Dagur - 22.12.1993, Page 18
18 - DAGUR - Miðvikudagur 22. desember 1993
MINNINO
Sigurpúll cr 19 ára ou býr með afa
sinum á stóru kiiulmi liaas.
En nú kt'inur vofa fortíðarinnar og
heimtar uppujör við uamla
manninu.
Lff uamla maiinsíns cr að vcði.
ilann hafði mcð lífsvilja ou krafti
sinum scm unuur maður snúið á
dauðaáliiuin.
Nú þarf hann mcíra cn kraftar
hans mcuna.
Hvað gcla ást ou kraftar uujja
manasins áorkað miklu,
þcuar allt cr laut tindir (
baráltu upp á líf ou dauða.
I»cs.si bók cr fyrir unut fólk
á öllum aldri. scm hcfur
Uaman af átakanlcuum.
spcnnandiou
a'vintýraiqgum
söuuþncði. í flóknu
samspili sem uerist í
hcimi iiianna »u álfa.
Baráttu-,
spennu-
og
ísev utqafan
Símar 985-34078 & 96-23445
Bókin er uppseld hjá útgefanda
Félagsmálaráðuneytið
auglýsir lausar til umsóknar eftirgreindar
stöður í vinnumáladeild ráðuneytisins:
Stöðu deildarstjóra sem annast ýmis vinnumarkaðsmál
á vegum ráðuneytisins, sér um atvinnuleysisskráningu,
vinnumiölun og tengda starfsþætti.
Stöóu deildarsérfræðings sem hefur umsjón meó
vinnumiðlunarskyldum ráðuneytisins innan hins evr-
ópska efnahagssvæðis og með þróun og rekstri tölvu-
kerfa vegna vinnumálastarfs á vegum ráðuneytisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræöi,
viðskiptafræði eða öðrum skyldum greinum.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist félagsmálaráöuneytinu fyrir 7. janúar
nk.
Félagsmálaráðuneytið, 20. desember 1993.
fln Ólöf Kiistjana Ingimarsdóttir
Fædd 12. júní 1918 - Dáin 15. desember 1993
Þó að Ólöf tengdamóóir mín hafi
ekki verið heilsuhraust að undan-
förnu og farið inn á sjúkrahús til
rannsóknar 14. desember sVþá ór-
aði engan fyrir því að hún væri öll
aóeins hálfum sólarhring síðar.
Lolla, eins og hún var jafnan köll-
uð, varó fyrir áfalli fyrir hálfu
sjötta ári en þrátt fyrir það átti hún
góöa daga með manni sínum, Jó-
hanni Guðmundssyni, þar til hann
lést 10. febrúar 1989. Þau gátu í
félagi séð um sig sjálf í litlu nota-
legu íbúðinni sinni að Skarðshlíó
13 á Akureyri. Eftir lát Jóhanns
naut hún aðstoðar Guðlaugar dótt-
ur sinnar, Rutar systur sinnar og
manns hennar Gests Magnússonar
svo og nágrannans Ingva. Þó
tengdamóóir mín væri stolt kona
og vildi sjá um sig sjálf, þá var
það hjálpsemi og velvild þessa
ágæta fólks sem geröi henni kleift
að halda heimili og sjá um sig
sjálf, eftir því sem heilsa hennar
leyfði, til síðasta dags.
Ólöf Kristjana Ingimarsdóttir,
en svo hét tengdamóðir mín fullu
nafni, fæddist á Akureyri 12. júní
1918. Foreldrar hennar voru Ingi-
mar Jónsson, f. 18. júlí 1882, d.
31. júlí 1945, og kona hans María
Kristjánsdóttir, f. 8. ágúst 1887, d.
19. apríl 1979. Þeim fæddust níu
börn en eitt þeirra dó í vöggu.
Ólöf var fimmta barn þeirra hjóna,
hin voru Hulda, Jón Kristján
Hólm, Adólf, Sigríður Ingibjörg
og Hermann Hólm, sem öll eru
látin og Sigurlína Hólmfríður og
Rut Sigurrós, sem lifa systur sína.
5. apríl 1941 giftist Ólöf Jó-
Jólatréssala
í Hamri
Normannsþinur
Opið virka daga kl. 13-21
Laugardaga kl. 10-22
Sunnudaga kl. 10-17
Sækjum og sendum
Sama verð
og í fyrra
hanni Guðmundssyni, f. 22. nóv-
ember 1915, d. 10. febrúar 1989.
Foreldrar Jóhanns voru Guðmund-
ur Hafliðason, f. 5. maí 1873 og
kona hans Stefanía Tryggvadóttir,
f. 10. mars 1872. Ólöf og Jóhann
eignuðust þrjár dætur og einn son,
er lést í fæðingu.
Dæturnar eru Hulda Róselía,
ræstingastjóri í Rcykjavík, f. 23.
janúar 1941 gift Jóhannesi Óla
Garðarssyni vallarstjóra í Reykja-
vík og eiga þau þrjá syni. Jóhann
Garðar, Brynjar og Ólaf Hrein og
barnabörnin Huldu Björk Brynj-
arsdóttur, Arnar Ólafsson, Viktor
Braga Brynjarsson og Hönnu Ósk
Ólafsdóttur. Guðlaug Kristjana,
verslunarmær á Akureyri, f. 6.
október 1947, fráskilin, en maður
hennar var Sæmundur Hrólfsson,
rafvélavirki á Akureyri, og áttu
þau saman synina Ólaf Jóhann og
Björn Sæberg.
Stefanía Hallfríður, húsfreyja i
Reykjavík, f. 14. desember 1951,
gift Vöggi Magnússyni, vakt-
manni í Reykjavík, börn þeirra eru
Magnús Viktor er lést af slysför-
um aóeins 5 ára, Ólöf Huld,
Zanny og Marteinn.
Æska og uppvöxtur Ólafar mun
hafa mótast af tíðaranda krepp-
unnar og litlum efnum enda systk-
inahópurinn stór, en um það var
hún fáorð og ekki hcnnar stíll að
kvarta og sagðist hún hafa átt
góða æsku í hópi fjörmikilla og
glaðra systkina undir verndarvæng
ástríkra foreldra.
Hún fór snemma aó hjálpa til á
heimilinu og gætti gjarnan yngri
systkina sinna og létti undir með
móður sinni á ýmsa lund. Arió
1934, þá aðeins 16 ára gömul, hóf I
hún vinnu á Ullarverksmiðjunni
Gefjunni og starfaði þar um 50 ár
meó hléum vegna fæðingar dætr-
anna og umönnunar þeirra fyrstu
æviárin.
Hún bjó manni sínum og dætr-
um ávallt fallegt heimili, sem ein-
kenndist af hreinleika og notalegri
hlýju, sem við tengdasynirnir og
barnabörnin og loks barnabarna-
bömin fengum síðar aó kynnast
og njóta.
Hún var ávallt boðin og búin
að koma dætrum sínum og fjöl-
skyldum þeirra til hjálpar ef þann-
ig stóð á hvort heldur var sunnan
eða norðan heióa. Ólöf var hin
sanna íslenska húsmóðir, sem allt-
af hugsar fyrst um aóra og seinast
um sjálfa sig.
Að leióarlokum kemur margt
upp í hugann, ferðalög á fyrri ár-
um og margvíslegar ánægjustund-
ir með fjölskyldunni í Brekkugötu
43 og síóar Skarðshlíð 13 en mig
brestur orð. Dætur hennar vilja að
lokum þakka þeim, sem léttu
henni lífið seinust árin. Elsku
mamma viö Hulda, Lauga og
Bebba og fjölskyldur þökkum þér
og pabba allt sem þið voruð okkur
og fyrir það veganesti og þá fyrir-
mynd, sem þió voruð börnum
okkar og barnabörnum. Megi
minningin um ykkur verma okkur
um ókomin ár. Blessun Guðs fylgi
ykkur.
Jóhannes ÓIi Garðarsson.
Eg trúi á guð, þó titri hjartað veika.
Og tárin blindi augna minna Ijós.
Eg trúi, þótt mér trúin fmnist reika.
Og titra líkt og stormi slegin rós.
Eg trúi, því að allt er annars farið.
Og ekkert, sem er mitt er lengur til.
Og lífið sjálft er orðið eins og skarið.
Svo ég sé varla handa minna skil.
Matth. Jochumsson.
Hún amma er dáin. Hún fór
upp á spítala á afmælisdaginn
hennar mömmu og hálfum sólar-
hring seinna var hún dáin.
Hún amma var svo sterk og
dugleg að engan grunaði hversu
veik hún var og aldrei kvartaði
hún.
Það verður skrýtið aö koma til
Akureyrar þegar hvorki afi né
amma eru þar.
En nú er amma hjá afa og
henni líður vel.
Elsku amma hal’ðu hjartans
þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur.
Ólöf Huld, Zanný og
Marteinn.
^KOHFEKT
í&lenskt
Sími 53466