Dagur - 05.01.1994, Qupperneq 1
Akureyri, miðvikudagur 5. janúar 1994
2. tölublað
1 k \
■ í
1 J
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
gær voru brautskráðir sex sjávarútvegsfræðingar og fjórir rekstrarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. A
myndinni eru fjórir af sex nýbrautskráðum sjávarútvegsfræðingum. Tveir þeirra gátu ekki verið viðstaddir braut-
skráninguna, Jón Þórðarson upplýsti að þeir væru önnum kafnir í nýjum störfum hjá Söiumiðstöð hraðfrystihús-
anna. A myndinni eru Vignir Þór Jónsson, Gunnlaugur Sighvatsson, Erlingur Arnarson og Jón Hermann Óskars-
son. Fjarstaddir voru Astmar L. Þorkelsson og Skarphéðinn Jóscpsson. Mynd: Robyn.
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
112 gjaldþrotabeiðnir
á síðasta ári
- flölgaði um 64% milli ára
Á árinu 1993 bárust Héraðs-
dómi Norðurlands eystra 112
gjaldþrotabeiðnir en um ára-
mótin voru óafgreidd 9 gjald-
þrotamál frá árinu 1992 hjá
Héraðsdómi Norðurlands eystra
og því komu alls 121 gjaldþrota-
mál til mcðferðar. Af þeim hafa
97 gjaldþrotabeiðnir verið
afgreiddar en 24 beiðnir bíða af-
greiðslu nú í byrjun þessa árs.
Þessi fjöldi mála er svipaður og
á árinu 1992 en Héraðsdómur
Norðurlands eystra tók til starfa 1.
júlí þ.á. er lög um aðskilnað
dómsvalds og framkvæmdavalds
ööluðust gildi. Frá 1. júlí 1992 til
áramóta 1992/93 voru afgreiddar
53 gjaldþrotabeiðnir cn á tímabil-
Brautskráning fyrstu sjávarútvegsfræðinganna frá Háskólanum á Akureyri:
Þurfum ad vera stolt af sjávanítveginum
- sagði Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar
Enginn vaíl leikur á því að þeg-
ar saga Háskólans á Akureyri
verður rituð, mun þriðjudagur-
inn 4. janúar 1994 verða skráð-
ur með stóru letri. Ástæðan er
einföld; þann dag voru fyrstu
sjávarútvegsfræðingarnir
brautskráðir frá sjávarútvegs-
deild skólans, sem jafnframt eru
fyrstu sjávarútvegsfræðingarnir
sem útskrifast hér á landi.
Fjölmenni var við brautskrán-
ingu sex sjávarútvegsfræóinga og
fjögurra rekstrarfræöinga í húsa-
kynnum Háskólans á Akureyri við
Glcrárgötu í gær. Fram kom í
ávörpum forsvarsmanna skólans
og gesta aó brautskráning fyrstu
sjávarútvegsfræðinganna markaði
tímamót í sögu sjávarútvegs-
menntunar á Islandi og nienn
veltu þcirri spurningu fyrir sér af
hverju fyrstu sjávarútvegsfræóing-
arnir hafi ekki vcrið útskrifaðir
fyrir áratugum síðan.
Jón Þórðarson, forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar, sagði í braut-
skráningarræðu að á þeim fjórum
árum sem lióin eru frá stofnun
deildarinnar, cn hún tók til starfa
4. janúar 1990, hafi starfsmönnum
Starfsemi á skíðasvæðunum að komast í gang:
Mikill snjór í Hlíðar-
fjalli miðað við árstíma
fjölgað úr 2 í 12, þar af væru 5
starfsmenn útibúa Hafrannsókna-
stofnunar og Rannsóknastofnunar
fiskiönaðarins kennarar við sjáv-
arútvegsdcild.
Jón lagöi áherslu á cfiingu
menntunar á sviði matvælafram-
leiðslu og hann brýndi raustina
þegar talið barst að neikvæðu við-
horfi alntennings til sjávarútvegs-
ins. „Það cr kominn tími til að
þessi viðhorf brcytist og þau veröa
aö breytast cf við ætlum að ná ár-
angri í alþjóðlegri samkcppni. Vió
þurfum aó vera stolt af sjávarút-
vcginum og matvælaframleiðsl-
unni og menntakerfið þarf að taka
þannig á málum að þeir bestu
hugsi sem svo „þetta gengur nú
vel, kannski ég eigi jafnvel mögu-
leika á starfi við sjávarútvcginn.“
Samvinna HÍ og HA
Sveinbjörn Björnsson, rektor Há-
skóla Islands, sagði að boriö hafi á
ríg milli háskólanna tveggja, en
ástæða væri til aö leggja áherslu á
mikilvægi þess að skólarnir tækju
höndum saman. Sveinbjörn sagði
það „kappsntál að efna ekki til
samkeppni milli skólanna“ og
varpaöi því fram að skólarnir gætu
t.d. unnið saman varðandi bóka-
söfn, sjónvarpsfræðslu og útgáfu
vísinda- og rannsóknaefnis.
Sveinbjörn kynnti stofnun sjóðs
scm verður ætlað að efla sam-
skipti og samstarf Háskólans á
Akureyri og Háskóla Islands. Til
þessa sjóðs leggur Háskóli Islands
1 milljón króna sem stofnframlag.
Auk rcktora bcggja háskóla og
forstöðumanna sjávarútvegsfræði-
deildar og rekstrardcildar fiuttu
ávörp vió brautskráninguna í gær
þcir Stefán Baldursson, fulltrúi
menntamálaráðuneytisins, Halldór
Árnason, aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra, sem við þetta tæki-
færi færði Háskólanum á Akureyri
styrk frá sjávarútvegsráðuneytinu
til tækjakaupa, Svavar Gestsson,
fyrrv. mcnntamálaráðherra, og Er-
lingur Arnarson, einn sex nýbraut-
skráðra sjávarútvegsfræðinga. óþh
inu I. janúar til 31. júní 1992 voru
afgreiddar 19 beiðnir hjá sýslu-
mannsembættinu. Alls eru þetta
því 72 gjaldþrotabeiðnir á árinu
1992 eða 40 færri en á árinu 1993.
I ársbyrjun 1992 hækkaði trygg-
ingargjald þaö sem leggja þarf
með gjaldþrotabciönum úr 12 þús-
und krónum í 150 þúsund krónur
og skýrir þaó að hluta hversu fáar
beiðnir bárust fyrri hluta árs 1992.
Á árinu 1991 bárust sýslumanns-
embættinu á Akureyri 156 beiðnir.
Óafgreidd voru 98 einkamál
hjá Héraðsdóminum um sl. áramót
og voru það að mestu leyti mál,
sem voru óafgreidd hjá sýslu-
mannsembættunum á Akureyri,
Húsavík og Ólafsfirði við stofnun
embættisins um mitt ár 1992. Sá
listi hcfur nokkuð styst, en í árs-
byrjun 1994 var málafjöldinn 89.
Enn eru þó óafgreidd 4 mál sem
eru frá því fyrir 1. júli 1992 og eru
þaö mál þar sem ekki hefur náðst í
viðkomandi, aðallega vegna þess
að þeir dvelja erlendis. Stysti
fyrningartími sakamála er tvö ár
en einnij* eru til önnur sem fyrnast
aldrei. Oafgreidd rnál eru því nán-
ast eingöngu frá sl. ári sem telja
verður viðunandi ástand. Stefnt er
að því að koma málatíma niöur í 6
ntánuói, þ.e. sá tími sem líóur þar
til mál eru tilbúin af hálfu lög-
ntanna og eru allar líkur á að því
markmiði verði náð á þessu ári.
Af tæknilegunt ástæðum getur sá
tími ckki orðið styttri.
1144 mál bárust Héraðsdómin-
um á sl. ári en afgreidd voru 1151
mál þannig að fjöldi þeirra mála
sem bíða afgreiðslu styttist heldur.
Á sl. ári kontu 1309 mál til með-
feróar, þar af 190 sakamál en 201
sakamál var afgrcitt á árinu og er
afgreiðslutími þeirra orðinn mjög
stuttur. Segja má að sakamál séu
nú nánast afgrcidd eftir hendinni
svo framarlega sem næst í þá sem
ntálið varöar.
Réttarhlé er hjá Héraðsdómin-
unt frá 20. desember til 6. janúar
og hefst málflutningur ekki að
nýju l’yrr en í fyrsta lagi 10. janúar
nk. GG
Meiri snjór er nú í Hlíöarfjalli í
byrjun árs en mörg undanfarin
ár og á mánudag voru opnaöar
tvær skíðalyftur í Illíöarfjalli og
segir Ivar Sigmundsson, for-
stöðumaður Skíðastaða, að
stefnt sé að því að allar lyftur
verði komnir í notkun um næstu
helgi.
Lyfturnar verða opnaóar klukk-
an 15.00 og er opið til 18.45 og er
skyggni mjög gott eftir aó kvcikt
hefur verið á ljósunum þrátt fyrir
að fremur dimmt sé yfir þessa
dagana. Spáö er norðaustanátt,
frosti og snjókomu l'ram á laugar-
dag en þá snýst í suðaustan átt og
vætu en þurrt veóur verður fyrir
noróan.
Lyfturnar í Ólafsfirói hafa ver-
ið opnar í nokkra daga en þaó er
alveg á mörkununt aó hægt sé að
halda opnu vegna snjóleysis.
Skíóalyftan á Dalvík hefur verið
biluð en vonir standa til að við-
gerð ljúki í vikunni þannig að
hægt verði að opna um næstu
helgi. Þar er sæmilegur snjór en
mætti vera meiri. Nógur snjór er á
skíðasvæði Siglfirðinga í Skaróinu
og er þar opið daglega frá klukkan
13.00 til 17.00. Til stóð að opna
lyfturnar í Húsavíkurfjalli milli
jóla og nýárs en snjóleysið haml-
aði því. Þær verða opnaðar um
næstu helgi ef nægilega snjóár í
vikunni.
Skíðaáhugafólk getur því séö
fram á góða daga í skíðabrekkun-
um í Hlíðarfjalli, Böggvisstaða-
fjalli, Ólafsfiröi og Siglufirói á
næstunni og cinnig á Húsavík ef
bætir á snjóinn í Húsavíkurfjalli.
GG
Akureyri:
Umtalsverð fækkun útkalla
milli ara hjá Slökkviliðinu
Á Iiðnu ári voru 67 útköll hjá
Slökkviliði Akureyrar, þar af 5
utanbæjar, en voru 90 árið áð-
ur, þar af 4 utanbæjar. Enginn
stórbruni varð á árinu og ekkert
manntjón.
Samkvæmt upplýsingum Tóm-
asar Búa Böðvarssonar, slökkvi-
liðsstjóra á Akureyri, var einn al-
varlegasti atburður ársins 15.
febrúar þegar gerð var tilraun til
aö kveikja í skemmtistaðnum
Sjallanum á meðan dansleikur
stóð yfir.
Slökkviliðsmenn annast einnig
sjúkraflutninga og á þcim vett-
vangi var að vanda nóg að gera í
fyrra. Sjúktaútköll vour 1086, þar
af 196 utanbæjar, en árið 1992
voru þau 1987, þar af 165 utan-
bæjar. Af 1086 sjúkraútköllum á
liðnu ári voru 174 bráðatilfelli.
Frumskoóanir og endurskoðan-
ir Eldvarnaeftirlitsins voru samtals
595 á sl. ári, þar af 54 Iokaskoðan-
ir, þ.e. þegar búið er að ganga að
fullu frá eldvörnum hússins eða
húshlutans eins og gerö hefur ver-
ið krafa um í sérstakri skoðunar-
skýrslu frá Brunamálastofnun. Af
þessunt 54 lokaskoðunum voru 50
skoðanir á húsum í eigu einkaað-
ila eóa fyrirtækja en aðeins 4 í
eigu þcss opinbera. óþh