Dagur - 06.07.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993
Fréttir
Viðbyggingvið heimili
aldraðra boðin út
Á fundi bæjarráðs Dalvíkur 1.
júlí sl. lá m.a. fyrir fundargerð
stjórnar Dalbæjar, heimili aldr-
aðra á Dalvík, sem ályktaði ný-
lega að væntanleg viðbygging
við heimilið verði boðin út en
útboðið miðast við fokhelt hús,
þ.e. uppsteypt og frágengið að
utan, sem yrði tilbúið 1. júlí
1994. Viðbyggingin kemur
norðan við núverandi byggingu
og verður á tveimur hæðum,
428 fermetrar að grunnfleti,
1486 rúmmetrar.
Á efri hæð hússins verður eld-
hús og borósalur en á neðri hæó
skrifstofur og starfsmannaaöstaða
en viö breytingarnar losnar hús-
næði sem hefur verið notað undir
borösal. Það húsnæði veróur nýtt
undir félagsaðstöðu fyrir vist-
menn og einnig fyrir þá sem
þiggja dagvistun af heimilinu.
Næsta ár verður síðan boðinn út
frágangur að innan og stefnt að
því að taka viðbygginguna í notk-
un 1. júlí 1995.
Hestamannafélagió Hringur
hefur fcngió staðfest frá skipu-
lagsnefnd umsókn um skeiðvöll
við hesthús félagsins að Ytra-
Holti.
Ungmennafélag Svarfdæla hef-
ur óskaó eftir því að yfirtaka
rekstur íþróttahússins eftir aö
kennslu lýkur í húsinu á daginn
og lýsti bæjarráó yfir jákvæðri af-
stöðu til málsins en vísaði því til
íþrótta- og æskulýðsráðs.
Forseti bæjarstjómar, bæjar-
stjóri, tveir bæjarfulltrúar og bæj-
artæknifræðingur ásamt mökum
eru staddir í bænum Hamar í Nor-
egi á vinabæjamóti en ein hjónin
eru á vegum Norræna félagsins,
hin á vegum Dalvíkurbæjar. Dag-
skrá mótsins markast mjög af
væntanlegum vetrarólympíuleik-
um sem haldnir verða í Lille-
hammer í febrúar á næsta ári en
Hamar er í nágrenni hans. Auk
þess fer fram í Hamri mjög stórt
Íúðrasveitarmót þessa dagana en
Kirkjukór Dalvíkurkirkju var
með vangaveltur um að fara á
vinabæjamótió en varð að hætta
við vegna þess að ekki voru
möguleikar á því að taka við kóm-
um í gistingu. GG
Akureyri:
Byggmgaframkvæmdir að
hefjast hjá Slysavarnafélaginu
I dag, þriðjudag, hefjast fram-
kvæmdir við nýbyggingu
kvennadeildar Slysavarnafélags
íslands og sjósveitarinnar Súla
við Strandgötu á Akureyri.
Fyrsta skóflustungan var tekin
sl. laugardag en vonir standa til
þess að húsið verið fokhelt í
haust.
Bergljót Jónsdóttir, formaður
kvennadeildarinnar, tók fyrstu
skóflustunguna aó hinu 400 fer-
metra húsi sem teiknað er af Svani
Eiríkssyni arkitckt á Akureyri.
Húsinu er skipt í tvennt, í öðrum
helmingnum verður félagsaðstaða
en í hinum kemur sjósveitin Súlur
til með að hafa aðstöðu. í milli-
byggingu verða sameiginlegar
snyrtingar og skrifstofur.
Að sögn Svölu Halldórsdóttur
hjá kvennadeildinni er reiknað
með að mest allar framkvæmdir
verði unnar í sjálfboðavinnu og
segist hún vona að Akureyringar
verði duglegir að leggja þeim lió.
„Það veröur að ráðast hvenær
hægt veróur að taka húsið í notk-
un. Sennilega verður það fokhelt í
haust og um leið og þaö veróur
getur sjósveitin flutt inn.“ Um
endanleg verklok segir hún erfió-
ara að spá þar sem það fari eftir
því hversu vel gangi að fá sjálf-
boðaliöa til starfa. KR
Mynd: Halldór
Gamli Sólbakur dregrnn til írlands
Síódegis á laugardag hélt Sólbakurinn gamli í sína síðustu sjóferð en hann hefur verið hjá Utgcrðarfélagi Ak-
ureyringa síðan 1987. Skipið er 743 brúttórúmlestir og var áður skráó sem Dagstjarnan í Keflavík en nú er
hann á leið til írlands þar sem hann veróur seldur til niðurrifs. Skipið er smíóaó 1969, var eitt frægasta afla-
skip Breta á sínum tíma og sögufrægt fyrir aö hafa lent í skothríó íslensku Landhelgisgæzlunnar og fengið á
sig gat í þorskastríðinu. Þá hét skipið CS Forrester og sigldi undir stjórn hins alræmda landhelgisbrjóts Tayl-
ors sem eitt sinn strauk með íslenska löggæslumenn um borð.
Fallið frá kæru á hendur Sælandskaupmanninum í „hvalamálinu“:
Ekki líklegt að sannað yrði
brot gegn lögum um hvalveiðar
Fallið hefur verið frá kæru á
hendur Þorvaldi Baldvinssyni
kaupmanni í versluninni Sæ-
landi á Akureyri, en hann var
kærður fyrir að hafa drepið
(veitt) hrefnur og höfrunga og
haft kjötið af þeim til sölu í
verslun sinni. Jón Ellertsson,
lögmaður hjá ríkissaksóknara,
segir að kæran hafl verið felld
niður vegna þess að ekki var
talið líklegt að sannað yrði á
hann brot gegn lögum um hval-
veiðar og reglugerð um sama
efni.
Eyþór Þorbergsson, fulltrúi
sýslumanns á Akureyri, segir að
Þorvaldi verði nú gefinn kostur á
að sækja kjötið til lögreglunnar ef
hann hafi áhuga á því en það sé
nú orðið nokkuð gamalt. „Mér
finnst mjög ólíklegt að Þorvaldur
fái bætur þótt hann sæktist eftir
því, en maðurinn hefur hreykt sér
af því í sjónvarpi að hafa kjötið
til sölu og lætur liggja að því að
Skapti Áskelsson látiim
Skapti Áskelsson, sem gjarnan
var kenndur við Slippstöðina
hf. á Akureyri, lést t Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 3. júlí síðastlið-
inn, 85 ára að aldri.
Skapti var fæddur 20. júní
1908 í Austari-Krókum í Háls-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.
Hann kynntist ungur sjó-
mennsku og stundaði m.a. nám
og störf hjá Antoni Jónssyni í
smíðum en lauk ekki formlega
iðnnámi. Hann stundaði útgerö
frá Grenivík ásamt Þorbirni
bróóursínum 1930-38.
Um áramótin 1938-39 fluttist
Skapti til Akureyrar með eigin-
konu sinni, Guðfinnu Hallgríms-
dóttur frá Glúmsstöóum í Fljóts-
dal, sem hann kvæntist 1936, og
syni þeirra Hallgrími. Auk hans
eignuðust þau soninn Brynjar
Inga.
Skapti setti æ síðan mikinn
svip á athafnalífið í höfuðstað
Norðurlands. Hann vann sem
smiður hjá Skipasmíóastöð
Kaupfélags Eyfirðinga árin
1940-51 og árið 1952 stofnaði
hann ásamt öórum Slippstöðina
hf. Hann var framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar 1952-1970 og
var mikill kraftur í skipasmíóa-
iðnaðinum á Akureyri á þessum
tíma.
Nokkrum árum eftir starfslok
í Slippstöðinni stofnaði Skapti
byggingavöruverslunina Skapta
hf. og var þar við störf allt fram
í árslok 1983, en þá settist hann í
helgan stein nær hálfáttræður.
Bragi Sigurjónsson skráói
sögu athafnamannsins Skapta
Áskelssonar í bókinni Skapti í
Slippnum scm komútl985.
Dagur sendir fjölskyldu
Skapta samúðarkveðjur við frá-
fall hans. SS
hann hafi veitt skepnurnar," sagði
Eyþór Þorbergsson.
„Það er mjög ánægjulegt að
fallið hefur verið frá kæru á hend-
ur mér enda ekki stætt á öðru. Nú
get ég sótt kjötið til þeirra aftur
en þeir tóku hér 9 kg þegar rann-
sókn málsins stóð yfir. Það er
bráðnauósynlegt að veiða þessar
skepnur og ég skil ekki af hverju
við eigum að láta einhvcrjar gras-
ætur úti í heimi skikka okkur til
að henda þessu frá okkur. Á vorin
er það óhjákvæmilegt að þessar
skepnur þvælist í netin og einnig í
línufærin en þær þvæla þessu ut-
an um sig og hafa það ekki upp,
springa hreinlega á því eða
drukkna. Á línuveiðaranum Lísu
Maríu frá Ólafsfirði fékkst höfr-
ungur á línu nú í vor en hann beit
á línuna. Eg hef raunar ekki heyrt
að þaó hafi gerst áður,“ sagði Þor-
valdur Baldvinsson. GG
Vopnfirðingar og Þórshafnarbúar taka
höndum saman:
Júpíter keyptur norður
Sl. föstudag var gengið frá
kaupum á loðnuveiðiskipinu
Júpíter RE-161 en það var eign
þrotabús Hóla hf. í Bolungar-
vík. Kaupandi er nýtt hlutafé-
lag, Skálar hf. á Þórshöfn, en fé-
lagið er stofnað af Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar hf., Tanga hf. á
Vopnafirði, Fiskiðjunni Bjargi
hf. á Bakkafirði og sveitarfélög-
um á svæðinu en einnig eiga
viðskiptaaðilar hlut í fyrirtæk-
inu.
Skipið er í Reykjavík, en verió
er að gera það klárt á loðnuvertíó-
ina og heldur það væntanlega
norður í vikunni. Júpíter er 747
brúttólestir að stærð og eitt af-
kastamesta loónuveiðiskip fiotans.
Fulllestaður ber hann um 1300
lestir af loðnu. Veiðiheimildir
skipsins verða 3% af útgefnum
loðnukvóta eöa rúmlcga 21 þús-
und tonn mióað við þann byrjun-
arkvóta sem gefinn hefur verið út
fyrir nýbyrjaða vertíð sem er 900
þúsund tonn, þar af 702 þúsund í
hlut íslendinga. Auk þess fylgir
skipinu 320 tonna rækjukvóti og
60 tonn af öórum fiski
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar hf., segir að útgcró
skipsins muni styrkja verulega
hráefnisöfiun loðnuverksmiðj-
anna á Þórshöfn og Vopnafirði og
bæta afkomumöguleika þeirra. Þá
mun útgerð skipsins cinnig
styrkja atvinnulíf byggðarlaganna,
bæði útgerð skipsins beint og með
þjónustu við útgerðina.
Skipstjóri vcrður Lárus Gríms-
son en í áhöfn skipsins 15 manns.
GG
Virðisaukaskattur
settur á íjölmiðla
Þrátt fyrir talsverða verðhækkun
á pappír, prentlitum og flutn-
ingsgjöldum í kjölfar tveggja
gengisfellinga á undanförnum
mánuðum mun áskriftarverð
Dags haldast óbreytt, kr. 1200 á
mánuði fyrir fulla áskrift. Hins
vegar er Degi, cins og öðrum
fjölmiðlum, gert að innheimta
14% virðisaukaskatt fyrir ríkis-
sjóð frá 1. júlí. Skattur þessi
nemur 168 krónum af fullu
áskriftargjaldi og verður hann
innheimtur frá og með næstu
mánaðamótum. SS