Dagur - 03.07.1993, Síða 13

Dagur - 03.07.1993, Síða 13
Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 13 kryddaða „íslandssill". Og samlík- ing á Siglufiröi og Dawson City í Klondyke-héraði var einkar hand- hæg og nærtæk. Og flest húsin í hinum hraðbyggða síldarbæ eru klædd bárujárni, „bölgeblik", sem í augum hins sænska húmorista er skáldlegt og kátlegt í senn... En í augum okkar, hinna „inn- fæddu“, voru hin jámklæddu timburhús tákn þess, hve framfar- irnar komu snemma á Siglufjörð. Norómenn og Svíar fluttu ótelj- andi skipsfarma af timbri til Siglu- fjaróar til að byggja síldarplönin, bryggjur, síldarhús og íbúðarhús, og hinir „innfæddu“ nutu góðs af. Timburhúsin þutu upp í bænum, flest klædd bárujárni, og þetta voru framfarir, á sama tíma og mikill hluti annarra landsmanna bjó í moldarkofum. Og svo vill til, að síóasti torfbærinn, sem reistur var á Siglufirði, var byggóur þar árið 1911, einmitt árið sem Engström kom þangað. Og tuttugu og þrjár ölknæpur eru í síldarbænum, segir Eng- ström, og þær allar vel sóttar af Norðmönnum og Færeyingum í landlegum. En menn athugi, að það hefur hent margan ferðalanginn að sjá sumt tvöfalt á Siglufirði. Ekki er heldur salt í öllum tunnum, sem skipaö er á land í Siglufirði á þessum árum, vitaskuld. Og konurnar kverka og salta og slógbingirnir flæða um plönin, blóð og síldarhreistur þekur allt og alla. - Hjálpræðisherinn syngur og tárfellir í stóra samkomutjaldinu í miðri önn hins siglfirska sumars. „Kom - kom - kom í frelsesheren, kom so dritafull du vill. Du maa spise sura sill, du maa gjöra vad du vill. Bara hvis du hörer Frels- esheren till.“ Og hefur nokkur fundió heita og gufumettaða grút- arlykt frá honum Sören Goos? A þessum tíma var Goos með bræóslu sína í stóru járnskipi úti á höfninni, en nokkrum árum síðar var hann búinn að fá fótfestu í landi, og þá hefði Engström haft gott af því aó finna dauninn af dúkapressunni í bræðslunni hjá honum Sören Goos, hinum danska. Brúnmenguð lýsisbrák og grútarflekkir Ferðalangurinn Engström gengur um plönin, þar sem síldin berst að til löndunar. Það er sumar og síld á Siglufirði. Sjórinn virðist vera flösku- grænn á milli síldarbryggjanna, skvampið við staurana er þægi- legt, fuglalíf mikið við höfnina, því að nóg er um æti. Brúnmeng- uó lýsisbrák og grútarflekkir fljóta hér og þar á sjónum, og viö sjáv- armálið eru allir bryggjustaurar löðrandi í lýsi og grút. Sólargeisl- arnir liðast glampandi um lygnan vatnsspegil innri hafnarinnar, en utar á firðinum er hafíð dimm- blátt. Fjallahlíðarnar eru fagurgræn- ar, giljadrög og fell eru sveipuð hinni silkimjúku blámóðu síðsum- arsins, og víða teygja sig iðja- grænir rindar alla leið upp undir fjallabrúnirnar. Austan fjarðarins eru hæstu tindarnir krýndir ný- föllnum snjó. Langt í suðri gnæfir Hólshyrnan, sveipuð grænni, blárri og rauðri sumarskikkju, tignarleg og heilsteypt. Höfnin er full af norskum og sænskum skip- um, það er ys og þys á síldarplön- HRÍSALUNDUR Opið laugardaga kl. 10-14 unum. Hlátrasköll stúlknanna við síldarstampana kveða við, högg dixilmannanna eru málmhvell, og tíðni þeirra minnir á annríki dags- ins. Fjallahringurinn er sveipaður furðulegum bláma, litblæ hins æv- intýralega. Þessi tæra birta, þessir mjúku, gagnsæu litir, þetta getur varla verió veruleiki. - Hér eru lit- ir, og birta, sem teiknarinn Engström hefir ekki áður séð og sem heilla hugann. Hann fellur í stafi. Veruleiki eða draumur? Hin- ir skáldlegu þankar eru truflaðir, þar sem hann stendur hugsi og virðir fyrir sér bæinn og umhverf- ið. Það er klappað á öxl húmorist- ans frá Smálöndum, því að frægð hans í síldarbænum er þegar oröin mikil. Hin íslenska gestrisni söm við sig „Svensker?" „Javisst.“ Það er spurt hvort hann vilja vera svo góður að koma og fá einn dramm. Nokkrir Islendingar og Norðmenn ætla að gera sér daga- mun. Það er spurt hvort hann vilji vera svo góður að koma og taka upp liti sína og teikna fjörðinn í hinni tæru birtu, og það má gera sér í hugarlund, aó freistingin og staðfestan hafi háð snarpa sennu í hugskoti hins slynga húmorista í nokkur augnablik, en auðvitað fór hin fyrrnefnda með sigur af hólmi. Það var setst inn í stofu, senni- lega stássstofuna, og glös tekin fram. Hin íslenska gestrisni var söm við sig. Það á ekki aó gera það endasleppt við mig hér í firð- inum. Þannig er líklegt að hinn drátthagi Svíi hafi hugsað. Maður hefur sannarlega átt góða daga hér á Siglufirói. - Gestgjafmn Wedin er ætíð sami höfðinginn og Sören Goos sömuleiðis. Engström hefur átt mjög ánægjulegar stundir meó þeim Guðmundi T. Hallgrímssyni, héraðslækni og séra Bjarna Þor- steinssyni, sóknarpresti og tón- skáldi og ennfremur Hafliða Guð- mundssyni, hreppstjóra. Hann hef- ur rætt við helstu síldarmenn stað- arins, þá Söbstad, Bakkevig, Jacobsen, Tynes og marga fleiri. Þetta eru „Gúbbar“, sem gott er að tala við. Hann hefur farið í fjallgöngu og indæla útreiðartúra suður í fjörðinn, „lautatúra", eins og þeir eru nefndir í þá daga, ásamt fólki staðarins. Þar í faðmi fjallanna var áð og drukkið portvín, og svo var farið í leiki. Ennfremur hefur hann farið á síldveiðar og handfæra- veiðar, farió í hnefaleik, sagt sög- ur úr Smálöndum í Svíþjóð, teikn- að lítilsháttar, og brandararnir hafa fokið af honum jafn létt og fjaðrirnar af reyttum hana. Og milli alls þessa hefur púnsið og koníakið streymt niður kverkarnar og sent yl út í fingurgóma og nið- ur í tær. „Bara ef ég fær staupið fullt“ Það er svo sem nóg að skrifa um, þegar heim kemur og nógir brand- arar í gamanblaóið „Strix“, þegar gruggió er sest af þessu öllu, sem maður hefur heyrt og séð. - Og þá er bara að strá kryddi fyndninnar á allt saman, svo bragðið finnist af réttunum. „Jo, jag tackar,“ það er ekki hægt að slá hendi á móti glasi af koníaki, og góðra vina fundur fæöir jafnan af sér nokkra brand- ara í safn hins snjalla húmorista. „Skál í stuen“ - Glösin klingja og það er setið og spjallað um síldina og heima og geima góða stund. Allir eru góðglaðir, þegar risið er úr sætum. Að lokum segir svo hinn gestrisni húsbóndi við Svíann: „Má ekki bjóða hr. Engström hálft staup af koníaki til?“ Engström leikur nú á als oddi og kann vel aö meta það, sem vel er boðið, og svarar hárri röddu, sem þrungin er hinum sænska- Engströmska húmor, eins og hann gerist bestur suður í Smálöndum: „Mér er sama, hvað þér kallið það, bara ef ég fæ staupið fullt.“ Landnám Svía á Siglufirói hafói heppnast. Saltsíldarverslunin komst í þeirra hendur. Og frægð Siglufjarðar haföi aukist til stórra muna. Héðan í frá myndu margir vel upplýstir Svíar þekkja Siglu- fjörð og sögueyjuna að einhverju leyti. Svo er fyrir að þakka norð- lensku síldinni. En fleir eiga hér þakkir skilið. Höfðingsskapur John Wedins stuðlaði einnig að frægö staðarins. Hið sama gerði þessi gestur hans og landi ekki hvaó síst. Og kannski hefur enginn aukið hróður Siglufjarðar utan land- steina í ríkari mæli en hinn lipri og gáskafulli penni húmoristans Alberts Engströms. Ýmis tilboð í matvöru I kjallara: Mikið úrval af góðum vörum á góðu verði Vinsælu bolirnir „Mjólk er góð“ aftur fáanlegir Verð frá kr. 350 Sjón er sögu ríkari Sælkeraverslun a stórmarkaðsverði ■F Macintosh 1 og PC tölvum á filmur eða pappír Skönnum teikningar og merki Flytjum texta úr Macintosh í PC og PC í Macintosh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.