Dagur - 22.12.1993, Side 9

Dagur - 22.12.1993, Side 9
Bókablað IV 22. desember Miðvikudagur 1993 Nýti mér ævmtýrið til að skapa spennu - segir Lárus Hinriksson á Akureyri, sem gefið hefur út sína fyrstu skáldsögu „Já - óg nota frásögn ævintýrisins til að koma efni mínu til skila,‘‘ sagði Lárus Hinriksson, athafna- maður á Akureyri, en hann sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáld- sögu. Nefnist sagan Gátuhjólið og fjallar um ungt fólk í byggð- arlagi á landsbyggðinni, líf þcss og ástir, en inn í söguna blandast einnig þættir úr fortíðinni og þar bregóur höfundurinn heimi ævin- týrisins fyrir sig - þegar hann leióir sögupersónur sínar I gcgn- um margvíslegar raunir sem þær verða að ganga í gegnum. Lárus kvaðst ekki hafa reynt fyrir sér við ritstörf fyrr - þetta væri frumraunin á því sviði. „Ég valdi að nota umhveríl sem ég þekki og sögusviðið í landlræði- Iegum skilningi er Oxarfjöröur en ég bjó þar í nokkur ár. Svió bókarinnar er þó engu að síóur víðara þar sem ég nýti mér ævin- týrið til að skapa þá spcnnu sem ég taldi að þyrfti að vera í verk- inu.“ Lárus kvaóst fyrst og fremst höfða til þeirrar kynslóðar sem alist hafi upp við sjónvarp og spennumyndir, þar sem sögu- þræði væri iðulega kippt út úr raunverulcikanum og færóur yfir í ímyndaðan hugarheim - hugar- heim ævintýris. „Þótt ég hafi val- ió mér íslenska sveitabyggð sem söguslóðir þá yfirfæri ég heim spennunnar á persónumar sem búa í hinu íslcnska landslagi - aðlaga hann íslcnskum staðhátt- um þar sem frarn fcr tilfinninga- leg barátta á milli einstaklinga en trúin á lífió er þó hvarvetna í bakgrunni.“ Lárus kvaðst líta á bókina sem hvcrja aðra markaðsvöru; ekki cins og myndlistarmaðurinn sem rnálar aðeins fyrir sjállan sig eða rithölundurinn sem skrifar eingöngu af innri þörf. „Ég er búinn aó fást við ýmiskonar framlciðslustörf og fannst tími komin til að reyna mig á þessu sviði - að skril'a skáldsögu.“ Lár- us vann að eigin sögn um hálft ár aö samningu bókarinnar. „Ég vann þetta eins og hverja aóra skipulagða vinnu í ákveðinn tíma á dag.“ „Nei - ég er ekki með aöra bók í smíðum, ekki enn að minnsta kosti en engu að síður hef ég áhuga á að halda áfram á þessari braut. Ef ég skrifa aðra bók þá myndi ég vclja mér að- þjóðlegra sögusvið - svió sem náð gæti til fólks óháð ákveðnu umhverfi eða þjóóemi,“ sagði Lárus Hinriksson að lokum. ÞI Lifandi eftirmyndir Ut er komin bókin „Lifandi eftir- myndir - saga teiknimiðils", eftir Coral Polge og Kay Hunter í ís- lenskri þýóingu Esterar Vagns- dóttur. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Coral Polge hefur óvenju- lega náðargáfu. Þar sem flestir hefóbundnir skyggnilýsingamiðlar lýsa gestum sínum að handan stíg- ur hún í raun einu skrefi framar og teiknar á pappír eftirmyndir af þeim sem hún er í þannig sam- bandi við, ættingjum hinna brott- íluttu til mikillar undrunar. Coral Polge er mörgum Islend- ingum aó góöu kunn og eiga þeir margir slíkar miðilsmyndir eftir hana í fórum sínum en Coral hefur heimsótt Island nokkrum sinnum við góðan orðstír. Fyrir þá, og alla aóra scm áhuga hafa á að kynnast ferli cinstaks miðils og sérstakri og áhrifamikilli aóferð hans til sönnunar á lífi eftir dauðann, er mikill fengur aö þcssari bók.“ Bókin er 279 blaðsíður og kost- ar 2.995 kr. Utgcfandi er Skjaldborg hf. Milli sterkra stafna Ut er komin hjá Almenna bókafé- laginu bókin Milli sterkra stafna. I bókinni segja sögu sína tólf manns úr mismunandi starfsgrein- um, sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í áratugi hjá Eim- skipafélagi Islands eða í tengslum við það. Brugðið er upp myndum af starfi þess, en þó cinkum myndum af fólkinu sjálfu. Sögusvió eru meðal annars mcnningarpláss vestur á fjöróum á öndvcrðri öld- inni, London á stríðsárunum, far- þegaskipið Gullfoss og ævintýrin þar, Palestína meðan Suezdcilan stóð sem hæst og Reykjavík frá aldamótum til dagsins í dag. Þeir sem rætt er við í bókinni eru Kristján Aðalsteinsson skip- stjóri, Gísli Hafliðason vélstjóri, Helgi Gíslason bryti, Viggó Einar Maack skipaverkfræðingur, Jón Kristjánsson verkstjóri, Trausti Kristinsson, Sigríður Guðmunds- dóttir, bókari, Guðni Egill Guðna- son aðalbókari, Sigurlaugur Þor- kelsson deildarstjóri, Valtýr Há- konarson framkvæmdastjóri, Jack D. Wright umboðsmaður og Jorgen Holm skipahöndlari. Höfundur bókarinnar er Jónína Michaclsdóttir. Vegabréf til Palestínu Nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer hýðing: Hjörtur Pálsson Bókaútgáfan Setbcrg hefur sent frá sér bókina „Vegabréf til Pal- estínu", eltir nóbclsskáldið Isaac Bashevis Singer. I frétt frá útgefanda scgir m.a.: „Davíð Bendinger er staddur í Varsjá árió 1922 - allslaus ungl- ingur sem er nýkominn þangaó og getur ekki hugsað sér að feta í fót- spor forfeðra sinna, gyóinganna, en dreymir um að verða rithöfund- ur. Hann á hvergi höfói sínu að halla. Aldrei veit hann hvað morg- undagurinn ber í skauti sínu, cn hrekkvísi örlaganna lætur ekki að sér hæða og fyrr cn varir sogast hann inn í hringiðu atburða sem hann virðist einatt hala lítió vald á sjálfur.. Þessi bók er sú cllefta scm Set- berg gelur út eftir nóbelsskáldið í þýóingu Hjartar Pálssonar. Bókin er 208 bls. að stærð og kostar kr. 2.580. í smyglara- höndum Ut er komin bókin „I smyglara- höndum", eftir Kristján Jónsson. Hér er um að ræða nýja bók um ævintýri Jóa Jóns, Péturs, Kiddý- ar, Mundu skátaforingja og Krist- ínar. „Þrír af smyglurunum voru á sjúkrahúsinu undir lögreglucftirliti en sá hættulegasti komst undan á smyglarabátnum..." Bókin gcrist í rammíslensku umhverfi og cr ætl- uð drengjum og stúlkum á öllum aldri. Bókin er 108 blaðsíóur að stærð og kostar 994 krónur. Ut- gefandi er Skjaldborg hf. Maggi mörgæs oglabbakútur Ut er komin barnabók í bóka- llokknum um Magga mörgæs og vini hans. Nýja bókin ncfnist „Maggi mörgæs og labbakútur". I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Bækurnar um Magga mörgæs eru nú orðnar fjórar. Aðdáendum Magga fjölgar stöðugt enda er Maggi skemmtilcgur labbakútur sem lendir í margvíslegum ævin- týrum." Bókin er 48 blaósíóur og kostar 898 kr. Utgefandi er Skjaldborg hf. Á háskaslóð - ný unglingasaga eftir Eyvind P. Eiríksson A háskaslóð heitir ný unglinga- saga eltir Eyvind P. Eiríksson. I bókinni segir frá tveimur bræðrum sem sigla með pabba sínum á skútu um sænska skcrja- garðinn. Á rannsóknarskipi á sama róli er Tína, sæt stelpa sem verður vinkona unglingsins í hópnum og um tíma leikur allt í lyndi. En feðganna bíður ckki bara áhyggjulaust sumarfrí hcldur horfa þeir upp á harðvítug átök um mengunarmál, þeir lenda í sjávarháska og þurfa að bera vitni í réttarhöldum, svo óhætt cr aó segja að sumarleyfiö vcrður við- burðaríkt. Eyvindur P. Eiríksson hefur skrifaó skáldsögur, Ijóðabækur og elni fyrir útvarp. Hann er vanur siglingamaöur eins og glöggt kemur fram í sögunni Á háska- slóð. Bókin er 127 blaðsíður, skreytt myndum eftir Önnu Cynt- hiu Leplar. Oddi hf. prentaöi. í feluleik um víðan völl Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér spennusöguna „I felu- lcik um víðan völl", eftir Mary Higgins Clark. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Laurie Kenyon, tuttugu og eins árs háskólanemi, er ákærð fyrir morðið á Allan Grant, pró- fcssor og kennara hennar vió há- skólann. Þegar hann finnst stung- inn til bana eru fingraför hcnnar alls staðar, á huróinni, á glugga- tjöldunum og ... á hnífnum... Þegar Laurie var fjögurra ára var henni rænt og haldið í gislingu í tvö ár. Atleiðing þess kemur fram í allri hegðun hennar og vcrður til þess að hún veit ekki lengur hvort hún hefur framið morðió eða ekki... cn þaó cr vak- að yfir hverju skrcll hcnnar án þess aö hún viti...“ Bókin er 225 blaðsíður að stærö og kostar 1.995 kr. Fleiri athugaiúr Berts Ut cr komin barna- og unglinga- bókin „Flciri athuganir Berts". í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Bækurnar um Bert cru nú orónar þrjár. Fyrstu tvær uröu metsölu- bækur og kcmur það cngum á óvart. Bcrt er ótrúlegur. „Hjarta mitt hoppar og hamast og er vatlð inn í fíkjublöó. Ég er ástfanginn." Svona hálleygur verður Bert þcgar hann trúir dag- bókinni sinni l'yrir hugsunum sín- um um Pálínu. En Pálína er ekki auóveld bráð. Þaó fær Bert aó reyna þcgar hann missir hana í gólfið eins og kartöllupoka í dans- skólanum..." Bókin er 251 blaðsíða og kost- ar 994 kr. Utgefandi er Skjaldborg hf. Sunnudagsmorð Bókaútgáfan Skjaldborg helur sent frá sér spennusöguna „Sunnudagsmorð", cftir drottn- ingu lcynilögrcglusagnanna, Ag- öthu Christie. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Hercule Poirot líkaói ekki aö fá sér fordrykkinn utanhúss á köldum haustdegi. Því síður líkaði honum sú leiksýning scm fram fór á laugarbarminum, þar sem ungur maður lá við endann á sundlaug- inni í leikrænum stellingum og miðaldra kona hélt á marghleypu og rauðir málningardropar lituðu vatnið. Þetta var ekki afþreying fyrir hádegismatinn á enska sveitasctr- inu, þetta var ekki lcikþáttur, þetta var alvara. Poirot var að horfa á mann sem var dauður, eóa í það minnsta að deyja...“ Bókin er 229 blaðsíður og kost- ar 1.995 kr. Fjalla-Bensi Ut er komin bamabókin „Fjalla- Bensi“, eftir Jóhönnu Á. Stein- grímsdóttur. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Þessi saga er að mestu leyti sönn. Benedikt Sigurjónsson hét hann og var fæddur árið 1876 í Mý- vatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið Fjalla-Bensi hlaut hann vcgna afreka sinna við að bjarga lömbum og kindum úr klóm öræf- anna vetur og vor. Hann vann hctjudáðir vegna ástar og virðing- ar á lífinu, lífi dýranna sem mönn- unum er trúað fyrir.“ Bókin er 80 blaðsíður og kostar 994 kr. Utgefandi er Skjaldborg hf. Pelíkanaskjalið Hjá Iðunni er komin út spennu- sagan Pelíkanaskjaliö eftir John Grisham. Áður hefur komið út eft- ir hann á íslensku spennusagan Fyrirtcekið. Tveir bandarískir hæstaréttar- dómarar eru myrtir sama kvöldið. Lögregluyfirvöld eru ráðþrota. Hvcr stendur að baki morðunum? Hver er orsök þeirra? Og hvernig á að finna hina seku? Engar vís- bendingar finnast, enginn eygir lausnina - en þegar laganeminn Darby Shaw setur fram langsótta tilgátu veldur hún miklum tauga- titringi á æðstu stöðum. Darby kemst brátt að því að hún á í höggi við hættulega óvini. Hryðjuverkamenn og illvirkjar eru á hælum hennar - og hún veit ekki hverjum má treysta. Hún verður að snúa vörn í sókn ef hún vill halda líll. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi bókina, sem er prentuð í Prentbæ hf. Bókin kostar kr. 2.480. Ennþá fleiri sögur úr sveitinni Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina „Ennþá fleiri sögur úr sveitinni", eftir Heather Amery og Stephen Cartwright. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Þessar skemmtilegu smásögur voru skrifaðar sérstaklega fyrir byrjendur í lestri. Teikningar Stephcns Cartwrights leggja áhcrslu á kátínu og spennu sagn- anna og skýra merkingu orðanna. Meö aöstoð og hvatningu getur barnió fljótlega notið þeirrar ánægju að lesa heila sögu sjálft." Bókin er 64 blaðsíður og kostar 898 kr. Utgefandi er Skjaldborg hf. Sagan af Tuma litla Ut cr komin bókin „Sagan af Tuma litla". I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Á síóastliönu ári kom út ný út- gála af sögunni um Stikilsberja- Finn og hlaut hún frábærar viðtök- ur. Vegna eindreginna óska margra þeirra sem lásu þá bók var ákveðið að gefa út „Söguna af Tuma litla". Þessi heimsfræga saga hefur aftur og aftur farið sig- urför um heiminn. Ævintýri þeirra Tuma og Stikilsberja-Finns hafa skemmt mörgum kynslóðum ungra lesenda. Bækur Mark Twa- in um þá félaga eru sannkallaðar bókmenntaperlur." Bókin er 285 blaðsíður og kost- ar 994 kr. Utgefandi er Skjaldborg hf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.