Dagur - 20.05.1993, Síða 11

Dagur - 20.05.1993, Síða 11
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 11 Mannlíf Eik á Akureyri, íþróttafélag þroskaheftra, varð 15 ára sl. föstudag, þ.e. þann 16. maí. Veglegt samsæti var haldið að Víðilundi 22 á Akureyri þar sem mættu um 120 gestir og fé- lagar. Formaður Eikar, Margrét Rögnvaldsdóttir, bauð gesti velkomna og rakti sögu félags- ins. Veislustjóri var Ilaukur Þorsteinsson. Stofnendur Eikar voru 86 og félagið var stofnað að áeggjan Sigurðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra ISI, fyrst íþróttafé- laga fyrir þroskahefta. Fyrstu stjórn skipuðu Margrét Rögn- valdsdóttir, formaður, Guðríður Bergsveinsdóttir, gjaldkeri, Svan- Nokkrir Eikarfélagar að syngja afmælissönginn. Krakkar 7-10 ára Enn eru laus pláss í Sumarbúðum kirkj unnar við Vestmannsvatn í 1. flokki 8.-15. júní og 3. flokki 28. júní - 5. júlí. Innritun í síma 96-27540 og í símum 96-26179, 96-61685, 96-43545. Akureyri: íþróttafélagið Eik 15 ára fríður Larsen, ritari, og meðstjóm- endurnir Aðalheiður Pálmadóttir og Pétur Pétursson. Félagar hafa æft körfubolta, boccia, frjálsar íþróttir, utan húss sem innan, og sund. Félagar hafa keppt á mótum innan- sem utanlands, nú síðast átti félagið keppendur á Olympíu- leikum þroskaheftra á Spáni. Keppendur frá Eik hafa jafnan staðið sig með prýði,“ segir for- maðurinn Margrét Rögnvaldsdóttir. Til hófsins mættu Siguröur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSI, og Ólafur Jensson, formaður Iþróttasambands fatlaðra, auk fjölda merkra gesta frá íþrótta- hreyfingunni og félaga sem stutt Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Eikar, ávarpar veislugesti. hafa starf Eikar. Fjöldi blóma og gjafa bárust og tveir félagar hlutu silfurmerki ÍSI, þ.e. Stefán Pálma- son fv. formaður og Helga Gunn- arsdóttir, sem hefur stutt félaga í Eik með ráðum og dáð frá upphafi vegar. Myndir þær sem hér birtast tók ljósmyndari Dags, Robyn, í afmælisveislunni. ój Veisluborðið svignaði af krásum og í forgrunni er afmælistertan góða. Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð heldur spilavist og lokadansleik í Lóni v/Hrísalund, laugardaginn 22. maí. Spilavist hefst kl. 20.30 og dansleikur kl. 23.00. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Skipagötu 14, Akureyri. Félag Verslunar og skrifstofufólks á Akureyri óskar að ráða starfsmann í hálft starf á skrifstofu. Vinnutími frá kl. 12.30 til 16.00. Umsækjendur þurfa aö hafa reynslu í félagsstörfum, almennum skrifstofustörfum, tölvuvinnslu og eiga auövelt með að umgangast fólk. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til Félags verslunar og skrif- stofufólks, Skipagötu 14, 600 Akureyri fyrir 1. júní 1993. — AKUREYRARB/tR Akureyringar Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóöa á Akureyri eru áminntir um aö hreinsa af lóöum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýöi og hafa lokið því fyrir 29. maí nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 24.-28. maí nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað hefur veriö af íbúðarhúsalóöum og sett er í hrúgur á götukanta framan viö lóðir eftirgreinda daga. Mánudag 24. maí: Innbærogsuðurbrekkasunnan Þing- vallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjud. 25. maí: Lundarhverfi og Gerðahverfi. Miðvikud. 26. maí: Miðbær og ytribrekka norðan Þingvalla- strætis og austan Mýrarvegar. Fimmtud. 27. maí: Oddeyri og Holtahverfi. Föstud. 28. maí: Hlíðahverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi. Nánari upplýsingar varðandi hreinsunina veröa gefnar á skrifstofu heilbrigöiseftirlitsins, Gránufé- lagsgötu 6, sími 24431. Gámar fyrir rusl (ekki taö) verða staðsettir í hest- húsahverfunum í Breiöholti og við Lögmannshlíð þessa viku. Hestamenn eru hvattir til aö nýta sér þessa þjónustu. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heim- ilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álímingarmiða. Heilbrigðisfulltrúi. Fyrsta keppni ársins um ísl. meistaratitilinn í torfæruakstri haldin ofan Akureyrar laugardaginn 22. maí nk. kl. 14.00. Allir toppbílarnir mæta. Hver hlýtur nafnbótina Greifinn ’93? Hvernig spjarar Mrs. Piggy sig? Hvaö getur ísl. meistari í vélsleðaakstri á bíl? Kemur jaxlinn með nógu marga öxla? Verð aðgöngumiða 750 kr., sem fást að fullu endurgreiddir við matarúttekt á Greifanum. Veitingahúsið Greifinn Glerárgötu 20. Bílaklúbbur Akureyrar. -■n

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.