Dagur - 03.07.1993, Side 19

Dagur - 03.07.1993, Side 19
ono o cti irvan o h /Eskumynd frá akureyri Tryggvatún i Laugardagur 3. júlí Steinunn Bjarman 1993 - DAGUR - 19 Þegar stelpan flutti með pabba sínum og mömmu og mörgum systkinum í Hamarstíg 2 var hún að verða sjö ára. Þá voru ekki eins mörg hús þama í kring og eru núna. Við Hamarstíginn voru aðeins fimm hús, nr. 1,2, 3, 4 og 6. Hlíð- argata, Holtagata, Lögbergsgata og Helgamagrastræti voru ekki til. Á móti Hamarstíg 2 var stórt tún sem kallað var Tryggvatún. Sennilega hefur einhver Tryggvi átt þaó fyrrum, en þegar þetta gerðist var þaó ekkert notað. Krakkarnir, sem áttu heima í húsunum við túnið, höfðu alveg lagt það undir sig. Þetta voru margir krakkar, því að í húsunum bjuggu margar fjölskyldur. Krakk- arnir héldu að þeir ættu túnið og þeim fannst það ofur eðlilegt. Þar sem núna er norðurendi Holtagötu voru margar litlar klappir og þar áttu krakkarnir bú allt sumarið. Túnið var í töluverð- um halla og hæst þar sem núna er Hlíðargata 7, en þar var stór klöpp og niður af henni brekka sem end- aði vió hliðið beint á móti Hamar- stíg 2. Þegar snjór var á veturna voru krakkarnir alltaf að renna sér á sleðum annað hvort á skíðasleðum á götunum eða á tlötum sleðum á Tryggvatúni. Krakkarnir drógu sleðana sína upp túnið þangað sem stóra klöppin var og tosuðu litlu syst- kini sín á eftir sér. Þegar þeir voru komnir alla leið upp varð að raða á sleðana, því að oftast voru fleiri en einn á hverjum sleða. Minnsti krakkinn sat venjulega fremst og síðan tveir eða þrír þar fyrir aftan. Allir sátu klofvega og héldu fast hver utan um annan. Elsti og stærsti krakkinn sat aftast og hélt í bandið og stjórnaði sleðanum. Sleðanum var ýtt af stað og hann brunaði niöur hólinn og nam ekki staðar fyrr en niður við hlið, en valt þá gjarnan um koll og allir fóru á kaf í snjó. Stundum voru margir sleöar bundnir saman og þeir líktust mest lítilli járnbrautarlest og þá var nú aldeilis hrópað og hlegið þegar lestin þaut ofan hólinn. Það gerðist líka stundum að einhver stór strákur kom með svo stóran sleða aó allur hópurinn gat setið á honum í einu. Duglegustu strákarnir stóðu og ýttu á sleðann og hentu sér á hann um leið og hann rann af stað. Þetta var nærri því það al- skemmtilegasta sem stelpan gat hugsað sér. Þó aö allir krakkarnir æptu: „Hann veltur! O, ó, hann veltur!“ Og allir öskruöu af hryll- ingi yfir því að sleðinn ylti með allan krakkaskarann var aðal- skemmtunin þegar sleðinn valt og krakkarnir lágu í einni kös í snjón- um. Krakkarnir héldu áfram að drasla sleðunum sínum upp hólinn og toga litlu krakkana á eftir sér og renna sér niður aftur og aftur. Þeir gleymdu alveg að fara inn aö drekka og læra fyrir morgundag- inn. Þeir tóku ekkert eftir því að vaðstígvélin voru oróin full af snjó, vettlingarnir rennblautir og þungir. Litlu krakkarnir höfðu týnt treflunum sínum og voru komnir með hor ofan í munn. Þeir gleymdu öllu nema því hvað það var gaman að renna sér. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir inn og voru reknir niður í þvottahús til að toga af sér stígvélin og skafa af sér snjóinn, aö þeir fóru stundum að skæla af því að þeir voru komnir með naglakul á tánum eða fingrunum. Þegar stelpan var svona 9 eða 10 ára var það eitt vorið þegar all- ir krakkarnir voru að leika sér á túninu sínu, að stóru krakkarnir sögðu þeim frá leik sem þeir höfðu nýlega lært. Þessi leikur hét handbolti og krakkarnir ákváðu að búa til handboltavöll á túninu. Túnið var sléttast þar sem núna eru Hlíðargata 6 og 8. Þar útbjuggu krakkarnir mörk og röð- uðu síðan steinum í kringum völl- inn. Nú rann upp skemmtilegur tími. Á kvöldin llýttu krakkamir sér að boröa kvöldmatinn og síðan þutu þeir út í handbolta á Tryggvatúni. Það var ekki farið eftir neinum ákveðnum reglum og enginn dómari, en allir máttu vera meó. Tveir foringjar voru valdir og leikurinn var ofsalega spenn- andi. Erfitt reyndist að fá krakk- ana inn á kvöldin þegar pabbar og mömmur kölluðu á þá að koma inn og hátta. Eitt kvöldið gerðist nokkuð sorglegt. Þegar krakkarnir voru í handboltaleik komu allt í einu tveir menn með prik og snúrur og fóru aó mæla eitthvað á miðjum vellinum. Krakkarnir æptu á þá og sögöu að þeir væru fyrir og ættu ekki að vera að flækjast þarna. Mennimir sögðust vera aö mæla fyrir húsi sem þeir ætluðu að byggja. Krakkarnir héldu að þeir væru að stríða sér og kölluðu: „Fariði frá, við erum í handbolta!" Mennimir nenntu ekki að svara krökkunum en ráku niður prikin og festu snúruna á milli. Þá hrópuöu krakkarnir: „Þetta er túnið okkar, það fær enginn að byggja á því.“ Mennirnir hlógu bara að krökk- unum og sögðu: „Þið eruð svo vit- laus greyin að halda að þið eigið túnið.“ Krakkarnir urðu að hætta í miðjum leik, en þegar mennirnir voru farnir rifu þeir upp prikin og snúrurnar og hentu öllu út í móa og héldu leiknum áfram. Hlíðargata 8, fyrsta húsið sem reis á Tryggvatúni. Krakkarnir í hverfinu reyndu að koma í veg fyrir bygg- ingaframkvæmdir á túninu, þessu vinsæla leiksvæði þeirra, en án ár- angurs. Hörður Eydal var ekki í uppáhaldi hjá þcim frckar cn aðrir íbúar hússins, þangað til krakkarn- ir kynntust ljóshærðum strák sem sagðist heita Róbert Ingimar Eydal. Á myndinni standa bræðurnir Ingi- mar og Finnur fyrir framan húsið umdeilda. Ingimar og Finnur Eydal. Stclpurn- ar voru alltaf að fara upp stigann í Hlíðargötu 8 og banka hjá Pálínu og spyrja: „Megum við fá að passa Finn?“ (Myndir úr fjölskyldualbúmi Astu Siguróardóttur) Næstu kvöld þegar krakkarnir komu út á túnið sitt voru mennirn- ir komir aftur. Þeir voru með haka og skóflur og voru að grafa í miðj- an handboltavöllinn. Þá urðu krakkarnir reiðir. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að fæla þessa vondu menn í burtu, en þeir hlógu bara að þeim. Þegar krakkarnir komu inn á kvöldin rifust þeir og skömmuóust við pabba og mömmu yfir því að verið væri að grafa á túninu þcirra. Mömmurnar og pabbarnir skildu ekkert í krökkunum og sögðu: „En þaö á að fara að byggja á túninu.“ Þá urðu krakkarnir ennþá reió- ari og hrópuðu: „En þetta er túnið okkar!“ Það var alveg sama hvað fullorðna fólkið sagði, allir krakk- arnir sem höfðu leikið sér á túninu héldu að þeir ættu það. Auðvitað töpuðu krakkarnir og mennirnir héldu áfram að byggja húsið sitt. Stundum voru krakk- arnir að horfa á þá. Þetta voru bræóur, kátir og hressilegir. Þó að krakkarnir væru búnir að sverja að tala aldrei við þá gleymdu þeir því stundum og líka því að þeir ætl- uðu að hata þá alla ævi. Allt í einu var húsið risið og fólk llutt í það. Eldri bróðirinn bjó uppi og nú vissu krakkarnir að hann hét Hörður. Einu sinni þegar krakkarnir voru að fara í skólann sáu þcir lít- inn, ljóshærðan strák úti á götu. Hann brosti og var ekkert feiminn. Krakkarnir sögðu við strákinn: „Hvaó heitirðu?" Þá sagði strákurinn: „Ég heiti Róbert Ingimar Eydal.“ Hann sagði þetta svo hlægilega og hækkaði röddina þegar hann sagði síðasta nafnið, að krakkarnir spurðu hann dag cftir dag: „Hvaó heitirðu?" Hann varð aldrci reiður þó að þeir væru alltaf að spyrja hann aó því santa heldur brosti bara og sagði: „Ég heiti Róbert Ingimar Eydal." Hann sagði líka að mamma sín héti Pálína og pabbi sinn Hörður. Þá vissu krakkarnir að þetta var sonur mannsins sem þeir ætluöu að hata alltaf, en nenntu því ekki lengur. Sumarið eftir komust stelpurn- ar aö því að Róbert Ingimar Éydal átti lítinn bróður og af því að hann var svo sætur og átti fallega, ný- móðins kerru voru alltaf einhverj- ar stelpur aó fara upp stigann í Hlíðargötu 8 og banka hjá Pálínu og spyrja: „Megum vió fá aó passa Finn?“ Stelpurnar gengu síðan, með fínu kerruna á undan sér, niður bröttu götuna sem lögð liafði verið á túninu þeirra. Þær gengu niður í Hamarstíg mjög montnar yfir því að fá að passa Finn Eydal. Þegar þær mættu vin- konum sínum sögðu þær: „Guð, hvað hann Éinnur er sæt- ur, megum við fá að halda í?“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.