Dagur - 06.05.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagur 6. maí 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Er Evrópubandalagíð að
útbreiða búfjársjúkdóma?
- Sigurður Sigurðarson, rannsóknarlæknir í húsdýrasjúkdómum á
Keldum telur okkur í verulegri hættu taki EES-samningurinn gildi
Samkvæmt núgildandi reglum
er bannað að flytja lifandi bú-
fénað hingað til lands og hefur
svo verið um langan tíma. Með
gildistöku samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið kunna að
verða breytingar í þessu efni.
Samkvæmt samningnum hvílir
sönnunarbyrði á hverju því
landi sem vill varast smithættu-
legan innflutning fyrir búfé. ís-
land verður því á eigin kostnað
að sanna með rannsóknum á
sýnum úr búfé, að hér séu engir
smitsjúkdómar sem hættulegir
eru í öðrum löndum, jafnvel
þótt sjúkdómanna hafl ekki orð-
ið vart hér á landi svo þekkt sé
frá því sögur hófust. Þetta sagði
Sigurður Sigurðarson, rann-
sóknarlæknir í húsdýrasjúk-
dómum á Keldum, í samtali við
Dag.
Sigurður kvaðst telja skyldu
sína að greina frá þeim upplýsing-
um sem hann hafi fengið um gang
mála varðandi samninga einstakra
ríkja við Evrópubandalagið um
takmarkanir á innflutningi búfjár.
Hann kvaöst nýlega hafa sótt ráð-
stefnu um dýrasjúkdóma sem
haldin var í Lettlandi og meðal
annars flutt þar erindi um 50 ára
baráttu Islendinga við að uppræta
smitsjúkdóma er hingað bárust
vegna þess að slakað var á reglum
um innflutning í von um hagnað.
Hann sagði að sá árangur, sem við
höfum náð á þessu sviði þyki
ntjög athyglisveróur erlendis og
fræðimenn hafi meðal annars
dvalið hér til að kynna sér aðferðir
okkar.
Á ráðstefnunni kvaðst Sigurður
hafa átt tal við nokkra starfsbræð-
ur sína. I máli dönsku dýralækn-
anna hafi komið fram gremja
þeirra vegna hins mikla skrifræðis
er þeir þyrftu að glíma við í þess-
um málum. Þeir sögðu að Danir
byggju nú við betra heilsufar bú-
fjár en flest önnur ríki Evrópu-
bandalagsins og vildu því eðlilega
verjast sjúkdómum sem þar séu til
staðar en Danmörk er laus við.
„Mér var tjáð aó Danir hafi sótt
um leyfi til að verjast fleiri sjúk-
dómum en þeim er skæðastir eru
og óumdeilt að verjast megi með
innflutningsbanni. Eftir langt
samningaþóf um marga sjúkdóma
hafi niðurstaðan orðið sú að þeir
fengu samþykkt að verjast tveim-
ur sjúkdómum í þessu sambandi;
annars vegar skaðlegum veiru-
sjúkdómi, sem leggst á öndunar-
og kynfæri nautgripa og hins veg-
ar veirukláða í svínum," sagói
Sigurður Sigurðarson og kvaðst
telja furðulegt að semja þyrfti með
eftirgangsmunum um hvaða smit-
sjúkdómum megi verjast. Hann
kvaóst einnig hafa rætt við Svía,
en þeir hafi sótt um að mega verj-
ast 20 smitsjúkdómum. Þeir hafi
haft sömu sögu að segja og Danir,
að eftir strangt samningaþóf hafi
þeir fengið sömu niðurstöðu - að
aðeins mætti verjast tveimur bú-
fjársjúkdómum með sama hætti.
Sigurður sagði að Norðmenn
heföu harðari afstöðu gagnvart
innflutningi búfjár og hefóu sett
30 sjúkdóma á þann lista er þeir
kröfóust aö fá að verjast. Nú sé að
renna upp fyrir þeim að engir
samningar muni nást aðrir en þeir
sem Danir og Svíar hafi orðiö að
gera sér að góðu.
Islendingar eiga aó hefja samn-
inga við Evrópubandalagið um
vamir gegn búfjársjúkdómum árið
1995. Sigurður Sigurðarson segir
að við. séum vanbúnir að mæta
þessari hættu, bæði hvað varðar
tæki, uppbyggingu á aðstöðu og
þjálfaðan mannafla. ÞI
Kammerhljómsveit Akureyrar:
Lokatónleikar í Akur-
eyrarkirkju á suunudag
Kammerhljómsveit Akureyrar
heldur tónleika í Akureyrar-
kirkju næstkomandi sunnudag
kl. 17.00. Með tónleikunum lýk-
ur sveitin starfsári sínu að þessu
sinni, en hún hefur nú starfað í
fimm ár og haldið 26 tónleika. Á
efnisskrá tónleikanna er m.a.
sálumessan „Requiem“ eftir
franska tónskáldið Gabriel
Fauré, sem sveitin flytur ásamt
Kór Akureyrarkirkju og ein-
söngvurunum Margréti Bóas-
dóttur og Michael Jóni Clarke.
Tónleikarnir verða lokaatriði á
Kirkjulistaviku sem nú stendur
yfir í Akureyrarkirkju. Stjórn-
andi á tónleikunum verður
Guðmundur Oli Gunnarsson.
Auk sálumessunnar verða flutt
Vorsýning
Stóðhesta-
stöðvarinnar
að Gunnarsholti
Árleg vorsýning Stóðhestastöðvar
ríkisins aö Gunnarsholti á Rangár-
völlum fer fram laugardaginn 8.
maí nk. og hefst kl. 14.00. Á sýn-
ingunni verða sýndir í reið þeir 26
stóðhestar tjögurra og fímm vetra
gamlir sem hafa verið í tamningu
og þjálfun í vetur. I fréttatilkynn-
ingu kemur fram að hrossaræktar-
ráðunautarnir, Þorkell Bjarnason
og Kristinn Hugason, munu lýsa
sýningunni á útvarpsrás, sem er
þeim til hægðarauka er vilja horfa
á sýninguna úr bifreiðum sínum.
oj
verkin Prélude et Mélisande,
sem einnig er eftir Gabriel
Fauré, og Barnaleikir ,Jeux D
enfants“ eftir franska tónskáld-
ið Georges Bizet.
Kammerhljómsveit Akureyrar
er að jafnaði skipuó um 30 hljóð-
færaleikurum en flestir hafa þeir
verið 50. Sveitin starfar í nánum
tengslum við Tónlistarskólann á
Akureyri og hefur einkum leikið
klassísk og rómantísk verk, en á
síðastliðnu vori efndi hún til
hljómleika með nútímaverkum á
fyrstu íslensku píanóhátíðinni. Á
þessu ári hefur Kammerhljóm-
sveitin tekið þátt í skosk-íslensk-
um menningardögum á Myrkum
músíkdögum. Stjómendur sveitar-
innar hafa ýmist verið heimamenn
eða sóttir lengra að, en aðalstjóm-
andi hennar nú er Guömundur Oli
Gunnarsson, skólastjóri Tónlistar-
skólans á Akureyri. ÞI
Nýr veghefíll
til Sauðárkróks
Ingvar Helgason hf. afhenti Vegagerð ríksins nýlega fyrstu vegheflana sem
keyptir hafa verið. Þetta cru tveir Dresser vcgheflar frá Galion Ohio í
Bandaríkjunum, en Ingvar Helgason hf. er nú með umboð fyrir Dresser
þungavinnuvélar. Þessir vegheflar eru mikil tæki sem vega um 15 tonn og
cru vel útbúnir samkvæmt nútíma kröfum. Vél cr af Cummins gerð, 190
hestöfl og Rylind RW 12 H hliðarsnjótönnum. Þessir fyrstu tveir vegheflar
verða staðscttir á Sauðárkróki og Hvolsvelli.
Tilboð
vikunnar
eru:
Borgarnes
þurrkryddaðar
grillsneiðar
Verð áður 969 kr.
Tilboðsverð 699 kr. kg
Emmess
ávaxtastangir
10 stk. í pakka
Verð áður 251 kr. pr. pk.
Tilboðsverð 149,- kr. pr. pk.
Mónu
lakkríspopp
8 stk. í pakka
Verð áður 195 kr. pr. pk.
Tilboðsverð 139,- kr. pr. pk.
Mazola
matarolía
950 ml
Verð áður 296 kr
Tilboðsverð 179 kr.
Jonagold epli
Verð áður 89 kr. kg
Tilboðsverð 49,- kr. kg
HAGKAUP
Gæði • Úrval • Þjónusta