Dagur - 28.12.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 28.. desember 1993
Hvað þýða GATT og EES?
- viðtal við Húsvíkinginn Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra
Skrifstofan hans er full af pappír. Ekki kemst meira í hillur,
svo borð og stólar hafa tekið við. Skjalataskan er opin og
þar eru pappírar og í einu hólfinu bunki af nafnspjöldum.
Ljóst er að maðurinn þarf mikið að lesa. Sigurgeir Þor-
geirsson er greinilega ekki Sunnlendingur. Það má ráða
annars vegar af rödduðum framburðinum og hins vegar af
hljómfallinu, tóninum. Hjá honum bregður fyrir þessum
krefjandi spurnartón sem er einkennandi fyrir fólk á Norð-
austurlandi, kannski bara í Þingeyjarsýslu. Sigurgeir er
ákaflega þægilegur viðræðu og skýr I svörum. Hann kann
landbúnaðarmálin utanað.
ínumenn, Ástralir og Nýsjálend-
ingar. Þetta eru allt þjóðir sem
geta flutt út mikiö af landbúnaðar-
afurðum. Hin blokkin er íhalds-
samari og vill fara hægar í sakirn-
ar. I þessum hópi eru Evrópulönd-
in flest og Japanir. Hinir síðast-
nefndu vilja með öllum ráðum
koma í veg fyrir hrísgrjónainn-
flutning, svo sjá má aö hagsntunir
eru margvíslegir.“
- En hvað er verið að tala um
og hvernig snertir þetta okkur?
„Það veit enginn hvort eða hve-
vörum, ostum, smjöri og fleiru.“
- Þurfum við endilega að vera
með í þessu?
„Eg held að þaö sé almennt
viðurkennt að við eigum ekki
margra kosta völ. Við erum aðilar
að GATT og höfum ekki efni á aö
hætta því vegna annarra hags-
muna. Hins vegar höfum við sett
fram ýmsa fyrirvara, en vió verð-
um auðvitað að hlíta endanlegum
niðurstöðum.“
„Kvótakerfið er meingallað. í því felst cnginn hvati til að nýta t.d. betri jarðir. Auk þess óttast ég að það éti sig upp
innan frá, vegna sölu framhjá kvótanum," segir Sigurgeir Þorgeirsson, aðtoðarmaður landbúnaðarráðhcrra m.a..
Hann er doktor í sauófjárrækt
og hefur verið aðstoðarmaður
landbúnaðarráóherra í rúm tvö ár.
Sigurgeir starfaði áður á Rann-
sóknastofnun landbúnaóarins og
sem ráðunautur hjá Búnaðarfélag-
inu. Hann neitar því ekki að þaó
hafi verið mikil viðbrigði aó koma
úr rannsóknarstarfi í stjómsýslu.
Sér hann eftir aó hafa tekið þetta
að sér? „Eg sé aldrei eftir neinu,“
segir hann. „Það tekur því ekki.“
„Engill dauðans“
- Hvers vegna kaus Sigurgeir að
sérhæfa sig í sauðfjárrækt? Var
hann kannski í sveit öll sumur?
„Eg var aldrei í sveit. Hins
vegar voru faðir minn og afi með
tómstundabúskap á Húsavík þar
sem ég ólst upp. Við höfðum ntilli
50 og 70 kindur, sem við rákum á
Mývatnsafrétt á vorin. Á haustin
var farió í gpngur og réttað í Mý-
vatnssveit. Á Grænavatni rak föð-
urafi minn áður kynbótabú, en
hann var mikill áhugamaður um
sauðfjárrækt. Halldór Pálsson
búnaóarmálastjóri var vinur afa
ntíns og auk þess giftur frænku
minni í móðurætt. Hann kom því
oft heim til okkar og þegar ég var
10 ára lýsti ég því yfir að ég ætl-
aði að verða doktor í sauðfjárrækt
eins og Halldór Pálsson. Þegar ég
var í Menntaskólanum á Akureyri
runnu á mig tvær grímur og þá
fannst mér lögfræðin álitlegur
kostur. Af því varð ekki og ég hélt
til Edinborgar til náms í búvísind-
um.“
- Að því loknu tók við doktors-
verkefni á sviói sauófjárræktar.
Það fjallaói um kjötgæði sauðfjár,
vöxt og þroska með tilliti til kyn-
bóta. Verkefnið var tvíþætt, ann-
ars vegar unnið á Islandi undir
leiðsögn Halldórs Pálssonar og
hins vegar í Edinborg þar sem
fimm leiðbeinendur komu vió
sögu.
„Eg var um tíma kallaður eng-
ill dauðans, því að þrír fyrstu leið-
beinendur ntínir, allt miðaldra
menn, létust hver á fætur öðrum,
nánast jafnskjótt og þeir höfóu
tekið við mér. Þá voru fengnir
tveir menn saman mér til leió-
sagnar, sem báðir lifðu og lifa
enn!“
Hækkandi heimsmarkaðs-
verð með GATT
- Svo vikið sé að öóru, þá lýsti
landbúnaóarráðherra því nýlega
yfir að stuðningur vió landbúnað-
inn væri á milli 10 og 11 milljarð-
ar á ári. Nú í sumar kom hins veg-
ar út norræn skýrsla þar sem stað-
hæft er að stuóningurinn sé tæpir
17 milljarðar. Hvemig stendur á
þessum mikla mun?
„Hann má skýra fyrst og fremst
meó tvennu: Annars vegar ósam-
bærilegum aðferðum, t.d. mis-
munandi talnagrunni og hins veg-
ar minnkandi stuóningi við land-
búnað, en norræna skýrslan er
byggð á eldri gögnum en okkar
niðurstöður. Við getum heldur
ekki fallist á að telja nteð framlög
til bændaskóla, skógræktar og
landgræðslu eins og gert er í nor-
rænu skýrslunni.“
- Núna þegar komin er fram
ákveöin tala, þ.e. þessir 10 millj-
arðar, eru þá einhver áform um að
skera niður á næstunni? Hvernig
verður t.d. staðan eftir tvö ár?
Veróur stuöningurinn sá sami?
„Stuðningur við landbúnaðinn
er samsettur af tvennu, en það eru
bein ríkisframlög og markaðs-
stuðningur. Hvað varðar bein rík-
isframlög þá hafa þau verið skorin
verulega niður að undanförnu og
ég sé ekki svigrúm til frekari nið-
urskurðar í bráð. Markaðsstuðn-
ingur ræöst á hinn bóginn af
tveimur þáttum, sem eru innlent
afuróaverð og heimsmarkaðsveró.
Þetta er svokallaður reiknaður
stuóningur. Ef heimsmarkaðsverð
landbúnaöarafurða hækkar eða
innlenda veróið lækkar, þá lækkar
þessi reiknaói stuðningur. Um
þessa hluti er ákaflega erfitt að
spá fram í tímann, en margir telja
aó verð á heimsmarkaði muni
hækka vió GATT-samninga.“
Full tollvernd í fyrstu
- Hvað eru þessir GATT-samn-
ingar - svona á mannamáli?
„GATT hefur verió þýtt á ís-
lensku sem: Almenna samkomu-
lagið um tolla og vióskipti. GATT
er sem sagt ekki stofnun heldur
samningar um afnám viðskipta-
hindrana. GATT var stofnað á 5.
áratugnum og íslendingar uröu
þátttakendur 1968. GATT-samn-
ingaloturnar eru orðnar a.m.k.
þrjár og hver um sig hefur tekið
nokkur ár. Síðasta lotan er kennd
við Uruguay og felur meðal ann-
ars í sér landbúnaó - í fyrsta
skipti.
Það eru tvær meginblokkir í
GATT núna. Önnur vill ótakmark-
að frelsi í viðskiptum með land-
búnaðarvörur og þar eru fremstir í
flokki Bandaríkjamenn, Argent-
nær samningar nást, en nú er verið
að tala um að samningar taki gildi
1. janúar 1995. (Athugasemd
ritstj.: Viðtalió var tekið í nóvem-
ber síðastliðnum, áður en endan-
legt samkomulag var undirritað).
Þetta er þannig byggt upp að árin
1986-1988 eru notuó sem viðmið-
un. Um er að ræða þrjú meginat-
riói. Grundvallaratrióið er að
banna bein innflutningshöft á bú-
vörum, önnur en þau sem hægt er
aó rökstyója með sjúkdómahættu.
Ríki munu hafa heimild til að
leggja á verndartolla, sem síðan
þurfa að lækka eftir ákveönum
reglum. Hér myndu tollarnir veita
fulla vcrnd í fyrstu eða rúmlega
það.“
Sérstaða íslands
„I öóru lagi á að lækka fram-
leiðslustyrki unt 20% á sex árum.
Við erum þegar búin aó draga svo
mikió úr styrkjum frá viðmiðunar-
árunum sem tiltekin eru, að
GATT gerir líklega ekki frekari
kröfur til okkar á þessu tímabili.
Loks skulu útflutningsbætur
lækkaðar um rúman þriðjung á
sex árum. Þetta er það ákvæói sem
hvað fastast sat í Evrópubandalag-
inu og Danir voru ákaflega mikið
á móti og Frakkar sömuleiðis. Hér
á landi eru útflutningsbætur af-
lagðar, svo þetta ákvæði breytir
engu í raun fyrir okkur.
Þá fylgja þessu heilbrigðisregl-
ur, sem vió túlkum þannig aö vió
getum haldið hér óbreyttu ástandi
frá því sem nú er. Sömu kröfur má
gera til innfluttra og innlendra af-
urða. Lögð hefur verið áhersla á
sérstöðu Islands, því hér hefur ríkt
þúsund ára einangrun og búfé
mjög viókvæmt fyrir smitsjúk-
dómum. Við reiknum því ekki
með að heimila innflutning á hráu
kjöti eða ógerilsneyddri mjólk.
Aftur á móti gerum við ráð fyrir
að leyfa innflutning á unnum kjöt-
Myndir: Skúli Björn Gunnarsson.
„Alþjóðasamningar skapa ramma
fyrir landbúnaðinn“.
Tollfrjáls innflutningur á
grænmeti
- Ef GATT þýðir að opnað er fyr-
ir innflutning, hvað hefur þá EES-
samningurinn að segja fyrir okk-
ur?
„Þar eru nú fyrst og fremst
ákvæði um frjálsan innflutning á
fáum, afmörkuðum, unnunt afurð-
um. Þetta eru smjörlíki, jógúrt og
sýrðar mjólkurafurðir. Heimilt er
aó verðjafna fyrir mismunandi af-
urðaverói bænda hér og erlendis.
EES fylgir svokallaður tvíhliða
samningur. Sá tjallar eingöngu urn
tilteknar garðyrkjuafurðir. Tví-
hliða samningurinn er gerður milli
einstakra EFTA-ríkja og Evrópu-
bandalagsins. Þetta er einhvers
konar friðþæging við S.-Evrópu-
lönd og á að veita afurðum þeirra
aukinn markaðsaðgang. Gert er
ráð fyrir tollalausum innflutningi
á ýmsum ávöxtum, sem er ekki
breyting frá því sem nú er. Þá er
líka kveðið á um tollfrjálsan inn-
flutning á grænmeti og blómum 5-
6 mánuði yfir veturinn. Þetta
þrengir auóvitað kost garðyrkju-
bænda.“
íslensk sauðfjárrækt gæti
blómstrað
- Hvað með framtíðina? Hvaða
þróun þykjast menn sjá aö verði?
„Alþjóðasamningamir skapa
auðvitað ramma fyrir landbúnað-
inn. Stefnumörkunin hlýtur því að
felast í því að gera íslenskan land-
búnaó samkeppnishæfan. Við ger-
um ekki ráð fyrir að geta haldið
uppi innflutningsvemd, heldur að
þurfa aó keppa á forsendum verðs
og gæóa. Ríkið ætlar að binda
stuóning sinn við framleiðslu fyrir
innanlandsmarkað. Þetta kallar á
grisjun í stéttinni. Þegar búvöru-
samningurinn var gerður vonuöu
menn að miklu fleiri hættu og
seldu allan sinn kvóta en raun
varð á. Niðurstaðan varð hins veg-
ar sú að fáir seldu, en flestir voru
skertir. Surnir illilega. Þetta leiðir
til þess að á allra næstu árum
hætta menn og framleiðslan
þjappast á færri hendur.
Kvótakerfið er nteingallað. I
því felst enginn hvati til aó nýta
t.d. betri jarðir. Auk þess óttast ég
að það éti sig upp innan frá, vegna
sölu framhjá kvótanum."
- Það er oft talað um styrkja-
kerl’i Evrópubandalagsins. Fylgir
eitthvaö slíkt EES-samningnum?
„Nei, ekkert. Ef við á hinn bóg-
inn gengjunt í EB, myndunt vió fá
styrki til sauðfjárræktar, líkt og
t.d. Skotar og Irar njóta. Eg er
sannfærður um að íslensk sauð-
fjárrækt gæti blómstraó ef við yrð-
um aðilar aó EB. En það er nú
kannski eina grein landbúnaóar-
ins, sem ntyndi lifa það af.“
Islenskar vörur hreinni
en erlendar
- Vistvænar vörur eru nú tískuorð.
Getur aukinn áhugi á umhverfis-
málum orðið okkur til framdrátt-
ar?
„Á þeint forsendum verðurn
viö að byggja upp útflutning og
ættum að geta fengið 15-25%
hærra verð fyrir lambakjöt en
gengur og gerist. Þaö er trúlega
engin önnur kjöttegund sem við
eigum raunhæfa möguleika á að
flytja út, nema hrossakjöt, sem vió
flytjum nú þegar út bótalaust til
Japan. EB er til dæmis ekki sjálfu
sér nægt meó lambakjöt, en fram-
leiðir of mikið af öllum öðrurn
kjöttegundum, sem aftur leiðir til
lágs verðs.
I þessu sambandi er líka rétt að
gera sér grein fyrir því að íslensk-
ar landbúnaðarafurðir eru almennt
„hreinni“ en almennt gerist er-
lendis. Hér eru t.d. ekki gefin lyf í
fóórinu. Þetta hefur verió of lítið
rætt þegar talaó er um innflutning
á landbúnaðarvörum.”
Frekari frami í pólitík?
- Sigurgeir Þorgeirsson hefur ver-
ið formaður landbúnaðarnefndar
Sjálfstæðisflokksins frá 1987 og
er núna aðstoðarmaður Halldórs
Blöndal, landbúnaðarrðherra. Ætl-
ar Sigurgeir sér frekari frama í
stjórnmálum?
„Nei, alls ekki,“ svarar hann
ákveöió og án nokkurrar umhugs-
unar.
Kirstín Þ. Flygenring.
Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun viö Há-
skóla íslands og vinnur við orðasafn I hagfræði
meðfram náminu.