Dagur - 03.07.1993, Síða 8

Dagur - 03.07.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Herþjónusta er nokkuð sem íslendingar þekkja varla nema af afspum, breskar og bandarískar herdeildir vom reyndar hér stærstan hluta seinni heimsstyijaldarinnar og enn er bandariskur her hér á Midnesheiðinni þótt spurningin um nauðsyn á dvöl hans á tímum þíðu í samskiptum stórveldanna hljóti að verða stöðugt áleitnari. Nokkrir Islendingar hafa þó gegnum tíðina tekið virkan þátt í heimsstyijöldum og öðmm stríðsátökum sem hermenn í heijum stríðandi aðila viðs vegar um heiminn og enn finnast Islendingar í erlendum herjum, m.a. em Islendingar í frönsku útlendingaherdeildinni sem af og til tekur virkan þátt í styijaldarátökum. Haraldur Sigurðsson er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Maríu Sigurðardóttur, sem ættir á að rekja í Svarfaðardal, og Húsvíkingsins Sigurðar V. Jónssonar sem letigi starfaði hjá Sambandsverksmiðjunum auk þess að vera liðtækur hljóðfæraleikari og var í tvöfaldri vinnu áður en hún varðjafn algeng og raun ber vitni í dag. Sigurður spilaði á harmoníku og trommur, m.a. á gamla Hótel Norðurlandi og Hótel KEA. Fjölskyldan flutti suður árið 1965 en Haraldur varð eftir til að Ijúka gagnfræðaprófi en flutti síðan suður að prófi. loknu og komst á samning í Naustinu og lærði þar til þjóns. Lífshlaup Haraldar hefur þó langt frá því verið bundið vid starf þjónsins heldur hefur hann m.a. gerst ródesískur ríkisborgari og barist við skæmliða þegar þjóðfrelsisbarátta svartra fmmbyggja álfunnar reis hvað hæst. Haraldur segir að hann hafi talið sig hafa himin höndum tekið að hafa komist á samning í Naustinu sem á þessum ámm var einn virtasti og vinsælasti veitingastaður landsins. „Ég hætti í Naustinu eftir sveinsprófið og réði mig á flaggskipið Gullfoss og var þar eitt sumar. Þar störfuðu engir nema þeir sem lokið höfðu prófi, bæói þjónar og kokkar. Það var alltaf fullt skip af farþegum enda var þessi feróamáti geysi vinsæll á þessum tíma, bæði meðal Islendinga og útlendinga og margir Islendingar fóru ekki meó öðrum hætti milli landa á þessum árum, voru sigldir í orðsins fyllstu merkingu. Þaó voru allar „tegundir“ af fólki sem sigldu með Gullfossi en innan um voru þekkt andlit og nöfn meðal farþega, þó Laxness hafi kannski verið þeirra þekktastur en hann sigldi þó ekki á þeim tíma sem ég starfaði Jrarna. Ég get hins vegar nefnt menn eins og Asbjörn Olafsson heildsala og stórsöngvarana Guðmund Jónsson og Kristin Hallsson. Það var töluvert drukkið um borð enda verðlagið á víninu mjög lágt en mórall- inn um borð var hins vegar allt öðruvísi en á veitingahúsunum í landi, það var svo mikið ævintýri að vera um borð í svona flottu skipi. Siglingin frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar tók fjóra sólarhringa en í baka- leiðinni var komió við í Leith og stundum í Færeyjum. Það var mikil eftirsjá að Gullfossi cn þegar ég kom heim erlendis frá áratug seinna var hann löngu seldur og raunar sokk- inn einhvers staðar í gríska eyjaklasanum eft- ir bruna. Eftir sumarið á Gulllfossi réði ég mig á Hótel Holt og ætlaði ég að vera þar því það er einn af bestu og vinsælustu matsölustöð- unum í Reykjavík enda gífurlega mikið lagt upp úr gæóunum. En ég var ekki búinn aó vera þar nema í þrjá mánuöi þegar Geir Zoéga bauð með starf í Naustinu og ég sló til enda blundaði alltaf með mér löngun aö kom- ast aftur í Naustið og þar var ég næstu sex árin. Hádegisbarinn á Naustinu var óskaplega vinsæll á þessum árum, þangað komu sér- stakir þjóðíelagshópar en ætli listamenn hafi ekki verið einna mest áberandi en þá var SUM-hreyfingin aö hasla sér völl og gerói aristókratana mcðal annars snarvitlausa með sýningu á Skólavörðuholtinu. Auk þess voru þar ýmsir „toppar“ úr þjóðfélaginu, m.a. landsþekktir hæstaréttardómarar, forstjórar og alþingismenn en það fór ákaflcga vel á með þessum sundurleita hópi og oft urðu hinar skemmtilegustu umræður milli þessara hópa. Margir þeir sem þarna voru fastagestir eru góðir kunningjar mínir í dag. Ekki má þó gleyma því aó þarna slæddust einnig inn meðaljónar sem oft komu af forvitni því þaó var altalað í Reykjavík hvers konar fólk sækti barinn í Naustinu. Birgir heitinn Kjar- an var tíður gestur og einnig Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Bragi Asgeirsson mynd- listarmaður og Þrándur Thoroddsen og raun- ar miklu fleiri. Þrándur átti það oft til þegar hann var í „stuði“ að halda langa tölu á pólsku, en hann lærði í Póllandi. Hann drakk yfirleitt „tvöfaldan voóavatn í viðbjóðarolíu“ en þaó er vodka Wiborowa meó engiferöli. Kokteil- og léttvínsmenningin var ekki kom- in á þessum árum enda var þetta löngu fyrir daga bjórsins en sjéníverinn var þá mjög vinsæll en hann var drukkinn í kóki eóa vatni. „Asninn“ var þá að skapa sér nafn, en það er vodka í engiferöli með sítrónusneið." Til Ródesíu í ævintýraleit Nú leggur þú land undir fót árið 1972, hvað olli þeirri útþrá? „Þaó skall á heiftúðugt þjónaverkfall þetta ár en það var vegna deilna um þjónustgjald og söluskatt en það vissi hvorugur aðilinn hver hafði rétt fyrir sér í þeirri deilu en mat- seðlamir voru alltaf útbúnir með veröi en síðan lagði þjónninn á það 10% söluskatt og síðan 15% þjónustugjald en aðrir vildu halda því fram að fyrst ætti að leggja á þjónustu- gjaldið og síðan söluskattinn á allt saman. Eg flúði úr landi og hef aldrei haft spurnir af því hvernig þessi deila endaói. í þessari deilu stóð ég verkfallsvakt eins og aðrir og það er í eina skiptið sem mér hefur verið hent út af Hótel Sögu en þaó gerði Konráð hótelstjóri sjálfur. Ég sagði upp í verkfallinu en það voru reyndar farnar að gerjast í kollinum á mér hugmyndir um að starfa erlendis. Ég fór ásamt sambýliskonu minni til Zimbwabe sem þá hét Ródesía en þá fyrr um haustið hafði ég hitt tvo menn frá Ródesíu sem hér voru í viðskiptaerindum en þeir sögðu mér að landið stæði galopið fyrir hvítum innflytj- endum og engin vandkvæði að flytja þangað og fá vel launaða atvinnu. I landinu bjuggu þá um 250 þúsund hvítir menn en um 6,5 milljónir svartra. Eftir samtal mitt við menn- ina frá Ródesíu gerðist ekkert fyrr en ég fékk bréf nokkrum mánuðum seinna frá hótel- stjóra á stærsta hótelinu í Salisbury en þá höfðu þessir menn sem ég hitti hér uppi á Is- landi rætt við hann. Ég lét því slag standa og fór þarna niður eftir. Móttökur voru alveg frábærar, mér tekið eins og ég væri fjöl- skylduvinur allra hvítra tjölskyldna í landinu enda samheldni hvítra manna í landinu mikil. Ég haföi ekkert landvistarleyfí þegar ég kom til Ródesíu en mér var kurteislega bent á það að það hefði verið betra að sækja um land- vistarleyfi áður, en um leið og ég fengi vinnu væri þetta ekkert vandamál. Ég fékk vinnu sem aðstoðarhótelstjóri á „rnóteli" eða resort en ég hafði í einfeldni minni sótt fyrst um starf sem þjónn en var vinsamlega bent á að allir þjónar og kokkar í landinu væru svartir á hörund en yfirmennirnir hvítir. Ég stoppaði þar stutt því mér samdi svo illa við kerlinguna sem átti staðinn en hún var keng- rugluó. Ég fékk þá vinnu sem veitingastjóri við spilavítishótel upp við Viktoríufossana sem eru í Zambesiánni en hún er önnur stærsta á landsins og skilur að Zambesi og Ródesíu. Þetta var gífurlega vinsæll ferða- mannastaður en þangað var beint flug frá Suður-Afríku og einnig beint flug frá Banda- ríkjunum með moldríka Ameríkana.“ Kreista appelsínur allan sólarhringinn „Ég var þá farinn aó sjá að það væri ágæt leið til aó skoða landið að skipta reglulega um vinnu en þá var verið að reisa alveg geysilega stórt hótel í höfuðborginni, Salis- bury. Ráða þurfti um 600 manna starfslið og vorum við nokkrir ráðnir til að ganga frá þeim samningum en hótelió heitir Monomat- aba eftir gömlum negrakóngi sem þarna réói öllu fyrir daga hvíta mannsins. Engin tungu- málavandamál eru í Ródesíu ef þú talar sæmilega ensku. I hótelinu eru 1800 herbergi og 6 veitingastaðir fyrir utan verslunarmið- stöó enda leit hótelbyggingin út eins og borg. T.d. þurfti ég að ráða þrjá svertingja, einn á hverja vakt, átta tíma í senn, og höfðu þeir það verkefni að kreista appelsínur í skál fyrir morgunverðinn og höfóu nóg að gera allan sólarhringinn við þessa iðju en varla hefur hún boðið upp á mikla tilbreytingu í starfi. Eg byrjaði á því að hafa umsjón mcð allri herbergjaþjónustu en sérstakt eldhús var fyrir þá þjónustu með sérstökum matseðli og á hverri vakt voru 27 þjónar en ég gerði ekki neitt annað en aö sitja við geysilega stórt „Skildi oft ekki hvemig hægt var ad komast óskaddadur gegnum skothru)ina“ - segir Haraldur Sigurðsson þjónn og fymun atvinnuhermaður í Ródesíu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.