Dagur


Dagur - 22.12.1993, Qupperneq 10

Dagur - 22.12.1993, Qupperneq 10
10 B - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993 BÓKARKYNNINC „í viðjum vímu og vændis“ nefnist bók sem Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér. í bókinni rekur Matthildur Jónsdóttir Campbell lífsferill sinn, sem sannast sagna er með ólík- indum. lúttugu og eins árs að aldri hélt hún vestur um haf og ætlaði að höndla hamingjuna með manninum sem hún elskaði. En örlögin urðu allt önnur. Hún leiddist út í eiturlyfja- neyslu og vændi. Börnin voru tekin af henni og hún sökk dýpra og dýpra. Einn daginn ákvað hún loks að reyna að snúa við blaðinu og hverfa frá villu síns vegar... í viðjum vímu og vændis Hafdís L. Pétursdóttir skráði sögu Matthildar Jónsdóttur Campell. Hér á eftir fara brot úr tveimur köflum bókarinnar. Millifyrir- sagnirnar „Ameríka“ og „Lífið með Bob“ eru kaflaheiti úr bók- inni. Aðrar millifyrirsagnir eru blaðsins. Ameríka „Flugiö til Ameríku varð mér mikil þolraun. Það var bæði langt og strangt, mér leið hörmulega, kveið því ókomna og þegar vélin hóf sig á loft hágrét ég eins og smábam. Ég herti mig upp og reyndi að bera mig mannalega, saug upp í nefió og lagfærði augn- málninguna, sem hafði lekið út um allt. Ég hafði ekki aflað mér nægilegra upplýsinga áður en ég lagði af stað svo ég vissi ekki hvort ég þyrfti að borga matinn, sem ég fékk á Ieióinni. Innflytjendaeftirlitið í New York reyndist mér önnur þolraun, því ég talaði ekki ensku og starfs- menn þess vildu vita allt um til- gang dvalar minnar í Ameríku. Loks gat ég komió þeim í skilning um að ég ætlaði að heimsækja vin minn og dvelja í landinu um tveggja mánaða skeið. Síðan elti ég annað fólk þar til komið var að farangursafgreiðslunni. Þá kom í ljós að þar átti ég engan farangur, hann hafði fariö á flakk, Guð má vita hvert. Þetta endaði þannig aó mér var boðið aö gista á hóteli þessa nótt á meðan reynt var að hafa uppi á farangrinum. Ég fékk góða aðhlynningu, farangurinn kom í leitirnar daginn eftir, mér var ekkert til fyrirstöðu og ég hélt áfram flugleióis til Chicago. Ég var peningalítil þegar ég lagði af stað til Ameríku, átti aðeins eftir 20 dollara þegar ég var búin aó borga miðann. Hvílík bjartsýni - eóa örvænting, aó leggja út í óvissuna, næstum því peninga- laus. Ég kom til Chicago á sólríkum apríldegi. Loftió var ekki eins hreint og bjart og á Islandi en mér fannst ég hafa himin höndum tek- ió. Aður en ég fór að heiman breytti ég um hárgreiðslu, keypti ný föt og mér fannst ég líta vel út, enda langaði mig til að skarta mínu fegursta þegar ég hitti Bob aftur. Ég fékk mér leigubíl, rétti bílstjóranum blaósnepil meó nafni og heimilisfangi mannsins, sem ég hélt að ég elskaði. Leigubíllinn stoppaði fyrir utan eitthvert hús, og bílstjórinn bankaði upp á. Ekki veit ég hvaö hann sagði en ég held að hann hafi sagt húsráðanda að úti í bíl væri stúlka, sem talaði ekki orð í ensku og vildi ná sam- bandi við þennan mann, um leið og hann vísaði til miðans, sem ég hafói fengið honum. Ut úr húsinu kom stór og mikil kona, svarthærð, og sá ég ekki betur en að hún væri tannlaus í efri gómi, þar sem hún dansaði stríðsdans kringum bílinn. Mamma Bobs kom þarna fyrir augu mín í fyrsta sinn. Roberta var alltaf dálítið sérstök, og ég sé hana fyrir mér öskrandi og vein- andi. Nema hvað, hún dró mig út úr bílnum og bauó mér inn í stofu. Ég var eins og undanvillingur, skildi hvorki upp né niður, en eitt vissi ég þó. Ég var komin til Ameríku!“ Trúlofaður annarri „Ég var komin til Ameríku, mál- laus, peningalaus og skelfingu lostin yfir þessari mikilúðlegu konu, sem hafði dregið mig inn í hús sitt. Ég átti 8 dollara eftir af farareyrinum, var bókstaflega á kúpunni en ég hélt að ég væri ást- fangin og það virtist í þá tíð bæta allt. Ég veit ekki hvaða blindu ég hef verið slegin eða hvað var að gerast innra með mér. Ég sat þarna eins og illa gerður hlutur og skildi ekki orð af því, sem bless- unin hún Roberta sagði. Vinur minn, Robert, v'ar ekki heima þeg- ar ég kom, og ég sat eins og klessa inni í stofu og beið. Fólk, sem ég þekkti ekki, kom þarna, skoðaói mig í krók og kring og aó sjálf- sögðu skildi ég ekki orð af því sem það sagði. Stofan var ekki stór en yfirfull af alls kyns dóti. Ég hafði aldrei á ævi minni séð annað eins samsafn af prjáli. Ég beió bara þarna og vonaði að minn heittelskaói færi að láta sjá sig. Seint og um síðir birtist prins drauma minna með aðra konu upp á arminn. Ég stökk á fætur og henti mér um hálsinn á honum yf- ir mig fegin að sjá hann. Hann stífnaði allur, varð eins og tré- drumbur og sagði ekki eitt einasta orð. Ég skildi ekki neitt, skynjaði ekki hvað var að gerast. Stúlkan, sem kom með honum, kastaöi úri á gólfið og ég sá út undan mér að upphafsstafir hans voru á því. Stúlkan snerist á hæli og strunsaði út en ég skildi ekki orð í þeim samræðum, sem fram fóru í kring- um mig. Það eina sem ég vissi var að ég var ástfangin og hélt aó hann væri ástfanginn af mér. Ég komst að sannleikanum um síóir og ekki var hann fagur. Hann hafði logið aö mér í bréfunum, sem hann sendi, ekkert var eins og ég átti von á. Stúlkan, sem var í fylgd með honum daginn sem ég kom, var unnusta hans, þau höfðu nýverið trúlofað sig. Ég hafði ekki haft hugmynd um stöðu mála þeg- ar ég lagði upp í ferðina til fyrir- heitna landsins. Trúlofaður var sem sé fyrsta oróið, sem ég lærði - lífsreynslu- saga Matthildar Jónsdóttur Campbell eftir að ég kom til Chicago. Þetta var erfió aðstaða en það voru eng- in tök á aó senda mig til baka, því ég átti enga peninga og þau ekki heldur. Mér var komió fyrir í herberg- inu hans og hann látinn sofa í stofunnni, því Roberta tengda- mamma kærói sig ekki um ólifnaó í sínu húsi. Bob var atvinnulaus þegar ég kom út svo í fyrstu lifð- um við af launum Robertu og þurftum að lifa sparlega. Ég var ekki óvön því frá fyrri tíð og þrátt fyrir erfiöa byrjun, var ég mjög sæl með mig og Bob minn. Tengdamamma kom því til leiðar aö vió giftumst í júní þetta sama ár en það var ekkert kampavín og enginn siffonkjóll. Ég skrifaði oft heim, sendi til dæmis myndir frá hjónavígslunni, því mér fannst ég verða að sýna fólkinu heima fram á að allt væri í lukkunnar elstandi, að minnsta kosti reyna það. I fyrstu fékk ég cngin svör, því allir voru svo reió- ir. Það skánaði þó smátt og smátt, og fjölskyldan sætti sig að mestu við orðinn hlut. Þegar ég gifti mig hafði ég tak- markaó dvalarleyfi, aðeins það sem kallað er „feróamannavisa“ og þar af leiðandi í raun engin réttindi. Hetjan hún Roberta tengdamamma hjálpaði mér síðar við að nálgast rétt skilríki, til þess að ég teldist löglegur innflytjandi, og á hún á alla blessun skilda fyrir þaó. Hjónabandið var gott í fyrstu en þaó stóðst ekki væntingar mín- ar á nokkurn hátt. Fljótlega kom í ljós að við áttum engan veginn Matthildur, Bob og nýfætt barn þeirra, Angelique. saman og að lokum varó sambúð- in mér hreint helvíti og Bob áreið- anlega líka. Hann var ungur og undir miklu álagi.“ Lífíð með Bob „Samband okkar Bobs einkenndist af mikilli togstreitu og þegar ég lít til baka og reyni að finna viðhlít- andi skýringu er fátt um fína drætti. Ég tel ástæðuna vera helst þá, að hann var trúlofaður annarri stúlku þegar ég kom út og neydd- ist til að slíta því sambandi. Kannski hæfði ég honum alls ekki, ég veit það ekki svo glöggt. Við tókum fljótlega íbúó á leigu eftir að við giftum okkur, keyptum húsgögn og komum okk- ur fyrir. Þá taldi ég mig vera komna í örugga höfn, en ekki er allt gull sem glóir. Ibúðin var í fjölbýlishúsi ekki langt frá húsinu þar sem tengdamamma bjó. Hún var tvö svefnherbergi, borðstofa og stofa fyrir utan eldhús og bað, stór og falleg íbúð, sem ég var mjög ánægð með. Húsnæðið þurfti reyndar ekki að vera merki- legt til að teljast skárra en þaö, sem ég bjó í áður en ég fiutti utan. Ég reyndi aö búa Bob hlýlegt heimili og þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið góð eig- inkona, kannski ekki drottning drauma hans, en heivíti góð þrátt fyrir þaó. Þegar ég kom fyrst út var ég af- skaplega hrifin af honum en til- finningarnar breyttust eftir því sem á leið. Þegar ég fór aö skilja meira af því sem sagt var komst ég að því að flest sem hann sagði, þegar hann var á Islandi, var hrein og klár lygi. Hann átti ekki íbúð eins og hann hafði sagt, engan bíl og var atvinnulaus, eins og ég hef imprað á fyrr. Ekkert var eins og hann hafði sagt, þegar hann var að biója mig um að korna á eftir sér út, hann var aðeins fátækur Amcr- íkani, kominn af fátæku og mjög mislitu fólki, sem flest drakk mik- ið, sérstaklega karlpeningurinn. Samstaða var í fjölskyldunni um drykkju og að hlaupa undir bagga ef í nauðir rak. Ég man ekki eftir mörgum frá þessum tíma, því ald- urinn og eiturlyfin hafa tekið sinn toll. Þegar við Bob fórum að geta talað saman, komumst vió aö því að vió áttum ekkert sameiginlegt, hreint út sagt ekkert. Við vorum eins og pipar og salt og hristumst ekki saman. Ég er að eðlisfari dugleg viö fiest, sem ég tek mér fyrir hendur og reyni aó sinna verkum mínum af natni. Vera má aó það sé ekki allra álit en ég kýs að halda í það, sem ég tel vera rétt. Ég hélt heim- ilinu eins fallegu og mér var unnt, sinnti fjölskyldu hans sem best ég gat enda var oft gestkvæmt hjá okkur, að minnsta kosti áður en ég fór að vinna utan heimilis. Mér var mikið í mun að ganga í augun á ættingjum hans og vinurn og auk þess skorti mig félagsskap. Þegar ég kom til Ameríku átti ég mér þann draum aö læra hár- greiðslu en hann rættist ekki. Að- alkosturinn við drauma er að þeir kosta ekki ncitt.“ Ófrísk „Það var eiginlega sjálfsagður hlutur að eignast að minnsta kosti eitt barn og mér fannst ég verða fyrir miklum þrýstingi frá tengda- mömmu fyrrverandi, sem var og Matthildur á „dópárunum“. Þegar þar var komið sögu var hún byrjuð að selja sig til að fjármagna neysluna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.