Dagur


Dagur - 20.04.1993, Qupperneq 2

Dagur - 20.04.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993 Fréttir_____________________________ Nýr rekstraraðili tekur við rekstri Sæfara: Iist mjög vel á þetta - segir Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri Eyjafjarðarferjan Sæfari fór í sína fyrstu ferð í gær eftir að Eysteinn Þ. Yngvason tók formlega við rekstri hennar sl. föstudag. „Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri, þegar haft var sam- band við hann á Grímseyjarsundi síðdegis í gær. „Mér fannst mjög ánægjulegt að taka við skipinu í þessu ásigkomulagi. Það var í eins miklu topplagi, yst sem innst, sem hugsast getur. Um- gengni hefur verið til mikillar fyrirmyndar og röð og regla á öllu,“ sagði Sigurjón. Árnes, gamli flóabáturinn Baldur, sem Eysteinn Þ. Yngva- son gerir út, verður í siglingum á Eyjafirði í sumar, m.a. í sjó- stangaveiðiferðum. óþh Hluti keppenda í yngri flokki ásamt Hjálmari Theodórssyni, Sigurjóni Benediktssyni, Oddi Orvari Magnússyni og Albert Sigurðssyni mótsstjóra. Landslið yngri spilara í bridds: Ólafur og Steinar í liðinu Bræðurnir Ólafur og Steinar Jónssynir frá Siglufirði skipa landslið yngri spilara í bridds ásamt þeim Sveini R. Eiríks- syni og Hrannari Erlingssyni úr Reykjavík. Um helgina voru haldnar landsliðskeppnir í flokki yngri spilara og kvennaflokki og landslið þess- ara flokka valin að þeim loknum. Ólafur og Steinar tóku ekki þátt um helgina en þeir eru íslandsmeistarar í bridds í opn- um flokki sveita og í sveitakeppni og tvímenningskeppni yngri spil- ara. Sá árangur hefur örugglega nægt þeim til landsliðssætis. Sveinn og Hrannar sigruðu um helgina og tryggðu sér hin tvö sætin í liðinu en alls mættu 10 pör til leiks. Verkefni yngri spilara á þessu ári er Norðurlandamót sem hald- ið er í Árósum í Danmörku í júní nk. í kvennaflokki kepptú 16 pör og sigruðu þær Hjördís Eyþórs- dóttir og Ljósbrá Baldursdóttir með 175 stig og tryggðu sér sæti í landsliði sem fer á Evrópumót í Menton í Frakklandi í júní í sumar. -KK I, Framkvæmdastjóri I óskast Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra, auglýsir eft- ir framkvæmdastjóra. Hlutverk: Hann ber ábyrgð á rekstri skrifstofu samtak- anna og og starfsmannahaldi. Hefur umsjón meö og ann- ast framkvæmd félagslegra og fjárhagslegra verkefna, s.s. með tengslum viö félagsdeildir Sjálfsbjargar, opinbera aöila, ýmis hagsmunasamtök innanlands sem utan, sam- skipti við fjölmiöla svo og fjáröflun. Kröfur: Menntun, reynsla og áhugi á sviöi félagsmála er mikilvæg ásamt stjórnunarreynslu. Kunnátta í ensku og einu Noröurlandamáli nauðsynleg og æskileg er kunnátta í þýsku. Æskilegt er að starfsmaður geti hafiö störf sem fyrst. Kynning: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra er samtök hreyfihamlaöra á (slandi. Aðildarfélögin eru 16 og félags- menn um 2.400. Hlutverk Sjálfsbjargar er m.a. aö vinna að því aö tryggja hreyfihömluðum jafnrétti og sambærileg lífs- kjör á viö aöra þjóðfélagsþegna. Skriflegri umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf ber aö skila á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 105 Reykjavík fyrir 28. apríl nk. Frekari upplýsingar veita Jóhann P. Sveinsson formaöur í síma 91-622012 og Tryggvi Friðjónsson fram- kvæmdastjóri í síma 91-29133 báöir á skrifstofu- tíma. ■ Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri, í brú Sæfara í gærmorgun, áður en haldið var upp í fyrstu ferðina í nafni nýs rekstraraðila. Mynd: Robyn Skákþing á Húsavík: Akureyringar sigursælir Skákþing Norðlendinga var haldið á Húsavík 16.-18. apríl. Alls tóku 58 skákmenn þátt í mótinu. Þátttakendur voru frá Akureyri, Húsavík, Kópavogi, Garðabæ og Reykjavík. Sigurjón Benediktsson, for- svarsmaður skákmanna á Húsa- vík, sagði að mótið væri mikil lyfti- stöng fyrir skáklíf í bænum og að hann væri þakklátur þeim aðilum sem stuðluðu að því að mótshald- ið væri framkvæmanlegt. Um 20 unglingar frá Húsavík mættu til leiks og fengu Orri Freyr Odds- son og Benedikt Sigurjónsson sérstök verðlaun fyrir að vera efstir Húsvíkinga í eldri og yngri flokkum unglinga. Yngsti kepp- andinn var sjö ára Húsvíkingur og Norðurlandsmeistari Húsvík- inga, Hjálmar Theódórsson mætti einnig, elstur þátttakenda. Sigurjón sagði að mótshaldið hefði gengið mjög vel og krakk- arnir staðið sig vel. Mótsstjóri var Albert Sigurðsson. Úrslit urðu sem hér segir: Mótsúrslit: 1. Gylfi Þórhallsson SA 2. Tómas Björnsson TK 3. Þorleifur Karlsson SA 4. Rúnar Sigurpálsson SA 5. Matthías Kjeld TR allir með 5 vinninga. Norðurlandsmótið úrslit: 1. Gylfi Þórhallsson SA 5 v. 2. Þorleifur Karlsson SA 5 v. 3. Rúnar Sigurpálsson SA 5 v. Unglingar: eldri ílokkur Páll Þórsson SA 7,5 v. Unglingar: yngri flokkur Davíð Stefánsson SA 6,5 v. Kvennaflokkur - unglinga Þorbjörg Þórsdóttir SA 3 v. Hraðskákmót - telft á 14 borðum 1. Áskell Öm Kárason SA 12Vi v. af 16 mögulegum. Unglingamót í hraðskák: 1. Davíð Stefánsson SA 5 v. Borgarhólsskóli á Húsavík: Lifandi skógur söngleikur flutt- urafl30manns í gær komu 110 Norðmenn, þar af 70 börn frá skólunum í Nordfjoreid og Hjelle, til Húsavíkur. Börnin munu gista hjá pennavinum sínum í sjö- unda bekk þar til á föstudag. Eins og Dagur hefur áður greint frá munu íslensku og norsku börnin flytja saman söngleikinn Lifandi skógur, verkefni sem sameinar um- hverfisfræðslu, leiklist, tónlist og samvinnu milli landa. Tvær sýningar verða í sal Borgar- hólsskóla á sumardaginn fyrsta, kl. 14 og 16,30. Á laug- ardag verður verkið sýnt á Akranesi, þar koma norsku krakkarnir fram, auk nemenda Brekkulækjarskóla og hljóm- sveitar Tónlistarskóla Húsa- víkur. í dag fara norsku gestirnir í skoðunarferð að Mývatni, en á morgun verður farið f skoðunar- ferð um Húsavíkurbæ og að Hveravöllum í Reykjahverfi. Húsgull og Landgræðslan standa fyrir fræðslufundi fyrir gesti og gestgjafa. Gestirnir fá að kynnast íslenska hestinum og Skógrækt ríkisins býður til grillveislu. Norsku börnin lærðu söngtext- ana í Lifandi skógi á íslensku, en Emilía Baldursdóttir þýddi verkið. Söngleikurinn varð til í samvinnu norsku skógræktarinn- ar og Thor Karseth. Það verða 120 börn frá Noregi og íslandi sem flytja verkið á Húsavík, auk 12 manna hljómsveitar Tónlistar- skólans. IM Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni í Víðidal: - segir Baldvin Kr. Baldvinsson, hrossabóndi bjóða þegar knapar eru annars vegar. Hestakonan og Ford- stúlkan, Birna Willardsdóttir frá Dalvík, var á meðal þátttakenda og höfðu menn á orði að líklega væri það bara goðsögn að fegurð- ardísir væru innpakkaðar í bóm- ull og hefðu ekki áhyggjur af öðru en rispaðri fingurnögl. Söngvarinn Jóhann Már Jóhannsson tók lagið og norð- lenskir hagyrðingar létu í sér heyra annað veifið. Aðspurður hvað norðlenskir hrossabændur væru að ferðast með ferfætlingana suður yfir heiðar, sagði Baldvin Kr. Bald- vinsson, bóndi í Torfunesi í S- Þingeyjarsýslu og einn af fram- kvæmdamönnum sýningarinnar, að hér væru menn að reyna að markaðssetja úrvalsvöru. „Við erum að kynna okkar fram- leiðslu, kynbótahross sem önnur og gefa knöpum færi á að sýna sig og sína vinnu.“ Hann sagði það alveg klárt að hesturinn væri aft- ur að verða þarfasti þjónninn. Hann væri orðinn mikið afþrey- ingartæki og því mikilvægt að kynna hann sem víðast. Af því tilefni var farið með hross í Kringluna og á Rás 2. Að sögn Baldvins heppnuðust sýningarnar sérlega vel. „Við erum ekki með nein söluhross með okkur hér en viljum vekja athygli á okkar starfi og kynning af þessu tagi skilar. Menn fengu hér að sjá úrvalshross og ef við ætlum okkur að selja þau verðum við að fara til fjöldans," sagði Baldvin Kr. Baldvinsson. -SV Það var sannkölluð veisla fyrir augað og eyrað sem norðlensk- ir hestamenn héldu kollegum sínum á Suðurlandi í Reiðhöll- inni í Víðidal um sl. helgi. Höfuðborgarbúar kunnu greini- iega vel að meta þessa heim- sókn og fjölmenntu á þær þrjár sýningar sem í boði voru. Fjór- ar deildir félags hrossabænda eru starfandi á Norðurlandi og tóku þátt. Reikna má með að á milli 50 og 60 manns hafi stað- ið að sýningunni og að um 70 hross hafl verið með í för. Sýningin var mjög fjölbreytt og ekki var nóg með að margt fag- urra hrossa hafi verið til sýnis, heldur var tjaldað til því fegursta sem Norðlendingar hafa upp á að Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni þóttu takast vel. Mynd: SV Hesturinn þarfasti þjónninn á ný

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.