Dagur - 28.12.1993, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 28. desember 1993
n MINNINC
Briddsfélag Akureyrar
Sveitakeppni B.A.
Akureyrarmót
hefst þriðjudaginn 4. janúar.
Sveitaforingjar eru beðnir að tilkynna þátttöku til
Páls Jónssonar í síma 21695 fyrir áramót.
í>
Þórgimnur Þorleifsdóttir
Reykholti, Dalvík
Fædd 7. október 1916 - Dáin 19. desember 1993
L VIÐSKIPTAMANNA
IANKA OG SPARISJÓÐA
Lokun 3. janúar og eindagar víxla.
Afgreiðslur banka og sparisjóða
verða lokaðar mánudaginn
3. janúar 1994.
Leiðbeiningar um eindaga
víxla um jól og áramót
c
liggja frammi í afgreiðslum. \
X,
p
Reykjavík, desember 1993
Samvinnunefnd banka og sparisjóða
Þórgunnur í Reykholti er farin til
nýrra heimkynna. Við erum glöð fyrir
hennar hönd því nú er hún búin aó
hitta fyrir vinina sína sem beðið hafa
eftir henni og hún hefur saknað svo
lengi. Okkur er líka tregi og söknuóur
í huga sem stafar af eigingimi eftirlif-
andans, sem vill hafa umhverfi sitt
óháð forgengileikanum. En svo lengi
sem við munum hefur Þórgunnur ver-
ió tengd lífi okkar. Fyrst sem þátttak-
andi í uppeldi okkar og síðar sem vin-
kona sem gott var aó koma til og
þiggja hjá andlega uppörvun sem veitt
var af hlýju og léttleika, einkennandi
fyrir stórbrotna konu. Okkur sem eftir
sitjum og berumst meó tímans
straumi, sýnist sem sjálf Karlsbrautin
hafi misst lit.
Þórgunnur var ein af máttarstólp-
unum sem mótaði og setti svip sinn á
fjölskylduumhverfið í Karlsbrautinni
þegar við, sem nú emm á miðjum
aldri, vomm að alast upp. Hún var gift
Áma Guðlaugssyni föðurbróður okkar
og er Reykholt gegnt Lundi þar sem
við áttum heima. Auk pabba og Árna
bjuggu tvö systkini þeirra líka við
Karlsbrautina og út og upp við rætur
Bæjarfjallsins í Miðkoti vom föður-
amma og tveir föðurbræður okkar
með sínar fjölskyldur. Það er því ekki
ofsagt að við höfum alist upp í sann-
kölluðu fjölskylduumhverfi sem ein-
kenndist af samkennd og samábyrgð
fullorðna fólksins fyrir bömum og
búi. Og í raun var eins og allt full-
oróna fólkið í götunni okkar axlaði
þessa ábyrgð, a.m.k. var því ljúft og
skylt aó hlutast til um athafnir og
samskipti okkar krakkanna. Því geng-
um við ekkert aó þvi gruflandi að þótt
pabbi og mamma væru ekki viðlátin
þá var eftirlitið og aginn í góöum
höndum.
í þessari andrá er vert að minnast
þess að Karlsbraut heitir eftir land-
námsmanninum Karli rauða. Sú kyn-
slóð sem nam land við götuna á sínum
tíma var að mörgu leyti fmmherjar.
Margt af því fólki sem þar bjó byggði
sín hús sjálft og þar í hópi vom Þór-
gunnur og Ámi í Reykholti. Það sem
einkennir fmmherjabyggðir öðmm
fremur er samtrygging. Þaó á ekki síst
við í sjávarþorpum þar sem fjöl-
skyldufeður eru tímunum saman fjar-
verandi. Ef einhvers staðar er þörf fyr-
ir slíkt er það í sjómannasamfélagi.
Konumar í Karlsbrautinni voru
trúar sínu og samkvæmt tíóarandanum
var hlutskiptið fyrst og fremst að vera
til staóar og hlúa að nánasta umhverfi.
Þórgunnur stóð sína plikt. Hún sá til
með bömum frænda, vina og ná-
granna líkt og hennar eigin böm væm.
Og það var tekió mark á henni, því
það sópaói að Þórgunni hvar sem hún
fór. Hún var glæsileg á velli og höfð-
ingleg í framkomu. Hispursleysi ein-
kenndi Þórgunni alla tíó og hún sagði
skoðanir sínar umbúðalaust. Og oft
var stutt í húmorinn.
Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir
fæddist 7. október 1916 á Hóli, Upsa-
strönd, dóttir sæmdarhjónanna Svan-
hildar Bjömsdóttur frá Selaklöpp,
Hrísey, og Þorleifs Þorleifssonar frá
Hóli. Hún var næstelst átta systkina,
en látin eru nú auk hennar Guðrún,
Dagmann og Karl. Hún ólst upp á
Hóli. Veturinn 1933-34 stundaói hún
nám við Húsmæóraskólann að Hall-
ormsstað. Þórgunnur giftist Áma
Guðlaugssyni frá Miðkoti 5. nóvem-
ber 1937. Ungu hjónin bjuggu fyrst í
Víkurhóli á Dalvík en síðan í Reyk-
holti, því húsi sem þau byggðu sér. En
þar bjó Þórgunnur fram til síðasta
dags.
Þórgunnur og Ámi eignuðust þrjú
böm; Snorra Guðlaug, f. 17. janúar
1943, Þorleif Kristinn f. 11. október
1946 og Svanhildi f. 18. júní 1948.
Synina sína misstu þau báða af slys-
förum Þorleif þann 5. október 1974 og
Snorra þann 7. mars 1985. Sonarmiss-
irinn var hjónunum í Reykholti afar
þungbær. Sumum er þaó gefiö að
vaxa með sinni sorg og Þórgunnur var
cin af þeim. Hún sneri kröftum sínum
aó bamabömunum sem áttu um sárt
aö binda og hennar heimili var þeirra
qfji Steingrímur Aðalsteinsson
IJ fyrrverandi alþingismaður
Við fráfall Steingríms Aóalsteins-
sonar, fósturföður míns, streyma
CRÉME
fra\che
er íslensk hágæöa mjólkurafurð sem
gefur ótal möguleika við matargerð.
Sýrður hentar vel m.a. í salöt, sósur,
ídýfur og með ávöxtum og tertum
Betra bragð
með
11ICU
Sýrðum
- líka á jólunum
Mjólkursamlag KEA
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmum
minningarnar fram í hugann eins
og raóir af skyggnum á sýningar-
tjaldi. Liðin atvik birtast mér aftur
og aftur, doka við, hverfa, koma á
ný og þaó er eins og yfir þau
bregði birtu sínýrra ljósa. Stein-
grímur var mér elskulegur pabbi,
innilegur, ljúfur og kær, og ég á
honum mikið að þakka. - Og þótt
samband okkar hafi nánast slitnað
um eitt skeið ævinnar, þá endur-
nýjaóist það í ást og innileik og
varð eins og best getur orðið í
nánu sambandi feðgina.
Eg var aðeins örfárra mánaóa
þegar ég kom til þeirra Steingríms
og Ingibjargar Eiríksdóttur, fyrri
konu hans, og því kann ég lítið aó
segja frá þessu fyrsta ferðalagi
mínu, sjóferðinni vestan frá Isa-
firði til Akureyrar í umsjá ungs
sjómanns. Eitt er þó víst að þegar
til Akureyrar kom tóku fósturfor-
eldrarnir vel og innilega á móti
mér og hjá þeim ólst ég upp í kær-
leiksríkri umsjá beggja öll mín
bernskuár - allt þar til leiðir þeirra
skildu og pabbi flutti burt, en við
mamma urðum eftir.
Atvik eins og hjónaskilnaðir
skilja oftast eftir sig sárindi, en
geta líka orðið báóum aðilum til
heilla - allt eftir atvikum og að-
stæðum hverju sinni. En hvort
heldur er þá græóir tíminn sárin
smátt og smátt þar til allt er um
garð gengið og gróið er yfir allt.
Steingrímur og Ingibjörg voru
ólíkrar geróar. Hún var örlynd og
ákaflynd og vildi koma hlutunum
á hreyfingu. Sterkur vilji hennar
hreif oft aðra með sér svo að það
sem virtist nær óyfirstíganlegt
varó í hennar forsjá leikur einn.
Aó þessu leyti var mamma lík El-
ísabetu systur sinni sem var verka-
lýðsleiðtogi, formaður Einingar í
áratugi, og bæjarfulltrúi. Stein-
grímur var aftur á móti gjörhugull,
fálátur og fámæltur og bar ekki
tilfínningar sínar utan á sér. Sum-
um þótti þessi stóri og myndarlegi
maður drumbslegur og jafnvel frá-
hrindandi þótt þeir kynntust öóru
ef þeir náðu honum út úr skelinni.
Hann var sílesandi á þessum árum
og aflaði sér áreiöanlega mikillar
þekkingar með lestri og sjálfsnámi
enda komu menn sjaldan að tóm-
um kofanum hjá honum, a.m.k.
ekki þeir sem rökræddu stjórnmál
við hann, enda held ég að and-
stæðingar hans í stjómmáium hafi
yfirleitt virt hann mikils. Hann var
í eðli sínu ákaflega hlédrægur
maður og tranaói sér aldrei fram,
en í honum bjuggu hæfileikar for-
ingjans og atvikin urðu á þá leió
aó þessir hæfileikar fengu útrás og
nýttust. Þrátt fyrir hófsemi hans til
orðs og æðis eru þó til dæmi um
að ausió væri yfir hann óhróðri, en
ekki var það til ávinnings l'yrir þá
sem það gerðu heldur kom þeim
sjálfum í koll. Hann hefði áreióan-
lega þegið langskólanám mennta-
vegarins hefði honum staðió það
til boða, en það hlotnaðist honum
ekki, mest vegna aðstöðuleysis og
fátæktar. Hann var þó maður
bóka, fróðleiks og skrifta. Mér
fannst hann njóta þess að vera
heima, ýmist lesandi eða skrif-
andi, hafandi mig prílandi og
dundandi sér við hlið.
Á þessum árum hafði pabbi
enga fasta vinnu, enda var atvinn-
an knöpp og menn veigruðu sér
við að taka bolsa í vinnu. Það gat
haft slæmar afleiðingar fyrir þá
sem vinnu höfðu að miðla. Á
tímabili var þetta svona þótt á því
yrði breyting þegar eftirspurn eftir
vinnuafli jókst. En pabbi lét þetta
ekki á sig fá. Hann var hugsjóna-
maóur í pólitík eins og margh
samherjar hans og þeim mun
meira vann hann ótrauóur fyrir
flokkinn. Hann annaðist m.a. rit-
stjórn Verkamannsins og hand-
skrifaði oftast greinar sínar þótt
hann ætti ritvél. Minnisstæður er
mér penninn lians, breiður og gljá-
andi, og formföst og sterkleg