fá mjög Ekkert verður af því að Metro Fairchild skrúfuþota Flug- félags Norðurlands komist í Aðalfundur Skjaldar hf. var haldinn á Sauðárkróki 7. aprð sl. og voru ársreikningar fyrir- tækisins lagðir fram. Tap á rekstrinum voru 19,5 milljónir á síðasta ári, sem er 14,5 millj- ónum meira en árið 1991. Stjórn fyrirtækisins hefur verið flutt til Siglufjarðar, en fyrir- tækið rekur áfram frystihús á Sauðárkróki. Rekstrartekjur ársins voru 298,6 millj. kr. sem er 1% aukn- ing frá árinu áður. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta var tap á rekstri Skjaldar 19,5 millj. kr., en var5 millj. árið 1991. Heildareignir fyrirtækisins námu í árslok 305,8 millj. kr. og eigið fé 45,1 milljón, eiginfjár- góðan afla. Um næstu helgi er reiknað með að annar togari frá sama fyrirtæki landi á Akureyri. Sjö togarar frá Mecklenburger eru nú á veiðum á úthafskarfa- slóðinni, tveir heilfrysta karfann um borð en hinir fimm flaka karf- ann og frysta. Aflinn af Dorado verður settur í frystigáma en beð- ið verður með að senda þá til loftið um helgina, en eins og kunnugt er lék gæs annan hreyfil vélarinnar grátt. Von- hlutfall 14,7% og veltufjárhlut- fall 0,61. Auk þess að reka frysti- hús á Sauðárkróki gerir Skjöldur hf. út togarann Drangey SK-1. Til vinnslu í frystihúsinu voru tekin 1760 tonn á árinu og störf- uðu 60 manns hjá fyrirtækinu. Skjöldur hf. er í meirihlutaeigu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði,, en Sauðárkróksbær á 18% í Skildi. Fyrir nokkru síðan var skrifstofuhald Skjaldar flutt til Siglufjarðar og Ólafur H. Mar-, teinsson forstjóri Þormóðs ramma tók við framkvæmda- stjórastöðu í Skildi af Árna Guðmundssyni á Sauðárkróki. Árni mun sjá um rekstur fóður- stöðvarinnar Melrakka á Sauðár- króki, sem Skjöldur hf. hefur á leigu. sþ kaupendanna í Japan þar til land- að hefur verið úr næsta togara en hann er einnig með heilfrystan karfa. Togarinn tók í gær olíu, en hins vegar var það mikill kostur um borð að ekki verða um nein kaup á matvörum að ræða að þessu sinni. Reiknað er með að skipið haldi á veiðar í kvöld en óskað var eftir smávægilegri við- gerðarþjónustu. GG ast hafði verið til að fá leigu- hreyfil til landsins í tæka tíð svo Metroinn færi aftur að svífa um loftin blá um helgina. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, sagði að einhverjar tafir yrðu á því að fá hreyfilinn til landsins. Vegna mistaka erlends flugfélags var hann settur út í Memphis í Bandaríkjunum við millilendingu á leiðinni til New York en Sigurður reiknaði með að fá hann með Flugleiðum til Keflavíkur. Metroinn er nú í skýli á Akur- eyrarflugvelli en um leið og leigu- hreyfillinn kemur verður hann settur á og skemmdi hreyfillinn sendur til rannsóknar erlendis. Vélin mun því ekki komast í loft- ið fyrr en einhvern tíma í næstu viku, en þessi hraðfleyga skrúfu- þota hefur verið notuð í innan- landsflugi og millilandaflugi. „Vissulega er slæmt að missa vélina úr rekstri en við björgum þessu að minnsta kosti hvað innanlandsflugið varðar. Við höf- um ekki tapað teljandi viðskipt- um vegna þessa óhapps,“ sagði Sigurður. SS RARIK: Byggja 400 ftn hús á Siglufirði Forráðamenn Rafmagnsveitna ríkisins hafa ákveðið að ráðast í byggingu um 400 fermetra húss á Siglufirði fyrir starfsemi RARIK þar. I húsinu, sem val- inn hefur verið staður við Vesturtanga, verða skrifstofur, lager og aðstaða fyrir útivinnu- flokka raf- og hitaveitu. Þá er gert ráð fyrir dísel- og kyndi- stöð á sömu lóð. Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði, segir að frá þessu hafi verið endanlega gengið sl. fimmutudag, en þá var Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, á Siglufirði. í ár verður unnið að hönnun byggingarinnar, en hún verður í höndum Arkitekta- og verkfræðistofú Hauks hf. á Akur- eyri. Á næsta ári verður síðan ráðist í byggingaframkvæmdir og húsið á að vera tilbúið til notkun- ar árið 1995. Pá var einnig ákveðið að í næsta mánuði verði boðin út við- gerð á stöðvarhúsinu við Skeiðs- fossvirkjun og breytingar á aðveitustöð virkjunarinnar. Einnig er ætlunin að lagfæra jöfnunarturn við Skeiðsfoss. Eins og fram kom í blaðinu í gær er nú unnið að því að spennu- hækka línuna frá Ólafsfirði til Skeiðsfoss í 30 kílóvolt og auka flutningsgetuna til Skeiðsfoss- virkjunarsvæðisins. óþh Bæjarráð Akureyrar: Rætt um sumar- afleysingar Bæjarráð Akureyrar fjallaði á fundi sínum sl. fimmtudag um ráðningar sumarafleysinga- fólks, en eins og fram hefur bárust Akureyrarbæ um 480 umsóknir um sumarstörf. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, segir ljóst að ekki verði unnt að ráða allan þennan fjölda í sumar, en stefnt sé að því að ráða sem flesta, allt að 300 manns. „Við munum reyna að skipta öllum þeim störf- um í tvennt sem hægt er að skipta í tvennt með góðu móti. Það þýð- ir að margir fái vinnu í sex vikur. En það er jafnframt ljóst að nokkuð stórum hluta starfa er ekki hægt að skipta,“ sagði Sigurður. óþh Brotist inn í bensínskála Brotist var inn í bensínskálann við Sleitustaði í Hólahreppi aðfaranótt fimmtudags. Nokkrar skemmdir voru unnar og talsverðu stoiið af sælgæti og tóbaki. Málið er upplýst. Brotist var inn í skálann að- faranótt fimmtudags og tölu- verðar skemmdir unnar á hús- næðinu við innbrotið. Lítið var af peningum í skálanum, aðeins smávegis skiptimynt sem þjófur- inn tók traustataki, ásamt miklu af sælgæti, tóbaki og fleira. Til- kynnt var um innbrotið til lög- reglu á fimmtudagsmorgun. Þjóf- urinn fannst fljótlega og er málið að fullu upplýst. sþ Metroinn kemst ekki í loftið um helgina: „Ekkí tapað teljandi viðskiptum1' - segir Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FN Rekstur Skjaldar hf. á síðasta ári: Tapið 19,5 miUjónir - mun meira en árið áður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.