Dagur - 15.05.1993, Síða 2

Dagur - 15.05.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 15. maí 1993 Háskólinn á Akureyri. HJÚKRUN: Áfram veginn Ráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak- ureyri, 14.-15. júní 1993 í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju. DAGSKRÁ: Mánudaginn 14. júní. Kl. 11.30 Afhending ráðstefnugagna hefst. Kl. 13.00-13.05 Setning ráðstefnunnar. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar. HJÚKRUN - SIÐFRÆÐI - GUÐFRÆÐI. Kl. 13.05-14.00 Caring or Nursing Theology. (Umhyggja eða hjúkrunarguðfræði.) Dr. Katie Eriksson, prófessor við Ábo Akademi, Finnlandi. Kl. 14.15-15.00 Hver á að ráða? - Forræðishyggja í umönnun og lækningu. Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur, sérfræðingur við Háskólann á Ak. Kl. 15.00-15.30 Heilsuhlé. HJÚKRUN - VÖLD - SAMFÉLAG. Kl. 15.30-16.00 Mótun hjúkrunarstarfsins: Orðræða, völd og athafnir. Dr. Kristin Björnsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og iektor við Háskóla Islands. Kl. 16.00-16.30 Völd, forræði og áhrif hjúkrunar innan heilbrigð- iskerfisins. Magna Birnir, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri FSA. Kynning á lokaverkefni. Kl. 16.30-17.00 Breytt samfélag - fjölskyldulff og félagstengsl. Hermann Óskarsson, félagsfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri. Þriðjudaginn 15. júní. KONUR - HEILBRIGÐI - FORVARNIR. Kl. 09.00-09.30 Upplifun kvenna á umhyggju og umhyggjuleysi í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og Ijósmóðir, lektor við Háskólann á Akur- eyri. Rannsóknarkynning. Kl. 09.30-10.00 Heilbrigði kvenna. Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og lektor við Háskóla íslands. Kl. 10.00-10.30 Heilsuhlé. Kl. 10.30-11.00 Upplifun kvenna á því áð verða mæður á ungl- ingsaldri og á stuðningi á þeim tíma. Elín Hanna Jónsdóttir, Harpa Hrönn Zophanlasdóttir, Ragn- heiður Ósk Erlendsdóttir, Sigrún L. Sigurðardóttir og Þóra Ester Bragadóttir hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 11.00-11.30 Upplifun ungra kvenna á líkama sínum. Margrét Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 11.30-13.30 Matarhlé. ALNÆMI - HJÚKRUN - LÍKN. Kl. 13.30-14.00 Að vera HlV-jákvæður á íslandi. Edda Baldurs- dóttir, Emelía Bára Jónsdóttir, Emilia Petra Jó- hannsdóttir, Hallveig Friðþjófsdóttir, Sigríður Ein- arsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðing- ar frá Háskólanum á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 14.00-14.30 Upplifun aðstandenda alnæmissjúkra á atnæmi. Gróa M. Þórðardóttir, Hugrún Ásta Halldórsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Inga Ingólfsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar frá Háskólan- um á Akureyri. Rannsóknarkynning. Kl. 14.30-15.00 Heilsuhlé. Kl. 15.00-15.30 Alnæmi og Ifknarmeðferð. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 15.30-16.00 Að vera HlV-Jákvæður. NN. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, sími 96-11770 alla virka daga fram til 4. júní. Ráðstefnugjald er kr. 4.000,- fyrir báða daga en kr. 2.500,- fyrir annan daginn og greiðist það við afhendingu ráðstefnugagna. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á bókum og hjúkrunargögn- um i salarkynnum Safnaðarheimilisins. Þar verður einnig listsýning á verkum hjúkrunarfræðinga. Verndari ráðstefnunnar er frú María Pétursdóttir. Fréttir Akureyri: Bæjarráð samþykkti reglur um torgsölu Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag starfsreglur fyrir torgsölu í mið- bæ Akureyrar í sumar. „Þessar reglur eru mjög ein- faldar. Viö ætlum aö heimila sölu úr sölutjöldum á miðbæjarsvæð- inu, ekki ósvipaö því sem hefur verið í miöbænum fyrir jólin. Teiknaðir hafa verið inn á mið- bæjarskipulagið ákveðnir reitir þar sem menn geta fengið að vera með sölutjöld eins og þeim sýnist alla daga vikunnar frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Sölu- aðilar þurfa ekki að sækja sér- staklega um leyfi til torgsölu, þeir mæta bara með sín sölutjöld og setja þau upp án endurgjalds. Hugmyndin er að gera þessa til- raun á Ráóhústorgi og í göngu- götunni," sagði Sigurður J. Sig- urðsson, formaður bæjarráðs. Þá sagði hann aó gert væri ráð fyrir tveim pylsuvögnum á miðbæjar- svæðinu, en sækja þyrfti um leyfi fyrir þá og greiða leyfisgjald. Vitað er um áhuga margra aðila á torgsölu í miðbænum í sumar og m.a. er hugmyndin að Bólu- markaðurinn, sem verið hefur starfræktur á laugardögum í vetur í húsnæði við Eiðsvallagötu, verði í sumar í sölutjöldum í mið- bænum. óþh Síðastliðinn flmmtudag afhjúpaði Halldór Blöndal, samgönguráðherra, minnisvarða um landpósta að Stað í Hrútaflrði. Póst- og símamáiastjórnin lét reisa varðann. Staður var um langt árabil stærsta póstmiðstöð í sveit á íslandi. Þangað komu saman ekki færri en sex landpóstar um 15. hvers mánaðar allt árið um kring. Þessir póstar voru: Sunnanpóstur, Akurcyr- arpóstur, Stykkishólmspóstur, Króksfjarðarnesspóstur, Strandapóstur og Núpsdalstungupóstur. Minnisvarðann gerði Grímur Marinó Steindórsson, myndhöggvari, en smíði merkisins annaðist vélsmiðjan Orri og steinsmiðjan S. Helgason. Mynd: ój Aðalfundur Hagfélagsins hf. á Hvammstanga: ígulkeravinnsla og hagkvæmni hítaveitu í dreifbýli meðal verkefna Hagfélagið hf. á Hvammstanga, sem starfar sem eins konar at- vinnuþróunarfélag í V.-Húna- vatnssýslu, hélt aðalfund sinn sl. fimmtudag. Félagið er í eigu Héraðsnefndar V.-Húnvetninga, atvinnulífsins og einstaklinga í héraðinu ásamt Byggðastofnun. Karl Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hagfélagsins hf., segir að þrátt fyrir nokkurt at- vinnuleysi í héraðinu hafi á fundinum ríkt nokkur bjartsýni um framtíðina í atvinnumálum Allir vegir voru færir í Suður- Þingeyjarsýslu á fóstudags- Q HELGARVEÐRIÐ Ekki er það gæfulegt. Veður- stofan gerir ráð fyrir að norð- an hretið standi allt fram á þriðjudag. Horfurnar um helg- ina og á mánudag hljóða upp á allhvassa norðaustan og norðan átt, snjókoma eða slydda verður á Austfjöróum og éljagangur á Norðurlandi og Vestfjörðum. Búist er við að hiti verði um eða undir frostmarki um landið norðan- vert og líklegt að færð spillist á fjallvegum. í héraðinu og í vændum er ákveðin stefnumörkun, sem snýr að beinni uppbyggingu atvinnufyrirtækja, leit að mörk- uðum og hvaða vörur væri hag- kvæmast að selja. Á Hvammstanga er unnið aó því að koma upp ígulkeravinnslu í samvinnu við Sauðkrækinga í kringum útgerðir tveggja smærri báta og liggur fyrir vilyrði um húsnæði en vinnslan hefst ekki fyrr en með haustinu. Gert er ráð morgun, samkvæmt upplýsing- um Vegagerðar ríkisins á Húsa- vík. Veður var vont, snjóað hafði í uppsveitum og slydda var við ströndina. Það gránaði og hvítnaði í rót á túnum og grasflötum. Víða var snjór í „mið læri á lóunum,“ eins og maðurinn sagði. Ekki var ákveðið hvort mokað yrði um helgina ef ófært gerði vegna snjóa en svarað verður til um færóina í símsvara. Vegagerðarmenn voru byrjaðir lagfæringar á vegum eftir vetur- inn, en engar teljandi skemmdir höfðu orðið í vatnavöxtum í leys- ingunum í vor. IM fyrir aö ígulkeravinnslan geti skapaó a.m.k. 10 störf, aö vísu nokkuð tímabundin og ræðst það af því hvenær ígulkerin fara í hrygningarlegt ástand. Hagfélagið hefur undanfarna mánuði kannað hagkvæmni þess að leggja hita- veitur í dreifbýli og beinast þær athuganir bæði að nýtingu heita vatnsins við Reykjaskóla í Hrúta- firði fyrir Staðarhrepp og jafnvel víðar og einnig að frekari nýtingu á hitaveitunni aó Laugarbakka með lagningu inn Miðfjörð í huga. Hér er um 20 bæi að ræða á hvor- um stað en ljóst að þessar fram- kvæmdir mega ekki kosta of mik- ið því rafmagn til húshitunnar er niðurgreitt. Húnvetningar horfa m.a. til hitaveitunnar í Borgarfirði, sem byggist fullt eins mikið á annarri nýtingu á heita vatninu á jörðunum en til húsahitunar. Ljóst þykir að V.-Húnavatns- sýsla mun lenda í verulegri kreppu þegar samdrátturinn í sauðfjárræktinni kemur til fullra framkvæmda og er því í auknum mæli horft til annarra hlunninda eins og silungsveiði, ekki síst í vötnum, og í framhaldi af því fiskeldi og er þá bleikjueldi fyrst á dagskrá. Hagfélagið hefur tekið að sér ákveðna vinnu fyrir Stranda- menn, sem felst í skoðun á mögu- leikum á aukinni vinnu til sveita en verkefninu á að ljúka um næstu áramót. Allt að 90% af tekj- um bænda þar er af sauðfjárrækt- inni. Stjómarformaður Hagfélags- ins hf. er Bjami Þór Einarsson, sveitarstjóri á Hvammstanga. GG Suður-Þingeyj arsýsla: Allir vegir færir - „en snjór í mið læri á lóunum“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.