Dagur - 02.06.1993, Síða 4

Dagur - 02.06.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 2. júní 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Illa komið fyrir lýðræðinu Ríkisstjórnir landsins hafa oft haft þann háttinn á undanfarna áratugi að setja bráðabirgðalög um ýmis mál sem þeim hefur þótt aðkallandi að leysa.Til dæmis hefur gjarnan verið gripið til setningar bráðabirgðalaga til að koma í veg fyrir eða binda endi á verkföll. Þessi stjórnunaraðferð hefur löngum sætt harðri gagnrýni og þótt vafa- söm. Af þeim sökum meðal annars var stjórnar- skránni breytt eftir síðustu alþingiskosningar. Með þeim breytingum voru reglur um setningu bráðabirgðalaga þrengdar til muna. Jafnframt var starfsháttum Alþingis breytt þannig að það situr nú allt árið um kring. Þingi var ekki slitið í vor eins og jafnan áður á þeim árstíma, heldur var því frestað. Þannig er ekkert því til fyrir- stöðu að Alþingi sé kallað saman með örskömm- um fyrirvara. Hugmyndin að baki þessum breytingum var sú að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir beittu bráðabirgðalögum í því óhófi sem áður tíðkaðist og gripu eftirleiðis ekki til þess ráðs að setja bráðabirgðalög nema í ítrustu neyð. Þrátt fyrir framangreindar stjórnarskrárbreytingar kom rík- isstjórnin saman í síðustu viku til að setja bráðabirgðalög. Lögin - sem tóku reyndar gildi í gær - setti hún til að staðfesta ýmis þau atriði sem hún hét við undirskrift kjarasamninganna fyrir skemmstu. Það er í hæsta máta gagnrýnisvert að ríkis- stjórnin skuli hafa valið þessa leið til að lögfesta loforð, sem hún hafði þegar gefið. Bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar fjalla um nokkur stór og afar mikilvæg mál. í þeim er t.d. kveðið á um með hvaða hætti eigi að úthluta óráðstöfuðum kvóta Hagræðingarsjóðs. í þeim er einnig lög- fest heimild til fjármálaráðherra til að verja ein- um milljarði króna til að efla atvinnuhfið í land- inu og 300 milljónum króna til að auka niður- greiðslur á kjöt- og mjólkurafurðum. Um öll þessi mál þarf að ná fullkominni samstöðu, bæði inni á þingi og meðal almennings. Þess vegna átti ríkisstjórnin skilyrðislaust að kalla Alþingi saman. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um allt að 80 þúsund tonna niðurskurð á þorskafla íslendinga á næsta fiskveiðiári er önnur mjög veigamikil ástæða fyrir því að Alþingi komi saman án tafar. Lífshagsmunir þjóðarinnar eru að veði í því máli. Ef sú ástæða nægir ekki til að forsætisráðherra sjái ástæðu til að kalla Alþingi saman er illa komið fyrir lýðræðinu í landinu. BB. Lundúnapistill Þórir Jóhannsson skrifar Af pólitík, tíjám og fymun sykunnola Hrókeringar í stjórn Majors Þar kom að því. Norman var lát- inn fjúka. Tæknilega sagði hann af sér og vék úr ríkisstjóminni þó honum hafi verið boðið annað embætti. Karl var greinilega sár því afsögnin var óformleg. Þegar heim var komið var hún hripuð niður á blað og send á faxi. Hvort afsögnin var send úr Downing- stræti 11 yfir í nr. 10 eða frá heimili Lamonts, veit ég ekki. Þá er komið að Kennth þætti Clarke’ s. Ólíkt Norman er Kenn- eth hrokagikkur og nýtur þess aó vera í sviðsljósinu. Eitt sinn svar- aði hann gagnrýni frjálslynds demókrata í þinginu: „Farðu heim til þín, sestu niður í dimmu her- bergi, taktu pillumar þínar og hugsaðu um hvort eitthvað sé til í þínum flokki sem heitir stefnu- rnörkun." Hann hræðist ekki að ögra andstæðingum sínum og er sjálfstraustið uppmálað. Hann hefur lýst því yfír að hann vilji verða forsætisráóherra og ef Bret- land er í raun aó ná sér upp úr öldudal efnahagskreppu er líklegt að hann fái þakkir fyrir og kannski forsætisráðherraembættið að launum. Hitt er annað mál að þó stólaskipti hafi orðið er stefnu- breytingin engin, Kenneth Clarke lítur bara betur út sem fjármála- ráðherra en Norman Lamont. Skógur, stál og steinsteypa Að búa og vinna í stórborg getur orðið til þess að maður missi snertingu vió náttúmna þar sem maður sér lítið annað en stál og steinsteypu daginn út og daginn inn. Lundúnabúar búa reyndar svo vel að eiga fallega garða eins og St. James’ s, Regent’ s Park og Hyde Park. Allir eru þetta skipu- lagðir garðar, en sunnan við á, austarlega, vex lundur sem er sönn náttúruperla í borginni. Oxleas skógur heitir hann, 8000 ára gamall og er þar villtur gróður. Framtíð þessa skógar er alls óviss þar sem ríkisstjómin vill leggja veg þar í gegn og yfir Thamesána. Náttúruvemdarsam- tök mótmæltu hraustlega svo og Verkamannaflokkurinn. Evrópu- bandalagió kærir Bretland fyrir að virða ekki tilmæli þess um nátt- úruvemd og bæjarstjóm Green- wich Village kærir ríkisstjórnina fyrir að sjá bænum ekki fyrir landssvæði sem kæmi í staðinn fyrir skóginn. Nú er svo komið að samtökum um vegamál í Bret- landi (British Road Federation), sem hafa stutt ríkisstjómina hing- að til, hefur snúist hugur og vilja að aðrir möguleikar verði kannað- ir. Ríkisstjómin er því einangmð í sinni afstöðu. Þaö er von mín að Oxleas skógur fái að lifa svo að Lundúnabúar geti enn haft nasa- sjón af ósnortinni náttúm, nokkm sem við Islendingar erum svo for- rík af. Stebbi myndasmiður I lokin ætla ég að nefna frásögn úr Evening Standard af Stephen nokkrum Meisel. Sá hefur unnið sér það til frægðar að mynda Madonnu í bak og fyrir og prýða þær myndir bók hennar „Sex“ sem kom út ekki alls fyrir löngu. Stebbi þessi eltir nú Björk Guð- mundsdóttur, fyrmrn Sykurmola, í þeirri von að hún opinberi sig á svipaðan hátt og Madonna áður. Hingað til hefur Björk þakkað pent fyrir sig og ráðlagt honum að beina myndavélinni eitthvað annaó. Kær kveðja frá Lundúnum. Þórir Björk Guðmundsdóttir er heldur betur í sviðsljósi ijölmiðla í Bretlandi þessa dagana og óhætt er að segja að lög af væntanlegri breiðskífu hcnnar hafi nú þegar slegið í gegn þar í landi. Eins og venja er með fræga fólkið eltast Ijós- myndarar við Björk og einn þcirra er Stephen nokkur Meisel. Matar- og vínklúbbur AB: Áskriftarverðlaun afhent Nýlega afhenti Siguróur L. Hall, umsjónarmaður Matar- og vín- klúbbs AB, ferðaverðlaun sem í boði voru í áskriftasöfnun klúbbs- ins. Dregió var úr nöfnum rúm- lega 4.000 félaga sem skráðu sig í klúbbinn á meðan inngöngutilboð var í gildi. Dregió var í beinni útsendingu á Bylgjunni föstudaginn 30. apríl og reyndist hinn heppni vera Hrefna B. Jóhannesdóttir. Hrefna fær ókeypis ferð fyrir 2 til Mexí- kó, í beinu leiguflugi með Heims- ferðum hf., að verðmæti 160.000 krónur. Hrefna B. Jóhannesdóttir tekur við vinningi sínum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.