Dagur - 03.07.1993, Side 2

Dagur - 03.07.1993, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Fréttir Efasemdum hefur verið komið á framfæri við blaðið um að lög um virðisaukaskatt hafí verið brotin eða beygð við starfsemi teygjustökksins á Akureyri, á dögunum: „Teygjustökk ekki tÖ í kerfmu“ - segir Guðlaugur Birnir einn aðstandenda teygjustökksins Á uppfyllingu við Strandgötu á Akureyri var á dögunum boðið upp á teygjustökk og var að- sóknin gífurleg. Teygjustökkið var starfrækt frá laugardegi fram á þriðjudag og að sögn að- standenda stukku um 150 manns á þessum tíma. Efasemd- um hefur verið komið á fram- færi við blaðið um að löglega hafi verið staðið að málum á Akureyri hvað varðar uppgjör á virðisaukaskatti, en þetta er að sjálfsögðu virðisaukaskattskylt. Auk þess hefur verið komið á framfæri við blaðið efasemdum um að tölur um íjölda þeirra sem stukku séu réttar og telja þeir sömu að mun fleiri hafi stokkið. Þetta gat Dagur ekki sannreynt. Af samtölum við ýmsa aðila í stjórnkerfinu, Toyota Corolla XL árg. '88. Ekin 75.000 Subaru Legacy sjsk. árg. '90. Ekinn 24.000 MMC Colt GL árg. '89. Ekinn 72.000 MMC Lancer GLX 4WD árg. '89. Ekinn 78.000 MMC Galant GLSi árg. '89. Ekinn 27.000 Daihatsu Cuore 4WD árg. '87. Ekinn 75.000 Daihatsu Feroza EL II árg. '89. Ekinn 48.000 HondaCRX árg. '89. Ekinn 70.000 Toyota Camry GLi árg. '91. Ekin 87.000 Hjólhýsi Hobby 18 f árg. '89 Ofangreindir bílar eru á staðnum Okkur vcmtar nýlega bíla á skrá W BÍIASAIAH BIIAVAI CLERARGOTU 36 ■ SIMI21705 skattyfirvöld og fleiri, virðist einhvers staðar vera brotalöm, bæði hvað varðar eftirlit með þessari starfsemi og leyfisveit- ingar og þá sérstaklega á lands- byggðinni. Guólaugur Birnir einn aóstand- enda teygjustökksins sagði í sam- tali við Dag að farió hefói verið eftir öllum reglum við teygju- stökkið. A Akureyri og almennt úti á landi væru þó ekki eins stíf- ar reglur og í Reykjavík. Þar setti Tollstjóraembættió þær reglur aó gera yrði upp viróisaukaskattinn á hverjum degi, auk þess sem emb- ættið stimplaði alla mióa og fylgd- ist gaumgæfilega meó sölu þeirra. Guðlaugur sagði að haft hefði verið sambandi vió skattayfirvöld á Akureyri og þau innt eftir því hvort þau gerðu sömu kröfur, en svo hafi ekki reynst. Nægilegt hefði verið aö skila inn viröis- aukauppgjöri á tveggja mánaða fresti, eins og önnur fyrirtæki. Þaö vakti athygli blaóamanns þegar hann var aó reyna að kom- ast að því hverjir standa að þessari starfsemi, að engin leyfi þurfti að fá fyrir henni, hvorki hjá bæjaryf- irvöldum, hafnaryfirvöldúm, né sýslumannsembættinu og staðfesti Guðlaugur það. Einungis þyrfti samþykki landeiganda, sem í þessu tilfelli hafi verið Slysa- varnafélagió og eftir að það feng- ist væri ekkert því til fyrirstöóu að hefja starfsemina. Guólaugur sagði að þeir hefðu ítrekað reynt það hjá yfirvöldum að þessi starf- semi væri ekki háð neinum leyf- um. „Þegar við leituðum álits hjá sýslumanninum á Selfossi, en þar byrjuðum við, fengum við þau svör að við þyrftum engin leyfi. Það sem er málió er að teygju- stökk er ekki til i kerfinu," sagði Guðlaugur. Hann nefnir sem dæmi um þetta að þeir hafi ætlað aó fá viðurkenningu Vinnueftir- litsins á útbúnaðinn sem notaður er fyrir stökkió, en það hafi vísaó því frá sér, því ekkert væri í lög- um þess sem segði að það ætti að sjá um þennan búnað. Það hefói þess í stað vísað á Ióntæknistofn- un. Hvert stökk kostaði 3.900 krónur, en ef tíu eóa fleiri komu saman í hóp fékkst stökkió á 2.900, auk þess sem veittur var afsláttur ef stokkió var oftar. Gera má ráð fyrir, ef miðað er við þá tölu sem aðstandendur stökksins gáfu upp, að þeir hafi halaö inn sem nemur rúmlega hálfri milljón króna. Hvað varðar efasemdir um fjölda þeirra sem stukku sögóust skattyfirvöld á Akureyri ekki hafa fengið neinar kvartanir eða ábendingar í þessu sambandi, en í samtali við skattstjóraembættið í Reykjavík kom frarn að þar á bæ hafi eftirlit með starfsemi sem þessari og skyldri, verið stórauk- ið, eins og kemur fram í máli Guðlaugs. Hjá einum viðmælenda blaðsins kom í ljós að svo væri ekki á landsbyggðinni. Guðlaugur Birnir sagði að að- standendur teygjustökksins hyggðust fá það viðurkennt innan Iþróttasambands Islands og myndi það þá verða eins og hver önnur íþrótt í landinu, ekki virðisauka- skattskyld! PS Kartöflur: Kvartað um myglu Talsvert hefur borið á að kart- öflur mygli hjá fólki skömmu eftir að þær eru keyptar. Um er að ræða innfluttar kartöflur sem hafa orðið fyrir frost- skemmdum. Eins og jafnan á þessum tíma er ekkert til af inn- lendum kartöflum á markaðn- um. Hjá Júlíusi Guðmundssyni, verslunarstjóra í KEA Nettó, feng- ust þær upplýsingar aó nokkuð hefði borið á kvörtunum vegna þessa og að þeir gætu lítið annað gert en að bæta fólki skaðann. Þcim væri síður en svo akkur í að selja fólki skcmmda vöru. „Við viljurn endilega að-fólk komi með vöruna og fái hana bætta, svo fremi að það hafi staðgreióslu- kvittun. „Mér skilst að hér sé um frostskemmd að ræða, nokkuó sem vió gátum ekki séð fyrir. Það var ekkert athugavert við vöruna þegar hún fór frá okkur,“ sagði Júlíus. Hann sagói ástandið á kart- öflumarkaðnum ágætt; vcrið væri að selja hollenskar kartöilur og þær líkað nokkuð vel. SV Slysavarnafélag íslands: Þjónusta við bændur í kjölfar slysa sem orðið hafa vegna lélegs hlífabúnaðar á drif- sköftum fór Slysavarnafélag ís- lands af stað með átak þar sem bændum er boðið að kaupa hlífabúnað en fá ásetninguna fría. Bændur í Öngulsstaða- hreppi eiga von á viðgerðar- manni til sín sem býður upp á svipaða þjónustu. Slysavarnafélag Islands kostar mannafla á bíl, í eigu Glóbus í Reykjavík, og er stefnt að því aö farið verði á flesta bóndabæi á landinu. Bændum er boóið aö kaupa hlífabúnaó á drifsköft og er öll vinna við ásetningu þcim að kostnaðarlausu. Einhverja aðra varahluti er hægt að fá en megin- áhersla er lögð á hlífabúnaóinn. Bíllinn er nú staddur í Öxarfirði og mega menn eiga von á heim- sókn þar á bæjum. Ur Öxarflrði verður haldið vestur eftir Norður- landinu. I Öngulsstaðahreppi býður Búnaöarfélag Öngulsstaóahrepps upp á svipaða þjónustu nema hvað þar þurfa menn að borga fyrir alla þá þjónustu sem þeim er veitt. SV Fyrsta skóílustungan I dag klukkan 11 verður tekin fyrsta skóflustungan að húsi kvennadeildar Slysavarnafélags Islands á Akureyri á uppfylling- unni sunnan Strandgötu. Fram- kvæmdir hefjast síðan eftir helgina. Að sögn Svölu Halldórsdóttur hjá kvennadeildinni veróur í hús- inu aóstaða fyrir sjóbjörgunar- sveit svo og félagsaðstaða. Stefnt er að því aó húsið verði fokhelt fyrir haustið. SS Akureyri: punktar ■ Á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag komu þrír fulltrúar starfsmanna Rekstrarfélags ís- lensks skinnaiðnaðar hf. og af- hentu formanni bæjarráðs áskorun frá stárfsmönnum fyr- irtækisins sem samþykkt var á fundi þcirra 30. júní sl. Þar er skorað á „bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að full- vinnsla skinna verði áfram öfl- ug iðngrein hér í bæ og komi þar með í veg fyrir þann mikla skaða scm bæjarfélagið yrði fyrir ef þessi iðngrein legðist af. ■ Bæjarráð hefur samþykkt verksamning við Verkfræöi- skrifstofu Norðurlands urn hönnun og ráðgjöf ásamt geró kostnaðaráætlunar fyrir loft- ræstikerfi í sal Samkomuhúss- ins. ■ Björn Þorleifsson, forstööu- maður öldiunardeildar Akur- eyrarbæjar, hefur kynnt bæjar- ráði endurskoðaða fjárhags- áætlun þessa árs l'yrir hjúkrun- arheimilið Hlíð og Dvalar- heimilió í Skjaldarvík þar sem tekió hefur veró tillit tii ým- issa tillagna og ábendinga til hagræðingar í rekstri scm fram komu í skoðun á rekstri heim- ilanna, gerðri af Rekstri og ráógjöf hf. á sl. vetri. Einnig kynnti hann hugmynd að samrekstri Akureyrarbæjar og sveitarfélaga við Eyjafjörð um Dvalarheimilið Hlíð í Skjaldar- vík. ■ Bæjarráö hefur samþykkt aó veita Óla Val Hannessyni 100 þúsund króna fjárstyrk til gróðursöfnunarferðar sem hann er að undrbúa til Kam- chatka á komandi hausti, enda fái Lystigarður Akureyrar og Skógræktarfélag Eyfirðinga að njóta árangurs af fcrðinni með firæjum og græðlingum. ■ Sigríður Stefánsdóttir og Þórarinn E. Sveinsson hafa verið skipuð fulltrúar bæjarins í stjórn Sorpeyóingar Eyja- fjaróar til loka kjörtímabils nú- verandi héraðsráðs. Drög aó stofnsamningi hafa verið lögð fyrir bæjarráð. ■ Fyrir bæjarráð hefur verið lagóur dómur Hæstaréttar í máli Þorkcls Stcinars Ellcrts- sonar gcgn bæjarsjóði Akur- eyrar vegna Hitaveitu Akureyr- ar. Dómsorð eru þau aó „hinn áfrýjaði dómur skal vera órask- aður" þ.e. að Akureyrarbær skal sýkn af bótakröfu stcfnanda. ■ Bæjarráð hefur samþykkt aö fela yfirverkfræðingi tækni- deildar aó leita eftir samning- um vió lægstbjóðendur um byggingu göngu- og reióbrúar yfir Glérá, sbr. bókun bæjar- ráðs frá 10. júní sl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.