Dagur - 03.07.1993, Page 5

Dagur - 03.07.1993, Page 5
Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 5 ísland er spennandi fyrir fjailgöngumenn - Odd Eliassen, reyndasti íjallgöngiimaður Norðmanna, í viðtali við Dag Odd Eliasscn kunni vci við sig við bleikjuveiðar á bökkum Fljótaár í Fljútum. Hér hcfur hann krækt í eina netta bleikju. Hann var alveg hcillaður af náttúrufegurðinni í Fijótunum og oft varð honum litið til tjalla! Hann heitir Odd Eliassen og er einn þekktasti fjallgöngumaður Norómanna - í þaó minnsta sá norskur fjallgöngumaður sem býr yfir mestri reynslu. Odd var fyrir skömmu staddur hér á landi í stuttri heimsókn. Eiginkona hans, sem er læknir aö mennt, sat ráðstefnu í Reykja- vík og á meðan henni stóö flaug Odd norður í land, gekk á fjöll, fór á sjó og renndi fyrir silung. í silungsveiði í Fljótum A móti honum hér nyrðra tók Ing- þór Bjamason, skíðagöngugarpur og einn þremenninganna sem gengu yfir Grænlandsjökul í vor. Odd hefur oftar en einu sinni gengið yfir Grænlandsjökul og því leituðu íslensku jöklafaramir eftir hollum ráðum frá honum við undirbúning ferðar þeirra. Þannig tókust ágæt kynni með þeim Ing- þóri og Odd. Blaðamaður hitti Odd að máli í stofunni á Bjarnargili í Fjótum, en þau hjónin Trausti Sveinsson og Sigurlaug Bjarnadóttir buöu þeim félögum næturgistingu og silungsveiði í Fljótaá og veiddu þeir á fáeinum klukkutímum sam- tals um 30 silunga. í kröppum dansi í Mongolíu Odd Eliassen er, cins og áður seg- ir, einn þekktasti fjallgöngumaður Norðmanna. Hann hefur klifið fjöll út um allan heim og mörg af hæstu fjöllum heims hefur hann sigraö. Odd gekk á liðnu vori á íjöll í Mongolíu ásamt þckktum görp- um, þ.á.m. Vegard Ulvang, þeim fræga norska skíðagöngmanni, og Smirnoff, rússneska skíðagöngu- kappanunt. Þcssi leiðangur til Mongolíu varð sögulegur í meira lagi og fékk öll heimsbyggðin fregnir af því þcgar lögreglan þar í landi hneppti leiðangursmenn í varðhald. Odd var í byrjun samtalsins á Bjarnargili beðinn að rifja upp þcnnan eftirminnilega leiðangur til Mongolíu. „Við vorum þarna í þrjár vik- ur,“ sagöi Odd, „og fórum á skíði og stunduðum fjallaklifur. Með okkur voru fjórir aðstoðar- eða burðarmenn frá Mongolíu. Síð- asta daginn sem vió vorum uppi í fjöllunum og vorum aó undirbúa för til byggða, kom í Ijós aó einn fjórmenninganna var týndur og tröllum gefinn. Við skildum ekk- ert í þessu og skimuðum í kring- um okkur. Ekkert sást til piltsins, sem var 26 ára gamall. Það eina sem við fundum var orðsending frá honum þar sem fram komu þessi skilaboó: „Ekki leita aó mér!“ Jafnframt sagði í orðsend- ingunni. „Það er engin framtíð í því aó búa í Mongolíu - frekar vil ég deyja!“ Einnig bað hann okkur um aó láta móóur lians í Ulan Baator (höfuðborg Mongolíu) vita um hvarfhans." Löggan full efasemda „Vió leituóum að piltinum fram á kvöld og lengi nætur, en sáum ekki svo mikið sem eitt einasta spor. Þcgar til byggða kom létum við lögregluna vita um hvarf piltsins, en hún var full efasemda og taldi okkur bera ábyrgð á hvarfi hans. Við vorum í raun tcknir fastir og sakaðir um að hafa komið piltin- um fyrir kattarncf. Það auðveld- aði ekki málið að enskukunnátta lögreglumannanna var ekki upp á marga fiska. Eftir yfirheyrslu næturlangt vorum við látnir lausir, en lög- reglan hélt eftir vegabréfum okkur þar til hún hefói frekari upplýs- ingar um málið. Þegar hér var komið sögu ákváðum við aó freista þess að láta norsk yfirvöld vita um ferðir okkar og það tókst fyrir milligöngu norska sendi- ráðsins í Peking í Kína. Sendi- ráðsmenn höfðu síðan samband við þýska sendiráðió í Mongolíu, sem hefur með málefni Evrópu- búa þar í landi að gera. Að nokkrum dögum liðnum hafði lögreglan loks spurnir af ungum Mongolíumanni, vega- bréfslausum, að reyna aó komast norður yfir landamærin til Rúss- lands. Þessar fregnir leystu úr hnútnum og þýska sendiráðið gekk í málió og fékk vegabréf okkar á ný. Þessi mongolski piltur hafði lagt stund á nám í jarófræði í Moskvu. Að námi loknu fékk hann ekki vinnu í heimalandinu. Örvænting greip hann og því ákvað hann að flýja yfir landa- mærin til Rússlands.“ Fimmtugur unglingur Frá Mongolíu heim til Noregs. Odd, sem cr tæplega fimmtugur, er byggingameistari að atvinnu og vinnur sjálfstætt. Þessa dagana er hann einmitt uppi í fjöllum í Noregi og byggir fjallakofa (hytte) fyrir einkaaðila. Odd segir þessa atvinnu henta sér vel, enda hafi hann þá tækifæri til að sinna sínu hjartans áhugamáli fjallgöngunni. „Ætli megi ekki segja að ég hafi byrjaó á fjallaferðum þegar ég var 16-17 ára. Jú, það er rétt - síðan hef ég gengið á óteljandi mörg fjöll út um allan hcim. Þetta áhugamál gefur manni svo gott tækifæri til þess aó skoða sig um í heiminum, hitta skemmtilegt fólk og kynnast ólíkri menningu.“ Hættulegt „sport“? Leikmanni virðist fjallgöngumenn oft tefla á tæpasta vað og oft heyrast fréttir af hvarfi fjallgöngu- manna víða um heim. „Vissulega fylgir því oft töluverð hætta að klifra upp í fleiri þúsund metra hæð. Hins vegar er lykilatriði að fara að settum reglum og gæta fyllstu varúðar. Það er meó fjallgönguna eins og t.d. akstur á þjóðvegum, hnefaleika eða skíóa- stökk að henni fylgir ákveðin áhætta eða spenna. Frá mínum bæjardyrum séð er stór hluti af fjallgöngunni að fá tækifæri til að sjá og upplifa stórbrotna og fjöl- breytta náttúru" Grænlandsjökull heillar Eins og áóur segir var Vegard Ul- vang einn leióangursmanna í Tríó Herning-bæjar í Dan- mörku heldur tónleika í Blóina- húsinu á Akureyri annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Tríóið var sett á laggirnar snemma á áttunda áratugnum. Það samanstendur af píanó-, fiðlu- og sellólleik og hefur bæjarfélag- ið í Herning veriö fjárhagslegur bakhjarl þess frá upphafi. Tríóið Mongolíu. Þekkir Odd vel til hans? „Já, vió höfum áður gcngið saman á fjöll. I fyrra tókum við báðir þátt í leiðangri þar sem lagt var upp með að klífa hæstu tinda í fimm heimsálfum á sem skemmstum tíma. Einnig höfðum við borió saman bækur okkar vegna ferðar hans yfir Græn- landsjökul árið 1989.“ Odd er ágætlega kunnugur á Grænlandsjökli. Hann hefur í tví- gang gengið yfir jökulinn og auk þess gerði hann þriðju tilraunina, sem gekk ekki alveg upp. „Eg veró að segja að ganga á Græn- landsjökul er með því eftirminni- legra scm ég hef tckið mér fyrir hendur. Þaö er eitthvað ólýsan- legt við það aó ganga dag eftir dag eftir ísbreiðunni - með eins lítinn mat og mögulegt er og fá- breyttan útbúnað. Maður er svo lítill og varnarlaus í allri þessari víðáttu. Árið 1988 tók ég þátt í leið- angri á Grænlandsjökul, sem var farinn í minningu Roalds Amund- hcldur minnst 6 tónlcika á ári í hcimabænum og nágrenni en hef- ur auk þess leikið á tónleikum víðar í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Við píanóið situr Hcnrik Bo Hansen, sem hefur haldið fjölda tónleika bæði austan hafs og vest- an. Fiðluleikarinn heitir Jcns Astrup, sem m.a. hefur verið konsertmeistari sinfóníuhljóm- Viðtal og mynd: Óskar Pór Halldórsson. sens. Þetta var afar sérstakur leið- angur vegna þess aö við notuóum einungis samskonar útbúnað og Roald hafði yfir að ráða á sínum tíma; gamaldags skíði, tjald o.s.frv. Eg vióurkenni að þetta var erfitt.“ 24 leiðangrar að baki Leiðangrarnir sem Odd hefur tek- ið þátt í eru orðnir 24 talsins. Löndin sem hann hefur kornið til eru að sama skapi mörg. Odd var spurður um hvort þessir tíðu leiðangrar væru ekki dýrir - hvort þetta væri ekki dýrt „sport“? Hann kvaö svo ekki vera. „Þaó vil ég ekki segja. Sjáðu til - fólk fer í sumarleyfis- ferðir á sólarströnd og borgar fyr- ir þær tugi þúsunda íslenskra króna. Fyrir töluvert lægri upp- hæðir förum vió fjallgöngumenn til fjarlægari heimshluta. Kostn- aður vió uppihald, fæði og gist- ingu, er hverfandi vegna þess að við erum bróðurpartinn af tíman- um einhvcrs staðar uppi í fjöllum. Sumir leiðangrarnir njóta styrkja frá fyrirtækjum og því þurfum við ekki alltaf að bera allan kostnaó." Andstæðurnar í íslenskri náttúru Og nú í aðra sálnta. Odd tjáði blaðamanni að þetta væri ekki hans fyrsta heimsókn til Islands - hann hcföi kornið áóur og gengið víða um hálendi Islands, bæði á skíðum og tveim jafnfljótum. Hann sagði að sér hafi fundist mikið til koma, andstæðurnar í ís- lenskri náttúru væru svo heillandi - snjór, gróóur, jökull og heitar lindir. „Eg fullyrði að Island er afar spennandi fyrir fjallgöngumenn vegna þess cinfaldlega að það er svo ólíkt öðrum löndum. Eg er ekki í vafa um að möguleikar landsins á þessu sviði cru miklir.“ Til Suðurskautsins í janúar 1994 Undirbúningur fyrir næsta leið- angur er þcgar kominn vel á veg. Ferðinni er hcitið til Suðurskauts- landsins og er ætlunin að klífa hæsta tindinn á því fjarlæga landi. Miðað er við að taka skip frá Cape Town í Suður-Afríku þann 8. janúar nk. niður til Suðurskauts- ins og aftur til baka mcð skipi til Argentínu 26. febrúar 1994. Odd sagði að gert væri ráð fyrir aó með í för yrðu sjónvarpsmenn frá Noregi og væri hugmynd þeirra sú að vera rneð beinar sjónvarps- sendingar frá Suðurskautslandinu heim til Noregs. Um lció og blaðamaður þakkar þessum geðþekka norska fjall- göngumanni fyrir spjallið fylgja honum bestu óskir um gott gcngi í fjallgönguferðum á komandi ár- sveitarinnar í Árósum og oft leik- ið cinleik meó henni. Á selló leik- ur Hane Höj Houengaard, sent m.a. hefur lcikið með sinfóníu- hljómsvcit Álaborgar og oft kom- ið fram sem einleikari. Á efnisskrá tónleikanna í Blómahúsinu eru verk eftir Vagn Holmboe, Mozart, Alberto Ginast- era og Beethoven. (Úr fréttatilkynningu) um. Tríó Herning-bæjar í Blómahúsinu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.