Dagur - 06.07.1993, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993
Lúðvíg Eggertsson:
Láta sér annars víti að vamaði verða
Ég kynntist fyrir nokkru manni,
sem haföi ráöið sig til náms og
starfs í „landi austan tjalds“, svo
sem alræðisríki þar um slóóir voru
þá kölluð. Slík þótti mér saga
hans, að cg vil gefa íslenskum les-
endum kost á aó heyra hana. Hún
er á þessa leið:
Lent í nýju landi
„Þegar flugvélin hafði lent og vió
farþegarnir gengum nióur land-
ganginn, mátti sjá lögreglubifreið
nokkra metra frá. Tveir laganna
verðir sátu í framsætum og fylgd-
ust grannt með fólksstraumnum.
Aó lokinni tollskoðun og vega-
bréfsáritun var ekið með áætlunar-
vagni frá flugvelli til borgar, lið-
lega klukkustund. Lögreglubifreið
fylgdi, en ekki varð séð, hvort hún
var hin sama og beið viö land-
ganginn.
Ibúð fékkst ekki í borginni, en
hins vegar í nálægu bæjarfélagi.
Hún var í sambýlishúsi um 100
metra frá aðalbraut, sem lá til
borgar. Sparneytinn smábíl hafði
ég til afnota.
I fyrstu ferð minni til vinnu-
staðar mætti ég lögreglubifreið,
þegar ég beygði inn á aðalbraut-
ina. Sú bifreið kom frá kaupstaðn-
um og bar merki bæjarfélagsins.
Fór hún á eftir mér spölkorn, en
sneri svo inn á hliðargötu. Var
þetta raunar ekkert til að fást um,
að mér fannst. Skoðun mín breytt-
ist þó, þegar hið sama endurtók
sig í hvert sinn sem ég ók til borg-
ar - vikum og mánuðum saman á
ýmsum tímum dags. Einn starfsfé-
laga minna taldi þetta eiga að láta
mig vita, aó fylgst væri með mér.“ I
Bein áreitni
„Að nokkrum tíma liðnum bauðst
mér íbúó innan borgarmarka.
Fluttist ég þangað með eiginkon-
unni, sem var miklum mun yngri
en ég. Um 15 mínútna akstur var
milli heimilis og vinnustaðar.
Ekki leið á löngu áður en fyrra
látæði lögreglumanna hófst að
nýju. Morgun hvern lagði ég bíln-
um á afmarkað bifreiðastæði við
umferðargötu gegnt skrifstofu-
byggingunni, þar sem ég vann.
Ævinlega og án undantekningar
bar lögreglubifreið að í sama
mund. Gekk svo um langa hríð.
Loks hugkvæmdist mér að bregða
venju einu sinni. Notaði ég bif-
reiðastæði á baklóð í hvarfi frá
umferðargötunni. Ekki var lag-
anna verði þar að sjá. Þeir voru
hins vegar mættir, jsegar ég sneri
heim að verki loknu. Meðan ég
gekk eftir gangstétt með bíllykl-
ana í hendinni, stefndi lögreglu-
bifreió skyndilega í átt til mín
með hraóa. Hún snarbeygöi rétt
áður en hún snart gangstéttarbrún-
ina. Var verió að ógna mér eöa
kúga til hlýðni?
Brátt varð ég þess var, að sími
minn var hleraður. Auðvelt var að
gera sér grein fyrir því. Mér var
ávallt fylgt eftir af lögreglubifreið,
hvert sem ég fór og hvenær, ef ég
hafði áður látið vita um ferðir
mínar í síma, jafnvel þótt með
margra daga fyrirvara væri.“
Óvænt heimsókn
„Vetur var kaldur og þungfær.
Tók liðagigt aó þjá mig. Að lækn-
isráði gekk ég til hjúkrunarkonu,
sem gaf mér stungulyf og nudd.
Nú bar svo til, meöan ég var í
vinnunni, að hringt var dyrabjöllu
heima hjá konu minni. Þar var
kominn lögregluþjónn, sem bað
hana að opna fyrir sér. Það gerði
hún. Gesturinn kvaðst vita, að hún
væri heiðarleg, en hið sama yrði
ekki sagt um „gamla manninn“,
og átti hann þar vió mig. Hefði
hann orðið var við vikulegar ferðir
mínar til ástkonu, er byggi nokkr-
um blokkum fjær. Eiginkona mín,
sem vissi betur, bað hann að hafa
sig á burtu.“
Dæmigerður dagur
„Þegar frá leið, fluttum við hjónin
í annan borgarhluta. En daglega
lífið breyttist ekki, og löggan var
söm við sig. Sími hjúkrunarkon-
unnar var nú hleraður líka.
Þegar venjulegur vinnutími að
morgni nálgaðist, mátti sjá
ómerkta lögreglubifreið, eina eða
fleiri, rölta eftir umferðargötunni
gegnt íbúðinni eða taka sér biö-
stöðu í nágrenninu. Sjaldan var
um að ræða hina hefðbundnu
vagna, heldur minni senditíkur
löggunar, t.d. Lada-druslur nær
samlitar götunni eða í sterkari lit-
um. Kvensnift var gjarnan við
stýrið. Stundum hímdi lögreglu-
bifhjól þarna tímunum saman,
jafnvel í slæmu veðri. En slíkar
hrellingar lögreglumanna voru úr
sögunni meó tilkomu myndupp-
tökutækja. Svo oft hafði ég séð
þessi ökutæki, að ég þekkti hvcrt
þeirra tilsýndar og þurfti ekki aó
sjá númerið.
Um leið og ég lagöi af staó í
bifreió minni (eða strætisvagni),
íþrótta-
vorur
fyrir a\\a
st óra
00 smáa
fylgdi einn úr hersingunni mér eft-
ir, meðan unnt var vegna umferð-
arinnar. Svo kallaði hann annan
upp eða aðra, og tóku þeir þá til
við eltingarleikinn. Fyrir kom, t.d.
í miklu annríki eóa á óvenjulegum
tíma, að notast var við „félagslegu
ökutækin", sjúkrabíl eóa bíl fatl-
aðra og lamaðra, jafnvel póstbíl,
sem var þó sjaldan. Síðast kom
lögreglubíllinn sjálfur í veg fyrir
mig, og var það ávallt svo. Sömu
tilburðir voru viðhafóir á heim-
leið. - Ef þeir misstu af mér á leió
til borgar, var leitað á bifreiöa-
stæðunum. Ef þaö gerðist á heim-
leið, var bíll settur á vakt við hús
mitt.
Fróðlegt væri að reikna kostn-
aðinn fyrir samfélagið af kerfi
sem þessu eöa meta áhrif þess á
mannfólkið, ekki síst á lögreglu-
og njósnaliðió sjálft, en þaó leiói
ég hjá mér,“ mælti sögumaður að
lokum.
Lúðvíg Eggertsson.
Höfundur er fyrrverandi kaupmaóur.
Krabbameinsfélag íslands:
Fékk ágóða af
sölu Frejjusagna
Krabbameinsfélagi íslands voru
nýlega færðar aó gjöf 150 þúsund
krónur, sem er ágóði af sölu
barnabókarinnar „Freyjusögur“
sem kom út fyrir tæpum tveimur
árum. Höfundur „Freyjusagna"
var Kristín Finnbogadóttir frá Hít-
ardal sem lést fyrir rúmum tveim-
ur árum en hún hefði orðió 65 ára
þann 30. júní 1993.
Kristín, eða „Lalla“ eins og
hún var ætíð kölluó, fæddist í Hít-
ardal í Mýrasýslu árið 1928,
langyngst og eina systirin í hópi
10 bræðra. Kristín hlaut það upp-
eldi og þá menntun sem ungum
stúlkum í sveit stóó til boða á fyrri
hluta aldarinnar. - Um 1950 hélt
hún til Englands til leiklistarnáms.
Þar giftist hún og bjó allt til ævi-
loka, fyrst í London og nágrenni
og síóar í Norwich þar scm hún
lést hinn 15. júní 1991, tæpra 63
ára að aldri.
Aður en Kristín lést hafði hún
gengið frá fimmtán frumsömdum
söguköflum af kettinum Freyju,
en kettir og önnur dýr voru jafnan
í miklum metum á heimili hennar.
Sögurnar eru af því tagi sem for-
eldrar segja börnum sínum eftir að
þau cru komin upp í rúm á kvöld-
in. Ragnhciður Stcindórsdóttir
leikkona las sögurnar í útvarp fyr-
ir fáeinum árum.
Börn Kristínar og eiginmaður,
sem öll búa í Englandi, höfðu
forgöngu um að gel'a út bókina
„Freyjusögur" til að heiðra minn-
ingu hcnnar. Að hennar ósk cr
Krabbameinsfélaginu færóur sá
ágóði sem af sölunni hlýst.
fslenski kiljuklúbburinn:
Þijár nýjar kiljur
gefnar út
íslcnski kiljuklúbburinn hefur scnt
frá sér þrjár nýjar bækur:
Meistarinn og Margaríta eftir
rússneska höfundinn Mikhaíl
Búlgakov var skrifuð á 4. áratugn:
um, en kom l'yrst út árið 1967. I
bókinni segir frá því þegar Djöf-
ullinn kemur til Moskvu ásamt ár-
um sínum, ekki í því hefðbundna
hlutverki að leiða fólk á glapstigu,
heldur til að freista þeirra manna
sem eru þegar sekir og refsa þeim.
Eins og Arni Bergmann segir í
formála sínum er „svo illa komið
heimi Rúlgakovs að andskotinn er
velkominn framkvæmdastjóri rétt-
lætisins, sem flettir ofan af lcigu-
pcnnum, mútuþegum, rógberum
og forréttindahyski“. Ingibjörg
Haraldsdóttir þýddi bókina sem er
367 blaðsíður.
Seld! - Sönn saga konu í ánauö
eftir Zönu Muhsen og Andrew
Crofts er sannsöguleg frásögn af
tveimur enskum unglingsstúlkum
sem seldar voru í hjónaband til
Yemen. Dvölin þar varó skellilcg
martröð. Auðmýkingar, olbcldi og
nauðganir urðu daglcgt brauð.
Guðrún Finnbogadóttir þýddi bók-
ina sem er 267 blaðsíóur.
Leyniskyttan er spennusaga elt-
ir bandaríska höfundinn Ed
McBain. Leyniskytta leikur laus-
um hala í stórborginni. Nokkrar
manneskjur sem ekki ciga sér
neins ills von eru skotnar til bana
úti á götu um miðjan dag. Lög-
reglumennirnir Stevc Carella og
Meycr Meyer fá málið til rann-
sóknar og komast um síðir að því
hvaó þaö er í fortíðinni sem fórn-
arlömbin eiga sameiginlcgt. Illugi
Jökulsson þýddi bókina scm cr
201 blaðsíóa.
Skákfélag Akureyrar:
Unglingar og
öldungar tefla
Nýverið hélt Skákfélag Akur-
eyrar 10 mínútna mót í öld-
ungaflokki, fyrir skákmenn 45
ára og eldri, og í kvöld verður
mót fyrir börn og unglinga.
Þrír efstu á öldungamótinu
uröu Sveinbjörn Sigurðsson sem
fékk 7 vinninga af 10 möguleg-
um, Jón Björgvinsson með 6 vinn-
inga og Karl Steingrímsson mcð
5'A vinning.
í kvöld klukkan 20 verður mót
l'yrir börn og unglinga 15 ára og
yngri í skákheimilinu viö Þing-
vallastræti og á næstunni ætlar
Skákfélagið að halda útiskákmót í
göngugötunni. Það verður cin-
hvern föstudaginn í júlí þcgar vel
viðrar. SS