Dagur - 22.12.1993, Page 4

Dagur - 22.12.1993, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFÍNGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Forgangsverkefni að efla atvinnulífið Því miður bendir allt til þess að atvinnuleysi í yfirstandandi mánuði og þeim næsta verði meira en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Á landsvísu gæti það orðið á bilinu 5,5% til 6% og enn meira í þeim byggðum sem atvinnuástand er verst. Þetta eru hrikalegar staðreyndir, sem full ástæða er til að gaumgæfa. Það er engin huggun harmi gegn þótt máls- metandi aðiljar í samfélaginu bendi á að at- vinnuleysi sé þrátt fyrir allt minna hér á landi en víða í grannríkjunum. Við eigum alls ekki að nota slíka viðmiðun. Við megum ekki sætta okk- ur við langtíma atvinnuleysi sem talið er í hundraðshlutum. Við eigum þvert á móti að fara örfá ár aftur í tímann og rifja upp það ástand er þá ríkti á vinnumarkaðinum hér heima. Þá höfðu allir næga atvinnu allan ársins hring, ef undan eru skildar örfáar vikur árstíðabundins atvinnu- leysis í kringum áramót. Við skulum ekki gleyma því að rétturinn til að sjá sér og sínum farborða með vinnu er hluti af grundvallarmann- réttindum í huga sérhvers íslendings. Þjóðin er búin að þola ótrúlegustu efnahagsþrengingar og gengiskollsteypur og hún sættir sig við vá- lynd veður og misvitra stjórnmálamenn. Hún er hins vegar ekki tilbúin til að sætta sig við að at- vinnuleysisböl nágrannaþjóðanna fái íslenskan ríkisborgar ar étt. Okkur hefur tekist svo vel upp í baráttunni við að ná niður verðbólgunni að hún er vart mælanleg lengur. Okkur hefur á hinn bóginn mistekist hrapallega að hemja vextina, því þeir eru enn svo háir að halda mætti að hér ríkti óða- verðbólga. Sýnu verst hefur okkur þó gengið að halda uppi fullri atvinnu. Þar ráða ytri aðstæður vitanlega miklu, svo sem skertar aflaheimildir og lægra fiskverð á helstu mörkuðum okkar. Því verður hins vegar ekki neitað að heimatilbúin vandamál hafa einnig leikið okkur grátt. Þar má fyrst - og enn og aftur - nefna okurvextina og handahófskennda verkstjórn landsfeðranna. Ábyrg öfl í samfélaginu hafa ekki gefið hinu sí- versnandi atvinnuástandi nægan gaum né held- ur leitað leiða til að draga úr því. Verkalýðsfor- ystan hefur til dæmis þurft að semja sérstaklega við ríkisvaldið um að veita fjármagni til atvinnu- skapandi verkefna, þótt fjárveitingar til þeirra hluta eigi að vera sjálfsagðar þegar illa árar. Framlög ríkisins hafa þar að áuki verið of fá og smá og verkefnin valin af handahófi, enda engin stefnumörkun fyrirliggjandi um markvissar langtímaaðgerðir til að vinna bug á atvinnuleys- inu. Það er löngu orðið tímabært að snúa við blað- inu og styrkja stoðir atvinnulífsins með mark- vissu og samstilltu átaki allra ábyrgra afla. Það verkefni hefur forgang umfram öll önnur í náinni framtíð. BB. Að nálgast málíð á nýjan hátt Nú þegar mál sveitarfélaga eru mjög til athugunar er aó hefjast rannsókn á aðferð, sem gefur tækifæri til að nálg- ast málið á nýjan hátt. Mér þykir rétt að kynna málið áhugasömum Norð- lendingum. I rannsóknarverkefninu Öðru vísi atkvœðagreiðsluaðferðir á að reyna nokkrar aðferðir, sem ekki hafa tíðkazt. Aðferöir þessar hafa vissa kosti umfram aðferðir, sem tíókaóar hafa verið. Verkefnið er á ábyrgó nor- rænnar samstarfsnefndar um þjóðfé- lagsrannsóknir, sem vísindaráó land- anna skipa, og er skipulagt til fjögurra ára. Verkið hafa á hendi Ottar Brox, prófessor og rannsóknastjóri, Norsku byggðarannsóknastofnuninni í Osló, Hannu Nurmi, prófessor í stjórnmála- fræði, Háskólanum í Abo, Sven Berg, prófessor í tölfræði, Háskólanum í Lundi, og Björn S. Stefánsson, dr. sci- ent, Háskóla Islands. Atbeini með markaðs- atkvæðum í sveitarstjórnar- málum Svo til öll sveitarfélög eiga skyld er- indi yfir mörkin til nágranna. I ein- stökum hlutum sumra sveitarfélaga eru misjafnar áherzlur á mál. Sum sveitarfélög eru vel samstæð, en önn- ur ósamstæð. Sums staðar gætir rígs, metings og tortryggni. Með markaðs- atkvæðum má leita nióurstöðu í mál- um í ósamstæðu sveitarfélagi og í samfélagi ólíkra sveitarfélaga. Eiginleikar atkvæða- markaðar I mannlegu félagi þykir gott, aó hver fái að ráða því, sem hann lætur sig helzt varða. Fyrr eða síóar hljóta aö koma upp þau mál, að sjónarmið rek- ist á. Með atkvæóamarkaði eiga mál til lengdar að ráðast þannig, að jafn- vægi verði í áhrifum, fyrst þannig aó hver ráði því sem hann lætur sig helzt varða, og svo þannig að í ágreinings- málum fari ýmist hver ræður niður- stöðu. Fyrirkomulag - Hver þátttakandi fær í reikning sinn atkvæöi jafnt og þétt, t.d. eitt á dag. - Hver og einn býöur fram mis- mörg atkvæði í máli eftir mál, mörg á mál, sem hann telur brýnt, ekkert í málum, sem hann lætur sig engu varða. Björn S. Stefánsson. - í einstöku máli geta verió fleiri eða færri afbrigói. Málsaðili raðar þeim í samræmi vió áhuga sinn. Hann býður ekkert atkvæði á afbrigði, sem hann kýs sízt, fá atkvæói á afbrigði, sem han metur ekki mikils, og vax- andi fjölda eftir því, sem hann telur afbrigðið eftirsóknarverðara. - Það afbrigði, sem fær flest at- kvæði, sigrar. - Þeir, sem stóðu að sigrinum, greiða fyrir jafnmörg atkvæói og and- stæðingar þess afbirgðis buóu. Mál, sem allir fagna, kostar því ekki neitt atkvæði. Einkenni íhlutunar með markaðsatkvæðum Ef mál hefur vakið andstöðu, standa þeir, sem unnu, eftir með færri at- kvæði en áður. Þeir, sem urðu undir, eiga að geta sætt sig við, að mál þeim andstætt hafi náö fram aó ganga, þar sem þeir eru betur settir eftir í at- kvæðaeign miðað vió þá, sem unnu málið, og því í hlutfallslega sterkari stöðu til að hafa áhrif með atkvæóum í næstu málum. Til lengdar má ætla, að jafnvægi náist. Það borgar sig, talið í atkvæðum, að leita slíkrar lausnar í máli, sem vekur litla andstöóu. Það borgar sig að sýna sanngirni í mótun máls og at- kvæóagreiðslu, þar sem ætla má, að það veki sanngjaman hug og aó slík framganga skili sér í minni atkvæða- kostnaði. Sérstaða, sem aðrir hafa beitt sér gegn, kostar atkvæði (nái hún fram að ganga). Tillögur um samræmingu má hafa misjafnlega einstrengingslegar - atkvæðagreiðslan leiðir í ljós, hvemig þaó er metið. Umdæmi atkvæðamarkaðar sveitarfélaga Nálæg sveitarfélög geta tekið höndum saman um aó hafa samráð sín á milli meó markaðsatkvæðum. Þau geta ákveðið, að samráðió nái til afmark- aðra mála eða til hvers þess sem ein- stakir aðilar kæra sig um. Hugsanleg framkvæmd í upphafi er, að umsjónarmaður (BSt) móti mál í samráði við sveitarfélögin og leggi fram til skoðanakönnunar án ábyrgðar sveitarstjómanna eitt mál á mánuói. Þá þyrfti að vera vitneskja um það í hvert sinn hvaða mál kunni að konia upp á næstu mánuðum, þótt þau séu ekki þegar fullmótuð. Lítill og stór í samráði I fljótu bragði getur sýnzt, þar sem lít- ið sveitarfélag og stórt standa að sam- ráði með markaðsatkvæóum, að stóra sveitarfélagið eigi alls kostar vió hitt, ef atkvæðatekjur eru í hlutfalli vió mannfjölda. Það er rannsóknarefni, hvort svo sé. Hugsum okkur, að ákveðið sé, að afstaða til skóla- og heilbrigóismála skuli fundin með markaðsatkvæðum. Litla sveitarfélag- ió ræður yfir hlutfallslega fáum at- kvæóum, en ber ekki heldur ábyrgð á mörgum. Því sýnist sem það geti haft sanngjöm áhrif í sameiginlegri um- fjöllun. Gera má ráð fyrir, að sveitar- félögin komi ekki fram sem einn mað- ur, heldur ráði hver sveitarstjómarfull- trúi yfir atkvæðum. Ætla má, aó af- staða þeirra skarist á ýmsa vegu með tilliti til málefna og þess gæti í at- kvæðaboðum þeirra. - Það, sem hér segir um lítinn og stóran, getur einnig átt við innan eins sveitarfélags, sem er ósamstætt, t.d. eftir sameiningu (ólíkra) sveitarfélaga. Þá er gert ráð fyrir, að hlutar sveitarfélagsins eigi fulltrúa í atkvæðagreióslu. Hugmyndin er, að með markaðsat- kvæðum sé opinskátt leitað niður- stöóu, sem ekki sé bindandi, og menn geti því skorazt undan því að framfylgja nióurstöðu, sem þykir ósanngjöm. Björn S. Stefánsson. GATT-samkomulagið: Öllum innflutnmgshöftum breytt í tofla - óleyfilegt að banna innflutning landbúnaðarafurða nema á grundvelli heilbrigðisreglugerða íslendingar munu ekki verða verulega varir við áhrif af ný- gerðu GATT-samkomuIagi, sem taka á gildi í ársbyrjun eða í síð- asta lagi í júlí 1995, ef undan eru skilin málefni landbúnaðar. Við gildistöku samkomulagsins er gert ráð fyrir að við taki sex ára aðlögunartími, fram til árs- ins 2001, en að honum loknum verður öllum innflutningshöft- um breytt í tolla og óleyfilegt verður að banna innflutning landbúnaðarafurða nema á grundvelli heilbrigðisreglna auk þess sem skilyrði fyrir notkun þeirra verða hert. Samkvæmt GATT-samkomu- laginu er ætlunin að skera niður- greiðslur og innflutningshöft á landbúnaóarvörum niður á sex ár- um. Af þeim sökum lækkar stuðn- ingur við bændur í aðildarlöndum samkomulagsins um 20% og nió- urgreióslur vegna útflutnings um 36% að verðmæti og 21% að magni til. Þá verður öllum inn- flutningshöftum breytt í tolla og þeir síðan lækkaðir um 36% frá því sem ákveðió verður í upphafi aðlögunartímans. Hvað magn leyfilegs innflutnings á landbún- aóarvörum varðar veróur gengiö út frá meðaltalstölum yfir neyslu á árunum 1986 til 1988 við ákvörð- un þess. Ekki er farið að ræóa um á hvern hátt að slíkum innflutningi verói staðið en gert er ráð fyrir að heimild veröi í búvörulögum til að leggja verðjöfnunargjöld á inn- fluttar landbúnaðarvörur og hefur frumvarp til slíkra laga þegar ver- ið lagt fram á Alþingi vegna gild- istöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um komandi ára- mót. Framvinda þeina mála mun þó aó einhverju leyti geta byggst á pólitískum ákvörðunum á hverjum tíma. Hvaó almennar niðurgreiðslur varóar veröur skilgreint, sam- kvæmt GATT-samkomulaginu, hvaöa niðurgreiðslur verða leyfi- legar og hverjar ekki. Gert er ráð fyrir að beita megi tilteknum nið- urgreiðslum t.d. vegna vísinda- rannsókna og byggðastefnu. Að öðrum kosti megi ekki beita nið- urgreiðslum ef þær skaða sam- keppnisaóila innan aðildarríkja tollabandalagsins. Þá er kveðió á um skýrari reglur til að verjast undirboðum og refsitollar eiga að falla niður á fimm árum. Breytingar á tollum á innflutn- ingi til íslands meö gildistöku GATT-samkomulagsins veróa aó líkindum svo litlar aö fáir verði varir við þær. Ekki er talið að lækka þurfi tolla eða tollabinding- ar verulega frá því sem verið hef- ur frá því í ársbyjun 1988 en þá lækkuðu tollar verulega hér á landi. ÞI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.