Dagur - 20.05.1993, Page 5

Dagur - 20.05.1993, Page 5
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 5 Svar til Péturs Jósefssonar frá Jóni Björnssyni, félagsmálastjóra: Dagvistin teiknuð en aldrei byggð - vegna ágreinings í bæjarstjórn Akureyrar Á þcssari lóð, vestan Þórunnarstrætis, stóð til að rcisa dagvistina Hamarkot. Mannvirkið var hannað og teiknað en framkvæmdir hófust hins vegar aldrci, vegna ágreinings í bæjarstjórn, að því er kcmur fram í svari Jóns Björnssonar félagsmálastjóra til Péturs Jósefssonar. Á Ióðinni hafa nú verið reistir stúdentagarðar. Mynd: Robyn Of lengi hefur dregist aó svara fyrirspurn sem þú barst fram í Degi að ég held snemma í apríl, og bið ég afsökunar á því. Þar spyrð þú: „Er það rétt að í fórum dagvistarstofnana bæjarins sé til fullhönnuð dagvist með öllum teikningum aö núvirði 5-7 millj- ónir króna?“ í júlí árið 1980 samþykkti fé- lagsmálaráð Akureyrarbæjar að sækja um lóð vestan Þórunnar- strætis gegnt Lögreglustöóinni, þar sem nú hafa risið stúdenta- garðar. Þar sem bygging á þessum staó er áberandi í bæjarmyndinni ákvað félagsmálaráð að vandað skyldi til hennar. I júlí 1981 sam- þykkti félagsmálaráð aó leita til Valdísar Bjarnadóttur, arkitekts, um hönnun en hún hafói vakið at- hygli ráósins og fleiri fyrir snjallar hugmyndir á þessu sviói. Valdís vann næsta ár að hönnun hússins, sem í daglegu tali var nefnt Ham- arkot, og það var að ég held mat allra sem kynntu sér, að hún heföi hannað afburðahúsakynni fyrir þessa starfsemi. Það var hins veg- ar álitið að byggingin yrði dýrari heldur en ef byggt hefði verið með sama lagi og Síðusel er og Flúðir enda íburðarmeiri. Mig minnir að því hafi vcrið spáð að þessi munur næmi 12% á rými. Eg álít að þetta hafi verió megin- ástæðan fyrir því, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst aldrei samstaða um að hefja bygginguna, allavega voru þetta þau rök sem oftast voru nefnd. Félagsmálaráó lagði ítrekað til, að hafist yrði handa við bygginguna, síðast á ár- inu 1987, en allt kom fyrir ekki. Samstaða náðist aldrei um það í bæjarstjórn og að lokum gafst fé- lagsmálaráð upp við að leggja þetta til og fór aðrar leiðir. Það er því rétt til getið hjá þér, „Það er því rétí til getið hjá þér, Pétur, að í fórum dagvistar- deildar eru byggingarteikningar, burðarþols- og frárennslisteikn- ingar að Hamarkoti, fjögurra deilda dagvist, eins og slík hús voru kölluð í þá daga, eftir Valdísi Bjarnadóttur arkitekt og Gunnar Inga Ragnarsson, verkfrœðing, dagsettar 1982, sem aldrei vargert annað með en deila um það hvort byggt skyldi eftir þeim. Það var synd, þvíþessi teikning var að mínu mati afbragð og langt á undan sinni samtíð Pétur, að í fórum dagvistardeildar eru byggingarteikningar, burðar- þols- og frárennslisteikningar að Hamarkoti, fjögurra deilda dag- vist, eins og slík hús voru kölluð í þá daga, eftir Valdísi Bjamadóttur arkitckt og Gunnar Inga Ragnars- son, verkfræðing, dagsettar 1982, sem aldrei var gert annað með en deila um það hvort byggt skyldi eftir þeim. Það var synd, því þessi teikning var að mínu mati afbragð og langt á undan sinni samtíð. í reikningum Akureyrarbæjar fyrir árið 1982 er eignin í þessum teikningum metin á kr. 717.216 kr. Sé sú upphæð hækkuð til sam- ræmis vió byggingarvísitölu und- anfarin tíu ár fær maður út verð- mæti á bilinu 5-6 milljónir. Það þarf mér fróðari menn til að meta hvort sú reikniaðferð á við í þessu tilviki. Jón Björnsson, félagsmálastjóri. Fyrirsögn er blaösins. Tónlist_____________________ Galgopar og glatt fólk Laugardaginn 15. maí efndu Galgoparnir, kvintettinn, sem framan af kallaði sig kvartett, til árlegrar „jólaskemmtunar“ sinnar. Tíminn er vissulega undarlegur, þcgar um er að ræða samkomu með þessu nafni, en, cins og kynnir viðburðarins, Birgir Svein- björnsson, útskýrði lipurlega og kímilega fyrir hinum fjölmörgu áheyrendum, scm bókstaflega troðfylltu félagsheimilið Frey- vang, leit hann svo á að ekki ein- ungis þessir tónleikar væru undar- legir, heldur líka llest annað í sambandi við söngflokkinn Gal- gopa. Galgopar hafa notið mikilla vinsælda og þeirra sívaxandi þau ár, sem þeir hafa starfað. Fjölhliða geta þeirra í söng og lífleg cn hóg- leg sviðsframkoma eru án efa stórir þættir í þessu efni. Efnisskrá flokksins á tónleik- unum í Freyvangi hófst á nokkr- um lögum, sem flokkurinn flutti meó yfirveguðum konsertblæ. Þcirra á meðal má nefna Oh, When the Saints, A vegamótum og Sól rís. Raddsetningar voru góðar og nutu sín vel í meðferð flokksins, þar sem hver söngmað- ur gætti þess svo vel, að varla bar á skugga, að samfella raddanna væri við hæfi og hver nyti sín. Fé- lagarnir sýndu einnig eftirtcktar- veróa og góöa getu í söng án und- irleiks, þegar þeir til dæmis fluttu lagið Tveir þrestir og gerðu sann- arlega fallega. Seinni hluti söngskrár Galgop- anna var léttari og einkenndist af glensi, þar sem þeir gerðu mest af því að gera kostulegt grín að sjálf- um sér. Slíkt grín er gott til vin- sælda. Það særir yfirleitt ekki, en vekur jafnan hlátur, eins og Iíka að er stefnt. Því markmiði náði flokkurinn sannarlega og átti Birgir Sveinbjömsson sinn góða þátt í því. I þessu sambandi gam- anmála má ekki láta ógetið kcrsknisvísna Atla Guðlaugsson- ar, sem hann flutti á milli laga við góðar undirtektir. Gestur á tónleikum Galgop- anna var Þorvaldur Halldórsson. Hann söng nokkur lög með Gal- gopunum en auk þess flutti hann nokkur einsöngslög vió lipran undirleik Gunnars Gunnarssonar á píanó. Lögin voru Go Down, Moses, Summertime og 01’ Man River. Rödd Þorvaldar hefur óskertan hinn breiða, mjúka og fulla blæ, sem gerir hana aðlað- andi og seióandi. Hins vegar var á rödd hans að þessu sinni eitthvert ryk og nokkur óstyrkur í stuðn- ingi. Framlag hans var vel þegió af áheyrendum, eins og viö átti, enda hans hlutur í tónleikunum al- mennt góður. Galgopar eru góður og metnað- arfullur söngflokkur, sem hefur greinilega sett sér það markmið, að geta jafnt flutt tónlist á listræn- an hátt sem með skoplegum skemmtibrag. Þessum markmið- um hefur flokkurinn náð að miklu leyti. A sviði hins listræna flutn- ings var eitt það besta, sem flokk- urinn flutti á tónleikunum, fínleg túlkun hans á laginu Mood Indigo. Lagið er viókvæmt og krefst veru- legrar næmni og nákvæmni. I þessu lagi og mörgum öðrum átti undirleikari Galgopanna, Guöjón Pálsson, stóran þátt með hóflegum og viðeigandi undirleik, sem lyfti flutningi hvarvetna, skreytti og gafbrag. Birgir Sveinbjömsson spáði því, að jólatónleikar Galgopanna á næsta ári (1994) yrðu líklega í júlí ef marka mætti þróun síðastlið- inna ára og þessa. Hinir fjölmörgu aðdáendur söngflokksins geta ekki betur gert en hlakka til og vona, að tónleikarnir mjatlist ekki hrcin- lega út af árinu. Haukur Ágústsson. Sumarnámskeið Golfklúbbs Akureyrar / sumar mun Golfklúbbur Akureyrar bjóða upp á golfnámskeið fyrir börn fcedd 1980-1985 og verður hvert námskeið í 2 eða 4 vikur í senn og byrjar pað fyrsta 1. júní. Alls verða námskeiðin 6 í sumar og eru pau 4 tíma á dag frá kl. 10.00-14.00 alla virka daga. Aðalmarkmið námskeiðanna verður að börn læri öll helstu grundvallaratriði golfsins svo sem golfgripið, golfsveifluna, golfstöðuna, púttin, golfreglurnar og umgengni um golfsettið og golfvöllinn. Aðalkennari verður David Barnwell sem er hámenntaður golf- kennari frá Englandi (talar góða íslensku) og honum til aðstoðar eru tveir af efnilegustu og bestu golfspilurum landsins peir Siggi Palli og Öddi. Þátttökugjald er kr. 3000 fyrir 2 vikur en kr. 5000 fyrir 4 vikur. Innifalið í verðinu eru öll golfáhöld til æfinga. Boðið verður upp á léttan kaffitíma svo að börnin þurfi ekki að taka með sér nesti og í lok hvers námskeiðs verður haldin pylsuveisla og allir fá viðurkenningarskjal frá golfskólanum. Innritun og allar nánari upplýsingar eru veitar hjá GA í síma 22974. í dAq kl. 1 5.00 FjöLskylduskEMMTUN STÓRubÖRNÍN oq FösTiidAquR S j /V LIA k RÁ Í N TodMobiU LAuqARdAquR KjaILarínn GuðMUNdlJR RÚNAR TRÚbAdOR STjÓRNAR fjöldASÖNq fÍMMTud, fÖSTud. oq ÍAUqARd.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.