Dagur - 20.04.1993, Side 16

Dagur - 20.04.1993, Side 16
Prentum myndina þína á bol ^Pedi'omyndir? Skipagata 16 • 600 Akureyri • Sími 96 - 23520 Akureyri: Töluvert um skemmdarverk Nokkuð bar á ölvun og skemmdarverkum á Akureyri um helgina. Skemmdir voru unnar á ökutækjum og lausleg- um munum og kæra barst vegna þess að föt rifnuðu í slagsmálum. Tilkynnt var urn skemmdir á vörulyftara við Stefnishúsið á föstudag og aðfaranótt laugar- dags voru ungmenni staðin að því að brjóta ljós í húsagarði. Þá var ljóskösturum stolið af bifreið sem stóð á bílastæði við Akureyrarflugvöll. Lögreglan yfirheyrði menn sem voru grun- aðir um verknaðinn en þeir neit- uðu sakargiftum. Ljóskastararnir fundust brotnir utan vegar við Drottningarbraut. Að sögn lög- regluvarðstjóra hefur töluvert borið á því að átt sé við bíla á flugvellinum og þá aðallega í því, skyni að stela bensíni. Aðfaranótt laugardags var einnig brotin framrúða í bíl og vélarhlíf dælduð. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki. SS Sigluflarðarvegur: Slitlag á 4 km kafla í sumar Eftir nokkra daga mun Vega- gerð ríkisins bjóða út lagningu slitlags á 4 km kafla á Siglu- Qarðarvegi, frá Sauðanesi og inn að Mánárskriðum. Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa lengi lagt ríka áherslu á við þing- menn Norðurlands vestra að ráð- ist yrði í endurbætur á Siglufjarð- arvegi. Samkvæmt vegaáætlun átti ekki að fara í þessa vegagerð Skagafjörður: Banaslys á Sauð- árkróksbraut - tvítug stúlka lést Banaslys varð í Skagafirði aðfaranótt laugardags. Bíll fór út af Sauðárkróksbraut og valt og einn farþeganna, stúlka um tvítugt, kastaðist út með þeim afleiðingum að hún lést. Þrír aðrir voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir að mestu. Bíllinn er gjörónýtur. Slysið var tilkynnt til lög- reglu á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags. Ung- mennin voru á leið frá Varma- hlíð til Sauðárkróks þegar bíll- inn fór út af veginum á móts við bæinn Marbæli. Stúlkan kastaðist út úr bílnum og er talið að hún hafi látist sam- stundis. Aðeins einn af fjórum var í bílbelti. Telur lögregla líkur á að um hraðakstur hafi verið að ræða, en litlar líkur eru taldar á ölvunarakstri. Stúlkan sem lést hét Hrafn- hildur Jónsdóttir. Hún var tvítug að aldri, til heimilis á Sauðárkróki, en stundaði nám á Akureyri. sþ VEÐRIÐ í dag verður vætusamt um austanvert landið og fremur svalt og sömuleiðis á morgun, samkvæmt spá Veðurstofunn- ar. Og sumarið ætlar ekki að byrja mjög vel. Á fimmtudag- inn verður 1-3 stiga hiti á Norðaustur- og Austurlandi og úrkoma. Á föstudag er síðan gert ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustan átt, takk fyrir. fyrr en árið 1995, en ákveðið var að flýta henni um tvö ár. Fyrst og fremst er um að ræða lagningu slitlags, en á sumum stöðum þarf einnig að styrkja veginn, t.d. í Úlfsdölum um Máná. Þessi 4 km langi kafli er aðeins fyrsti áfangi í endurbótum á Siglufjarðarvegi inn að Lamba- nesreykjum. Jónas Snæbjörns- son, umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, segir ekki ljóst hvenær framkvæmdum við þenn- an veg verði fram haldið, en sam- kvæmt vegaáætlun, sem þessa dagana er að potast í gegnum Alþingi, er gert ráð fyrir að árið 1995 verði þráðurinn tekinn upp þar sem frá verður horfið í haust. óþh Strákarnir í 3. og 4. flokki KA í handknattlcik ásamt þjálfurunum Arna Stcfánssyni og Jóhanni Bjarnasyni komu heim með gullið. Þeir urðu íslandsmeistarar líkt og drengirnir í 5. flokki. Það er því bjart framundan hjá KA- mönnum. Mynd: HA Glæsilegur árangur í júdó og handbolta: 11 Íslandsmeístaratitlar til KA - 9 titlar í júdó og 2 í handbolta Síðastliðin helgi var svo sann- arlega helgi KA-manna. ís- landsmótið í júdó var haldið í íþróttahúsinu við Austurberg og þar náðust 9 Islandsmeist-1 aratitlar í höfn, fleiri en nokkru sinni fyrr. Einnig fór fram úrslitakeppni yngri flokka í handknattleik og þar náðu KA menn í 2 íslands- meistaratitla, í 3. og 4. flokki stráka og bættust þeir við íslandsmeistaratitil 5. flokks sem vannst fyrir hálfum mán- uði. Árangur KA í handboltanum er afrek sem fróðir menn telja að ekkert félag hafi leikið eftir áður og ekki líklegt að verði endurtek- ið í bráð. Það þarf vissulega margt að ganga upp ef svo glæsi- iegur árangur á að nást en hér er þó ekki um neina tilviljun að ræða. íslandsmeistaraflokkar félagsins eru einfaldlega þeir bestu á landinu. Leiðin á tindinn hefur verið erfið og leikmenn lagt á sig mikið erfiði við æfingar og keppnisferðir. Að baki þessum árangri liggja þrot- . lausar æfingar og margir eru á því lað þjálfunin sé einmitt það atriði sem fleytt hefur KA alla þessa leið. Auk þeirra flokka sem urðu meistarar var árangur 2. flokks eftirtektarverður, en þar höfn- uðu strákarnir í 4. sæti íslands- mótsins eftir harða keppni. HA Sjá allt um íþróttir helgarinnar á bls. 7-10. Lyftistöng fyrir Háskólann á Akureyri: Fær að ráða prófessor í öldrunarhjúkrun - fyrsta prófessorsstaðan í hjúkrunarfræði á landinu Menntamálaráðuneytið hefur veitt Háskólanum á Akureyri heimild til að auglýsa stöðu prófessors í öldrunarhjúkrun lausa til umsóknar. Þetta verð- ur fyrsta prófcssorsstaðan í hjúkrunarfræði hér á landi og því mikil lyftistöng fyrir Háskólann á Akureyri og öldr- unarhjúkrunina yfirhöfuð. Heimildin barst síðastliðinn föstudag og að sögn Sigríðar Halldórsdóttur, forstöðu- manns Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, ríkir mikil gleði í skólanum. „Þetta breytir mjög miklu, bæði fyrir nemendur og kennara í heilbrigðisdeildinni en ekki síður fyrir öldrunarþjónustu í landinu. Við munura leyfa Háskóla ís- lands að njóta góðs af prófessom- um og þetta mun hafa mikið gildi fyrir rannsóknir á þessu sviði hér á landi,“ sagði Sigríður. Hún sagði að öldrunarþjónust- an hefði verið hálfgert olnboga- barn í íslenskri heilbrigðisþjón- Nýr vegur í Bólstaðarhlíðarbrekku - frestur til að gera athugasemdir rennur út 14. maí Jónas Snæbjömsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinn- ar á Sauðárkróki, segir óvíst hvenær hægt verði að bjóða út gerð nýs vegar í Bólstaðarhlíð- arbrekku í Húnaþingi. Þessa dagana hangir uppi á skrifstofu Bólstaðarhlíðarhrepps í Húna- veri tillaga Vegagerðarinnar um lagningu vegarins og er óskað eftir athugasemdum, ef einhverjar eru, við hana. Frestur til að skila athuga- semdum til sveitarstjórnar Ból- staðarhlíðarhrepps rennur út 14. maí nk. Að þeim tíma liðnum mun sveitarstjórn fara yfir þær og skila síðan sinni álitsgerð til Skipulags ríkisins. „Við eigum því í fyrsta lagi von á því að niðurstaða liggi fyrir í júní,“ sagði Jónas. Þá á eftir að bjóða verkið út og því þykir ljóst að það verk þokast lítt áleiðs á þessu ári, sem aftur þýðir að væntan- lega verður þessi kafli sá síðasti án slitlags á leiðinni Akureyri- Reykjavík. Jónas segir að ekki sé ágrein- ingur um legu vegarins í sjálfri Bólstaðarhlíðarbrekkunni, sem verður um 2,5 km langur, en gert er ráð fyrir að halli hans, verði um 6,5%. Skiptar skoðanir séu hins vegar um legu nýs vegar skammt frá Húnaveri og afleggj- ara af honum inn í Svartárdal. Samkvæmt tillögu Vegagerðar- innar mun vegurinn liggja fyrir ofan fjárrétt, sem þarna er, en margir heimamenn telja það óásættanlegt og vilja veginn nið- ur fyrir réttina. Jónas segir að verði tillaga heimamanna ofan á sé óhjákvæmilegt að vegurinn í sjálfri Bólstaðarhlíðarbrekkunni verði um hálfu prósenti brattari, en það vilji vegagerðarmenn forðast. Ef Skipulagsstjórn ríkisins og sveitarstjórn Bólstaðarhlíðar- hrepps komast ekki að sömu niðurstöðu liggur fyrir að Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, á síðasta orðið. óþh ustu. Hins vegar væru íslending- ar sífellt að verða eldri og því væri aukin þörf fyrir sérmenntun á þessu sviði innan hjúkrunar- fræðinnar. „Við erum að fara yfir það núna hvernig við eigum að standa að því að auglýsa stöðuna. Við munum fara fram á það við ráðu- neytið að fá að auglýsa hana ekki aðeins hér á landi heldur líka á Norðurlöndunum og í Norður- Ameríku, enda erum við að sækjast eftir manneskju sem hef- ur djúpt innsæi í sambandi við rannsóknir, þekkir vel til öldrun- arhjúkrunar og er góður kennari. Þess vegna gætum við þurft að leita út fyrir landsteinana,“ sagði Sigríður. Að hennar mati þarf að leggja áherslu á hvað hægt er að gera fyrir gamla fólkið til að bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið, og fær sérfræðingur í öldrunar- hjúkrun með víðtæka reynslu gæti breytt miklu fyrir öldrunar- þjónustu hér á landi. 1 Heimildin er gefin frá og með næsta hausti en Sigríður var ekki viss um hvort tækist að manna stöðuna svo fljótt en þá yrði stefnt að því að ráða í stöðu prófessors frá næstu áramótum. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.