Dagur - 03.07.1993, Page 24

Dagur - 03.07.1993, Page 24
Eyjafjörður: Gott ástand bifreiða Lögreglan á Dalvík og lög- reglan í Ólafsfirði gerðu um- ferðarkönnun fyrír Umferð- arráð á miðvikudag og stöðvuðu um 50 bifreiðar. Al- mennt var ástand bifreiða gott að sögn lögreglunnar á Dalvík. „Enginn var tekinn fyrir of hraðan akstur - menn eru svo spakir í dag.“ „Umferðarkönnunin kom ágætlega út og ástand bíla var almcnnt gott; við könnuðum ljósanotkun, beltanotkun far- þega og ökumanna og hvort skráningarskírteini og ökuskír- teini væru með,“ sagöi lög- reglan á Dalvík í samtali við Dag. „Við sektum ckkcrt í könn- unum - nema fyrir ölv- unarakstur, hraðakstur og svo- leiðis,“ sagði iögreglan, að- spuró um hvort refsivendinum hcfði verið sveiflað duglega. „Fólk virðist þó voðalega seint aó vakna eftir vorið og eitt svarið sem við fengum þegar ég bað ökumann um ökuskírteini van „Nei, ég er ekki með það - ég cr í vinn- unni!,“ sagði lögreglan um einn ökumann. „Eg þarf ekk- ert ökuskírteini því ég er nefnilega að vinna.“ GT Húsavík: Rætt um uppbygg- inguíþróttavalla Ástand íþróttavalla á Húsa- vík var til umræðu hjá Æskulýðs - og iþróttanefnd bæjarins fyrir skömmu. Grasvöllurinn kom mjög illa undan vetri og hefur aðeins verið leikinn einn leikur á honum til þessa. Hann er nú eitthvað að koma til. Bæjarráð Húsavíkur hefur falið tæknideild bæjarins að gcra kostnaðaráætlun varðandi uppbyggingu íþróttavalla. í fyrsta lagi var þeim gert að skoða þann möguleika að nú- verandi malarvöllur verði gerð- ur að grasvelli, í öðru lagi að gera malarvöll í Reitnum, í tengslum við íþróttahöllina og með nýtingu af búningsklefum í huga, sem hægt verói að nota sem bílastæði fyrir skíðamann- virki í Skálamelnum á veturna. í þriðja lagi er svo hugmyndin aó komið verði upp gervigrasi á núverandi malarvelli bæjar- ins. Aó sögn Pálma Þorsteins- sonar, bæjartæknifræóings, er enn ekkcrt farið aó æfa á gras- vellinum en síðustu daga hafi hann tekið talsveróan lit og menn voni aó hann sé að koma til. SV O HELGARVEÐRIÐ -Get ég fengið stutta veðurlýsingu fyrir Norðurland um helgina? „Já, rigning!sagði Haraldur Ólafs- son, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, aðspurður í gær. Nánar tiltekið sagði Haraldur að einhver væta yrði en ekki samfelld rign- ing. „Það verður sem sagt suddi og frekar svalt eins og núna, þ.e. um 6 gráður. Áttin verður eitt- hvað rokkandi en það er rétt að við tölum um norðanátt." Með lögum skal land byggja ! Myndir: Robyn Héraðsnefnd Eyjaijarðar: Flutninga- málin rædd Á síðasta ári lét Héraðsráð Eyjafjarðar taka saman ítar- lega skýrslu um flutninga í Eyjafirði. Skýrslan var rædd á vorfundi Héraðsnefndar Eyja- fjarðar sl. þriðjudag. Á fundinum var samþykkt til- laga um málið þar sem lagt er til að Héraðsráö Eyjafjarðar „skipi nefnd til þess að skoða nánar og hrinda í framkvæmd tillögu nefndar um flutningamál í Eyja- firði. Jafnframt er tillögum nefnd- arinnar vísaó til viðkomandi sveitarstjórna og héraðsráðs til skoðunar og úrlausnar.“ Guóný Sverrisdóttir, oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar, segir að í þcssu sambandi sé verið að hugsa um flutninga á leióinni Ak- ureyri-Olafsfjörður og einnig llutninga frá Akureyri fram í Eyjafjarðarsveit. Guðný sagði aó í nefndri skýrslu hafi einnig verið fjallað um nauðsyn skoðunar á ónýttu heimavistarrými í héraðinu. óþh Flugfélag Norðurlands: Uppsagnir og ein Twin-Otter flugvél félagsins til sölu Fimm starfsmenn Flugfélags Norðurlands fengu uppsagnar- bréf í lok síðasta mánaðar þar sem þeim er sagt upp störfum frá og með 1. júlí. Uppsagnanna gætir í öllum deildum félagsins að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar framkvæmdastjóra og er ástæðunnar að Ieita í samdrætti í þjóðfélaginu. Ákveðið hefur verið að selja eina af Twin-Otter flugvélum félagsins en Sigurður segir að það taki töluverðan tíma. I undirbúningi er hjá félaginu áætlun fyrir komandi vetur og svo kann að fara aó nióurstaða þeirrar skoðunar leiði til þcss að einhverjar af uppsögnunum gangi til baka en raunhæfar áætlanir eru forsenda þessa rekstrar og nauð- synlegt að keyra ekki áfram með of mörg segl uppi. „Við erum að skoða möguleika á nýjum flugleiðum fyrir kom- andi vetur en þess ber aö gæta að flugleiðin Akureyri - Keflavík fór mjög hægt af stað, en þetta sumar lofar góðu mióað við sumarið í fyrra. Þetta er þriðja sumarið sem flogið cr á þessari flugleið. Sæta- nýtingin hefur verið um 30%, en það eru mörg teikn á lofti um það að úr þessu sé að rætast, en við fljúgum daglega á þessari flugleið í sumar. Við erum einnig tilbúnir að skoða það að fara inn á flug til Reykjavíkur, en samgönguráð- herra hefur ekki auglýst þessa leið þótt hann hafi heimild til þess. Ákveði yfirvöld hins vegar að opna þá flugleið þá tökum við fullan þátt í þeirri samkeppni. Okkur finnst það hins vegar bara til vandræða að veita samkeppn- isaóilum Flugleiða 10% af sæta- framboðinu eins og gerist hjá Is- landsflugi á flugleiðinni Egils- staðir -Reykjavík, rétt eins og vcra með hendur bundnar fyrir aftan bak. Hlutur okkar í fluginu til Húsa- víkur er 20% en er að verða meiri vegna þess að Flugleiðir eru aó draga saman seglin þar og erum við nú með um 50% af sætafram- boðinu á þeirri flugleið," segir Sigurður Aóalstcinsson. „Við erum auðvitaö tilbúnir aö skoða alla hluti og þar með flug á Sauðárkrók en staðsetning okkar á Akureyri cr ekki til þæginda, en ef lljúga ætti að cinhverju ráði til Húsavíkur og Sauðárkróks þá yrðum vió að staósetja flugvél í Reykjavík en það er ekkert að því að hal'a útibú í Reykjavík með flugmönnum og llugvirkjum. Þaó kostar kannski meira en það gefur að deila sér svo víða og við verð- um að hafa hagkvæmnina að leið- arljósi.“ GG Landamerkjagirðing í Kelduhverfi „Leysir fjailskilavandamáT - segir Jón Sigurðsson í Garði, allskilastjóri Kelduneshrepps Bændur í Kelduhverfi eru nú að girða af land sitt í þeim tilgangi að vera óháðir öðrum um gangnaskil enda er beitarland þeirra að sögn mjög gott og mikið. „Landamerkjagirðingin kemur til með að leysa Qallskilavandamál hvað okkur varðar,“ segir fjallskilastjóri Kelduneshrepps en girðingunni verður að hans sögn lokað um eða eftir miðjan júlí. Girðingin kemur hins vegar illa við bænd- ur í Reykjahreppi. „Aðaldælahreppur, Keldunes- hreppur og Reykdælahreppur geröu meó sér samkomulag um að girða á mörkum Þeistareykjar- lands og landa í Kelduhverfi. Það verk hófst í síðustu viku,“ segir Jón Sigurðsson í Garði en hann er fjallskilastjóri Kelduneshrepps. Framkvæmdin er í höndum Land- græðslu ríkisins. Aó sögn Jóns stefna Tjörncs- ingar og Húsvíkingar aó því aó girða á næsta ári vestur í Skjálf- anda úr girðingunni í Kelduhverfi - á mörkum Húsavíkurlands og Tjömess - og því var haft samráó við þá um girðinguna. „Þetta er fyrst og fremst landa- merkjagiróing á milli landanna til þess að við getum verið óháóir hver öðrum um beitarrétt og gangnaskil,“ segir Jón en Aðal- dælir sleppa fé ekki á afrétt fyrr en um þessar mundir og sækja þaó snemma. „Þaö hefur verið svolítió vandamál á milli Aðaldælinga og Keldhverfinga um gangnaskil vegna kröfu Landgræóslunnar um aó þeir taki fé úr Þeistareykjar- landinu í byrjun september. Vió höfum svo gott og mikið bcitarland fyrir okkar sauðfé hér í Kclduneshreppi og höfum því ekki verið alveg tilbúnir til þess að taka allt okkar fé hér heim svo snemma - í byrjun september - og eiga ekki að slátra fyrr en í lok september,“ segir Jón um ástæðu þess að bændur vilja vera óháðir öðrum í smalamcnnsku á haustin. Að sögn Þorgríms J. Sigurðs- sonar, oddvita Reykjahrepps, búa bændur í Rcykjahreppi við land- þrengsli og slakara land en í Kclduneshrcppi. „Fé hefur í tölu- vcrðu mæli gengið í Kelduhverfi og giröingin kemur illa við bænd- ur hér,“ segir Þorgrímur í samtali við Dag, „cn landeigendur ráða auóvitað hvernig þeir nýta sitt land.“ GT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.