Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Samdráttur kennslustunda á árinu 1992:
Mun minm er gera mátti ráð fyrir
- smávægilegur samdráttur í nokkrum skólum á Norðurlandi
Kennslustundum í grunnskólum
á Norðurlandi vestra fækkaði
um 7,8% á milli skólaáranna
1991 og 1992. Á sama tíma
fækkaði nemendum um 41 eða
rúm 2%. Á Norðurlandi eystra
þurftu aðeins fjórir grunnskólar
að skerða kennslustundir á milli
framangreindra ára og nutu því
aðeins 27,3% grunnskólanema í
umdæminu skertrar kennslu á
skólaárinu 1992 til 1993. Þetta
kom fram í svari menntamála-
ráðherra við fyrirspurn nokk-
urra þingmanna um niðurskurð
kennslustunda árið 1992.
Þeir skólar á Norðurlandi
eystra sem þurftu að fækka
kennslustundum eru; Grunnskól-
inn í Grímsey um 1,8 kennslu-
stund á bekkjardeild, Barnaskóli
Akureyrar um 1,21 kennslustund
á bekkjardeild, Gagnfræðaskóli
Akureyrar um 2,33 kennslustundir
á bekkjardeild og Glerárskóli um
0,51 kennslustund á bekkjardeild.
I svari fræóslustjóra umdæmisins
við fyrirspurn ráðuneytisins kem-
ur fram aö við nánari athugun haft
komið í ljós að niðurskurður
kennslumagns á milli skólaára sé
mun minni en tilefni hafi verið til
þrátt fyrir minnkun heildar-
kennslumagns til fræðsluumdæm-
isins.
I svari fræöslustjóra Norður-
lands vestra við sömu fyrirspurn
kemur fram að hin almenna regla
hafi verió sú að fremur hafi verið
felld niður kennsla eða fækkað
tímum í þeim námsgreinum sem
erfitt sé að fá kennara til og einnig
séu dæmi um að tímaflestu grein-
amar hafi fengið einhverja skerð-
ingu á kennslumagni.
I svari fræðslustjóra Noróur-
lands eystra kemur fram að meiri
áhersla hafi verið lögð á að halda
utan um heildartímamagn enda sé
það mat fræðslustjóra að meira
máli skipti gæði kennslu einstakra
námsgreina en magn. ÞI
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps:
Tæpar 7 milljónir
í hagnað 1992
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps var
rekinn með 6,8 milljóna króna
hagnaöi á síðsta ári. Þetta kemur
fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir
1992. Eigið fé Sparisjóðs Glaési-
Þau Þórdís Konráðsdóttir, flskvinnslukona hjá ÚA, og Páii Pétursson,
framkvæmdastjóri gæða- og vöruþróunarsviðs Coldwater, höfðu ástæðu til
að brosa í gær. Mynd: Robyn.
Gæðaviðurkenning til ÚA
- Skjöldur á Sauðárkróki og Sigurbjörg-
in ÓF fá einnig viðurkenningu
í gær veitti Þórdís Konráðsdótt-
ir, fiskvinnslukona hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa hf., f.h.
starfsfólks ÚA, viðtöku viður-
kenningu Coldwater, dótturfyr-
irtækis Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Bandaríkjunum,
fyrir afburða gæði á framleiðslu
Utgerðarfélagsins á árinu 1992.
Páll Pétursson, framkvæmda-
stjóri gæða- og vöruþróunarsviðs
Coldwater, afhenti Þórdísi viður-
kenninguna.
Coldwater afhenti íslenskum
fiskframleiðendum slíka viður-
kenningu fyrst árió 1978 og síðan
hefur ÚA fengið hana að einu ári
undanskildu. Coldwater metur
gæði framleiðslunnar á töluskala,
samkvæmt niðurstöðu rannsókna
á þúsundum sýna sem tekin eru
úr fiskinum. Þau hús fá viður-
kenningu sem lenda á skalanum
90-100. Framleiðsla ÚA á síðasta
ári fékk 98,2 stig, sem er hreint
frábær árangur. Páll Pétursson
segir þetta sérlega glæsilegt^ ekki
síst þegar haft sé í huga að ÚA er
langstærsti framleiðandi innan
sölukerfis Coldwater á Banda-
ríkjamarkaði. Páll segir að ekkert
fiskvinnsluhús hafí fengið oftar
gæðaviðurkenningu en UA.
Auk Útgerðarfélags Akureyr-
inga fengu eftirtalin fiskvinnslu-
hús gæðaviðurkenningu Coldwat-
er í ár: Skjöldur á Sauðárkróki,
Haraldur Böðvarsson hf. á Akra-
nesi, Fiskiöjan Freyja á Suðureyri
og Hraðfrystihús Eskifjarðar.
Einnig fékk frystitogarinn Sigur-
björgin ÓF í Ólafsfirði viðurkenn-
ingu fyrir einstök gæði. óþh
bæjarhrepps í árslok var rúmar 54
milljónir króna, eða 13,8% af
niðurstöðu efnahagsreiknings.
Eiginfjárhlutfall er 18,8%, en lög-
um samkvæmt má það ekki vera
lægra en 8%. Innlánsaukning á
árinu nam 8% og voru heildarinn-
lán í árslok um 334 milljónir
króna. Útlán sparisjóðsins voru
hins vegar rúmar 313 milljónir og
jukust á árinu um 8,5%. Hækkun
lánskjaravísitölu var 1,56%. Á
síðasta ári störfuðu 7 starfsmenn
hjá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps
og námu launagreiðslur samtals
um 13 milljónum króna. óþh
Matvoru-
markaðurinn
Opið
fimmtudag
Tilboð
Úrbeinaður
hangiframpartur
kr. 849 kg
Matvöru-
markaöurinn
Kaupangi
Opiö virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22
Skógræktarfélag
Eyfirðinga
• •
GROÐRARSTOÐIN
í KJARNA
Plöntusalan opin
Kl. 9-18 mánud.-fimmtud. Kl. 9-19 föstud. Kl. 10-17 laugard.-sunnud.
Skógarplöntur — Skjólbeltaplöntur — Skrautrunnar
Rósir — Garðtré, ýmsar stærðir — Berjarunnar
Garðyrkjuáhöld — Áburður, mold, grasfræ, jarðvegsdúkur o.fl.
Laugardag 22. maí kl. 11.00
kynning á limgerðisplöntum
Fjölbreytt úrval, yfir 100 tegundur trjáa og runna.
GERUM TILBOÐ í STÆRRI VERK.
★ Sendum um allt land ★
GRÓÐRARSTÖÐIN í KJARNA
Símar 96-24047 og 24599.
UPPLÝSINGAR, RÁÐGJÖF, ÞJÓNUSTA