Dagur - 20.05.1993, Síða 9

Dagur - 20.05.1993, Síða 9
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 9 Viðtal: Kristel Kristjánsdóttir Þorvaldur við elæsivagn- inn sem hann hefur haft til afnota hjá Notting- . ham Forest, SAAB ^ 9000 SE. Mynd: Svafa Björg. hefði t.d. ekkert á móti því að spila með toppliði á Italíu. En ég verð að vera raunsær og á meðan maóur heldur ekki föstu sæti í sínu liói, eru ekki miklar líkur á aó önnur liö geri manni tilboð. Ég er hins vegar tilbúinn að spila með því félagi sem borgar mestan peninginn og hef fullan hug á að halda áfram í atvinnumennsku.“ - Hvað með að taka að þér þjálfun á Islandi, er það eitthvað sem þú hefur velt fyrir þér. Gætir þú hugsað þér að þjálfa og spila með KA? „Ég hef ekkert hugsað um slíka hluti, enda finnst mér ég það ung- ur og eiga töluvert eftir. Það verð- ur kannski þegar ég er orðinn eldri og reyndari. En hvort KA verður fyrir valinu veit ég ekki. Þegar ég hef tök á, væri vissulega gaman að fara heim og miðla eitt- hvað af þeirri reynslu og kunnáttu sem ég hef öðlast, til gamla fé- lagsins á Akureyri. En sem stend- ur er KA með góðan þjálfara." Alltaf gaman að skora - Þú ert búinn að spila með ís- lenska landsliðinu síðustu ár, hvaóa leikur er þér eftirminnileg- astur? „Þeir leikir sem standa uppúr, eru þegar við unnum Spánverja heima 2:1 og ég náði að skora annað markið. Einnig leikur við Ungverja í Ungverjalandi er ég náði aó skora og við unnum fræki- legan sigur. Það er alltaf eftir- ^ Þorvaldur Örlygsson á fullri ferð í leik með Nottingham Forest. Nú er Ijóst að hann mun ekki leika áfram með liðinu og framtíð hans sem at- vinnumanns í knatt- spyrnu því óráðin. minnilegt að skora mark í lands- leik. Síðasti landsleikurinn sem Ásgeir Sigurvinsson spilaði fyrir íslands hönd er líka eftirminnileg- ur en þá unnum við Tyrki og það er sennilega skemmtilegasti landsleikur sem ég spilað.“ - Það voru gerðar miklar vænt- ingar til íslenska landsliðsins áóur en undankeppni HM hófst en nú virðist útilokað að liðið komist samning. Síðan þá hefur það kom- ið fram í fjölmiðlum, eftir að Þor- valdur átti fundi með nýjum framkvæmdastjóra félagsins fyrir helgi, að hann mun ekki leika áfram með félaginu. Einnig hefur komió fram í fjölmiðlum að enska félagið Stoke, sem leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili, hafi sýnt Þorvaldi áhuga, svo og tvö önnur ensk félög. - Aðspurður um hvort önnur félög hafi haft samband við sig, sagöi Þorvaldur að hann hafi haft það fyrir sið að tjá sig ekki um slíka hluti fyrr en búið væri að ákveða þá. „Það hef ég gert frá því ég kom til Forest og mun halda því áfram.“ - Með hvaða öðru liði vildir þú helst spila? „Menn eru alltaf tilbúnir aö spila með bestu liðunum og ég áfram í úrslitakeppnina í Banda- ríkjunum. Ert þú sáttur við gengi liðsins í keppninni? Attum ekki mikla möguleika áað komast áfram í HM „Væntingar heima á Islandi hafa alltaf verið miklar og ekki síst eftir að við unnum Spánverja skömmu áöur en undankeppni HM hófst. En það er rétt að möguleikar okkar á að komast áfram í keppninni eru nánast úr sögunni. Við erum að leika gegn töluvert sterkari þjóðum og „standardinn“ heima á Islandi er ekki nálægt því eins hár og í þess- um löndum. - Og ég er ekki til- búinn að kyngja því að liðið hafi fyrirfram átt mikla möguleika á því að komast áfram. Hins vegar er allt í lagi að fólk hafi vænting- ar. Við höfum verið að spila ágætlega í einstökum leikjum en einnig átt slaka leiki inn á milli. Þannig verður þetta í náinni fram- tíð og það er einungis fjarlægur draumur að Islendingar eigi lió í úrslitum í Evrópu- eða Heims- meistarakeppni. Það er ekki hægt aö fara fram á slíkan árangur í ná- inni framtíó.“ Þorvaldur Orlygsson er í ís- lcnska landsliðshópnum sem mætir Lúxemburg í undankeppni HM á fimmtudaginn (í kvöld) og fer leikurinn fram ytra. Hvernig skyldi sá leikur leggjast í hann? Ætlum okkur sigur í Lúxemburg „Við höfum spilað æfingaleik við Lúxemburg í Lúxemburg og náð- um að vinna þann Ieik. Ég tel okkar lið sterkara á pappírunum en það er ekki nóg. Erfiðasti and- stæðingur okkar í þessum leikjum erum við sjálfir, við erum erfiðir og óútreiknanlegir. En leikurinn leggst ágætlega í rnig og við mun- um leggja okkur alla fram og stefnum að sjálfsögðu að sigri. Vió þurfum að ná hagstæóum úr- slitum í þeim leikjum sem eftir eru í keppninni og því nauðsyn- legt að vinna sigur í Lúxemburg.“ - Þorvaldur og kona hans, Olöf Ellertsdóttir, hafa búið í Notting- ham í tæp fjögur ár. Hvernig hefur þeim líkað dvölin á slóðum Hróa Hattar? „Okkur hefur líkað mjög vel að búa hér og við hefðum sjálfsagt ekki getaó hitt á betri stað á Eng- landi. Við búum í okkar eigin hús- næöi og við höfum fullan hug á því að eiga þaó áfram.“ - Hvernig eyðið þið frístundum ykkar? „Ég nota mínar frístundir mest til þess að slappa af fyrir leiki. En við förum þó stundum út að hjóla og reynum að sjálfsögðu að nýta allar þær sólskinsstundir sem við getum. Við höfum einnig gert svolítið að því að ferðast um og skoða landið." Vonast til að snúa aftur heim til Akureyrar - Hafið þið kynnst mörgu fólki á þessum tíma? „Já, það höfum viö gert og m.a. okkar ágætis nágrönnum. Einnig leikfélögum mínum í Forest og fólki í gegnum þá.“ - Fer konan alltaf á völlinn þegar liðið er að spila? „Já, hún er alltaf mætt á völlinn þegar liðið er að spila.“ - Ef og þegar þið flytjið heim til íslands á ný, er þá stefnan sett á Akureyri? „Þegar maður talar um að fara heim, þá er það að fara heim til Akureyrar. Þar hefur heimili manns verið og þar ólst ég upp en hvort það verður áningarstaður- inn þegar ég yfirgef England veit ég ekki og er ómögulegt að segja á þessari stundu. Hins vegar von- ast ég til að geta farið aftur heim til Akureyrar og búið þar, því þar lcið mér vel.“ AKUREYRARB/ÍR Akureyrarbær umhverfisdeild Jarðeignir og dýraeftirlit Eftirtalin beitarlönd eru laus til umsóknar. 9 spildur í landi Ytra-Krossaness. 5 spildur úr landi Glerár. 1 spilda úr landi Kollugeröis II. 1 spilda úr landi Mýrarlóns. 1 spilda v/hesthús í Breiðholti. 1 spilda v/Eikarlund. 1 spilda í landi Lögmannshlíðar. Umsóknir sendist til Umhverfisdeildar P. O. Box 881, 602 Akureyri. Umsækendur þurfa að hafa búfjárleyfi á Akureyri. Eldri umsóknir um lönd þarf að endurnýja. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Upplýsingar um löndin veitir umsjónamaður jarðeigna í síma 25600. Umhverfisstjóri. Hrísalundur: 3ja herbergja íbúð, 76,3 fm, á 2. hæð, snyrtileg og góð eign. Laus eftir samkomulagi. Smárahlíð: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð, eign á góðum stað. Mikið áhvílandi. Lerkilundur: Einbýlishús 202 fm með bílskúr, eign í sérflokki. Góð staðsetning. Stapasíða: 4ra herbergja raðhúsaíbúð 129,2 fm á tveimur hæðum. Hagstæð lán áhvílandi. Falleg og stílhrein íbúð. Skálagerði: 4ra-5 herbergja einbýlishús 170 fm með bílskúr. 18 fm garðskáli. Vel ræktuð lóð. Skipti möguleg á Reykjavíkursvæðinu. Fasteignasalan == Brekkugötu 4 • Sími 21744 Krakkar Landsbankahlaupið fer fram laugardaginn 22. maí 1993. Mæting við Landsbankann v/Ráðhústorg kl. 10 f.h. Hlaupið er ætlað öllum krökkum fæddum árið 1980-1983. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.