Dagur - 20.05.1993, Page 15

Dagur - 20.05.1993, Page 15
Fimmtudagur 20. maí 1993 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson fslandsmótið í knattspyrnu: Keppni hefst í 3. deild á morgun Á morgun, fbstudag, hefst keppni í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Öll 3 liðin af Norðurlandi eiga leik en aðcins eitt þeirra, Dalvík, á heimaleik. Þeir fá Skallagrímsmenn í heim- sókn en Magni mætir HK fyrir sunnan og sömu sögu er að segja af Völsungum sem halda til Suðurnesja og leika við Víði í Garði. Erfitt er að segja hvaða lið koma til með að verða í topp- eða botnbaráttu í sumar. Flestir búast við liði HK sterku, en liðið vann 4. deildina í fyrra með miklum yfirburðum og mikill uppgangur er hjá Kópavogsliðinu. Erfitt er að fullyrða nokkuð um fallliðin frá því í fyrra og fulltrúar norðanlið- anna treystu sér ekki til að segja til um hvar þeirra lið stæðu. Dalvíkingar eiga harma að hefna Eina liðið af Norðurlandi sem á heimaleik í 1. umferð eru Dalvík- ingar. Jónas Baldursson sagði sumarið leggjast vel í sig, enda væri þetta „klassísk spuming" sem alltaf væri svarað játandi. „Okkur hefur að visu ekki gengið vel í þessum vorleikjum en það er í sjálfu sér engin ný bóla og er íslandsmótið í knattspyrnu: Umflöllun í útvarpi Umfjöllun útvarps og sjón- varpsstöðvanna um Islandsmót- ið í knattspyrnu verður með líku sniði og í fyrra. Bæði Ríkis- útvarpinu og Islenska útvarps- félaginu (Bylgjan og Stöð 2) er heimilt samkvæmt samningi við Samtök 1. deildar félaga að taka upp og senda út í sjónvarpi eða útvarpi, beint eða síðár, frá leikjum í 1. deild, sem nú er styrkt af íslenskum getraunum. Ingólfur Hannesson hjá RÚV sagói þeirra umfjöllun veróa svip- aða og í fyrra, en þá var hún mjög aukin frá því sem áður tiðkaðist. „Við erum að „dekka“ þetta 73-75 leiki af 90 í 1. deildinni. Þegar leikið er á fimmtudögum verður umfjöllun í 11 fréttum og umferð- irnar síðan teknar saman á laugar- dögum. Síðan verða auðvitað beinar útsendingar þegar það er mögulegt.“ Ingólfur sagói einnig aó í útvarpinu yrði reynt að vera með stífa þjónustu við neðri deild- irnar og greina frá öllum úrslitum eins og kostur væri á. Svipaða sögu hafói Heimir Karlsson hjá Stöð 2 að segja. Stöð 2 verður með þátt á fimmtudags- kvöldum og ýtarlegri umfjöllun á sunnudögum. Bylgjan mun fylgja öllum leikjum eftir eins og kostur er og minntist Heimir sérstaklega á neðri deildirnar í því sambandi. Undirbúningur Hvcrsdagslcikanna er nú á iokastigi og í gær var unnið að því hörðum höndum að merkja og ganga frá „kjörkössunum“ sem skila á þátttökutilkyhningum í. Nauðsyniegt er að muna að skrá sig, þ.e. fylla út ekkert endilega samband þar á milli og Islandsmótsins. Okkur finnst deildin vera svolítið óráðin. Við héma fyrir norðan þekkjum ekki eins mörg lið og við höfum oftast gert því vanalega hafa verið fleiri héðan.“ Hópur Dalvíkinga hefur tekið talsverðum breytingum frá síðasta ári. „Ég hugsa að það sé sterkari mannskapur í heildina. Það voru líka miklar breytingar í fyrra og þá fóru þær illa í okkur. Ég er því ekki viss um að sterkari einstak- lingar skili sér endilega í sterkara liði. Það segir sig alla vega ekki sjálft. Við stefnum á að gera betur en í fyrra og förum með öðru hug- arfari í mótið núna.“ Dalvíkingar töpuðu tvívegis fyrir Skallagrími sl. sumar og eiga því harma að hefna. Síðan er að sjá hvort heimavöllurinn dugir til þess. Húsvíkingar hafa styrkst Haraldur Haraldsson, markmaður Völsungs, sagði mikinn hug í Völsungum. „Ég held að við göngum sprækir til leiks. Ég held að við séum með bæði sterkari og breiðari hóp. Það er orðin sam- keppni um hverja einustu stöðu í liðinu, nema kannski mína, sem er bara vegna þess að ég hef engan að keppa við,“ bætti hann við í léttum tón. Hann sagði liðinu hafa gengið vel í leikjum vorsins en illa hafi gengið að ná öllu liðinu saman. Þetta er reyndar regla en ekki undantekning þegar lands- byggðarliðin eiga í hlut. HK menn sterkir Magnamenn eiga útileiki í 4 fyrstu umferðunum og byrja á móti HK. Þeir byrjuóu sumarið mjög vel og unnu sem kunnugt er sigur á JMJ Vaxtarræktin í Iþróttahöllinni á Akureyri er nú að fara af stað með þolfimi (aerobic) fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára. Tímarnir hefjast um mán- aðamótin og verða þrisvar í viku. Sigurður Gestsson hjá Vaxtar- ræktinni sagði Iíkamsræktarstöðv- ar hingað til hafa miðaó við aldur- mótinu, þar sem hin tvö 3. deildar liðin af Norðurlandi voru meðal þátttakenda. ísak Oddgeirsson, fyrirliði þeirra, sagði þá ekki get- að verið annað en sátta við það sem af er. „Okkur hefur samt ekki gengið allt of vel að hafa mann- skap, menn eru á sjó og allavega, en þetta smellur allt saman fyrir mót.“ Hann bjóst við HK mönn- um sterkum. „Þeir unnu 4. deild- ina í fyrra með yfirburðum og þetta verður því örugglega erfíður leikur, en við munum mæta með okkar sterkasta lið. inn 13-14 ára. „Við teljum astæðu til að fara heldur neðar og höfum orðið varir við að talsvert er spurt eftir slíkum tímum.“ Um síðustu helgi var þolfimimeistarinn Magn- ús Scheving við kennslu hjá Vaxt- arræktinni; en gott samstarf hefur tekist við hann um að vera stöð- inni innan handar um skipulagn- ingu námskeiða og mun hann koma í reglulegar heimsóknir. Greifatorfæran: Einar stefiiir að sigri með hestöflm 70 Sem kunnugt er verður Greifa- torfæran haldin á laugardaginn í bæjargrúsunum ofan Akureyr- ar. Spáð er blíðuveðri, allir bestu bílar landsins verða á staðnum og því ekkert því til fyrirstöðu að keppnin geti orðið hin skemmtilegasta fyrir áhorf- endur. Einar Gunnlaugsson, Greifa- meistari síðasta árs, mætir til leiks á Bleika pardusnum. Þetta er ann- að ár Einars í keppni og vakti íþróttir helgarinnar GOLF: Jaðarsvöllur: Betri bolti á laugardag, tví- menningur á sunnudag. HLAUP Landsbankahlaupið á laugar- dag kl. 11. KNATTSPYRNA Föstudagur 3. deild karla Dalvík-Skallagrímur kl. 20.00 Víðir-Völsungur kl. 20.00 HK-Magni kl 20.00 Laugardagur: 1. deild kvenna: ÍBA-Þróttur N kl 14.00 2. deild karla: Tindastóll-ÍR kl. 14.00 Stjarnan-Lciftur kl 14.00 4. dcild karla: KS-Þrymurkl. 14.00 Neisti-Hvöt kl. 14.00 Sunnudagur: 1. deild karla: KR-Þórkl. 20.00 2. dcild karla: UBK-KAkl. 17.00 Mánudagur: 4. deild karla: SM-HSÞ-b kl. 20.00 TORFÆRA: Greifatorfæran á Akureyri, laugardag kl. 14.00 hann verulega athygli í fyrra fyrir skemmtileg tilþrif. „Jú, að sjálf- sögðu ætla ég mér að verja titil- inn,“ sagði Einar. Hann sagðist litlar breytingar hafa gert á bílnum frá því í fyrra. Hann keppti með nýja vél í tveimur síðustu keppn- unum og er með hana áfram, Old- smobile vél af stærstu gerð. Hann sagðist hafa skráð hann sem 70 hestöfl í keppnina en tók reyndar fram að hún væri eitthvað kraft- meiri. „Það hefur í raun aldrei ver- ió mælt hvaó hún er mörg hestöfl. Hún er smíðuð eftir vél sem er tæp 600 og ætli hún hangi ekki einhversstaðar neðan í því. Hún var smíðuð fyrir kvartmílu og var með 2 fjórfalda blöndunga sem hentar ekki í torfæru. Þetta var bara það eina sem ég gat fengið ofan á hana í fyrra en nú er ég bú- inn að breyta þessu.“ I sérútbúna flokknum eru 13 keppendur skráðir til leiks. Fyrir utan Einar eru 2 aðrir Norðlend- ingar með. Finnur Aðalbjömsson á Draumadísinni og Kjartan Krist- insson á Mrs. Piggy. Kjartan er nú mættur aftur eftir nokkurt hlé en hann var meó fyrstu mönnum til að smíða sér torfærugrind hér- lendis. Af öðrum sem eru sigur- stranglegir má nefna Þóri Schiöth á Jaxlinum og Gísla Gunnarsson á Kókómjólkinni. Þá má ekki gleyma Reyni á Kjúklingnum og Sigþóri á Hlébaróanum sem báðir gætu blandað sér í toppbaráttuna. I götubílaflokki eru 5 skráðir til keppni. Þar er líklegt að Guð- mundur Sigvaldason og Ragnar Skúlason verði framarlega. Keppnin er sú fyrsta á þessu ári sem gefur stig til Islandsmeistara. Keppnisstjóri er Stefán Bjamhéð- insson og yfirdómari Jón Rúnar Rafnsson. Fólk ætti að mæta tím- anlega á keppnisstað því búast má við mörgum áhorfendum. Einar Gunnlaugsson stefnir ótrauður að sigri í Greifatorfærunni 2. árið í röð en hér er hann á „léttri siglingu“ á síðasta sumri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.