Dagur


Dagur - 02.06.1993, Qupperneq 5

Dagur - 02.06.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 2. júní 1993 - DAGUR - 5 Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar: Vinnubúðir til sölu Námskeið fyrir starfsfólk í þjónustu- störfum Námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk í þjónustustörfum verð- ur haldið víða um land á næstu dögum. Fyrsta námskeiðið verður á Blönduósi, þriðjudaginn 1. júní og hið síðasta í borgarnesi 15. júní. A námskeiðinu er m.a. fjallað um framkomu, viðmót og hvernig ná má meiri árangri í sölu á þjón- ustu. Þá er rætt um hreinlæti, klæðnað og öll mikilvægu smáat- riðin. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Gísli Blöndal markaðs- og þjónusturáðgjafi en hann er marg- reyndur leiðbeinandi og þekktur fyrir að setja námsefni fram á hressilegan hátt. A Akureyri verða námskeiðin laugardaginn 5. júní, hið fyrra sem hefst kl. 09.30 er sérstaklega ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu en hið síðara hefst kl. 15.00 og er það fyrir starfsfóik verslana. Fjöldi þátttakenda er takmarkaóur en skráning á námskeiðið er hjá Hótel Norðurlandi. Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi til- boð fást, vinnubúðir á eftirfarandi stöðum til brottflutnings: Við Blöndustöð í Austur-Húna- vatnssýslu: 6 sjálfstæð svefnhús, stærð 2,5x3,9 m 2 sjálfstæðar húseiningar, stærð 2,5x5,1 m 1 íbúðarhús (4 húseiningar 2,5x7,5 m), stærð 10,5x7,5 m 1 íbúðarhús (5 húseiningar 2,5x7,5 m), stærð 12,5x7,5 m 2 parhús, 4 íbúðir (2x5 húseiningar 2,5x7,4 m), stærð 12,5x7,4 m 1 mötuneytis- og svefnherbergjasamstæða. í sam- stæðunni er samtals 46 húseiningar af stærðinni 2,5x7,4 m = 851 m2, 80 manna matsalur, eldhús, frystir, kæiir, hreinlætiseiningar og 44 einstaklings- herbergi. Við Búrfellsstöð í Árnessýslu: 8 sjálfstæð svefnhús, stærð 2,5x3,9 m 2 sjálfstæðar húseiningar, stærð 2,5x5,1 m 1 frystir, stærð 2,6x4,1 m 1 inngangur og snyrting, stærð 2,0x4,2 m Dagana 4.-5. júní 1993 munu starfsmenn Lands- virkjunar sýna væntanlegum bjóðendum húsin, en aðeins frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkj- unar. Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en 9. júní 1993. LANDSVIRKJUN 2.-5. júní Félagið rekið með 600 þús- und króna halla í fyrra 35% afsláttur af öllum Mustang vörum, bolir, gallabuxur og gallajakkar í mörgum litum. Frír Mustang bolur fylgir með jökkum og buxum. - bætur úr sjúkrasjóði félagsins namu 23 Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar var haldinn í Alþýðu- húsinu á Akureyri 27. maí. Var fundurinn allvel sóttur miðað við það, að fyrr í vikunni höfðu verið haldnir fundir í öllum deildum félagsins vegna af- greiðslu á nýjum kjarasamn- ingi, sem samþykktur var með verulegum atkvæðamun en þó við litla hrifningu félagsmanna. Það kom hins vegar fram, bæði á þeim fundum og aðalfundin- um, að betra hefði verið að gera slíkan varnarsamning heldur en eiga það yfir höfði sér að þurfa að gera annan lakari síðar á ár- inu. A aðalfundinum var lýst kjöri stjórnar, en hún varð sjálfkjörin þegar auglýst var eftir framboðs- listum í vetur, og er aðalstjóm þannig skipuð: Bjöm Snæbjöms- son formaður, Þórir Snorrason varaformaður, Sigríður Rut Páls- dóttir ritari, Ema Magnúsdóttir gjaldkeri, Guðrún Helgadóttir, Hilmir Helgason og Ólöf Guð- mundsdóttir meðstjórnendur. Félagsmenn í Verkalýðsfélag- inu Einingu eru nú 4685 talsins, þar af aðalfélagar 3789, en auka- félagar 896. Aðalfélagar skiptast þannig milli deilda félagsins, að í Akureyrardeild eru 2846, Dalvík- urdeild 401, Ólafsfjarðardeild 255, Grenivíkurdeild 121, Hrís- eyjardeild 105 og Bílstjóradeild 61. Aðalfélagar skiptast þannig eftir kyni, að konur eru 2427 en karlar 1362. Fjárhagsafkoma félagsins var á síðasta ári nokkru lakari en verið hefur mörg undanfarin ár. Segir þar til sín sá samdráttur, sem orðið hefur í atvinnulífinu, en þegar vinnutekjur dragast saman minnk- ar líka það sem til félagsins rennur í félagsgjöldum, og gjöldum at- vinnurekenda til sjúkrasjóðs, or- Björn Snæbjörnsson var endur- kjörinn formaður Einingar. lofssjóðs og fræðslusjóðs. Halli á rekstri sjúkrasjóðs varð á þriðju milljón króna, en á rekstri félagins í heild 600 þúsund krónur. Vegna lélegrar aíkomu sjúkrasjóðsins samþykkti aðalfundurinn breyt- ingar á reglugerð hans, sem fela í sér nokkra lækkun á bótagreiðsl- um. Bótagreiðslur sjóðsins á síð- asta ári námu alls 23,2 millj. kr. A árinu keypti félagið eitt or- lofshús að Illugastöðum til viðbót- ar þeim, sem það átti þar fyrir. Hús félagsins á Illugastöðum eru nú 7, en auk þess á félagið hús í Flókalundi, í Tjarnargerði í félagi við Bílstjórafélag Akureyrar og tvær orlofsíbúðir í Reykjavík. Einnig hefur félagið orlofshús á ,2 milljónum króna leigu yfir sumariö á nokkrum stöðum, en mikið skortir þó á, að unnt sé að fullnægja eftirspum fé- lagsmanna eftir orlofshúsum um háannatímann að sumrinu. Verkalýðsfélagið Eining varð 30 ára þann 10. febrúar síðastlið- inn, og í tilefni þeirra tímamóta ákvað stjórn félagsins að láta hefja ritun á sögu félagsins og þeirrar félaga, sem voru fyrirrennarar þess eða hafa sameinast því í tím- ans rás. Er þama alls um 18 verkalýðsfélög að ræða, sem starfað hafa lengri eða skemmri tíma. Hefur Þorsteinn Jónatansson verið ráðinn til að annast þetta verk. í tilefni afmælisins ákvað fé- lagsstjómin einnig að bjóða til þessa aðalfundar þeim tveimur, sem á lífi em, af þeim, sem sæti áttu í fyrstu stjórn félagsins, en það eru Vilborg Guðjónsdóttir, Munkaþverárstræti 14 á Akureyri, sem var kosin gjaldkeri á stofn- fundinum og sat í stjóminni í 11 ár, og Þórir Daníelsson, sem nú er búsettur í Reykjavík og hefur ver- ið framkvæmdastjóri Verka- mannasambands Islands frá stofn- un þess. Hann var varaformaður félagsins fyrstu tvö árin. Þau mættu bæði til fundarins og Þórir flutti þar ávarp, þar sem hann minntist liðinna tíma í starfi fé- lagsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.