Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 16
Skagaströnd: Hastarlegt að orkugjafi frá Arabalöndum sé ódýrari en raforka framleidd í héraði“ - segir Magnús B. Jónsson sveitarstjóri Sprenging á botni Húsavíkurhafnar fór úr böndunum síðastlðinn mánudag. Stálþil með steyptum kanti gekk inn að ofanverðu um 16 cm. Mynd: im Hafnarframkvæmdirnar á Húsavík: Stálþil gekk inn undan sprengingu - verktakinn endurbætir garðinn. Sveitarstjórn Höfðahrepps (Skagaströnd) lagði nýlega til að sótt yrði um styrk til Orku- sjóðs til að kanna frekari möguleika á jarðhitaleit í ná- grenni kauptúnsins en horfið var frá því þar sem Orkusjóður er févana um þessar mundir. Magnús B. Jónsson sveitar- stjóri segir að með nýrri og betri tækni sé vilji til þess að kanna til þrautar hvort um heitt vatn sé að ræða á svæðinu; en kannanir sem framkvæmdar voru fyrir aldarfjórðungi síðan bentu til hins gagnstæða. Gerð hefur verið könnun á hugsanlegum kostnaði vió breyt- Siglufiörður: Erfitt að fá fólk í sumar- afleysingar Að undanförnu hafa allt að því daglega verið fluttar fréttir af því að erfiðlega gangi að útvega mörgum framhaldsskólanem- endum sumarafleysingar. Þetta á þó ekki við um Siglufjörð. Guðný Helgadóttir, hjúkrunar- forstjóri á sjúkrahúsinu á Siglu- firði, segir að heldur treglega hafi gengið að fá fólk til sumarafleys- inga. Staðreyndin sé sú að launa- lega standi sjúkrahúsið höllum fæti í samkeppninni við fisk- vinnsluna á staðnum og því hafi framhaldsskólanemendur frekar leitað eftir vinnu þar. Að lokum tókst þó að manna í sumarafleys- ingastöður á sjúkrahúsinu. Eftir því sem Dagur kemst næst stóðu forsvarsmenn fleiri fyrir- tækja og stofnana á Siglufirði í sömu sporum síðla vetrar. Þannig átti útibú Kaupfélags Eyfiróinga á Siglufirði í töluveröum erfiðleik- um með aó fá fólk í sumarafleys- ingar. Eins og fram hefur komið er at- vinnuástand á Siglufirói sérlega gott um þessar mundir og um síð- ustu mánaðamót voru þar einungis 37 á atvinnuleysisskrá. óþh O VEÐRIÐ í dag verður austan kaldi um allt Norðurland, skúrir með ströndinni en úrkomu- lítió til landsins. Undir kvöld gengur vindur niður og hægt fer hlýnandi. ingar á húsum ef um húshitun yrði að ræða frá hitaveitu og niður- staöa þeirrar könnunar bendir til þess að heildarkostnaður vegna dreifikerfis um staðinn og breyt- ingar á húsum mundi kosta allt að 150 milljónir króna og er þá ótalið kostnaður vegna lagnar frá hugs- anlegu virkjunarsvæði og á stað- inn. Til þess aö borga niður dreifikerfið þarf að sparast raf- orka um 5 til 6.000 krónur á hverja íbúð á mánuði. Magnús segir að nokkrir hafi verið svo skynsamir að kynda með olíu og sparað sér umtalsverðan kostnað vegna húshitunar en rafhitun var sett í flest hús á tímum olíukrepp- unnar. I dag er innflutti orkugjaf- inn frá Arabalöndunum töluvert ódýrari heldur en rafmagnið sem framleitt er m.a. í héraði þ.e. í Blönduvirkjun. „Það er hastarlegt að vera með innlendan orkugjafa í formi raf- orku vió bæjardymar en aó það skuli vera hagstæðara að sækja olíu í þess staða til Arabaríkj- anna. Það var gerð athugun á skól- anum hér en í honum er bæöi ol- íu- og rafmagnskynding og niður- staðan varð sú að það margborgar sig að kynda með olíu og að sjálf- sögðu nýtum við því gamla olíu- ketilinn. GG Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. var haldinn sl. þriðjudag. Taprekstur varð á fyrirtækinu á sl. ári að upphæð 32 milljónir króna; en á árinu 1991 var tap á rekstri að upp- hæð 76 milljónir króna. A ár- inu 1992 hafði Verðjöfnunar- sjóður áhrif á afkomuna en á árinu 1991 varð fyrirtækið hins vegar fyrir nokkrum skakka- föllum vegna gjaldþrots ístess hf. „Helmingur af þessu tapi myndast vegna gengisfellingar í nóvember þar sem tekjumar komu ekki á móti þar sem gengisfelling- in átti sér stað svo seint á árinu. Fiskvinnslan hefur heldur ekki skilað nógu, afurðaverðið hefur farið lækkandi á móti hækkandi gjöldum,“ sagði Jóhann A. Jóns- son framkvæmdastjóri. „Fjár- munamyndun frá rekstri var .84 milljónir króna en eiginfjárstaðan er neikvæð. Þess ber að gæta að við erum með togarann Stakfell metinn á 135 milljónir í reikning- unum; en matið á skipinu er 360 milljónir króna og það mundi gjörbreyta eiginfjárstöðunni ef matið yrði fært til núvirðis." Skuldir fyrirtækisins eru 572 milljónir króna; en eignimar eru loðnuverksmiðja með 600 tonna Sprenging á botni Húsavíkur- hafnar fór eitthvað úr böndun- um sl. mánudag og gekk stálþil- ið með steypta kantinum inn að ofanverðu um 16 cm á kafla. Illykkur á kantinum er vel sjá- anlegur, eins og fram kemur á myndinni. Steypti kanturinn á þilinu er töluvert sprunginn og fylling innan við þilið er sigin. afköst, togari sem hefur alla möguleika á vinnslu og frystingu, gott frystihús, en þar var nýlega sett upp flæðilína. Tekjuaukning varð milli ára. Tekjurnar voru 750 milljónir 1991 en fóru í 890 milljónir 1992, sem fyrst og fremst má rekja til verulegrar veltuaukningar hjá loðnuverk- smiðjunni. Starfsmannafjöldi hefur heldur aukist milli ára en að meðaltali voru 87 starfsmenn hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar hf. og launagreiðslur námu 215 milljón- um króna, sem eru 2,4 milljónir aö jafnaði á hvem starfsmann. Hæstu meðaltekjur voru hjá áhöfn togarans Stakfells ÞH. A síðasta ári var hráefnisöflun viðunandi, um 2.000 tonn af bol- fiski, en auk þess var unnið við síldarflökun og frystingu auk frystingar á loðnuhrognum og á þessu ári hefur verið unnið alla virka daga en það hefur ekki gerst í mörg ár. Þar veldur mestu kaup á svokölluðum „Rússafiski“, en keypt hafa verið nær 300 tonn af þorski úr Barentshafi frá því á miðju síðasta ári til dagsins í dag. Að undanfömu hafa netabátamir auk þess verið að afla vel á Þistil- firðinum og hefur það verið á mörkunum að frystihúsið hafi haft Stálþilið var rekió niður við Norðurgarðinn í fyrrasumar. Und- anfamar vikur hefur Hagvirki Klettur unnið viö að losa um hafn- arbotninn út frá garóinum með borunum og sprengingum, en jarðefnin í botninum reyndust ógræf. Verktakinn hélt í gær fund meó yfirmönnum Vita- og hafnamála- undan að vinna allan þann afla. „Auk þess lítum við með bjart- sýni til komandi loðnuvertíðar; en Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur hefur sagt að loðnustofninn sé um 2 milljónir tonna og af því verði leyft að veiða 1,5 milljónir tonna, en á síðustu vertíð varð heildaraflinn 960 þúsund tonn. Við reiknum því með því að geta hafið bræðslu í júlímánuði ef loðnan finnst í veiðanlegu standi. Til að ná sem mestri nýtingu úr skrifstofunnar og sagði Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður tækni- deildar, að verktakinn kæmi til með að gera þær endurbætur á garðinum að mannvirkið nýttist fullkomlega og skemmdir yrðu ekki sjáanlegar. Sagði hann verk- takann tilbúinn að taka á málinu, sem væri á hans ábyrgð, og skila garóinum í viðunandi ástandi. IM loðnunni á að hefja bræðslu sem fyrst vegna lýsisins og skapa þannig sem hæstar útflutnings- tekjur úr hverju tonni,“ sagði Jó- hann A. Jónsson. Stærsti hluthafi í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er Hlutafjársjóður með 49% og síðan sveitarsjóður- inn, en Hlutafjársjóður kom inn í fyrirtækið þegar Utgerðarfélag Norður-Þingeyinga var gert upp og það sameinað Hraófrystistöð- inni. GG Ólátasegg brá í brún: Lenti á Mmgatrölli Olvaður maður var með leið- indi og ólæti í fjölbýlishúsi í Glerárhverfi aðfaranótt sunnudags. Ilann skemmdi tvær geymsluhurðir í sam- eign og sparkaði upp hurð að íbúð en þá brá honum í brún. íbúinn í umræddri íbúð cr kunnur kraftlyftinga- og afl- raunamaður, einn sá stærsti og hrikalegasti sem tekið hefur á lóðum hér um slóðir. Tók hann ólátabelginn föstum tökum og hringdi á lögrcgluna. „Já, hann sparkaði upp hurðinni en komst ekki lengra. Hann hefur sennilcga strax gert sér grein fyrir að við ofúrefli var að etja. Hann gerir þetta ekki aftur,“ sagði Gunnar Jó- hannsson, rannsóknarlögreglu- fulltrúi, er fréttin var borin undir hann. Ekki náðist í kraftajötuninn í gær. Gunnar sagði aö maðurinn hefði verið færður í fanga- geymslu og að hann hefði eng- ar haldbærar skýringar getaó gcfið á þessu athæfi sínu. SS Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. rekin með 32 milljóna króna tapi: Veltuaukning loðnubræðslunnar mikíl- vægust í 18% telguaukningu miili ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.