Dagur


Dagur - 15.05.1993, Qupperneq 23

Dagur - 15.05.1993, Qupperneq 23
Laugardagur 15. maí 1993 - DAGUR - 23 í UPPÁHALDI „Væri gaman að eiga Viking Brugg“ - segir Þórhallur Hinriksson Þórhallur Hinriksson er cinn af hinum ungu og efnilegu kpattspyrnumönn- um sem munu skipa meistaraflokk KA í 2. deildinni í sumar, reyndar í bland viö nokkra gamla refi. Þórhallur er 16 ára gamall og hefur spilað með íslenska drengjalandsliðinu, U-16, og hann skoraði mark með liðinu á móti Norður-írum á dögun- um. Hann á ckki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Hinrik Þórhallsson, gamalkunnur bragðarefur á knattspyrnusviðinu. En nú ætlar drengurinn að sýna brögð sín í yfirhcyrslunni okk- ar léttvægu. Hvaðgerírðu helst ífrístundum? „Ég þýði hebreskar bókmennt- ir yfir á íslensku. Þetta vanda- sama starf tckur megnið af mínum frístundum.“ Hvaða matur cr í niestu uppálialdi lijá þér? „Kjarnafæðishangikjötið, hvemig spyrðu?“ Uppáhaldsdrykkur? „Blanda.“ Þórhallur Hinrlksson. Ertu hamhleypa til allra verka á heim'Hinu? „Að sjálfsögðu." (Blm. á eftir að fá þetta staðfest). Spáirðu mikið í heilsusamlegt líf- emi? „Já, já.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Prjónablaðið Tinnu og auð- vitað Dag.“ Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? „Heljarslóðarorrusta Bcnedikt Gröndal.“ eftir Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Bandaríska hljómsveitin REM.“ Uppálialdsíþróttamaður? „Jordan er alltaf ágætur." Hvað horfirðu helst á í sjórtvarpi? „Sintpson-fjölskylduna." A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „ítölsku Ijóskunni Chicciol- inu.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrír utan heimahagana? „I Reykjavík.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Það væri gaman að eiga Vik- ing Brugg bjórverksmiðjuna." Hvernig hyggstu verja sumarleyf- inu? „Vinna í Kjamafæði og spila fótbolta." Hvað cetlarðu aðgera um helgina? „Liggja í leti.“ SS Efst íhuga Kristján Kristjánsson Sumaríð er minn uppáhalds árstími Vorið er komið og erfiður vetur að baki. Skammdegið er sá tími sem fer hvað mest í taugarnar á mér. Veðrið oftast frekar leiðinlegt og maður spyr sig hvað eftir annað yfir köldustu mánuði ársins, af hverju maður er ekki löngu fluttur sunnar á jarðarkringluna. En eins og jafnan áður, vorar á ný og í framhaldi af því kemur §umar, sem er einmitt sá tími sem ég held mest upp á, eins og margir fleiri. Þótt ég þykist nokkuð góður með að geta stundað mína vinnu innandyra, ekki síst yfir vetrartímann, er ekki laust við að ég öfundi þá sem eiga þess kost að vinna úti við yfir sumartímann. Það getur oft verið erfitt að halda sér að verki þegar sólin skín hvað skærast og hitinn á skrifstofunni ætlar mann lifandi að drepa. En það er ekki á allt kosið og það verður hver og einn að taka því sem að höndum ber. Ein er sú stétt manna sem getur haft þetta nákvæmlega eins og ég gæti hugs- að mér sjálfur en það eru alþingismenn- irnir okkar. Davíð forsætisráðherra sendi þá heim í sumarfrí um sl. helgi og þeir geta því notið þess að dvelja heima í héraði fram á haust og þá ráðið því hvort þeir eru útivið á góðviðrisdögum eða ekki. Ég ætti kannski að fara að skrá mig í einhvern stjórnmálaflokk og setja stefnuna á Alþingi. íslandsmótinu í handknattleik er lokið með glæsilegum sigri Valsmanna, sem hirtu alla þá fjóra bikara sem þeir áttu möguleika á. Framundan er íslandsmót- ið í knattspyrnu og er ég einn þeirra fjöl- mörgu sem bíð spenntur eftir því að komast á völlinn. Þór Akureyri er eina fé- lagið á Norðurlandi sem á lið í 1. deild karla að þessu sinni. Þór náði áætum ár- angri á síðasta keppnistímabili, án þess þó að það hafi skilað miklu, þar sem Evr- ópusætið rann úr greipum þess á loka- sprettinum. En eins og maðurinn sagði, „það gengur bara betur næst." Þór varð Islandsmeistari innanhúss í vetur og lið- ið hefur alla burði til þess að vinna titil- inn í sumar líka. - Og ekki væri verra að fá Mjólkurbikarinn norður líka. Þó ég hafi trú á að liðið geti gert góða hluti, er það ekki nóg, leikmennirnir sjálfir verða einnig að trúa því. En sum- arið er komið, þó það sjáist ekki á hita- mælunum ennþá og vonandi leika veð- urguðirnir við okkur Norðlendinga næstu mánuði. Tímaritið Þroska- hjálp komið út Tímaritið Þorskahjálp, fyrsta tölublað fimmtánda árgangs, er komið út. Að venju eru fjöl- margar áhugaverðar greinar í ritinu. Sjöfn Guómundsdóttir og Hall- gerður Gísladóttir, sem báðar eru rnæður einhverfa bama, rita grein sem þær kalla Einhverfu og fag- fólk. Þar er leitast við að skil- greina cinhverfu og rætt um við- horf samfélagsins til einhverfra og foreldra þeirra fyrr og nú. Sagt er frá tilurð og starfscmi Listasmiðju í sambýlinu aö Stuðlaseli 2 í Reykjavík og greint frá myndlistarsýningu sem þar var haldin nýlega. Rannveig Traustadóttir sérfóstra hjá Greiningar- og ráó- gjafastöö ríkisins greinir frá nýj- um bókum fyrir blind börn á for- skólaaldri. Gunnar Þormar, tannlæknir og stjórnarmaður í húsbyggingarsjóði Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir frá nýbyggingu Félagsmála- ráðuneytisins að Hólabergi 86 í Reykjavík og bendir á að „rauna- legt sé til þess að vita aó ennþá skuli stuðst við löngu úrelta hug- myndafræði þegar byggt er hús- næði fyrir fatlaða hér á landi“. Sagt er frá þeim tímamótum þegar þroskaheftir fengu orðið á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í fyrsta skipti og fyrsta ræða þroskahefts einstaklings þar birt í heild sinni ásamt ávarpi forseta Alþjóðasamtaka þroskaheftra. Jan Agnar Ingimundarson minnist í grein sinni á nokkra frumherja í uppbyggingarstarfinu á Sólheimum, greinir frá starfi þeirra og lífshlaupi. Guðrún Agústa Guðmundsdótt- ir bókmenntafræóingur á sérstak- lega áhugaverða grein í tímaritinu sem hún kýs að nel'na Fötlun, bók- menntir og samfélag og fjallar þar um ímyndir fatlaðra í bókmennt- um. Þá eru í ritinu pistlar frá Um- ræðuhópum Þroskahjálpar og frí- stundanefnd samtakanna auk þess sem greint er frá starfi Landssam- takanna Þroskahjálpar síðustu misserin. Tímaritið Þroskahjálp er gefið út af Landssamtökunum Þroska- hjálp. Ritstjóri er Bjöm Hróars- son. Ðújörð til sölu! Til sölu bújörð í 26 km fjarlægð frá Akureyri. Jörðin er vel sett með kvóta og landmikil. Upplýsingar á kvöldin í síma 96-26758 eða 96-12093. Bólumarkaður Nú er rétt aö bregöa sér á Bólumarkaöinn, bæÖi til aö skoöa og kaupa varninginn, ganga á milli boröanna og góssiö líta á, en geysi marga vöruflokka þarna líta má. Bólumarkaðurinn verður opinn laugardaginn 15. maí kl. 11.00-15.00, að Eiðsvallagötu 6. Líttu inn, þú sérð ekki eftir því! Almennt kennaranám KENNARA- ISLANDS til B.Ed.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara- nám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og meðmæli frá kennara eða vinnuveitanda. Inntöku- skilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok fram- haldsskólastigs, svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Stúdentsefni á vori komanda, sem ekki hafa hlotið prófskírteini, láti fylgja umsókninni staðfestingu viðkomandi fram- haldsskóla um rétt þeirra til að þreyta lokapróf í vor. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 91-688700. Rektor.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.