Dagur - 03.07.1993, Síða 9

Dagur - 03.07.1993, Síða 9
skiptiborð og taka við pöntunum. Það var með alls kyns ljósadrasli fyrir hvert herbergi. Síðar bað ég um flutning og tók þá við um- sjón í einum stærsta veitingasalnum.“ Þótt þeir svörtu hefðu lúsarlaun á hótelun- um var litið upp til þeirra af meóbræðrunum því að það aö starfa sem þjónn á hóteli var merki um það að viðkomandi væri kominn á toppinn í efsta þrep mannvirðingarstigans meðal þeirra svörtu. íhermennsku Um þetta leyti var Haraldur kominn meö ródesískan ríkisborgararétt af hreinni ævin- týramennsku og hugsjónaástæðum en á þess- um tíma var hann ákveðinn í því að eyða því sem eftir væri ævinnar í Ródesíu. En því Haraldur Sigur'ðsson. Með ródesísltu lierdeildinni íjtíi- neðan mynd af Ian Smitli, Jíáverandi forsætis- ráðlicrra. Haraldiu er lengst til vinstri í aftari röð en ltonan í íremri röðmni er bóldialdari svcitarinnar. fylgdi sú kvöð að gegna herskyldu í þrjá mánuði á ári upp að 55 ára aldri en hann gerði samning um það aö gegna herskyldu í samfellt fimm ár. Með Haraldi hafði farið út sambýliskona hans en þeirra leiðir höfðu skilið og því hafði hann ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér. Hún varð eftir uppi hjá Viktoríufossum en flutti síðar aftur til Is- lands. Haraldur segir að það hafi verið fjöl- skyldunni mikið áfall þegar hann ákvað að flytja út til Ródesíu, en hálfu verra þegar hann sendi þeim skeyti og tilkynnti að hann væri kominn í herinn. En hvernig voru fyrstu kynnin af her- mennskunni? „Það byrjaði með grunnþjálfun í 6 mánuði og í þakklætisskini fyrir að bjóða mig fram til herþjónustu í fimm ár var ég gerður að corporcil sem heitir undirliðþjálfi á íslensku. Launin voru heldur rýr meðan á þjálfuninni stóð en urðu ágæt þegar fram í sótti. Ródes- íski herinn var léttvopnaður her en einnig með fallbyssuvagna en landið er þannig að ekki er hægt að nýta skriðdreka og önnur þung og fyrirferðarmikil hergögn því það er ekki hægt að koma þeim áfram fyrir trjám, grjóti, og fjöllum. Auk þess var landið búió að vera í vióskiptabanni frá árinu 1965 og því erfitt um alla aðdrætti, ekki síst hergögn. Þegar ég var aö vinna upp við Viktoríufoss- ana var skæruliðahópum að vaxa ásmeginn smám saman og við urðum í vaxandi mæli vör við skærur. Það var m.a. skotið á amer- íska túrista, tvær konur, yfir ána frá Zambesi á meðan ég var að vinna á hótelinu við Vikt- oríufossana. Þessum skæruliðahópum fór hægt og bít- andi að vaxa fiskur um hrygg enda höfðu þeir verið í þjálfun í Zambíu og Mosam- bique árum saman. Um það leyti sem ég gekk í herinn voru landamærin farin að loga í átökum og þessir hópar farnir að ráöast inn í landið og „terrorísera“ bændur, og jafnvcl drepa þá. Fyrst um sinn voru það sérdeildir lögreglunnar sem gættu landamæranna, en um það leyti sem ég var að byrja í hemum var þetta orðið svo umfangsmikið að herinn tók við þessu. Ég var reyndar fyrsta árið í þjálfun og fór einnig í sérnám innan hersins í hjúkrunarfræðum sem ég lærði við háskóla- sjúkrahús í Suður-Afríku en fór svo að taka virkan þátt í átökum við skæruliðahópana. Það var árið 1976 en þá höfðu átökin breiðst út um allt landið. Ég held að ég hafi ekkert gert mér grein fyrir á hverju ég gæti átt von og þó ég hefði undir höndum alls kyns vopn og verjur reiknaði ég einhvern veginn ekki með því að ég þyrfti nokkurn tíma að nota þau og vinna á öðrum manneskjum. Sem hjúkrunarliði komst ég fljótt í átök enda vorum við í fremstu víglínu því þar særðust mennirnir og þurftu á okkar aðstoð að halda. Fyrstu nótt- ina sem við vorum sendir í lciðangur var gerð árás á okkur þar sem við höfðum slegið upp tjöldum og þurfti að flytja 13 af 45 manna hópi á sjúkrahús, suma mikið særða. Þessir skæruliðar höfðu svipaðan vopnabún- að og við sem ættaður var frá Austantjalds- löndunum, aóallega Rússum en einnig frá Kínverjum. Það voru auk hefðbundinna vopna m.a. litlar sprengjuvörpur og léttar fallbyssur." Sprengjubrot í hausinn Varstu aldrei hætt kominn sjálfur? „Jú, jú, og miklu oftar en maður gerði sér grein fyrir. En á meðan lætin voru að ganga yfir þá var maður ekki að hugsa um neitt slíkt, þaö var hver sjálfum sér næstur. Hugs- unin var oft eingöngu sú að drepa eöa verða drepinn. A nóttunni sá maður ekkert nema ljósrákirnar eftir blyskúlurnar en fimmta liver kúla í magasíninu er blyskúla sem skilur eftir sig Ijósrák og stundum var þetta eins og á gamlárskvöld hér heima. Maður skildi stund- um ekki hvernig hægt var að komast í gegn- um því skothríðin var miklu þéttari því tjórar af hverjum fimm kúlum sá maóur auðvitað ekki. Ég slapp þó ekki við meiðsl, fékk sprengjubrot í hausinn milli augnanna og var heppinn að missa ekki annað augað, gerði að því sjálfur en var með hausverk í nokkra daga.“ Hvarflaði aldrei að þér á þessum tíma að þú værir kominn út í einhverja vitleysu? „Ég sá aldrei eftir þessu, en sumir félagar mínir fóru mjög sorglega en sumir frömdu sjálfsmorð eða „fóru yfir um“ af taugaálag- inu. Undir lokin, kringum 1980, voru sjálfs- morðin orðin vandamál og þá var ráðinn fyrsti sálfræðingurinn í sögu ródesíska hers- ins og þá voru prestar einnig farnir að fylgja einstaka herdeildum. Þcgar herþjónustunni lauk árið 1980 var ég orðinn svo illa farinn á sál og líkama að það var ekki um annað aó ræða en að fara heim. Ég slasaðist mjög illa í fallhlífarstökki er ég lenti í grjóti í fjallshlíó í Mosambique og lá þar ósjálfbjarga. Þá hélt ég aö ég væri að drepast. Ég var oróinn úr- kula vonar um að nokkur hjálp bærist, og nóttin er sú versta sem ég hef lifað. Það var eina skiptið sem ég í alvöru hugleiddi hvaó í ósköpunum ég væri að gera í hernaði lengst niður í Afríku. Ég var einnig að hugsa um það að ef skæruliðarnir yrðu fyrri til að finna mig ætlaði ég að skjóta mig frekar en að láta þá ná mér lifandi. Maður heyröi ljótar sögur af pyntingum á þeim hermönnum sem þeir náðu og sá einnig með eigin augum um- merki um slíkt. Það var mikil heift í þeim í garð þeirra hvítu, og raunar einnig oft á tíðum innbyrðis milli ættflokka. Ródesíuhcr tók einnig fanga og ég var oft viðstaddur ef þeir voru særðir. Eftir yfirheyrslur voru þeir sendir til dóm- stólanna og oftast voru þeir hengdir fyrir morð, hryójuverk og landráð. Ég var í nokkra mánuði á spítala, allur marinn og blár en óbrotinn en gat varla hreyft mig. Síðustu mánuðina vann ég á hersjúkrahúsinu en síð- an hélt ég til Islands. Einu Islendingarnir sem ég hafði samneyti við í Ródesíu voru hjón úr Reykjavík en hann var vélvirki hjá bjórverksmiðju. Þau komu heim tveimur ár- um á eftir mér en búa nú í Suður-Afríku.“ Varðstu fjáður af veru þinni í Ródesíu? „Nei, enda hefði það ekki veriö til neins því ródesíudollarinn var hvergi gjaldtækur, rétt eins og rússneska rúblan. Eg hafði ágæt- is laun, bæði meðan ég starfaði hjá hótelun- um og ekki síður í hernum og greiddi aóeins um 5% í skatta af hóteltekjunum en ekkert hjá hernum auk þess að vera að sjálfsögðu á fríu uppihaldi. Én ég á auðvitað einhverja bankainnistæðu þarna sem kannski kemur að góðum notum seinna. Ég var ródesískur rík- isborgari svo ég greiddi mína skatta af þess- um tekjum svo íslensk skattayfirvöld komast ekkert í þetta. Það cr erfitt að gera sér grcin fyrir verðgildi þessara dollara vegna þess að hann var ekki skráður erlendis. Nýr Citröen- bíll kostaði 3.500 dollara en mánaðarlaunin mín voru hins vegar frá 1.200 upp í 1.500 dollara á mánuði þannig að það tók ekki nema rúma tvo mánuði að vinna fyrir nýjum bíl.“ Enginn skilningur á minni lífsreynslu „Þegar ég kom heim var ég mjög ósáttur við þjóðfélagið hérna, hafði ekkert veröskyn, fannst t.d. mjög undarlegt að þurfa að borga 300 krónur í strætó en það hafði aðeins kost- að nokkrar krónur þegar ég fór út áratug áð- ur. Ég þurfti mikla hjálp við heimkomuna en fann hana hvergi því þaó hafði enginn skiln- ing á því gegnum hvaða lífsreynslu ég hafði gengiö, það var ofvaxið þeirra skilningi að ég hefði verið að berjast við skæruliða í Afríku. Ég varð mjög bitur út af þcssu og hugleiddi jafnvel að fara upp á Keflavíkurllugvöll og ræða við lækna sem höfðu starfað í Vietnam og skildu vandamálið. Taugakerfið var alveg búið og gat alls ekki horfst í augu við það að fara að vinna venjulega vinnu hérna. Ég tók að stunda tilveruflótta með því að sökkva mér í brennivín en það hafði aldrei verið vandamál fram að þessu. Þegar ég var skrall- fullur komu minningarnar hins vegar fram ljóslifandi og ég fékk martraóir á næturnar og þannig gekk þetta lyrir sig í heilt ár. Ég drakk á hvcrju kvöldi, gat ekki komió mér í svefn öðruvísi. Ég var á þessum tíma kom- inn í vinnu á Kaffivagninum á Grandagarði og einnig í kjörbúð en það gekk ekki til lengdar, ég var ekki maður í nokkurn hlut. Ég var kominn það langt niður að sjálfs- moró var alls ekki fjarlæg lausn og fjöl- skyldan orðin dauðhrædd, en ég bjó hins vegar cinn. Það var ekki fyrr cn ég komst í meðferð á Silungapolli að ég fór að sjá lcið út úr þessum vítahring. Þar hitti ég í fyrsta skipti einhverja sem hlustuðu á mig og ég gat treyst. Þar get ég nefnt menn eins og Megas, Ragnar Inga Aðalsteinsson og Grctti Pálsson sem var að Staðarfelli í Dölum. Grettir tók ekki í mál aö ég færi aftur til Reykjavíkur að loknum venjulegum með- ferðartíma að Staðarfelli svo ég gerðist þar starfsmaður um tíma og fullyrði að það hafi hreinlega bjargað lífi mínu en þar náði ég góðum bata. Þarna hætti ég aó drekka og hef ekki gert síðan enda var drykkjan ekki vandamál heldur alleiðing, orsök hennar hennar var líkamlegt og andlegt ástand mitt á þessum tíma. Eftir að ég kom frá Staðarfelli fór ég að vinna sem þjónn á skcmmtistaðnum Broad- way sem þá var að opna en varó að hætta vcgna þess hve slæmur ég var í mjöðminni. Þar voru aó koma fram afleióingar af síðasta fallhlífarstökki mínu. Ég fór í aðgerð á Ak- ureyri 1983 sem heppnaðist mjög vel en ég var þá fluttur noróur og hafði tekið Hótel Akureyri á leigu sem var í eigu Jóhannesar Fossdal llugstjóra. Reksturinn gekk vel, allur kostnaður í lágmarki og nýtingin viðunandi. Síðan stofnaði ég veitingastaðinn Laut ásamt Jóhannesi og Karli Schiöth sem einnig var flugstjóri og var hann í rekstri á okkur vegum til 1986 er Ólafur Laufdal tók þetta allt sam- an á leigu ásamt Sjallanum. Ég var mjög sáttur við að hætta þessu því þetta var orðin alltof mikil vinna fyrir mig og í janúarmánuði 1987 kom ég til Dalvíkur og fór að vinna á Sæluhúsinu. Ég kann mjög vel við mig á Dalvík, þetta er hæfilega róleg- ur staöur en gífurleg viðbrigði frá því að starfa á 1800 herbergja hóteli eða berjast við svarta skæruliða í frumskógum Ródesíu. Gallinn er hins vegar sá að hér cr ekkert að gerast í menningar- eða félagslífi og ég hef engan áhuga á að gerast Lions- eða Kiwanis- Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUFt - £ Myndir og texti: GeirA. Gudsteinsson félagi. Ég hef raunar verió utan gátta síða; ég kom hingað, heilsa fólki úti á götu en te ekki virkan þátt í neinu hér, á bara heim hérna.“ Ertu sáttur við þitt lífshlaup? „Já, og ég mundi fara aftur til Ródesíu c aóstæður væru cnn þær sömu. Þegar ég fó út átti ég tvo kosti. Annar var sá að gifta sig eignast börn og kaupa íbúð, þ.e. fara þess; hefðbundnu leið. Ég held að sumir sjái efti því í dag að hafa keypt sér kumbalda Reykjavík, orðnir ráðsettir embættismenn oj meðlimir í einhverjum leynifélagsskap. Ég hitti suma þeirra þcgar ég kom aftur ti landsins en vió eigum hreinlega enga sam leið lengur. Ég elast um aó ég væri neitt ánægðari í dag enda fann ég það á þessum gömlu félögum mínum að þcir öfunduðu mig undir niðri því það var mestur glansinn farinn af þeirra líll.“ Saxófónninn draumahljódfærid Eitt helsta tómstundagaman þitt er að spila á saxófón. Læróirðu sncmma á hljóðfæri? „Pabbi átti trommusett og ég læröi á trommur þegar ég var um 10 ára gamall. Það var hins vegar ekki fyrr cn ég kom til Akur- eyrar lyrir 10 árum síöan aó ég fór í Tónlist- arskóla Akureyrar og lærði á saxófón en það hefur alltaf verið draumahljóðfærið. Ég þótti skrýtinn þcgar ég var í gagnfræðaskóla að vera að hlusta á djass með snillingunveins og Duke Ellington og fieirum þegar jafnaldr- ar mínir voru hins vegar að hlusta á The Bc- atles eða The Rolling Stones. Ég geng svo í Lúðrasveit Akureyrar og hef verió þar síðan og ennfremur hef ég spilað í léttsveit LA sem er djassband í tengslum við lúðrasveitina en í henni cru um 20 hljóðfæraleikarar. Við höldum öðrum hverju tónlcika, nú síðast í Vín í tengslum við mcnningardaga í Eyja- fjarðarsvcit. Við höfum cinnig farið til Rostock í Aust- ur-Þýskalandi cn það var á síðustu dögum þcssa gamla kommúnistaríkis. Mig hafði lcngi langað til að sjá svona ríki en aldrei komið því í verk en auðvitað hafði ég komið til þessara afrísku ríkja sem urðu kommúnísk við valdatöku svörtu frumbyggjanna. Það fylgir spilamcnnskunni í þessum hljómsveit- um töluvert lclagslíf og mjög gaman að vcra þátttakandi.“ I Konunglega breska dýraverndunar- félaginu Bílaeign þín hcfur vakió athygli og jafnvel öfund en þú ekur um á 24 ára gamalli Volks- wagen bjöllu. Eru einhverjar ástæður fyrir dálæti þínu á þessari bíltegund? „Þetta er stórsniðugur bíll og hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. Mér finnst ég vera mjög öruggur á bjöllunni úti á vegunum og það er ekkert scm hindrar útsýnið, rétt eins og maður sitji á götunni inni í pínulítilli krús. Auk þess á ég annan Volkswagen, Golf hcitir hann, svo ég er mjög trúr merkinu. Bjallan stendur inni á veturna en mér eru alltaf boónir miklir peningar í bílinn á vorin þegar ég tek hann út. En hann er bara ekki til sölu. Sumir amerískir auðjöfrar láta jarða sig í kadiljákunum og ég hugsa að ég mundi fara fram á það að verða jarðaður í bjöllunni þeg- ar minn tími kemur ef þess væri einhver kostur.“ Haraldur hittir gömlu stríðsfélagana í London á fimm ára fresti og mæta yfirleitt allir en sumir eiga langt að sækja, þ.e. frá Astralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess er hann meðlimur í Konunglega breska dýraverndun- arfélaginu og Konunglega breska landfræði- félaginu sem hann heimsækir þegar leiðin liggur til London. Hann er meðlimur í klúbbi sem heitir The Goom show preservation society og var stofnaður kringum útvarps- þætti scm voru í BBC í sjötta áratugnum. Þátturinn byggðist á „kúltúrhúmor" sem margir skilja ekki eða kunna ekki að meta en klúbburinn hefur það á stefnuskrá aó beita BBC þrýstingi um að þættirnir verði endur- fiuttir. Haraldur skrifast á við um tuttugu fé- laga í þessum klúbbi og það tekur nokkurn tíma enda scgist hann hafa meira samband við fólk úti í heimi en á Dalvík. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.