Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. maí 1993 - DAGUR - 9
Stéttarfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu:
Hátíðarsamkoma
á Húsavík 1. maí
Fjölmenni var við 1. maí hátíðar-
höldin á Húsavík. Kári Arnór
Kárason, formaður Verkalýðsfé-
lags Húsavíkur og Alþýöusam-
bands Norðurlands, setti samkom-
una en aðalræðu dagsins flutti
Sigurður Ingvarsson formaður Al-
þýðusambands Austurlands.
Lúðrasveit Tónlistarskólans lék er
hátíðargestir gengu í salinn. Berg-
þór Pálsson, mikið glæsimenni
með góða rödd, söng við undirleik
Þóru Fríðu Sæmundsdóttur og
mikla hrifningu hátíðargesta. Flutt
var atriði úr óperettunni Mikadó,
sem Natalia Chow stjómaði og
vakti söngurinn hrifningu. Natalia
setti óperettuna á svið með söng-
nemum sínum og fór sýningin
fram daginn eftir. Þar kom fjöl-
menni á sérlega skemmtilega
nemendatónleika sem óvenju mik-
ið var í lagt, en það eru hæfileika-
miklir nemendur sem stunda
söngnámið hjá Nataliu.
Friðrik Steingrímsson hagyrð-
ingur úr Mývatnssveit flutti
nokkrar frábærar vísur og Jóhann-
es Sigurjónsson, ritstjóri, sonar-
sonur hins virta Jóhannesar, sem
starfaði sem kennari á Húsavík,
fór með gamanmál og fjallaði um
þriðju kynslóðar vandann. Jó-
hannes flutti í raun tvær ræður,
fyrst eina og svo aðra, og var bara
skemmtilegur.
Að lokum var hátíðargestum
boðin víðáttumikil terta frá Brauð-
gerð KÞ með kaffinu. Smám sam-
an léttist brúnin á launþegum, en
hún var býsna þung á mörgum í
upphafi samkomunnar. IM
Fjölmenni var við hátíðarhöldin.
Kári Arnór Kárason, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, tekur við borð-
fána frá Sigurði Ingvarssyni, formanni Alþýðusambands Austurlands, en
Sigurður var aðalræðumaður dagsins.
Islenski stúlknahópurinn eftir sigur í „Group runaway“ fyrirsætukcppninni, sem fram fór á Waldorf Astoria hótel-
inu í New York í síðasta mánuði
Nýtt fyrirsætunámskeið að heQast í Dynheimum:
Akureyrskar stúlkur á leið í
fyrirsætustörf á Ítaiíu
Flestum er í fersku minni glæsi-
legur árangur íslensku kepp-
endanna í módelkeppninni í
New York í síðasta mánuði og
þá kannski ekki síst þáttur ak-
ureyrsku ungmennanna í þeim
árangri. Áhugi á fyrirsætu-
störfum er mikill og segir Kol-
brún Aðalsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri íslenskra módel-
mynda, sem hafði veg og vanda
af kepnninni bæði hérlendis og
erlendis, að árangur akureyrsku
ungmennanna hafl vakiö mik-
inn áhuga hér og því sé ákveðið
að halda annað námskeið sem
hefst í Dynheimum nk. fostu-
dag kl. 20 en skráning hefst kl.
17 þann sama dag.
Sérstaklega er nú sjónum beint
að ungmennum sem búa utan Ak-
ureyrar, en þeir sem verða valdir
til áframhaldandi æfinga og síðan
keppni munu fara til New York
að ári til keppni, þannig aó hér er
eftir verulega spennandi vcrkefni
að slægjast. Með þeim sem stan-
da fyrir námskeiðinu í Dynheim-
um verður „make up artistant“
sem fylgir keppendum eftir og
undirbýr þá fyrir myndatökur og
„myndapósur".
Þær Asdís Franklín og Elva Ei-
ríksdóttir frá Akureyri ásamt
fleiri stúlkum úr Reykjavík munu
fara út til Mílanó á Italíu í byrjun
næsta mánaðar eftir að skóla lýk-
ur og m.a. munu þær ásamst fleiri
íslenskum ungmennum ræða við
fulltrúa ítalskra umboðsskrifstofa.
Ásdís Franklín segir að þar bíði
hennar líklega tveggja mánaða
samningur við myndatökur o.fl.
sem tengist fyrirsætustörfum. GG
Natalia Chow, söngkennari, mætti með nemendur sína, sem sungu lag úr
óperettunni Mikadó.
Víðáttumikil terta frá Brauðgerð KÞ rann ljúflega niður um kverkar laun-
besa. Myndir IM
ER SKEMMTILEGIIR
TÍMI FR\MIM)A\?
Ekki nema í góðum télagsskap. Hringdu og prótaóu
Símastefnumótið þar sem fjöldi fólks ó öllum aldri hefur
fundió sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg
leiS til aó kynnast nýju fólki.
Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt.
Mínútan kostar 39,90 kr.
SÍMASTEF\LMÓT
NORÐURLANDS
99/15/16
Teleworld
ÚTSALA
LOPI - BAND
Teppi * Peysur ★ Jakkar
Verksmiðjuverslun
Gleráreyrum, sími 11167