Dagur - 06.07.1993, Síða 8

Dagur - 06.07.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 6. júlí 1993 Sjöunda Esso mót KA 30. júní-3. júlí 1993 Sjöunda ESSO móti KA, knatt- spyrnumóti fyrir 5. flokk, lauk með formlegum hætti á laugar- dagskvöldið með verðlaunaaf- hendingum og lokahófi í KA húsinu. Mótshaldarar voru sátt- ir í mótslok og ekki er annað vitað en gestir hafi verið ánægð- ir með framkvæmd mótsins. Kalt var í veðri alla helgina en að mestu þurrt og veðrið setti því óverulegt strik í reikning- inn. Það eina sem breyta þurfti voru Kjarnaleikarnir sem færð- ir voru inn í KA húsið þar sem grillað var á föstudagskvöldið og liðin reyndu með sér í skemmtilegri þrautakeppni. Það var á fimmtudagsmorgun sem flautað var til leiks í fyrstu viðureignunum en keppt var á 5 völlum samtímis. Riðlakeppninni lauk á föstudag og þá höföu verið spilaðir 140 leikir og ljóst orðið hvaða 4 lið kæmu til greina sem sigurvegarar. Alls tóku 70 lió þátt í mótinu, 20 í flokki A-, B- og C- liða og 10 í flokki D-liða. Innan Lið IBK bar sigur úr býtum í flokki A-liða á sjöunda ESSO móti KA scm fram fór um helgina. Keflvíkingar sigurvegarar ESS0 mótsins - félagið með lið í verðlaunasæti í öllum ílokkum hvers flokks var skipt í 4 riðla með 5 liðum í hverjum, nema hjá D-liðum þar sem riðlarnir voru 2. Efstu lið hvers rióils kepptu síðan um 1.-4. sæti og þannig koll af kolli. Heimamenn í úrslit Heimamenn í KA komust alla leið í úrslitaleikinn í flokki D-lióa. I fjögurra liöa úrslitum voru Vals- menn lagðir á frækilegan hátt og andstæóingarnir í úrslitaleiknum voru leikmenn Breiðabliks. Hart var barist í sjálfum úrslitaleiknum og hvergi gefið eftir. Báðum lið- um gekk þó erfiðlega að finna leiðina að marki andstæðinganna og í leikslok hafði hvorugu lióinu tekist aó koma boltanum í netið. Það þurfti því að fá fram úrslit með vítaspyrnukeppni og þar reyndust leikmenn UBK skotviss- ari og hömpuðu því ESSO meist- aratitlinum. Víkingar meistarar C-Iiða Keppni í flokki C-liða var æsi- spennandi. Þar voru það IBK, Haukar, Víkingur og IR sem urðu efst, hvert í sínum riðli og að loknum fjögurra liða úrslitum stóðu Víkingar og IR-ingar einir uppi og léku því til úrslita. Leikur- inn var markalaus lengi vel og allt leit út fyrir að útkljá þyrfti viður- eignina með vítaspyrnukeppni en skömmu fyrir leikslok skoruðu Víkingar og tryggðu sér þar með sigur í flokki C-lióa. ÍR-ingar sigruöu í flokki B-liða. [ u Í-v. - ■RlJ s ■ i^ll. | i “ : * .‘"sJh ■ ■ Eftir spcnnandi úrslitaleik við ÍR stóðu Víkingar uppi sem sigurvegarar C liða. ÍR-ingar mættu grimmir til leiks Eftir að IR hafói naumlega misst af ESSO mótstitlinum í flokki C- liða voru félagar þeirra í B-liðinu ákveðnir í að gefa hvergi eftir en þeir léku til úrslita gegn Keflvík- ingum. Strákamir í IR komust í 2:0 en IBK náði að minnka mun- inn í 2:1 áður en flautað var til leiksloka. Urslitin voru því nokkur sárabót eftir naumt tap hjá C-lið- inu. Keflvíkingar meistarar Augu flestra beindust af skiljan- legum ástæðum að úrslitaleiknum í flokki A-liða en þar mættust Valsmenn og Keflvíkingar. Bæði lið voru taplaus til þessa í mótinu, Valsmenn höfðu unnið alla sína leiki en IBK gert eitt jafntefli. Viðureign þessara tveggja frábæru liða var glæsilegur lokapunktur á vel heppnuðu móti og hafði upp á allt það aö bjóöa sem prýða má einn knattspyrnuleik. Fyrri hálfleikur var markalaus en oft skall hurð nærri hælum og markveróirnir voru svo sannarlega í stuði. Það voru síðan Keflvíking- ar sem komust yfir í leiknum með góðu marki en Valsmenn voru ekki á því að gefast upp og náðu að jafna metin. Bæði lið léku grimman sóknarleik gerðu haróa hríð að marki hvors annars hvað eftir annað. En leiktíminn rann út án þess að fleiri mörk væru skor- uð. Það var því ljóst að úrslit leiks- ins yrði að fá fram mcð víta- spyrnukeppni. Keflvíkingar sýndu fádæma öryggi og skoruðu úr öll- um sínum spyrnum en einu sinni brást Valsmönnum bogalistin og það réði úrslitum. Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar og fögnuðu ákaft í leikslok. Það sem gerói sigur IBK enn sætari var aö fyrir tveimur árum Iéku þessi sömu lið til úrslita á Shell mótinu í Vestmannaeyjum. Þá sigruðu Valsmenn 1:0 og því náðu Keflvíkingar að hefna ófar- anna frá því þá. Það er varla á neinn hallað þeg- ar sagt er að ÍBK sé sigurvegari Fyrirliði A-liðs ÍBK, Kristinn Ólafs- son, í kröppum dansi. ESSO mótsins 1993. Auk þess að vinna sigur í flokki A-liða krækti félagið í verðlaunasæti í öllum hinum flokkunum og léku tvívegis til úrslita. IR-ingar léku einnig tví- vegis til úrslita og urðu í 3. sæti í flokki A-liða. Valsmenn og Vík- ingar áttu einnig lið í fremstu röð í flestum flokkum. Þessi félög geta því verið vel sátt viö sinn hlut. D-Iið UBK keppti til úrslita við KA og vann sigur eftir vítaspyrnukeppni. Myndir: HA ■ ESS0 mót: Úrslitaleikir A-lið 1.-4. IBK-Víkingur 6:2 1.-4. Valur-ÍR 1:0 1. ÍBK-Valur 4:3 (V) 3. Víkingur-ÍR 2:3 5.-8. KA-Fjölnir 1:2 5.-8. Haukar-Afture. 0-2 5. Fjölnir-Afture. 0:1 7. KA-Haukar 2:1 9. Týr-Stjarnan 3:2 11. Grindavík-KR 1:0 17.-20. Leiknir-Þróttur 3:1 (V) 17.-20. Lei/Dal-BÍ 0:6 17. Leiknir-BÍ 0:3 19. Þróttur-Lei/Dal 3:1 B-lið: 1.-4. ÍBK-Víkingur 3:0 1.-4. Valur-ÍR 0.2 1. ÍBK-ÍR 1:2 3. Víkingur-Valur 1:4 5.-8. Fylkir-Fjölnir 3:1 5.-8. Þór-KR 4-6 (V) 5. Fylkir-KR 1:3 7. Fjölnir-Þór 5:4 (V) 9.-12. Leiknir-Völsungur 0:3 9.-12. Haukar-Afture. 0:1 9. Völsungur-Afturelding 0:1 11. Leiknir-IIaukar 0:2 13.-16. KA-Þróttur 4:1 13.-16. Stjarnan-UBK 1:3 13. KA-UBK 5:4 (V) 15. Þróttur-Stjarnan 1:0 17.-20. Týr-Grindavík 0:1 17.-20. Huginn-BÍ 3:2 17. Grindavík-Huginn 2:5 19. BÍ-Týr 1:0 C-lið: 1.-4. ÍBK-Víkingur 4:5 (V) 1.-4. Haukar-ÍR 0:4 1. Víkingur-ÍR 1:0 3. ÍBK-Haukar 3:2 5.-8. Fylkir-Fjölnir 2:5 5.-8. Stjarnan-KR 1:3 5. Fjölnir-KR 2:1 7. Fylkir-Stjarnan 2:1 9.-12. KA-Þróttur 1:2 (V) 9.-12. Valur-UBK 3:5 (V) 9. Þróttur-UBK 6:5 (V) 11. KA-Valur 4:3 (V) 13.-16. Týr-Völsungur 3:0 13.-16. I>ór-Afturelding 1:3 13. Týr-Afturelding 1:0 15. Völsungur-Þór 4:2 (V) 17.-20. Vík.C2-ÍBKC2 1:2 17.-20. Lei/Dal.-BÍ 1:3 17. ÍBKC2-BÍ 2:0 19. Vík.C2-Lei/Dal. 1:2 D-Iið: 1.-4. KA-Valur 2:1 1.-4. ÍBK-UBK 1:2 1. KA-UBK 1:2 (V) 3. Valur-ÍBK 1:0 5.-8. Fjölnir-ÍR 2:4 5.-8. Fylkir-Þór 6:0 5. ÍR-Fylkir 4:3 (V) 7. Fjölnir-Þór 0:1 9. Víkingur-KR 3:2 9. KR-Víkingur 3:0 Lokastaða A-lið B-Iið C-Iið D-Iið: 1. ÍBK ÍR Víkingur UBK 2. Valur ÍBK ÍR KA 3. ÍR Valur ÍBK ÍBK 4. Vík. Vík. Hauk. Valur 5. Afture. KR Fjöln. ÍR 6. Fjölnir Fylkir, KR Fylkir 7. KA Fjölnir Fylkir Þór 8. Haukar Þór Stjarn. Fjöln. 9. Týr Afture. Þróttur KR 10. Stjarnan Völs. UBK Vík. 11. Grindav. Haukar, KA 12. KR Leiknir Valur 13. Völsungur KA Týr 14. UBK UBK Afturelding 15. Fylkir Þróttur Völsungur 16. Þór Starnan Þór 17. BÍ Huginn ÍBK-C2 # 18. Leiknir Grindavík BÍ 19. Þróttur BÍ Leiftur/Dalvík 20. Leifur/Dalvík Týr Vík.-C2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.